Dagur - 30.04.1947, Side 1

Dagur - 30.04.1947, Side 1
Fyigiblað Dags '30. apríl 1947 MYNDASAGA » / Odauðleg eiginkona Söguleg irásögn um íegurstu konu Bandaríkjanna Eftir ffiVING STONE Myndir eítir F. R. GRUGER Hún kveiktí ljós við gluggann. Hann greip hana áður en hún fsll í ómegin. John sagði henni, hvernig þeir drógu fallbyssuna yfir Sierrafjöll. fdF AÐ JOHN var dauður, þá var líka allur heimurinn dauður í augum Jessie Fremont. Áhyggjurnar lögðust þungt á hana. En skyndilega létti í huga hennar og hún sagði við vini sína: „Nú er eg ekki hrædd lengur. Eg veit hann lifir.“ Hún byrjaði þegar að undirbúa móttökuna og starfaði og talaði eins og það væri sjálfsagður hlutur, að hann kæmi heim aftur, er ár var liðið frá brottförinni. Hún lét gera húsið hreint og kynda eld á arin í dagstofunni og á hverju kvöldi kveikti hún á lampa og bar hann út að glugganum. Og enn liðu vikur og mánuðir, og ekkert orð barst frá John og vinir hennar óttuðust að reiðarslagið mundi dynja yfir hana þegar minnst vonum varði. Það var snemma morguns hins 7. ágúst, að hún heyrði mannamál og undirgang við útidyr sínar. Hún sveipaði sig skikkju og hljóp niður stigann. Gamli ökumaðurinn þeirra var að segja þjónustufólkinu tíðindin: „Eg vaknaði við að smásteinum var hent í gluggann minn og eg leit út. Og hver stendur þar þá nema Fremont liðsforingi og biður mig að hleya sér inn án þess að vekja fólkið. . . . “ Nú hljóp Jessie fram og stöðvaði frásögnina: „Þú segist hafa séð Fremont liðsforingja? Hvað var klukkan þá? Hvers vegna fylgdurðu honum ekki til mín?“ „Það hefir verið um þrjú leytið í nótt, frú mín, en hann vildi ekki dvelja, lieldur sagðist mundi skreppa inn í borg- ina og koma aftur.“ Litlu seinna heyrði liún það, sem hún hafði hlustað eftir í heilt ár, fótatakið í stiganum, er hann hljóp hann í nokkr- um skrefum. Hann greip hana í fang sér áður en lnin leið út af. Svo mikið varð henni um þessi endurfundi. Hamingja hennar og lífsgleði voru skjót að koma aftur. Nú var biðin liðin og öll óvissan. Og fregnin um heim- komu Johns barst eins og eldur í sinu um borgina. Vinir buðu hann velkominn. Áður en miður morgunn var kom- inn, var orðið fullt hús hjá Benton þingmanni og allir voru í sjöunda himni. Þegar kyrrð komst á á ný, útskýrði Jessie það fyrir hon- um, hvers vegna hún hefði sent honum skilaboðin til Kawslendu og hún sagði honum frá bréfinu um fallbyss- una. „Gerði eg það sem rétt var?“ spurði hún. „Já,“ hrópaði hann. „Það gerðirðu vissulega. Með því bjargaðir þú okkur öllum.“ „Það léttir fargi af mér. En hvað varð um fallbyssuna? Kom hún að miklu liði? Komstu með hana aftur?“ „Já og nei,“ svaraði John. „Hún bjargaði okkur úr klóm Indíánanna eitt sinn. Við hefðum kannske komizt af án hennar, en það hefði þá kostað okkur mörg mannslíf. Viö drógum fallbyssuna með okkur fimmtán hundruð mílur, frá Kawslendu til Dallas og Kólumbíu og því næst fjögur hundruð mílur til viðbótar um snævi þakin fjallaskörð frá Oregon til austurhlíða Klettafjallanna. Við komumst með hana hálfa leið yfir Sierrafjallgarð, en misstum hana þar í tólf feta háum snjóskafli.“ „Treyjan þín hefir verið vígð," sagði hún. „Við þurfum einhvern, sem er skjótur að framkvæma." „Herréttur," sagði John. „Ásakaður um óhlýðni." AÐ TVEIMUR vikum liðnum héldu Jessie, John og Lily, litla dóttir þeirra, til Washington. Næstu fimm mán- uðina unnu þau að skýrslugerðinni um förina. Ekkert var nú sagt um fallbyssuna á æðri stöðum og Kearny offursti tók upp fyrra samband við þau. Útlit var,fyrir, að Bandaríkin mundu lenda í styrjöld við Mexíco vegna innlimúnar Texasfylkis og mikill áhugi var fyrir því jafnframt, að forða því, að Kalifornía kæmist undir brezk yfirráð. John var nú hækkaður í tign og gerður að höfuðsmanni og nýr leiðangur vestur á bóginn var ákveðinn. Jessie hafði vonað að geta farið með honum í þetta sinn, en það reyndist ekki mögulegt. Enn var langur aðskilnaður framundan. Síðasta kvöldið heima saumaði hún vatnsþéttan vasa á jakkann hans. John sagði allt í einu: „Jessie, eg get ekki skilið þig hér eftir.“ Tár hraut á jakk- ann, sem hún hélt á. „Þarna,“ sagði hún. „Jakkinn hinn hef- ir hlotið vígslu. Skylda þín er að fara. Mín skylda að gera þér það eins létt og mögulegt er.“ En Jessie hafði nú ekki eins mikinn tíma og fyrr til þess að hugsa um leiðangurinn, því að James Buchanan utanrík- isráðherra, sem vissi að hún hafði numið spönsku, fékk hana til þess að þýða mexíkönsk skjöl fyrir sig. Þegar nokkrir mánuðir voru liðnir síðan John lagði af stað, kom flotamálaráðherrann, George Bancroft að máli við Jessie. I-Iann hóf að sjalla um Kaliforníu og hættu þá, er yfir vofði, að Bretar mundu helga sér landið á meðan Bandaríkja- stjórn væri hikandi. „Ef við hefðum aðeins mann þar í Kaliforníu, sem væri skjótur að taka ákvarðanir og fram- kvæma þær á réttu augnabliki þá. .. . svo að eg gangi hreint til verks, þá er það meira, sem við þuríum, við þurf- um mann, sem við erum ekki ábyrgir fyrir ef allt gengur ekki samkvæmt áætlun.“ Jessie skyldi hvað hann var að fara. Hún skrifaði John allt um þetta samtal. Langur tími leið og engar fregnir bárust. En allt í einu vissu allir, að mikil tíðindi höfðu gerzt í Kaliforníu. Bandaríkjamenn höfðu gert uppreist gegn mexíkanska hernum þar, undir forustu John Fremont. Uþpreistin var vel skipulögð og bar tilætlaðan árangur. Kalifornía lýsti því yfir, að hún gengi í ríkjasambandið. Og nú var skammt stórra tíðinda fyrir Jessie og John. I viður- kenningarskyni fyrir frammistöðu siria var John gerður að landstjóra Kalifomíu. En dýrðin varði skamma hríð. Kearny offursti og kunningi þeirra frá Washington var nú orðinn hershöfðingi og hann var sendur af stjórninni til hins nýja fylkis. Miklar deilur spunnust í milli hans og Stocktons hershöfðingja, er John hafði þjónað undir í hernum. John veitti Stockton lið í þeim deilum. Dag nokkurn heyrði Jessie föður sinn segja: „Fermont offursti hefir verið kallaður heim til Washington — sem fangi.“ Jessie tók fréttunum með ró, en erfitt var að bíða. Lang- ur tími leið unz John kom heim. Hann virtist hafa tekið rás atburðanna nærri sér. Hún hughreysti hann eftir beztu getu. „I-Ivað er þér borið á brýn?“ spurði hún. „Hvað ætl- ast Keamy hershöfðingi eiginlega fyrir?“ „Eg á í vændum að mæta fyrir herrétti, ásakaður um óhlýðni við yfirboðara mína.“ Ákærandi hersins bar þungar sakir á John, Hann byrjaði að lesa, Um nóttina var unnið aí kappi. JESSIE notaði alla hæfileika sína til þess að herða í manni sínum, fá hann til þess að berjast af alefli gegn herforingjaklíkunni, sem hafði bolað honum burt frá Kali- forníu og ætlaði nú að ey.ðile^gja framtíð hans með því að fá hann dæmdan fyrir þungar sakir í herrétti. Faðir hennar veitti henni lið. Dag nokkurn, á meðan beðið var eftir því að málaferlin hefðust, kom hann heim, og hafði góðar fréttir að færa. „Rétturinn hefir verið fluttur frá Monroevirki hingað til Washington. Nú getum við betur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.