Dagur - 10.04.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 10.04.1947, Blaðsíða 8
DAGUR Fimmtudagur 10. apríl 1947 Úr bæ og byggð □ Rún.-. 59474117 = 2. I. O. O. F.- 1284118Í/2.- KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Geysisæfing í kvöld á venjulegum stað og tíma. Dánardæ&ur. Sl. þriðjudag lézt að heimíli sínu hér í bæ, frú Guðrún Sig- urðardóttír, kona Hjartar Lárussonar, útgerðarmanns. Útvarpstruflanir hafa verið venju fremur hvimleiðar að undanförnu víðs vegar í bænum. Starfsmenn Rafveit- unnar hafa tjáð blaðinu, að þetta stafi að verulegu leyti af rafmagnshita pokum, sem fengizt hafa hér og fólk hefir keypt í stórum stíl. Pokar þessir trufla útvarp mjög. Menn ættu að sýna þá tillitssemi, að nota ekki slík tæki, né heldur ryksugur og önnur á- höld, sem vitað er að trufla mjög mikið, á útvarpstíma, sérstaklega aldr- ei á fréttatímum. St. Bryrtja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 14. apríl kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Kosning fulltrúa á umdæmisstúkuþing. Kosið í húsráð o. fi. Hagnefnd skemmtir á eftir fundi. Bamastúkurn&r „Sakleysið11 og „Bemskan11 halda fund sameiginlega í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Upplestur. Leiksýning og söngur. — Komið öll á fund! verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Félaé ungra Framsóknarmatma. — Fvmdur næstk. mánudag kl. 8.30 e. h. að Rotarysal Hótel KEA. Heimilisiöna Sarfélag Notðurlands gengst fyrir mánaðarkvöldnámskeiði í kvenfatasaum, og á það að hefjast 18. apríl næstk. Nánar auglýst í blaðinu í í dag. Athygli skal vakin á auglýsingu Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands, í blaðinu í dag, um heimilisiðnaðarsýn- ingu hér á Akureyri um miðjan maí næstkomandi. Ferðafélag Akureyrar endurtekur, vegna f jölda áskorana, sýningu á kvik- mynd Edvards Sigurgeirssonar, „Á hreindýraslóðum", að Hótel Norður- landi, fimmtud. 10. apríl, kl. 9 e. h. — Nokkrar nýjar myndir verða sýndar að auki. Dansað til kl. 1 e. h. Kveniél. Hlíf. Síðasti vinnufundur verður haldinn að Hótel KEA fimmtu- daginn 10. þ. m. kl. 8.30 e. h. Dregið verður í happdrættinu. Dansleik heldur hjónaklúbburinn Allir eitt að Hótel KEA næstk. laug- ardagskvöld. Barnastúkan Samúö heldur fund n. k. sunnudag kl. 10 f. h. Venjuleg fund- arstörf. Skemmtiatriði. Úthlutað happdrættismiðum til sölu. Rangur fréttaflutningur Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið flutti þá fregn á 2. páskadag, að „aðalfundur brezku samvinnufélaganna“ hefði gagnrýnt utanríkisstefnu Bandaríkjanna, og bar útvarpið í London fyrir fregninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem útvarpið fer rangt með fréttir frá London. Sannleikurinn í málinu er, að að- alfundur brezka samvinnuflokks- ins (Cooperative Party) sam- þykkti tillögu til gagnrýni „gegn vilja stjórnar flokksins", að því er brezka útvarpið sagði. Brezki samvinnumannaflokkurinn er sambandsflokkur Verkamanna- flokksins og er hann sjálfstæð stofnun. Flokkurinn á 23 þing- menn á þingi og 2 ráðherra í stjórn Attlees. Aðalfundur brezka samvinnufélagasambands- ins hefir ekki setið á rökstólum og því ekki tekið mál þetta til umræðu. SKlÐAMÓT AKUREYRAR: Magnás Brynjólfsson varð brun- og svig- meistari - MA vann Morgnnblaðsbikarinn Mörg hundruð áhorfendur í góðviðrinu á 2. páskadag Skíðamót Akureyrar og bæjar- keppni Akureyrar og Ólafsfjarð- ar fór fram 2. páskadag í ágætu veðri og færi. Mörg hundruð manns úr bænum og nágrenninu komu til þess að horfa á mótið. Fór það í alla staði prýðilega fram. Þátttakendur voru 120, frá fimm félögum, þar á meðal frá Ólafsfirði. Magnús Brynjólfsson. Úrslit, er mesta athygli vöktu, voru sigur Magnúsar Brynjólfs- sonar í svigi og bruni. Magnús er svigmeistari nú í fjórða sinni í röð. Finnur Björnsson var stökk- meistari. í sveitarkeppni í stökki sigraði Menntaskólinn á Akur- eyri og hlaut þar með Morgun- blaðsbikarinn, en í sveitarkeppni í svigi sigraði íþróttafélagið Þór. Sigurvegararnir í einstökum flokkum voru: Svig kvenna. A fl.: Björg Finnbogadóttir, KA, 55.1 sek. C fl.: Ásta Hauksdóttir, GA, 72.2 sek. í sveitarkeppni stúlkna sigraði sveit Gagn fræðaskólans. Svig drengja. Yngri en 13 ára: 1. Magnús Ólafs- son, KA, 59.8 sek. 13—16 ára: 1. Óskar Eiríksson, KA, 84.0 sek. Svig karla. 16—35 ára. A fl.: 1. Magnús Brynj- ólfsson, 169.1 sek. B flokkur: 1. Sig. Samúelsson, Þór, 188.0. C flokkur: Magnús Ágústsson, MA, 116.8 sek. Bikarskeppnina í svigi vann íþrótta- félagiS Þór. Brun stúlkna. A og B flokkur: 1. Dóra BernharSs- dóttir, Þór, 57.0 sek. C flokkur: 1. Sig- urveig Jónsdóttir, GA, 56.0 sek. Brun drengja. Yngri en 13 ára: 1. ViSar Samúels- son, Þór, 50.0 sek. 13—15 ára: 1. Eyst. ÞórSarson, Sameiningin, 132.0 sek. Brun karla. A flokkur: 1. Magnús Brynjólfsson, 126.0 sek. B flokkur: Hreinn Óskars- son, Þór 135.0 sek. C flokkur: SigurSur Steindórsson, KA, 139.0 sek. Stökk karla. 20—32 ára: 1. Finnur Bjömsson, Þór, stökk 35.5 og 40.0 metra og hlaut 159.9 stig. Stökk karla 17—19 ára: 1. Þórarinn GuSmundsson, MA, stökk 35.0 og 38.0 metra og hlaut 159.8 stig. í sveitarkeppni um MorgunblaSsbik- arinn, bezta þriggja manna stökksveit, sigraöi sveit MA. Stökk drengja. 15—16 ára: 1. Hermann Ingimarsson, Þór, stökk 22 metra, 149.0 stig. 13—14 ára: Eysteinn ÞórSarson, Sam- eining, 149.5 stig. Lengsta stökk í þess- um flokki var 21 m. Stökk drengja, yngri en 13 ára: 1. Yngvi Baldvinsson, Sameiningin, 146.1 stig. Fjárhagsáætlun Akureyrar (Framhald af 1. síðu). Heilbvigðisráðstafanir 92.800.00. Þrifnaður 215.000.00. Vegir og byggingamál (fyrir utan nýbygg- ingar) 206.800.00. Kostnaður við fasteignir 219.000.00. F.ldvarnir 139.900.00. Framfærslumál 391.- 000.00. Lýðtrygging og lýðhjálp (þar með talið 600.000.00 til al- mannatrygginga). Menntamál (rekstur skólanna, íþróttahússins, sundstæðisins, bókasafnsins o. fl.) 637.000.00. Allur reksturskostnaður bæjar- ins fer sífellt hækkandi, m. a. vegna hækkaðrar vísitölu. Fjár- hagsáætlun þessi er t. d. miðuð við 310 stig. Þá eru lögboðin út- gjöld sífellt hækkandi. Löggjaf- inn ætlast til aukinna útgjalda bæjarfélaga, en gerir ekkert til að tryggja þeim auknar tekjur, t. d. með aukinni hlutdeild í skatt- greiðslum borgaranna. Fjáraust- urinn úr bæjum og byggðum í ríkissjóðinn er gífurlegur og lam- ar gjaldþol borgaranna að því marki, að aukna álögur til sveit- ar- og bæjarfélaga eru tæpast framkvæmanlegar. Nánar verður vikið að þessum málum síðar. HEKLU GOSIÐ (Framhald af 1. siðu). og skoðað suma gígana. Fregnir í gær hermdu, að auknar drunur heyrðust úr fjallinu og benti margt til þess að gosið væri að aukast aftur. Þegar Hekla gaus 1845 kom önnur stór goshviða á 13. degi. Er því of'snemmt að vona að hamförunum sé lokið að þessu sinni. r í stuttu máli Látinn er í Reykjavík Árni Jónsson frá Múla, þjóðkunnur Istjórnmála- og blaðamaður. — Hann var 55 ára. Banamein hans var heilablóðfall. * Allur amerískur her hefir nú verið fluttur af landi burt. Síð- ustu hermennirnir héðan fóru frá Keflavík, sjóleiðis og flugleið- is, í fyrrakvöld. Samkvæmt samn- ingum átti herinn að vera farinn 5. þ. m., en herflutningaskipi hlekktist á og töfðust flutningar við það þessa daga. Góð fiðla «111111111IIIIII1111111111111111II llllll II lll II llllllllllMl lll lll lil II lll ll II111111111111111111111III lllllllll 1111111101111111111111111111111 lllllll^lljj, 5 s = 3 | Karlmaima- | og imglingaföt j | nýkomin ) z 2 : S Brauns Verzliin | Páll Sigurgeirsson. •MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMimMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMUMMUMMMMUMMUMUMMMMMUHM* : 1 | Ársfundur Mjólkursamlags KEA, j : | r : i sem frestað var vegna samgönguörðugleika, verður I | haldinn í samkomuhúsinu ,,Skj'aldborg“ á Akur- | i eyri miðvikudaginn 16. apríl n. k. og hefst kl. í I 1 e. h. f Dagskrá samkvæmt reglugerð Mjólkursam- { lagsins. | Akureyri, 8. apríl 1947. Félagsstjómin. H|MMMMIIMMMMMMMMMItlMmMIMMUIMMMMMnMIMMMMMUMMIMIMMUMIMMMMMMMMMMIMMIUMMIIHUIUIIMMMUIWIIHIH4 MMMUMMMM ÚJ 'MMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMUMMMMlj 'MMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMI til sölu. Jörgen Kirkegaard, Skipagötu 5, IFyrir sumarið: j | Spjót i Spjótsköft [ Kringlur \ Stökkstengur í Fótknettir { Knattspyrnuskór ! Knattspyrnulegghlífar | | Fótboltapumpur [ Tennisspaðar i Tennisknettir ! Bakpokar i Svefnpokar | Tjöld | Tjaldbotnar ! Veiðitöskur r s 1 Vindsængur i Sjónaukar | Krocket [ Matarílát til ferðalaga { o. m. fl. i 5 { Brynj. Sveinsson h.f. | i Sími 580. = s TmMIMIMIIIMIIIMMIIIIMIIMMMMIIIMIMMIIIIIMIIIMIIIMIIIIMMI* IIIMIMMMMIMIIIIIIMIIIMMMIMIIIIIMIIIIMMIIMIMMMMMMMllM Rafmagns straujárnin j með hitastilli, „His Master’s Voice“ [ Brynj. Sveinsson h.f. Sími 580. fiiliiMiiiiiimmMiiiiiMiiiimmmmMmmiiMimMiMimnm Nýkomið Skíðabuxur fyrir dömur og herra | Skíðablússur Stálkantar Stakir gormar Skíðaáburður og margt fleira Brynj. Sveinsson hi. f | Sími 580. IM IIIIIIIIIIIIIIIIImmmIMM*Uwoumu• UI»MUHMUMUMtmuS Silfurnisti tapaðist 8. apríl á Leið um miðbæinn. Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila því á lögregluvarðstofuna. Herbergi Stúlka getur fengið leigt herbergi, gegn húshjálp hálfan eða allan daginn. Nánar eftir samkomulagi. A. v. á. Atvinna Nokkrir unglingar geta fengið atvinnu nú þegar. Klæðaverksmiðjan „Gefjun“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.