Dagur - 10.04.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 10.04.1947, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur 10. apríl 1947 DAGUR Ritstjórí: Haukur Snorrason Aígreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pótursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjcmssonar — Flaskan á sjúkrastofunni I^ÝLEGA KOMST Morgunblaðið svo að orði í forustugrein, að aðalhættan, sem samstarfi núverandi stjórnarflokka væri búin, stafaði af hinni hlífðarlausu gagnrýni, er blöð Framsóknar- flokksins, Tíminn og Dagur, haldi uppi gegn stefnu, ráðsmennsku og viðskilnað fráfarandi ríkisstjórnar. Sjálft vill Morgunblaðið gjarnan láta í það skína, í þessu sambandi, að það sé ein- lægt og rétttrúað stjórnarblað, sem ekkert þrái heitara en að samstarf og friður megi haldast milli núverandi stjórnarflokka, og ríkisstjórninni farnist vel og giftusamlega í hvívetna. Það er þó sannast orða, að hugsandi og heilskyggnir lesend- ur blaðsins munu telja sér það mikla vorkunn, þótt þeir efist mjög um einlægni og heilindi blaðsins í þessu efni. A. m. k. mun flestum þykja það hæpinn trúnaður við málstað ríkisstjórnar- innar, svo að ekki sé meira sagt, þegar erfiðar og sjálfsagt harla misjafnlega vinsælar aðgerðir gegn dýrtíðinni og aðsteðjandi fjárhagsvandræðum standa fyrir dyrum, að gera ávallt sem minnst úr nauðsyn slíkra ráðstafana og fullyrða jafnan í öðru orðinu, að hætti Morgunblaðsins, að allt sé raunar í stakasta lagi, og fráfarandi ríkisstjórn hafi skilað fjárhagsmálunum af sér í svo góðu standi, að á betra verði naumast kosið. En öðru- vísi verður það tæpast skilið, þegar Morgunblað- ið m. a. ræðst t. d. allharkalega að flokksmönnum sínum, þeim Pétri Ottesen og Jóhanni Jósefssyni fjármálaráðherra, þegar þeir dirfast við aðra um- ræðu fjárlaganna að lýsa einarðlega hinu hörmu- lega fjárhagsástandi, greiðslukreppu ríkisssjóðs, gjaldeyrisskortinum, brestandi lánstrausti og hríðversnandi markaðshorfum. Þá gerði Morgun- blaðið málflutning Gísla Jónssonar, geipið og raupið, að sínum málstað gegn hinum alvarlegu viðvörunarorðum þessara manna. |"|VORT MUN Morgunblaðið kannast við fyrir- brigði f bæjarlífmu í kringum sig, er lýsa mætti á þessa leið: Ungur og sæmilega efnilegur kaupsýslumaður hefir komizt í þá aðstöðu nú á stríðsárunum síðustu, að hann hefir grætt á tá og fingri að kalla og rakað saman tiltölulega miklum auði á skömmum tíma. En þessi ungi maður hefir ekki þolað meðlætið betur en svo, að hann hefir stofnað til botnlausrar eyðslusemi og yfirlætis í heimilisháttum sínum, keypt hvað eina, er auga hans hefir girnzt, reist sér rándýra „vetrarhöll“ í bænum og óhófsveglegan sumarbústað í sveitinni. Atvinnurekstur hans hefir og breytzt mjög í sama horf með gegndarlausri bjartsýni, umsvifum og fyrirhyggjuleysi, enda er nú svo komið, að auður- inn mikli hefir eyðzt á furðulega skömmum tíma og kaupsýslumaðurinn ungi hefir stofnað til stór- skulda og fyrirgert lánstrausti sínu með ráðleysi sínu og óhófi. En verst er það þó og hörmulegast, að hann hefir sjálfur lagzt í slark og óreglu, og er nú orðinn forfallinn drykkjuræfill og heilsu hans stefnt í beinan voða. Hvor mundi nú hollari og betri vinur og ráðgjafi þessa manns, sá, er ekki vildi taka þátt í braski hans á velgengnisárunum eða gerast félagi hans og drykkjubróðir í óhófs- veizlunum, heldur varaði hann við afleiðingun- um, meðan enn var timi til að snúa við á óhappa- brautinni, — eða hinn, sem eggjaði stöðugt til nýrrar spákaupmennsku, eyðslu og óhófs, og drakk og drabbaði með hinum unga manni hverja nótt. — Nú er svo komið, að hinum unga Eru tilmælin um „vinabæinn“ gleymd? IJ'YRIR nokkru birtu sunnanblöðin fregn, eftir heimildum Norræna félagsins, þess efnis, að norski bærinn Alasund óskaði að koma á „vinabæja- sambandi" við Akureyri. Fór þar að venju, að sjálfsagt þykir að birta Reykvíkingum alla hluti fyrst, jafnvel þótt málin séu fyrst og fremst tengd öðrum landshlutum. En svo undarleg, sem þessi fréttaþjónusta Norræna félagsins var, er hitt þó enn- þá undarlegra, að engin tilmæli hafa borizt hingað um þetta, svo að blaðinu sé kunnugt. Það mun þó vera stað- reynd, að Alasund hefir komið tilmæl- um um þetta á framfæri, líklega við Norræna félagið. Er þess að vænta, að eitthvað verði gert í málinu og ein- hver svör gefin héðan, svo að Ála- sundsbúar þurfi ekki að halda, að Ak- ureyringar virði þá ekki svars. ÞESSI „vinabæjasambönd“ milli borga og bæja á Norðurlöndum munu hafa komizt á skömmu eftir að stríðinu lauk, í gegnum deildir Norr- æna félagsins. Fyrst var skipzt á gjafa- sendingum, en síðar fóru menn í „vinabæjunum" að skrifast á og skipta á upplýsingum um bæi sína og þjóðir. Þá er gert ráð fyrir að hópar manna frá þessum bæjum fari í gagnkvæmar heimsóknir og ef einstaklingar fara í heimsóknir er ætlast til þess, að sá eða þeir, er samband hefir verið haft við, greiði götu þeirra í hvívetna. Af þessu má sjá, að slík sambönd bæja geta bæði verið fróðleg og gagn- leg og virðist margt mæla með því, að slíkt samband komizt á í milli Akur- eyrar og /\lasunds. Þessir bæir hafa verið í vinasambandi í mörg ár. Ála- sund sendi hingað gjafir eftir brunann mikla á Oddeyri og Akureyri sendi þangað gjafir strax og hernámi Nor- egs lauk. Margt mælir með því, að treysta enn betur vináttusambandið í j milli bæjanna. En til þess þarf meira | en eina fréttatilkynningu í Reykjavík- urblöðunum. Væntanlega útskýrir Norræna félagið málið betur og bend- ir á leiðir til þess að koma því á rek- spöl. ! Norræn vlnátta, mæld í „hestlengdum!“ ■jVTORSKI blaðamaðurinn Sigurd ’ Gant ritar þáttinn „Dagens Ekko“ í norska blaðið „Aftenposten". Fyrir nokkrum dögum helgaði hann spjall sitt íslenzkri bók og sambandinu í milli frændþjóðanna. Þar segir svo meðal annars: I „Hér liggur íslenzk bók fyrir fram- an mig: „Húsfreyjan á Bessastöðum. Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns, Gríms amtmanns", útgefin af Finni Sigmundssyni. Reykjavík 1946. Þetta er víst í fyrsta sinn sem bók á I íslenzku hefir villzt inn til okkar. Við I opnum hana með svipaðri tilfnningu og þegar maður ætlar að fara að stafa rússnesku eða kínversku. Að vísu höf- um við eitt sinn hér á okkar yngri ár- um fengist eitthvað við norrænu, eins og svo margir aðrir. Við höfum lært, þulið og gleymt. En undur og stór- merki! Við lesum og lesum og trúum ekki okkar eigin augum og okkar eigin skilningi! Við skiljum meira og meira, því lengur sem við lesum og tökum stórum framförum með hverju bréfi frá hinni elskulegu systur, gullsmiðs- frúnni á Bessastöðum. ... | Bókin er nær því 240 bls. og mikið skortir á, að við höfum brotist í gegn- um hana alla ennþá. En við vonum og trúum því, að þegar lestrinum er lok- ið, muni okkur finnast við vera mörg- um hestlengdum nær frændþjóðinni í norðri og kunna betri skil á tunguméli hennar. Og skammarlegt væri, ef þessi yrði ekki raunin á. Við erum þó vaxnir af hinni sömu rót. Og við eigum að (Framhald á 6. síðu). manni hefir verið komið fyrir á eins konar drykkjumannahæli í bráðina til „afvötnunar" og heilsustyrkingar, og hinum fyrr- nefnda kunningja hans hefir ver- ið falin fjárráð búsins um stund í því skyni, að hann bjargi því, sem bjargað verður, og reyni að koma atvinnurekstri og fjárhag hins unga manns aftur á réttan kjöl. En hinn síðarnefndi „vin- ur“ heimsækir fjölskyldu kaup- sýslumannsins unga daglega og hvetur hana óspart til þess að breyta ekki háttum sínum í neinu. Fjárhagurinn sé raunar í bezta lagi og ekkert sé að óttast um velgengni fjölskyldunnar. Og til frekari áréttingar þessum bjartsýna boðskap heimsækir hann þennan „vin“ sinn, þar sem hann dvelst á hælinu, og hefir þá meðferðis flösku af góðu víni til þess að hressa hann á, enda sé liann raunar stálhraustur og þurfi bara „afréttara", svo að hann gleymi timburmönnunum og hvers kyns óþörfum áhyggjum og hugarangri. Þessi nýji fjár- haldsmaður sé aðeins bölsýnn nöldurseggur, sem lítt mark sé á takandi. Aðvaranir hans séu að- eins óþarfar og jafnvel skaðsam- legar. OLÖÐ Framsóknarflokksins ** hafa valið sér það hlutskipti að skýra þjóðinni eftir beztu getu frá staðreyndum, þótt þær hljómi stundum óþægilega í eyr- um. Þau hafa haldið uppteknum hætti í þessum efnum eftir síð- ustu stjórnarskipti og ekki skilið bið nýja samstarf svo, að það væri samábyrgð stjórnarflokkanna um að leyna almenning hinu raunverulega ástandi, sem við- skilnaður fráfarandi ríkisstjórn- ar hefir skapað í fjárhags-, við- skipta- og atvinnumálum þjóðar- innar. Það verður að ráðast, hvort Morgunblaðið kýs að halda uppteknum hætti að kalla slíkt upplýsingastarf, rógburð og til- raun til að spilla friði við endur- reisnarstarf nýju stjórnarinnar. Almenningur þarf að vita, hvar hann stenudr, ef allar tilraunir til leiðréttinga og viðreisnar eiga ekki að renna marklausar út í sandinn. Það er að vísu vafasamt — svo að líkingunni sé haldið — hvort heimabrugg Morgunblaðs- 'ns geti talizt gott vín eða sérlega sterkt, en vafalaust er það þó bæði nægilega gómsætt og hæfi- lega áfengt til þess að vera kær- kominn ,,strammari“ fyrir þá, sem fýsir enn um stund að við- balda ölvímu stríðsgróðans og óminni hins fyrirhyggjulausa óhófs og fjárbruðls í íslenzku þjóðlífi. Slíkir menn bjóða „vin- inn með flöskuna" velkominn til sín inn í sjúkrastofuna og þykjast þar með geta skotið öðrum og sársaukameiri læknisaðgerðum á frest, meðan brugg Moggans er enn ekki drukkið í botn. Fagurt er á f jöllum Það er vart hægt að hugsa sér betri skilyrði til skíðaiðkana og útivistar, heldur en þau, sem við Akureyringar höfðum um páskana. — Góða veðr- ið var líka óspart notað af ungum og gömlum, og var gaman að veita því eftirtekt, hve margar hús- mæður létu eftir sér þetta, sem sumir kalla „lux- us“ og tímaeyðslu. Á annan páskadag voru hlíðarnar iðandi af skíðafólki, sólbrenndu og hraustlegu fólki, sem teigaði að sér hið hreina og heilnæma fjallaloft. Mér kom í hug, er eg hentist niður hlíðarnar, hið gullfagra kvæði Einars Benediktssonar, „Fák- ar“. Margt í því kvæði gæti átt við um skíði og skíðaferðir. Á hinn dauðlegi heimur annað betra en snævi þakin fjöll böðuð í sólskini, þegar „allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð“? Og þótt nokkuð skorti á að förunautur skíðamannsins sé „fjörgammur" eða „lifandi vél“, eins og skáldið segir um hestinn, og þótt vart sé hægt að tala um eilífa sál hans né hold og blóð, þá er það þó víst, að skíðamaðurinn „drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn“ engu síður en hestamaðurinn og „kórónulaus á hann ríki og álfur“. Því er haldið fram af nútíma uppeldisfræðing- um, að umhverfi og uppeldi sé mun mikilvægara en erfðir og ættgengi; það sé það, sem mófi ein- staklinginn og geri úr honum það sem hann verður. Þessi stefna hefir verið nefnd hátternis- stefna á íslenzku (behaviorism). Ef þetta er rétt sjá allir, hve mikilvægt er, að við ölumst upp í hreinu og fögru umhverfi, og á þetta við um umhverfi, jafnt innan dyra og utan. Það er því engin tilviljun, að fjallaferðir eru taldar þroskandi og göfgandi, en svo væri ekki hægt að kalla þær, ef einungis væri um að ræða hressingu og næringu fyrir líkamann. „Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest“, endar skáldið hið fagra kvæði. — En hver sá, er 'tekur skíði sín og staf og „hleypir í burt undir loftsins þök“, mun verða fyrir sömu reynslu og reiðmaðurinn að „það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist“. Puella. Buff úr kálfalifur. Þetta er nú tæpast sá tími, sem ný lifur er á boðstólnum, en ef þú kemst yfir kálfalifur, geturðu gert úr henni ágætis buff. Lifrin er skorin í þunnar sneiðar, og er þeim velt upp úr hveiti, salti og pipar. Laukur er brúnaður. — Blöndu af sjóðandi mjólk og vat-ni er hellt yfir lifrina, þegar bú- ið er að brúna hana Yz klukkustund. — Borið og hún látin malla í fram með sósu og lauk. Eitt sterkt hár getur borið 40—70 gr. og öll höfuðhárin til samans 1700—2600 kg. * Sá, sem aflar sér hygginda, elskar líf sitt; sá, sem varðveitir skynsemina, mun gæfu hljóta. (Salómon.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.