Dagur - 05.03.1947, Blaðsíða 1
Fylgiblað Dags BÉJi \F ||l VI 5. marz 1947 1V1 1 1m w3 ASAGA »D AGS« 9
TV 1. •• 1 _ _ ■ Heillandi ástarsaga Eftir DAPHNE DU MAURIER
Hershöfðingi konungsins. uzn hugrakka konu og ófyrirleitínn ævintýramann Myndir eftir GEORGE TETZEL
Richard hljóp inn. „Hættið!" hrópaði hann. tg sá að rúm Dicks var tómt. „roroio yKKur," sagöi Feter. „Við höfum verið svikin.
JAFNSKJÓTT og Robin var horfinn inn í stofuna, þar
sem þau Gartred og Manaton voru, vakti eg Bunny. —
„Náðu í Richard og flýttu þér,“ sagði eg. „Nú má engan
tíriia missa.“ En þegar eg ók stólnum mínum inn í stofuna
var einvígið þegar byrjað. Og Gartred, sem áður hafði rek-
ið upp angistarvein, stóð út í homi og hélt hendinni fyrir
gapandi sár á kinninni.
Richard kom hlaupandi inn. „Hættið þessu, hrópaði
hann. „Eruð þið orðnir brjálaðir?“ Hann hljóp á milli
þeirra með nakið sverðið. Hann tók Robin og hélt honum,'
en Bunny hafði gát á Manaton. Matty kom með heitt vatn
og sárabindi og gerði að áverkanum á Gartred. Eg þóttist
sjá, að hin mjög umtalaða fegurð hennar mundi nú verða
endurminningin ein.
„Eg geri ekki ráð fyrir, að við gerum meira í málinu,“
sagði Richard. „Það, sem gerzt hefir, verður ekki aftur tek-
ið. En við munum brátt lifa atburði, sem meiri verða og
hafa áhrif á framtíð alls ríkisins. Þetta er þess vegna ekki
tími til persónulegra hefndarráðstafana.“
Hvorugur svaraði. Richard ýtti stólnum mínum út úr
stofunni. „Reyndu að sofna,“ sagði hann. „Það verffur hæg-
ara að segja en gera,“ svaraði eg.
Sú varð líka raunin á. Eg bylti mér í rúminu og gat ekki
sofnað. Dyrnar í milli herbergis míns og Dicks höfðu ekki
verið læstar og dragsúgur í húsinu fleygði þeim allt í einu
upp á gátt. Eg sá inn í herbergið hans og rúmið var autt.
Hann var þar ekki. Líklega hefir hann farið að finna
Bunny, hugsaði eg.
Eg vaknaði ekki fyrr en sól var hátt á lofti og í fyrstu
fannst mér, að atburðir næturinnar væru ljótur draumur,
en þegar Matty kom með morgunverðinn minn, rann upp
fyrir mér, að ekki var svo vel. „Frú Denys kemur til með
að fá ljótt ör, en annars mun hún ná sér,“ sagði Matty.
„Komu allir til morgunverðar?" spurði eg. „Var Dick þar?“
„Já, hann var þar, kom seint, en mætti þó“ svaraði hún.
Mér létti stórum. En eftir því sem leið á daginn jukust
áhyggjur mínar aftur. Eg gat hvergi fundið Peter Courtney
og þó hefði hann átt að vera kominn heim úr sendiferð
sinni fyrir löngu. Klukkan varð tólf, eitt....
Bunny varð fyrstur að heyra hófadyn úti í garðinum.
Hann hljóp út að glugganum og opnaði hann. Reiðmaður-
inn kom nær og brátt sáum við að það var Peter, rykugur
og leirugur og illa til reika. Hann stökk af hestinum og
hljóp að dyrunum. „Forðið ykkur hver sem betur getur,
því að við höfum verið sviknir. Búið er að handtaka
marga og herflokkur er á leið hingað."
Við horfðum á eftir þeim, er þeir riðu burí.
Richard sagði: „Hershöíðingi konungsins deyr barnlaus." Dick gekk fram: „Hvað get ég gert?" spurði hann.
PETER sagði frá því, sem gerzt hafði. Stjórnin hafði haft
njósnir um fund fyrirliðanna og herflokkur kom á vett-
vang, einjnitt þegar hann stóð sem hæst. Flestir voru hand-
teknir og nú streymdi herlið stjómarinnar inn í héraðið.
„Hvar er svikarinn?“ sagði Manaton.
„Skiptir það máli, héðan af?‘ ‘spurði Richard. „Nú er
allt orðið of seint.“
Peter gat ekki upplýst neitt um svikin, en að boði Ric-
hards riðu þeir Peter, Ambrose og Robin á burt frá Mena-
billy. Það var úrslitatilraun til þess að flýja. Við horfðum
á eftir þeim með söknuði.
Bunny fékk það hlutverk að komast til Pridmouth og
ná þar í skip og komast í samband við franska flotann og
forða því, að þeir freistuðu landgöngunnar. „Það verður
engin uppreist," sagði Richard. „Prinsinn af Wales kemur
ekki til Cornwall í þessum mánuði.“
Eftir þetta vorum við Richard, Gartred og Dick eftir á
Menabilly. Dick hafði ekki haft sig í frammi og við vorum
næstum því búin að gleyma því, að hann væri þar. En nú
stóð Richard á miðju gólfi, með hendur fyrir aftan bak og
talaði, eins og við sjálfan sig. „Afi minn hét líka Richard,"
sagði hann. „Hann var einn af þeim afbragðsmönnum
Grenville- ættarinnar, sem fengu miklu áorkað fyrir kon-
unginn og föðurlandið. Hann féll helsærður, á þilfari skips-
ins síns, „Hefndarinnar“. Nafn hans er skráð gullnu letri í
minjabók ættarinnar. Föðurbróðir minn kannaði Vestur-
Indíur með Drake og hann féll þar... .
Einhvern tíman kemur að því, að konungdæmið verður
endurreist á Bretlandi. Á þeim merka degi, verður Gren-
ville-ættarinnar getið. Eg vænti þess ekki, að mitt nafn
verði þar stórum stöfum skráð, en getið mun þess verða,
að eg hafi verið hershöfðingi konungsins í vestri. En þar
verður ekki getið um neinn annan Richard Grenville, því
að hann deyr barnlaus.“
Enginn mælti orð. Eg átti von á því, að Dick mundi
bresta í grát við þessi miskunnarlausu orð. Eg ásakaði mig
fyrir að hafa ekki lagt meiri áherzlu á, að tengja bönd í
milli þeirra feðganna, en nú varð það of seint
En gráturinn kom aldrei. Dick gekk fram á gólfið, föl-
ur á svip, en hræðslan var horfin úr augum hans. „Hvað
get eg gert?“ spurði hann. „Villtu ekki segja mér það?
Eða á eg að binda enda á líf mitt nú á þessari stundu?“
Gartred gekk að stólnum mínum og ýtti honum út úr
stofunni. Við vitum ekki hvað fór í milli föður og sonar
þennan dag á Menabilly.
Matty laumaði blaði a dyraþrepið.
„bjáðu, Dick," sagði Richard. „Svona er lííið."
Við Gartred neituðum því, að kóngsmenn væru hér.
ETTA kvöld hófst uppreist í nokkrum hluta héraðsins,
þvi að ekki höfðu verið tök á því að láta alla fyrirlið-
ana vita, í hvert óefni var komið, En það sero átti að verða
kyndill, sem lýsa mundi um land allt, varð nú aðeins
neisti, sem slokknaði skjótt. Uppreistin var bæld niður á
skömmum tíma.
Richard hafði ákveðið, að gefa sig fram við her þingsins.
„Eg ber ábyrgð ó því, hvernig komið er,“ sagði hann. „Það
er vegna minna mistaka, að vinir mínir þjást nú.“ Snú!