Dagur - 21.05.1947, Blaðsíða 2
2
DAGUR
Miðvikudagur 21. maí 1947
“Kaldbakur” er óskabarn Akureyrar
Ræða Porsteins M. Jónssonar, forseta bæjarstjórn-
arinnar, við komu hins nýja togara Akureyringa
siðastliðinn laugardag
Heiðruðu Akureyringar!
Herra skipstjóri og skipshöfn!
Fyrir nálægt tveim árum vakn-
aði áhugi allmargra bæjarbúa
fyrir Jrví, að hingað til bæjarins
yrðu keyptir einn eða tveir af
[reim 32 togurum, sem ríkisstjóm
Ísiands og Nýbyggingarráð höfðu
samið um að smíðaðir yrðu í Eng-
!andi. Bæjarstjórn Akureyrar hét
liðsinni sínu í þes'su máli. Ákvað
hún, að bærinn skyldi gerast hlut-
liafi í væntanlegu togaraútgerðar-
félagi, er stofnað yrði liér í bæn-
um og ákvað að leggja fram, senr
hlut bæjarins 25% af hlutafénu.
Ú tgerðarfélag KEA bauð að
leggja 'til 20% af hlutafénu, en
eimsiakir bæjarbúar og félög
55%. Al.lt hlutaféð var 540000.00
— fimm hundruðog fjörutíu þús-
und — krónur. Bærinn varð svo
heppinn, að þegar dregið var um
iöðina á afhendingu togaranna,
þá var togari sá, er Akureyringar
pöntuðu, hinn þriðji í röðinni.
Og nú í dag er hann kominn með
heilu og höldnu yfir hafiðog
lagstur hér við landfestar.
Það er merkisatburður í sögu
þessa bæjar, að þessi togiari er
kominn hingað, búinn út á bez,ta
hátt með hjálp hinnar miklu nú-
tíðantækni. Við komu þessa tog-
ara eru bundnar miklar vonir
bæjarbúa. Hann er í dag óska-
barn bæjarins. Og margir bæjar-
búar vænta þss að koma hartó
boði nýtt tímabil í atvinnu- og
þróunarsögu þessa bæjar.
Eg flyt því fyrir hönd bæjar-
stjórnar Akureyrar öl.lum þeim
þakkir, er greitt hafa götu þessa
óskabarns og hafa leitt það hing-
að lieilt í höfn.
Eg vil byrja á því að þakka öll-
mn þeim, er höfðu þrek og þor til
þess að vinna að því, að þessi
itogari yrði keyptur hingað. Og eg
flyt þakkir hr. Sigursteini Magn-
ússyni ræðismanni í Edinborg, er
tók á móti togaranum frá skipa-
smíðastöðinná fyrir bæjarins
hönd og frú hians Ingu Magnús-
son, sem skírði skipið. Ennfrem-
ur fl'yt eg þakkir hr. Guðmundi
Jörgensen skipamiðlara í Hul.1,
sem hefir annast og útvegað f jöl-
rnargt viðvíkjandi skipinu. Og
eg þakka skipstjóranium, hr. Sæ-
mundi Auðunnarsyni, sem hefir
siglt skipinu hingað frá Eng-
landi,, og hr. 1. vélstjóra Henry
Olsen. Þakka þeim og allri skips-
höfninni fyrár velheppnaða sigl-
ingu á þessari fyrstu ferð skipsins
landa á mil.li, sem kalla má
rcynsluför þess, hins akureyrska
oskábarns.
I norðri gnæfir, séð frá Akur-
eyri, fjallið Kaldbakur. Það er
útvörður sjóndeildarhrings vors
í hánorðri. Þarna hefir það gnæft
með hátignarlegri ró um þúsund-
ir ára, löngu fyrr em nokkurt
raannsauga leit það. Og síðan að
menn byggðu dali og strendur
hins veðursæla Eyjafjarðar, þá
hefir kólga norðursins mætt á
Jjví. Á það liafa hlaðist fannir og
á Jrví liafa dunið stormar og stór-
viðri, þótt hér inn á Akureyri
hafi verið sæmilegt veður. Kald-
bakur hefir veitt Akureyri og
öðrum byggðum Eyjafjarðar
skjól. Þetta muinl stjórn liins ak-
ureyrska togarafélags hafa haft í
liuga, þegar hún ákvað að gefa
togaranum nafnið Kaldbakur.
Þessi bær hefir um skeið verið
nær eingöngu verzlunar- og iðn-
aðarbær. Ennfremur allmikill
skólabær, ferðamannabær og
landbúnaðarbær, eni útgerð sem
var hér, hefir dregist svo saman,
að sá atvinnuþáttur er orðinn
mjög grannur í atvinnulífi bæjar-
búa. En eins og allir vita, þá er
mikill hlutii af auðæfum Islands
í hafinu við strendur þess. ís-
landsmið eru ein af auðug-
ustu fiskimiðum alls lieimsins og
sem vonandi verða afrdei Jrurr-
ausin. Þar er gullnáman, senr
aldnir og óbornir íslendingar
munu sækja til, leita og finna í
það fé, sem með þat'f til þess að
nema þetta land að fullu og hálda
uppi sívaxandi menningu þjóð-
arinnar. Þetta er Akureyringum
ljóst, því vilja þeir styrkja á ný og
efla að stórum mun sjávarútgerð
bæjarins. En vegna legu hans þá
henta hér bezt stór skip sem þessi
togari.
1 dag biðja allir Akureyringar
togaranum Kaldbak og skips-
hafnar hans blessunar. Þeir óska
Jjess af alhug, að hann megi jafn-
an sigla heill í höfn með skips-
höfn sínia heila innanborðs. En
Jreir vita að á honuim og skips-
höfninni munu oft dynja hríðar
og stórviðri úthafsins. Þeir vita,
að þegar þeir sem lieima sitja við
hættulausa vinnu, þá verði þeir,
sem eru að draga auðæfi úr djúpi
Ránár oft og einatt, að heyja bar-
áttu um líf og dauða. Þeir vita að
Jiær stundir geta komið, að allir
þeir, sem. eru innanborðs á óska-
barni þeirra, togaranum Kald-
bak, þurfiáð neyta til hins ítrasta
karlmennsku sinnar, þreks og
áræðis, og unna sér þá hvorki
svefns né næðis nema af skornum
skammti, til þess að geta bjargað
skipi og sjálfum sér heilum til
hafnar. En eins og fjallið Kald-
bakur he;fir um óratíma þolað all-
ar árásir hrímþursa úr norðri, þá
megi nafnarfi hans, togarinn
Kaldbakíur, jafnan skila sér heil-
um úr hverri raun. Þetta er okk-
ar allra bæn og það er stærsta at-
riðið í óiskum þeim og vonum,
sem við bindum við þetta skip.
Það er mikilsvarðandi fyrir
þetta bæjarfélag hver hamingja
fylgir þessu skipi. Verði skips-
höfn hans svo hamingjusöm, að
hún og skipið verði aldrei fyrir
stóróhöppum né áföllumogtakist
heniai giftusamílega að draga auð-
æfi úr skauti Ránar, þá munu
margir fleiri slíkir sem þessi tog-
ari binda hér landfestar við hafn-
arlþakka Akureyrar og tilheyra
skipaflota bæjarins. Og verði svo,
þá mun sjávarútvegurinn verða
sterkasti þádtur í atvinnulífi bæj-
arins, og aðrir atvinnuþættir
sLyrkjast jafnframt að stórum
mun, og þessi bær verða lífvæn-
leg og eftiiisótt bækistöð margra
man-na.
Herra skipstjóri Sæmundur
Auðunnarson! Á engum manni,
er vinna nú í þjónustu bæjarins,
hvílir ábyrgðarmeira sitarf en á
yður. Eg Jrekki yður ekkert. En
þéi eruð ungur maður og giftu-
samlegur að sýn. Mér er sagt að
faðir yðar og iörfeður margir liafi
verið afbtirða duglegir sjómenn
og heppnir í starfi. Megi ættar-
gifta fylgja yður í yðar ábyrgðar-
mikla starfi. Eg óska yður hjart-
anlega til hamingju. Og fyrst og
fremst óska eg yður þess, að þér
verðið ástsæll af þeim, er fylgja
yðuir og þér eigið að stjórna í bar-
áittunni við Ægi.
Herra vélstjóri Henry Olsen!
Yður, sem beriðábyrgðáaflvéium
skipsins, á hjartla þess má segja,
óska eg ennfremur, að þér verðið
giftusamur í starfi yðar. Stýri-
menn, hásetar og aðrir skips-
menn! Eg vænti þess að þér fylgið
vel yfirmönnum yðar á íslands-
miðum og sigiingum landa á
milli. liamingja ykkar allra,
skipshafnar Jressa togara, er ham-
ignja skipsins, og liamingja þess
er líka hamingja þessa bæjarfé-
lags. Orlög manna eru svo marg-
siungin og samantvinnuð.
Eg óska Útgerðarfélagi Akur-
eyringa og bæjiarbtium öfium til
hamingju með þennan nýja tog-
ara. Akureyri fagnar honum í
dag sól og blíðviðri. Og að end-
ingu bið eg ykkur öll, sem mál
mitt heyrið, að óska togaranum
Kialdbak og skipshafnar hans vel-
farnaðar á ókomnum itímum með
ferföldu húrrahrópi.
Togaranum Kaldbak og skips-
lröfn hans farnist jafnan vel!
UM VÍÐA VERÖLD
Belgíumenn hafa nýlega lokiS viö
tjárlög sín íyrir árið 1947. Samkvæmt
frásögn fjármálaráðherrans eru þetta
hallalaus fjárlög. Til þess að ná þessu
marki voru ríkisútgjöld skorin niður
um 10% og starfsliði ríkisins og ríkis-
stofnana fækkað um 20%.
*
Enska kommúnistablaðið Daily
Worker segir, að ný „spönsk armada"
herji nú við strendur Bretlands, en svo
kallar blaðið 300 erlenda togara, sem
stunda veiðar á fiskimiðum, sem Bret-
ar telja sig hafa forgang að i Norður-
sjó og víðar. Blaðið segir, að togarar
þessir séu langt komnir að þurrausa
miðin og veiði brezkra togara sé nú
orðin ekki nema sjötti hluti þess, er
var fyrir ári siðan. Krefst blaðið að-
gerða af hálfu ríkisvaldsins til þess að
hindra þessar erlendu veiðar.
*
Vinabæjasamböndin á Norðurlönd-
um — sams konar og talað var um —
aðeins talað um — að koma á í milli
Akureyrar og Álasunds — eiga vin-
sældum að íagna. Nýjustu vinabæirn-
ir eru Lillehammer í Noregi og Hörs-
holm í Danmörku.
Með ítölsku friðarsamningunum
fengu Júgóslafar borgina Fíúme i sinn
hlut. Nú hafa Júgóslafar skírt borgina
og heitir hún Rjeka framvegis, en það
crð þýðir fljót, eins og ítalska orðið
fíúme.
*
Moskvufregnir herma, að nýlega sé
haíin fyrsta reglulega áætlunarsigling-
in í milli Rússlands og Bandarikjarma.
Farið er í milli Odessa og New York.
Skiið, sem er í þessum ferðum, heitir
„Rossia“ og er 17.800 smálestir. Rúss-
ar fengu það í stríðsskaðabætur írá
Þjóðverjum. Skip þetta hér áður
„Patría“ og kom það nokkrum sinnum
hingað tit íslands með skemmtiferða-
merm fyrir stríðið, a. m. k. einu sinni
hingað til Akureyrar.
*
Fregn frá Haag segir, að dómararnir
við alþjóðadómstól Sameinuðu þjóð-
arma hafi náðuga daga. Ekkert einasta
mál hefir verið kært til dómstólsins til
meðhöndlunar ennþá, en von mun
vera á deilumáli Breta og Albana inn-
an skamms. Dómstóllinn hefir þó kost-
að nær því 3 millj. króna til þessa.
| Vefnaðarvöru-
deild.
• lllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMMIIimilllllimillllllllllllllllllllllMIIIMIIIMIIII*
og
I siaufur
Sumarlitirnir
nýkomnir
Ánægður með störf
Marshalls
Myndin er af Vandenberg, for-
manni utanrfkisnefndar Öldungadeild-
ar Bandaríkjaþings. Hanii er einn
helzti áhrifamaður Repúblikana.
Hann hefur látið í ljósi mikla ánægju
með framkomu Marshalls utanríkis-
ráðherra á Moskvafundinum. Vanden-
berg var áður í fylgd með Byrnes á
utanríkisráðherrafuridum, en í þelta
sinn sendu Repúblikanar John Foster
Dulles til starfa með ráðherranum.
Brezkt námskeið í líkams-
þjálfun og tómstunda-
störfum
íslendingum boðin
þátttaka
Frá Fræðslumálaskrifstofunni
hefir blaðinu barizt eftirfarandi;
Fræðslumálaskrifstofunni lief-
ir borizt frá skrifstofu British
Council hér upplýsingar um
tvenn námsskeið fyrir íþrótta-
kennara, almenna kennara og
aðra æskulýðsleiðtoga.
I. Um líkamsþjálfun, á vegum
„The National Association of
Boy’s Clubs“. Námsskeiðið er
cndurtekið fjórum sinnum, en
fara í öll skiptin fram að „Ford
Castle, Berwick-on-Tweed“.
1) 28. maí—4. júní.
2) 28. júní—5. júlí.
3) 30. júlí—6. ágúst.
4) 1. október—8. október.
II. Um íþróttir, sem hressing-
ar-, hvíldar- og tómstundarstörf;
sérstaklega ætlað fyrir kennara. —
Námsskeið þessi eru haldin af
„The Central Council of physical
Recreation".
1) 5. júlí—26. júlí að St.
Andre’s University í Skotlandi. —
Þátttökugjald 4,10 pund.
2) 6. ágúst —30. ágúst að Coll-
ege of physical Education, Dart-
ford, Kent. — Þátttökugjald 4,10
pund.
Þeir, sem vildu taka þátt í þess-
um námsskeiðum, snúi sér til eft-
irgreindra aðila:
Varðandi I. námsskeiðið til
„The National Association of
Boy’s Clubs, 17 Bedford Square,
London W.C. 1“.
Varðandi II. námsskeiðið til
„The Central Council of physi-
cal Recreation, 6 Bedford
Square, London W.C. 1“.