Dagur - 04.06.1947, Page 4

Dagur - 04.06.1947, Page 4
4 DAGÚR Miðvikudagur 4. júní 1947 Öryggið í loftinu IIIÐ MIKLA og.ægilega flugslys hefir beint at- fiygiinni að flugsamgöngunum og örygginu í loftinu. Öll þjóðin er harmi lostin yfir afdrifum farþega og flugmanna í Héðinsfirði, en flugið er ekki látið niður falla. Það heldur áfram og verð- ur í æ ríkari mæli veigamikill þáttur í samgöngu- málum landsins. Hinn hörmulegi atburður mun þó hvetja til þess, að allt verði gert, sem hugsan- legt er, til þess að auka öryggið á innanlandsflug- leiðum. i ÞAÐ hefir nýlega verið bent hér í blaðinu, að þrátt fyrir milljónaeyðslu af ríkisfé til flug- mála, hefir ekkert af þeirri fúlgu farið til þess að bæta aðstöðuna á annarri endastöð fjölförnustu flugleiðar landsins. Það er augljóst, að endurbæt- ur og sómasamlegt viðhald á Melgerðisflugvelli stuðlar að auknu öryggi.Það er t.d. vitað,aðljósa- útbúnaður á vellinum mundi gera flugið í skammdegirru hingað norður öruggara en nú er. Þá getur það ekki talist viðhlítandi, að flugvöll- urinn sjálfur sé látinn grotna niður. Vitað er, að miðunarstöð fyrir flugvélar hér við Eyjafjörð mundi þýðingarmikil öryggisráðstöfun. , Ekki hefði það verið óeðlilegt, að einhverju af þeim milljónum, sem farið hafa til flugmála, hefði ver- ið varið í þessu augnamiði hér nvrðra, eða á öðr- ,um innanlandsflugleiðum. En því hefir ekki ver- ið að heilsa. Flugvellirnir óg fiugmálastjórnin í Reykjavík hafa hirt mest allt féð. t|VÍ ER ekki haldið fram, að þessar ráðstafanir, * þótt framkvæmdar hefðu verið á liðnum ár- um, hefðu breytt neinu um hinn sorglega atburð í Héðinsfirði. En það er eðlilegt, að váleg tíðindi veki menn til umhugsunar um öryggismálin og þess sé krafizt, að allt verði gert, sem hugsanlegt er, til Jress að öryggið á innanlandsflugieiðunum verði sém mest. Miðunarstöð í F.yjafirði og end- urbætur á lendingarstaðntum hér, eru liður í þeim endurbótum. Þess vegna hlýtur þess að verða krafizt, að flugmálastjórnin sýni meiri álíuga fyr- ir innanlandsfluginu, en verið hefir.nú um skeið. Hvar eru þingmenn dreifbýlisins? IjEGAR landslýðurinn utan Reykjávíkur verð- * ur.ónotalega fyrir barðinu á ofríki sumra embættismanna ríkisvaldsins, þá eru blöðin úti um landið eini vettvangurinn fyrir umkvartanir og kröfur um endurbætur. Þegar skrifstofustjór- ar í stjórnardeildum í Reykjavík taka það á sig, að skipta þjóðimni í deildir með mismunandi rétt- indum, eftir því hvar memn eiga heima á landinu, þá er bent á það í blöðunum úti um landið og háværar óánægjuraddir heyrast á mannamótum. Þannig var það á dögunum þegar Viðskiptamála- ráðunieytið hóf bifreiðasöluna til Reykvíkinga og þegar Viðskiptaráð ætlaði að kúga landsmenn til þess að láta hlutdeild sína í innflutningi í hend- ur Reykvíkinga, með furðulegu skipulagi um leyfisveitingar. Einn er sá staður á landi hér, þar sem gæta ætti hagsmuna almemnings fyrir þessu embættis- mannaofríki. Það er á Alþingi Islendinga. En svo I^egður við, að þingmenn kjördæmanna láta sig Jjétta enigu skipta. Þeir una því þegjandi og Fáar baunir á kúpunni! EF ÞIÐ viljið vera með, þá skuluð þið hanga á,“ sagði karlinn. Hann sneri upp kúpunni á skeiðar- blaðinu sínu, meðan hann mataðist, því að honum líkaði ekki baunirnar, sem honum voru skammtaðar. Skyldi bæjarstjóranum okkar, þeim heiðurs- manni, ekki stundum verða eitthvað svipað að orði, þegar hann fær í hend- ur frá bæjarstjórn og bæjarráði ýms- ar umbótatillögur og samþykktir, sem þessar vísu stjórnir og ráð hafa af- greitt og ætla honum nú að láta fram- kvæma? Ekki eí að vita, nema hon- um finnist fullmikið nýjabragð að þeim sumum, líkt og um nýveiddan hákarl væri að tæða, sem þyrfti að kæsa hæfilega lengi í einhverjum f jós- haugnum, óður en hann yrði sáemileg- ur mannamatur. Hvað skyldu t. d. margar af hinum þörfu tillögum um- ferða- og vegamólanefndarinnar sælu frá í fyrrasumar, vera komnar til framkvæmda? Ekki verður annars vart en að síma- og ljósastaurarnir, sem þá var ráðgert að flytja af erfið- ustu umferðahornunum og gatnamót- unum í bænum, tróni enn á sínum stað í miðri umfcrðinni. Og hvað líð- ur nauðsynlegum bifreiðastæðum í sívaxandi umferð og bílamergð? Ekki verður annað séð en að bifreiðirnar standi ennþá í þéttum röðum með- fram þrengslu og fjölförnustu götum bæjarins, eins og ekkert hafi í skorizt, og það enda margoft á báða bóga, svo að aðeins mjótt sund er opið fyrir um- ferðina á milli þessara biðraða. — Opið, segi eg. — Auðvitað fer því fjarri, að þessi mjóu sund séu alltaf opin. Þau lokast að sjálfsögðu oft á tíðum, eins og blóðtappi sezt í þrönga æð, eða stífla hleypur í alltof mjótt skólpræsi. Langafastan enn ekki liðin! OG ENNÞÁ stendur hesthúsið fræga í allri reisn sinni og prýði og skagar langt út í fjölfarnasta og staðarlegasta torg bæjarins. Og alls konar skrani er enn raðað bak við það upp með kirkjutröppunum sjólf- um, sem raunar hefir þó aldrei verið hægt að fullgera, þar eð þessi sama, blessaða hesthúshygging er þar enn til fyrirstöðu. Sá maður mun naumast finnanlegur, sem mæli því bót, að hesthúsið standi ófram á þgssum stað. Bæjarblöðin hafa brásinnis bent á, að það yrði að víkja. Aðkomumenn hafa skrifað um það í ferðapistlum sínum héðan að norðan, að þessi bygging sé mjög til óþurftar og óprýði á þessum stað. Bæjaryfirvöldunum hafa borizt góð boð um að endurreisa hesthúsið þeim að kostnaðarlausu á öðrum stað, þar sem það kæmi að miklu betri not- um sem hesthús og þyrfti en'gan að hneyksla. Ekki er annað vitað en að búið sé að rýma austurhluta hússins í því skyni að það verði rifið og grunni þess breytt í bílastæði, sem svo mikil þörf er á á þessum stað. En þessi baun hefir þó enn ekki loðað við kúp- una á skeiðinni, sem bæjarstjórinn okkar borðar með framkvæmriagraut- inn sinn, enda er henni öfugt snúið í hljóðalaust, að stjórnardeildir lítilsvirði landsmenn með heimskulegum og hrokafullum tilskipunum. Þeir hreyfa ekki mótmælum, þótt stjórnardeildir leggi auglýsingabann á blöð landsmanna utan Reykjavíkur. Það er kominn tími til þess, að landsfólkið gefi þessum umboðs- mönnum sínum áminningu og minni embættismenn stjórnnr- ráðsins á þau sannindi, að þeir eru þar til þess að vinna fvirr þjóðina alla, en ekki- til Jjcss að hlaða undir viss landsvæði á kostnað annarra. súpunni, að því, er virðist. Þess er engin von, að almenningssalemin margumtöluðu gleymist ekki alveg, meðan þessi langafasta umbótaviljans og framkvæmdaseminnar er enn ekki liðin. Þeirra gerist líklega ekki full þörf, meðan svo standa sakir! Steinninn, sem hefir mannamál. EINHVERN TÍMA í fyrndinni hef- ir allmyndarleg þvottastöð fyrir bifreiðar verið útbúin sunnan Strand- götunnar hér í bæ. Steinsteyptur vegg- ur skilur á milli þvottastöðvarinnar og sjávarstrandarinnar að sunnan. A vegg þessum eru ferstrendar súlur með vissu millibili. Eg veitti því eftirtekt nú á dögunum, að stcðir þessar eru holar innan, og spurðist fyrir um það hjá kunnugum manni, hverju það sætti. Hann hélt, að skýringin væri sú, að upphaflega hefði verið meiningin að raflýsa sviðið, svo sem fyllsta þörf væri tíka á, og hefði þá verið tilætl- unin að koma ljósaþráðunum fyrir í þessum holu stöðum og skyldu ljósin ljóma þar uppi yfir í allri sinni dý ð. Ekki vil eg fullyrða, að holur þessar séu svo víðar, að þær séu rottugengar, og kann það þá að vera skýringin ó því að þær hafa enn ekki komið að neinu gagni. En táknrænar eru þær vissulega engu að síður fyrir hraða og kraft umbótanna og framkvæmdanna í þessum bæ: Rottumar hafa af þeim lítil not, en mennirnir engin. Aðeins ein vatnsslanga er til á þessu stóra, steinsteypta torgi, og kemur því meg- inhluti þess ekki að neinu gagni, þar sem allir bílarnir þurfa eftir sem áður að híma og bíða afgreiðslu á öðrum enda þess í kringum þessa eiflu vatns- slöngu, sem þar er finnanleg. Og hin ímynduðu rafljós í holustöðunum bregða hæfilegri og táknrænni birtu yfir þetta athafnasvið, þar sem „steinninn hefir mannamól, og mold- in sál“. — Væri nú ekki ráð að fuh- gera eitthvað af því, sem til umbóta horfir og þegar er byrjað á, áður en hin óþreytandi nýsköpunarvilji fær útrás á nýjum stað. Hvað um kirkju- tröppumar, bílatorgin, almenningssal- ernin, þvottastöðina, barnaleikvell- ina á Norðurbrekkunm, Laugarskarð o. s. frv., svo að ekki sé nú minnzt á það sem stærra ei og þýðingarmeira: hafnarmannvirkin sjálf — hvorki þau sem eru að rísa af grunni, né heldur hin, sem eru að sökkva í sæ! Góð stofa til leigu í Helga magra stræti I. — Aðgangur að síma. Hestvagn (fjaðravagn) til sölu í Aðal- stræti 46. Hrefnukjöt fasst í Reykhúsimi, Norðwrgötu 2. Sírni 297. Býli í Glerárþorpi, íbúð, vönduð útihús, túnstærð eftir þörfum, allt til sölu nú þeg- ar og laust til afnota. Rjörn Hnlldórsson, Strandgötu 35. Sími 312, Akureyri. Húsmæðraskólinn sýnir handavinnu nemenda frá síðastl. vetri Dagana áður en Húsmæðraskóla Akureyrar vai slitið, var sýning haldin í skólanum á handavinnu nemenda. Sýning J>essi var hin fjölbreyttasta, og var munum víðast smekklega komið fyrir, svo að þeir fengu notið sín liið bezta, enda var slíkt mik- ilvægt, ef ekki á að verða nnissýning úr öllu sam- an. — Ekki gat eg varizt þeirri hugsun, að gamau helði verið að sjá hinar ungu námsmeyjar í kjól- um sínum og blússum, sloppum og treyjum, svo að úr þessu hefði orðið eins konar „mannequin*'- sýning um leið, en það verður ekki á allt kosið, enda munu þær sjálfar hafa kosið fremur að sýria saumaskapinn á herðatrjám en sínum eigin líkama. Það var annars elskulegt að koma á Jjessa sýn- ingu, Stúlkiurnar vísuðu veginn og gáfu greið svör við öllu, sem að var spurt, og stundum þurfti maður alls ekki að spyrja. — Það, sem einkum vakti athygli mína og mér fannst bera af, var hinn fagri hvftsautnur, á dúkum aðallega, — Þar voru margir munír svo fagrir og svo vel og vandvirkn- islega unnir ,að þeir hefðu sómt sér t konungssöl- utn. Þá voru og margir kaffi- og tedúkar saumaðir með mislitu garni í hvítt, setn voru mjög faliegir, en verða naumast taldir eins ,,fín“ vinna og hinir fyrrnefndu. Ekki þótti mér mikið koma til púðanna, og skil eg ekki, hvers vegna svo lítið bar á hinum fagra, ísl. ullarjava, sem nú er annars syo mikið um. Veggteppin, aftur á móti, voru mörg Ijómandi Kjólar og blússur vottu sautnaðar syo tugum skipti og var sumt þeirra fallegt en sumt miðuv eins og gengur, Nokkuð Jjóttj tnér skorta á smekkvísi i litasamsetningu, en hér ræður smekk- ur eða ósmekkur einstaklingsins, og um hann verður ekki deilt. Sloppar, nátttreyjur og náttkjólar voru með fallegu sniði og margt náttkjólanna voru svo fagr- ir, að meir líktist samkvæmisklæðnaði. í stofu þeirri, er vefnaðurinn var sýndur, vöktu sérstaka athygli mína hinar Jjykku flosmottur. — Þær voru flestar mjög fallegar, margar með eink- ar fögrum litum og ríkulegar á aðiíta. Manitii gat dottið í hug, að hér væri um að ræða innfluttan varning frá Persíu, en ekki skólavinnu ungra, (slen/.kra meyja. — Hinir flosofnu púðar virtUSt mér ekki eins fa'llegir. Þeir íninntu á strammamunstur með óuppfylJtum grunn'- í kjallara voru ti! sýnis barnaföt útsamnuð svæfilsver o. fl. allt mjög smekklegt. — Þá var einnig itil sýnis próf-stífing á_ karlmannt- skyrtum. Heildarsvipur sýningarinnar var mjög góður. Yfirleitt báru munirnir vott um smekkvísi og vandvirkni þótt nokkrar undantekningar væru þar á, en slíkt hlýtur alltaf að verða i skóla, Jjar sem námsmeyjar ertt jafn ólíkar að eðlisfari og undirbúningi og þær eru margar. Bæjarbúar fjplsóttu sýminguna, og mun engan hafa iðrað þess, ey þangað kom- ■ Handavinnukennslukonur voru; 1 útsaum: Kristín Sigurðardóttir. í kjólasaum: Kristbjörg Kristjánsdóttir, í vefnaði: Ölafia Þorvaldsdóttir. Fjöldi unninna muaa; 500 flikur. 219 útsaums- munir, 482 ofnir munir. Námsmeyjar voru 49 tals. Heitt og kalt Víx, bað. Þegar þú ert þreytt í fótununt, eru heit og köld víxlböð það bezta, sem Jjií getuv fyrir þá og |tig sjálfa gert. M,undu að enda á vel köldu b iði og síðan ;í að núa fæturna vel með grófu handklæði.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.