Dagur - 07.05.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1947, Blaðsíða 2
2 r!Sa DAGUR Miðvikudagur 7. maí 1947 Það, sem fyrst og fremst ein- kenndi framferði og málflutning kommúnista í eldhúsdagsumræð- unum 28. og 29. f. m., var að balda því fram, að hvítt væri svart og 'að svart væri hvítt, að berja . iiöfðinu við steininn og neita augljósum staðreyndum. Orðbragð þeirra var og fyrir neð- an allar hellur. Þeir stimpluðu ó- spart andstæðinga sína sem þjófa, svikara og landráðamenn, sem vitandi vits og af dsettu ráði væru að leiða kreppu og ófarnað yfir aiþýðuna, en hlaða undir og ■magna auðvaldið í landinu, eink- it;m heildsalastéttina. Brynjólfur, Áki og Einar Olgeirsson rótuðust allir um eins og bölvandi naut í flagi og misbuðu öllu velsæmi. Svona haga sér ekki aðrir en þeir, sem vita sig seka og sigraða. Það var réttmæli, er fjármálaráð- herra sagði um kommúnista, að þeir væru í raun og veru ekki þinghæfir. Árásir á alþýðuna. Kommúnistar héldu því fram, að hinar nýju tekjuöflunarleiðir stjórnarinnar væru svæsnar og svívirðilegar árásir á kjör alþýð- unnar £ landinu eða þá, sem bág- ast væru staddir, þ. e. daglauna- xnerih. Að vísu væri hafragraut og rúgbrauði hlíft við tollaálög- untim, og ætlaðist stjórnin því auðsjáanlega til, að alþýðan lifði aðeins á því hnossgæti. Gegn þessu illgirnislega ofbeldi stjórn- arinnar og flokka hennar yrði nú verkalýðurinn að rísa íundir for- ustu foringja kommúnista með allshei'jarverkföllum um Jand allt. Þessir málrófsmenn voru ekki svona viðkvæmir fyrir kjörnrn verkamanna, þegar þeir sjálfir lireiðruðu urn sig í flatsænginni lijá Ólafi Thors. Þá lögleiddu þeir veltuskattinn alræmda, sem var hreinn neyzluskattur og lagð- ist jafnt á hafragraut og rúg brauð sem aðrar nauðþurftir fá- tækra verkamanna. Þessar álögur kommúnista á alþýðuna voru því óiíkt níðangurslegri en hinar íxýju tollaálögur núverandi stjórnar, en sprautur kommún- ist kröfðust þess, að alþýðan bæri veltuskattinn með kristilegri þol- inmæði, af því að hin vernandi Jiönd verkalýðsins hefði átt þátt í að leggja hann á. Þá.minntust þeir ekki einiu orði á, að verka- menn yrðu að mæta þessum ó- sanngjörnu árásum á kjör þeirra rneð verkföllum. Það er því auðsætt, að assingar og bægslagangur komnnúnista nú e> ekki sprottinn af umhyggju þeirra fyrir kjörum verkamanna, því að sú umhyggja er ekki ann- að en hræsni og yfirdrepsskapur. Bægslagangur þeirra á eingöngu rót sína að rekja til ofsafenginnar reiði út af því að liafa orðið ut- anveftu við stjórnarmyndunina og sárrar löngunar til að koma fram pólitískum liefndum. Þess vegna róa þeir nú undir verkföJl til að hefta framleiðsluna og koma öllu í uppnám og öng- þveiti. En verkamenn verða að gæta þess, að það ömurJega á- stand, sem hin fyrirhuguðu verk- föll myndu skapa, kemur verka- mönnum sjálfum og fjölskyldum þeirra fyrst og fremst í koll. Þeir ættu því að varast að gerast ginn- ingarfífl kommúnista og láta þá hafa sig til niðurrifs í því björg- uiiarstarfi, sem nú er Jiafið eftir aila óstjórn þeirra Biynjólfs og Áka. I íeildsalagróðinn. Kommúnistar áfeJJast núver- andi stjórn xnjög fyrir þjónkun við heildsalastéttina, því að hún leyfi heildsölunum að stórgræða óhindrað, og þess vegna kalla kommúnistar hana lieildsala- stjórn. Þessi ásökun kemur úr hörð- ustu átt. Um það leyti sem kommúnistar tókju völd í ríkis- stjórn J944, lýstu þeir yfir því, að þeir ætluðu að leggja lieild- salana niður við trog, svo að þeir íéflettu ekki almenning meira en Jxúi ðværi. Heildsalarnir brostu að þessum Jxótunum, þeir þekktu nági'anna sína, kommúnistafor- ingjana, og vissu að Jítt var mark takandi á oiðum þeirra. Reyndin vaið líka sú, að aldrei hafa heild- saJarnir grætt eins mikið eins og meðan þeir voru í skjóli við stjómai'stefnu ÓJafs Tliors og kommúnista. Eftir þá reynsLu, sem heildsalarnir fengu af stjórn kommúnista, er það á flestra vit- und, að þeim var það sízt á móti skapi, að kommúnúsitar íiéldu á- fram stjórnarstörfum. Það er því ærið verkefxxi, sem nýja stjórnin á fyrir liöndum, að bæta það verzlunarástand, sem þróaðist í stjórnartíð kommún- ista. Það er alls ekki við því að búast, að stjórnin geti á 2—3 mánuðum kippt allri þeirri spill- ingu og öfugþróun í Jag, sem cafnaði hér á landi á meira en tveggja ára skeiði, sem kommún- istar vösuðust hér í stjórnarstörf- um. Viðskiptasamningur við Rússa. Kommúnistar staðliæfðu með miklu offorsi, að á síðasta hausti hefðum við átt kost á að gera við- skiptasamning við Rússa um sölu á mestailri eða allri fiskfram- leiðslu okkar á yfirstandandi ári, en við hefðum látið það tækifæri ganga okkur úr greipum af tregðu lýðræðisílokkanna við að skipta við Rússa af stjórnmála- legum ástæðum, og hefði þetta valdið sjávarútveginum óbætan- legu tjóni. Utanríkisráðherrann, Bjarni Benediktsson, upplýsti og sann- aði með skjöium úr stjórnairáð- inu, að þessar fullyrðingar væru staðlaust fleipur á sandi byggt. Gaf þetta fleipur tilefni til, að utanríkisráðherra rifjaði upp framkomu Áka Jakobssonar í þessu máli. Var hún í stórum dráttjum á þá leið, að á s.l. hausti átti Áki lauslegt samtal við rúss- neskan mann, Semenov að nafni, er hér var staddur til að sjá ,um útskipun af þegar keyptum fiski, og liafði ekkert umboð til samn- ingagerða frá Sovétstjórninni. Verð það, sem Áki stakk upp á við Semenov þenna, var miklum n;un lægia en verð það, sem stjórriin varð síðar að taka ábyrgð á, til þess að nokkur fleyta feng- ist á sjó til fiskveiða. Skömmu síðar datt Semenov úr sögunni, var Jxann þá sagður farinn til I'.nglands og Jxefir ekki spurzt til hans síðaxi. Á þessu rabbi Áka Jakobsson- ax við umboðslausan, rússneskan útskipunarmann byggja koixxm- únistar fullyrðingar sínar um hið gullna tækifæri til samningsgerð- ar við Sovétstjórnina unx fiski- kaup. Það var ekki fyrr exx fyrrv. stjórn með kommúixista innan- borðs liafði hrökklazt frá völdum og íxý stjórn tekið við, sem í al- vöru voru tekxxar upp samninga- umræður við i'étt rússnesk stjórn- arvöld. Þegar samninganefndin kom austur til Moskva, konx hreiixlega í ljós, að gaspur komm- únista um sölumöguleika þar austur frá voru staðlausir stafir. Samningar standa þar enn yfir og Iiafa gengið treglega, svo að ekki sé meira sagt. Kommúnistar í eldhúsinu létu svo sem þá furðaði ekki á, þó að Rússar væiiu tregir í samninga- gerðinni, því að sumir íslendiixg- ar væru ekki nógu stjórnmála- lega auðmjúkir í þeirra garð; töluðu þeir í því sambandi um róg og níð um Sovétskipulagið. Satt er það, að meginþorri ís- lendinga fellir sig ekki við rúss- neskt stjórnaifar og hafa látið það uppi hispurslaust og af fullri ln'einskiLni, að þeir telji það alls ekki eiga við á íslandi. Kommún- istar voru minntir á, að þeir skrif- uðu iðulega róg og níð um Breta og Bandaríkjamenn, hefðu t. d. birt mynd af Bevin í lxundslíki og skipað Jxonum að éta skít. Jafnframt voru þeir spurðir, hvort þeir Iiöguðu sér svona dónalega í þeinx ákveðna til- gangi að spilla fyrir viðskipta- samningum þeim, sem nú standa yíir í Bretlandi. Því svöruðu kommúnistar ekki. Annars er það fremiur ljótur vitnisburður um Sovétríkin, að þau hagi sér í viðskiptasamning- um við þjóðir eftir því, livaða stjórnmálaskoðanir séu ríkjandi nxeðal þeirra. Um það mætti Sovétstjórnin segja: Guð varð- veiti ,mig fyrir vinum mínum á íslandi. Verklegar framkvæmdir. Kommúnistar staðhæfa, að stjórnin og flokkar lxennar séu að leiða liungur og atvinnuleysi yfir verkalýðinn með því að skera niður verklegar framkvæmdir samkvæmt fjárlögum. Fyrir liggja skjallegar sannanir jum, að þetta eru bíræfin ósannindi. Með samanburði fjárlaga fyrir yfirstandandi ár og fjárlaga síð- ustu ára kemur í ljós, að framlög til verklegra framkvæmda eru stórum hæxri að þessu sinni en nokkurn tíma fyrr. Þau tvö ár, sem kommúnistar sátu í stjórn, voru framlög til verklegra fram- kvæmda samkv. fjárlögum sem hér segir: 1945 tæplega 43 milj. kr. 1946 rúmlega 58 milj. kr. Ár- ið 1947 eru þessi fiamlög áætLuð íxálega 74 milj. kr. eða 16 milj. kr. hæxri en síðastl. ár og 31 nxilj. kr. hærri en 1945. Samkv. orðagjálfri komnxún- ista lilýtur ógurlegt Jiungur að lxafa ríkt meðal verkamanna þann tíma, senx þeir tóku þátt í stjórninni! En kommúnistar gera sitt til að standa á móti því að lxægt sé að vexja svona miklu fé til verk- legra fi'amkvæmda með því að berjast eins og grimm ljón gegn nauðsynlegri tekjuöflun. Fölsuð vtísitala. Kommúnistai' í'éðust heiftar- Jega á nýju stjórnina fyrir að framfylgja falsaðri vísitölu. Vitn- uðu þeir til gi'einar um þetta elni eftir Jón Blöndal, er Ixamx skrifaði í stjórnartíð þeirra Áka og Brynjólfs. Það er ekki vitað að útreikningi eða gruxxdvelli vísi- tcxlumxar Jxafi verið breytt síðan. Arás komníLmista um falsaða vísi- tölu var því raunverulega árás á þeirra eigin stjórnarstefnu. Hér hefur aðeins verið bent á fáeinar' íökfræðilegar rassbögur kommúnista í eldhúsinu, en samt verður þetta Játið nægja að sinni, þó af nógu sé að taka. En mörgum verður að spyrja: lyrir hverja er(u foringjar komm- únista að tala og skrifa? Þeir vita það, að til er allstór Jiópur verkamanna, sem þeim hefur tekizt að ná andlegu stein- bítstaki á og gera að ánauðugum þrælum sínum. Þessir andlega ó- frjálsu menn trúa öllu, sem for- ystumenn kommúnista spýta í þá, Iiversu fjarstætt öllu viti sem það er, eða hafa gert að þessu. Með fjarstæðuáróðri sínum, ó- sannindum og blekkingum eru þjónar Sovétríkjanna að reyna að tryggja sér fylgi þessa ánauðuga hóps áfram. Hvernig þeim tekst það, leiðir reynslan í ljós. Þess ætti að mega vænta, að augu sumra verkamanna, sem Ixingað til hafa flækt sig í veiðineti kommúnista, opnuðust nú fyrir því, að þeir eru aðeins vei'kfæri sér verri manna, sem nota á til niðurrifs og skemmdarstarfa í þeirri von, að alda kreppu og fjárliagslegrar eymdar megni að lyfta kommúnistum til valda á nýjan leik, svo að þeir fái betri aðstöðu en nú til að þjóna rúss- nesku einræði og áta engilsax- nesku lýðræðisþjóðimar xógi og níði. Vilja verkamenn styðja þá í þeirri iðju? Steinunn á Sámsstöðum ÖRFÁ MINNINGARORÐ. Þann 15. febrúar sl. andaðist að lxeimili sínu, Sámsstöðum í ÖnguLsstaðahreppi, liúsfrú Stein- unix Sigurðardóttir, f. 8. nóvem- ber 1868 að Kristnesi í Hrafna- gilslireppi, og náði hún því rúnx- lega 78 áia aldri. Banamein hennar var hjartabilun. Foreldrar Jiennar voru Jxjónin Sigurður Jónsson söðlasmiður og Oddný Friðfinnsdóttir. Sigurður var kunnur liér um sveitir fyrir afburða frásagnahæfileika. Hann kunni ógrynni af söguixi um menn og atburði og sagði skemintilega frá. Þeim, er þessar línur ritar, er lítt kunnugt um æskuár Stein- unnár. En þau munu liafa liðið að hætti annarra sveitabarna á þqim tímum. Árið 1891 giftist hún Magnúsi Sveinssyni, ung- um og geðþekkum manni. Skömmu síðar reistu þau bú á Sámsstöðum við freniur lítil efni, en farnaðist vel, og var þó bújörð þeirra lítil og engin kostajörð. —■ Bjuggu þau þar síðan um Janga liríð í farsæl uhjónabandi. Varð þeim tveggja barna auðið. Jón Pálmi, sonur þeirra, greindur og myndarlegur eínispiltur, missti lxeilsuna um tvítugt og andaðist innan við þrítugt. Eftir þann missi munu íoreldrar hans aldrei hafa borið sitt barr. Sveinbjörg dóttir þeirra er núverandi Ixús- freyja á Sámsstöðum, gift Gísla Guðmundssyni bónda þar. Magnús, maður Steinunnai', andaðist 1935. Var Jiann jafnan vel metinn og vinsæll maður. Steinunn á Sámsstöðunx var fönguleg kona og fríð sýnunx, glaðlynd, góðviljuð og trygglynd. Hennar er minnzt með Iilýhug. Nær áttræð, þreytt og ellimóð sveitakona hefir hlotið þráða hvíld. I. Ford-bifreið, 5 manna, í ágætu lagi, með nýlegri vél, til sýnis og sölu í Geislagötu 39. SVEINN ÓLAFSSON. 2 laghentar stúlkur óskast nú þegar. SAUMASTOFA B. LAXDAL IAtvinna 1 Oss vantar starfsmann til að annast afgreiðslu | og sölu á samdi og möl og fleiri störf. | Umsóknir sendist Karli Friðrikssyni, verk- | stjóra, Strandgötu 45, Akureyri, sími nr. 288, | fyrir 10. maí n.k. Hann gefur allar nánari | upplýsingar um starf þetta. H/F MÖL OG SANDUR I <HKBKBKHKHKHKHKöKHKHKHá<HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHW

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.