Dagur - 19.03.1947, Qupperneq 1
Ræða Trumans forseta
Mest umtalaði stjórnmálaat-
burður þessa dagana er ræða
Trumans Bandaríkjaforseta, sem
hann flutti í Bandaríkjaþinginu
12. þ. m.
Ræðan fjallaði fyrst og fremst
um utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna og lagði hann fyrir þingið
tillögu um stórfellda fjárhagslega
aðstoð Bandaríkjanna handa
Grikkjum og Tyrkjum. Telur
liann þessi lönd, einkum Grikk-
land, á barmi gjaldþrots og
mundi fjárhagslegt og stjórn-
málalegt öngþveiti þessara landa
hafa hinar afdrifaríkustu afleið-
ingar fyrir heim allan, m. a. á
þann hátt, að löglegar stjómir
hefðu ekki bolmagn til þess að
halda uppi lögum og rétti og
verjast hópum uppreisnarseggja
og öaldarflokka, sem mikið láta á
sér bera og ógna frelsi og sjálf-
stæði þjóðanna. Minnti forSetinn
í þessu sambandi á minnihluta-
stjórnir, sem sölsað hafa undir
sig völd í Búlgaríu, Rúmeníu og
Póllandi.
Ræðan hefir vakið heimsat-
hygli og hefir verið umtalsefni
stærstu heimsblaðanna seinustu
dagana. Margir leiðandi menn á
þingi Bandaríkjanna, jafnt
flokksmenn forsetans sem and-
stæðingar, hafa lýst sig fylgjandi
þessum tillögum hans í aðalatrið-
um, og hefir þingið gert ráðstaf-
anir til að flýta fyrir samþykkt
um fjárhagsTega aðstoð til þess-
ara landa.
í Englandi hefir ræðunni líka
verið vel tekið og hefir Churchill
látið svo umrnælt, að Tmman
hafi ekki einungis túlkað skoðun
Bandaríkjamanna, heldur og
mikils meiri hluta brezku þjóð-
arinnar.
í Rússlandi, hins vegar, hefir
verið ráðist á Truman og ræðu
hans sem Rússar telja að beint sé
gegn sér og sínum hagsmunum.
I
AGIJR
XXX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 19. marz 1947
11. tbl.
■fi
M
Málefnasamningur ríkisstjórnarinnar í framkvæmd:
Fjárhagsráð með víðfæku vafdsviði annasf fjárfestingu og verzlunarmál
Leyfi þess þarf til nýrra
stórframkvæmda, enda sé
til þeirra stofnað með hag
þjóðarheildarinnar fyrir
augum
Blaðamenn fara utan í
boði amerísks flugfélags
í tilefni af þvi, að ameríska
flugfélagið „American Overseas
Airlines" er nú að hefja flugferð-
ir milli New York og Stokkhólms
með viðkomu á Keflavíkurflug-
vellinum, bauð það blaðamönn-
um í ferð með flugvélum sínum
til New York og Stokkhólms.
Ritstjóri Dags, Haukur Snorra-
son er einn þessara blaðamanna
og sá eini utan Reykjavíkur, er
fékk boð þetta. Hann fer til
Stökkhólms. Gert er ráð fyrir því
að blaðamennirnir dvelji um
vikutíma erlendis, og fljúgi heim
að henni lokinni.
Til Stokkhólms fara: Valtýr
Stefánsson frá Morgunblaðinu,
Benedikt Gröndal frá Alþýðu-
blaðinu, Jónas Árnason frá Þjóð-
viijanum og Haukur Snorrason
frá Degi.
T.il New York fara:. Kristján
Guðlaugsson frá Vísi, Þórarinn
Þórarinsson frá Tímanum og Jón
Magnússon frá Ríkisútvarpinu.
Ennfremur fara á vegum rfkis-
stjórnarinnar þeir Björn Krist-
jánsson, alþm. frá Kópaskeri,
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,
blaðam., og Hinrik Björnsson,
deildarstj. í Stjórnarráðinu, til
Sfokkhólms, og þeir Sigurður
Bjarnason, alþm., Gunnl. Þórð-
arson, forsetaritari, og Stjórnar-
ráðsfulltrúarnir Sigurður Ólafs-
son og Gunnl. Pétursson til New
York.
Gestirnir til Stokkhólms lögðu
af stað um hádegi í gær, en vest-
urfararnir um hádegi í dag.
Á skíðamólinu í St. Moritz
t
Flugslys á Búðardal
Fjórir menn biðu bana, er Grumman-flugbátur Loft-
leiða h.f., er var að hefja sig til flugs, steyptist í sjóinn
Slys þetu vildi til sl. fimmtu-
dag kl. rúmlega 16.
Flugbáturinn var að leggja af
stað til Reykjavíkur með 7 far-
þega. Er flugvélin var komin ör-
skammt frá jörðu, steyptist hún á
hliðina og í sjóinn.
Bátur, sem iflutt hafði far'þeg-
ana út í flugvélina og var á leið
í land, sneri þegar við, og tókst
að bjarga fjórum mönnum.
Stærri bátur kom þegar frá
landi, en er hann kom á slysstað-
inn, var flakið sokkið, og varð
fleirum ekki bjargað.
Mennirnir sem fórust, voru:
Elísabet Guðmundsdóttir frá
Búðardal, Einar Oddur Krist-
jánsson, gullsmiður, frá ísafirði,
Magnús Sigurjónsson frá Ásgarði
í Dölum, og María Guðmunds-
dótitir úr Reykjavík, en hún and-
aðist eftir að komið var í land.
Þeir sem björguðust voru:
Guðrún Árnadóttir, Magnús
Halldórsson, Benedikt Gíslason
og Jóhannes Markússon, en hann
var flugmaðurinn á flugvél þess-
ari. Meiddust þau öll allmikið,
og gerði héraðslæknirinn í Búð-
ardal að sárum þeirra. Er síðast
fréttist, leið þeimöllum sæmilega
vel eftir atvikum.
Kafari var þegar sendur
til Búðardals, til þess að ná flak-
inu upp, en það hafði sokkið um
500 m frá landi.
Rannsókn var fljótlega hafin í
málinu, og telur flugmaðurinn,
að um hreyfilbilun hafi verið að
ræða.
Þessi mytid er af íslenzka fánanum við stökkbrautina í St. Moritz.
Við stöngina standa Akureyringarnir Magnús Brynjólfsson og
Björgvin Júníusson.
Sumarnámskeið í Bretlandi á vegum
British Council
Námskeiðum í ýmsum fögum
hefir verið komið á í Englandi
á sumri komanda fyrir nemend-
ur frá öðrum löndum. Þátttak-
endur geta aðeins orðið þeir, sem
rita og tala ensku sæmilega vel.
Tiihögun nokkurra þessara nám-
skeiða verður miðuð við sérstök
lönd samkvæmt ósk viðkomandi
ríkisstjórna. Þau eru ekki ,talin
upp hér.
Þeir, sem óska efitir að sækja
eitthvað af þessum námskeið-
um og sem vilja fá nánari upp-
lýsingar, skyldu sækja um þeg-
ar til British Council (skrifstofa
Laugavegi 34, sími 1040) milli
kl. 2.30—4,30 e.*4h., og endan-
legum umsóknum mun verða
veitt móttaka aðeins í hálfan
mánuð frá birtingu þessarar aug-
lýsingar.
Ástæðan fyrir því er sú, að
nemendur frá öllum löndum
Evrópu fá að taka þátt í nám-
skeiðunum, og aðeins þeir, sem
sækja um sem fyrst, geta vonast
efitir að fá aðgang.
Námskeið þau, er hér um ræð-
ir, munu hefjast þ. 5. maí og
standa til 1. okt., og er hvert
þeirra um 10—12 daga. Kostn-
aður er frá 10—45 Sterlings-
pundum.
Eftirtaldar greinar verða á
námskeiðuim þessum: Enska og
bókmenntir, brezika kennslukerf-
ið, lögreglustjórn, verkfræði,
skipulagning bæja, bæjarstjórn,
iðnaður í Wales og þjóðfélags-
leg velferð, landbúnaður og
verklegar æfingar í norð-austur
Skotlandi, bæjar- og sveitar-
stjórn, brezk þjóðfélagssaga,
brezkir lifnaðarhæittir, æskulýðs-
tjaldbúðir, brezk menning, líf í
iðnaðarborg, nútíma húsagerðar-
list og skipulagning bæjá.
Allar nánari upplýsingar gefur
British Council, sem hefir aðset-
ur sitt í Reykjavík, og þangað ber
einnig að snúa sér með umsóknir,
eins og fyrr um getur.
Fyrirtæki, sem selja vörur
sínar ódýrast, skulu sitja
fyrir innflutningsleyfum
Rlíkisstjórnin lagði sl. miðviku-
dag fyrir Alþingi fyrsta frumvarp
sitt, sem nefnist frumvarp til laga
um fjárhagsráð, innflutnings-
verzlun og verðlagseftirlit. Er
þar svo fyrir mælt, að ríkisstjóm-
in skuli skipa fjögurra manna
ráð, fjárhagsráð, til að samræma
1 ramkvæmdir einstaklinga og
hins opinbera, þannig, að þær
fari fram eftir fyrirfram saminni
áætlun. Á það að vera eitt aðal-
hlutverk ráðsins að semja slíká
heildaráætlun um framkvæmdir
í landinu fyrir fram fyrir hvert
ár, og þarf jafnframt samþykki
þess og leyfi til hvers konar fjár-
festingar, hvort heldur af hálfu
einstaklinga, félaga eða hins op-
inbera og hvort sem er til stofn-
unar nýs atvinnureksturs, til
aukningar á þeim, sem fyrir er,
húsbygginga eða annarra mann-
virkja.
Ennfremur er fjárhagsráði
a tlað að starfrækja sérstaka inn-
ITutnings- og gjaldeyrisdeild, sem
úthluti innflutnings- og gjald-
eyrisleyfum, en hafi jafnframt
verðlagseftirlit með höndum. —
Verður viðskiptaráð hins vegar
lagt niður, svo og nýbyggingar-
ráð, enda störf beggja samkvæmt
frumvarpi stjórnarinnar samein-
uð í hendi fjárhagsráðs til þess að
tryggja sem fullkomnasta sam-
ræmingu framkvæmdanna á sviði
atvinnulífsins innan Tands og
innflutningsverzlunarinnar.
Reglugerðin verður birt í
heild í næsta blaði.
Njála í B.B. C.
í s. 1. viku voru þættir i
Njálu leiknir í brezka útvar
inu.
Louis Mac Neice hefir skrif:
þessa þætti og sett upp fyrir tí
varp.
Fyrri hlutinn, sem nefndi
var „Dauði Gunnars", var lei
inn sl. þriðjudag, en hinn si
ari, „Njálsbrenna", á miðvik
daginn.
Hin kunna leikkona Son
Dresdel fór með hlutverk Ha
gerðar, en Stephen Murray li
Njál.