Dagur - 19.03.1947, Síða 7

Dagur - 19.03.1947, Síða 7
Miðvikudagur 19. marz 1947 D AG U R 7 AUGLYSING um meðalmeðgjöf af hálfu barnsfeðra með óskilgetnum börnum fyrir tímabilið frá 1. marz til 1. maí 1947. Á tímabili þessu skal meðalmeðgjöf vera jafnhá barnalífeyri eins og hann er ákveðinn í 26. gr. laga' nr. 50 1946, um almannatryggingar, en það er sem hér segir: 1. Á 1. verðlagssvæði, þ. e. kaupstöðum og kauptún- um með 2000 íbúum eða fleiri, kr. 800,00 á ári til 'barna á aldrinum 1—16 ára. v 2. Á 2. verðlagssvæði, þ. e. í öllum þeim sveitar.félög- um öðrum en talin eru undir 1. lið, kr. 600.00 á ári til barna á aldrinum 1—16 ára. Á meðgjöf þessa greiðist verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu eins og hun verður hvern mánuð á ofannefndu tímabili, og greiðist :hún eftir á mánaðarlega. Jafnframt tilkynnist, að eftir 1. janúar 1947 geta mæður óskilgetinna barna eða aðrir framfærslumenn þeirra, er yfirvaldsúrskurð hafa í höndum um rneðal- meðgjöf með slíkum börnuni, snúið sér til Tryggingar- stofnunar ríkisins eða umboðsmanna hennar og fengið jsar greiddan þann barnalífeyri, er þeim ber samkvæmt skilríkjum sínurn. Hið sama gildir um fráskildar konur, er fengið hafa meðlagsúrskurði með börnum sínum. Félagsmálaráðuneytið, 27. febrúar 1927. Mllllllllllllllllllllllllllll11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM J Líkkistuvinnustofa Líkkistuvinnustofa mín et flutt í Hólabraut 18 (Guðm. Tómasson). — Hefi líkkistur og líkföt ávalt fyrirliggjandi, fóðraðar og ófóðraðar. Fólk snúi sér til undirritaðs í Verzlun London, sími 359, eða á vinnustofuna. • Eyþór H. Tómasson, Sumarbústaður minn í Svarfaðardal er til sölu. Snorri Sigfússon. Kaupfélög Útvegum fyrir sumarið: Eylandsljcd. Brýni „Foss" frá Noregi. Brýni „Carborundum" frá Englandi. Hverfisteina, ýmsar stærðir. Ljáblöð. Pantanir óskast sem fyrst. Samband ísl. samvinnufélaqa 11111111111111111111 ii 111 1111111111111111111111111 Stakkar með og án hettu Skíðabuxur Síðar buxur eysur Nærföt Ullarsokkar Leistar Náttkjólar Undirföt Nærföt Sokkar m. teg, Sokkabönd og margt fleira | Kaupfélag Eyfirðinga Vef naðarvörudeild. vf>(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiii**iii**ii*i***ii*****tii*i| H3ÍH»<HKHKKKHKHKHKHK!-0<HKKKHKHKHjmímKHKHKHKHKKKHKHKHKH3, Auglýsið í »DEGI« OÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKH Húfur og margt fleira Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild Stáltröppur hentugar fyrir húsa- smiði og málara.. Ýmsar stærðir fyrír- liggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Tárn- oö glervörudeild Rafofnar 1000 og 2000 watta Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Splitkein stökkskíði eru beztu fáanlegu stökkskíðin. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild Gamalt rifjað upp. Fróðir menn um skemmtanalíi þjóð- arinnar á fyrri öldum, telja að hinir gömlu dansar, sem iðkaðir voru, haii hafizt á 11. öld. — Þeir dansar voru oftast hringdansar. Stundum var þó íólkinu skipað í raðir á þann hátt, að karlmaður stóð á móti kvenmanni, steié svo hvort tveggja iram á fótinn, c£ kváðu visu hvort til annars. Þótti íólki þetta hin bezta skemmtan. Síðar blönduðust svo inn í þessa dansa ýmsir leikir — flestir skrípaleikir — o£ breyttust þá jafnframt nöfnin á danssamkomunum og voru nefndar „Víkivaki". — Bendir nafnið á, að lík- lega sé það dregið á einhvern hátt af crðinu „vaka“, enda er Víkivakinn stundum nefndur vökunótt. — Þessar skemmtanir voru mjög eftirsóttar af un£u fólki, oé er svo sagt, að jafnvel stúlkur hafi einatt haft það í vistar- skilmálum, að þær fengju að fara á þaer, eins og sést af Árbókum Espó- líns. Líkur eru til, að skemmtanir þess- ar hafi verið haldnar bæði sumar og vetur. Að minnsta kosti bendir gömul saga á að svo hafi verið. Stúlka ein, sem hafði orðið þunguð, og fætt barn- ið i dul, og borið það út, var grátandi ac mjólka ær t kvíum af því að hún átti engan „Möttul" til að vera í á Vikivaka, Hafi þá bamið, eða útburð- urinn, komið á kvíavegginn, og mælt þetta fram: Móðir mín í kví kví, kvíddu ekki því því. Eg skal lána þér duluna mína að dat\sa í, að dansa í. Þessar skemmtanir eða Víkivakar urðu illræmdar og ekki að ástæðu- lausu. — Espólín segir að mælt sé, að é síðasta Víkivakanum á Jörva í Haukadal, hafi 19 börn komið undir. Litur út fyrir, ef rétt er frá skýrt, að æskiflýður landsins hafi ekki síður þá verið á „helstefnu“leið eins og dr. Helgi Péturss orðar það, og þá hafi lika verið „pottur brotinrí‘ í siðferð- inu eins og nú. Þjófnaðir og stuldir voru þá líka algengir, og jafnvel manndráp ekki ótíð. — Kermimerm og valdamenn kirkjunnar snerust eins og vænta mátti, öndverðir gegn þessum skemmtunum. I sálmabók þeirri er Guðbrandur biskup lét prenta 1589 fer hann í formála bókarinnar mjög hörðum orðum um skemmtanimar, og Oddur biskup bannaði stranglega Viki- voka á fyrsta fundi á Kýraugastöðum á Landi 1592. I bók þeirri er alþýða manna kallaði „Ponter“ og prentuð var fyrst á íslandi 1741, er talað um skemmtanalífið og verður í næsta kafla á það minnst. (Framhald). H.J. Múrara getur sá fengið í vinnu í sumar, eftir' samkomulagi, sem getur lánað kr. 10.000. Þagmælska. — Tilboð merkt „Múrari“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstu helgi. Jeppaleyfi! Sé' einhver, sem hefir jeppa- leyfi, en ætlar ekki að nota það, mundi hann ekki iðrast eftir því að tala við mig sem fyrst. A. v. á.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.