Dagur - 18.06.1947, Side 2

Dagur - 18.06.1947, Side 2
2 D A G U R Miðvikudagur 18. júní 1947 Verkamennirnir í víngarði Rússa Það er augljóst mál, að íslen/k- ir kommúnistar, eins og komin- únistar allra landa, vinna öll sín pólitísku verk með iiagsmuni Rússa fyrir augum, en loka sjón- um fyrir öllu því, er til hagsbóta horl’ir fyrir þeirra eigin þjóð. Þetta sjónarmið kommúnista hefir það í för með sér, að þegar hagsmunir Rússa og íslendinga rekast á, þá eru kommúnistar alltaf reiðubúnir að standa með stórveldinu og á móti smáþjóð- inni, þeirra eigin þjóð, þ. e. að gerast landráðamenn. Þetta hefir þráfaldlega sýnt sig og hefír margoft verið rakið og sannað. Þegar á þetta er litið, er önrtr- legt til þess að vita, að kommún- istum skuli hafa tekizt að fleka nær fimmta bluta þjóðarinnar til fylgis við sig. En þess er þó að vænta, að augu fylgismanna þeirra séu nú óðum að opnast fyrir skaðsamlegu starfi þeirra, og fy.lgið sé því að hrynia af kommúnistum. Er margt, sem bendir í þessa átt. Hitt er svo annað mál, hversu hollráðir fslen/.ku kommúnist- arnir — þessir verkamenn í vín- garði Rússa — hafa stundum ver- ið liúsbændum sínum i Mosk' U, þó að ekki skorti viljann til að þjóna þeim af trú og dyggð. Vit- ið og framsýnin og fyrirhyggjan hafa aldrei verið digrir sjóðkr í eigu ísllenzkra kommúnista, en því meira hefir gætt flumósa buslugangs í fari þeirra. Sannað- ist þetta átakanlega í síðustu heimsstyrjöld. Þá vantaði ekki viljann og þjónslundina til að vera Rússum til geðs. Framan af styrjöldinni trúðu þeir fast á órofa vináttu þýzku nazistanna •við valdhafa Rússllands og þess vegna mátti ekki styggja nazista, þó að þeir sýndu af sér óheyri- lega grimmd og níðingslegan böðulslhátt, af því að þeir voru álitnir vinir lrlessaðra Rttssanna! En þá þurfti nú ekki að vanda Bretum og Bandaríkjamönnum kveðjurnar, sem voru svo óhræsi- legir að vera vondir við vini Rússa og berjast gegn ofbe'.di þeirra og kúgun í garð min.ri- máttar þjóða. Það var á þessum árum, sem Þjóðviljinn framleiddi stóryrða- og illyrða-drífuna um stríð Bandamanna fyrir frelsi og menningu þjóðanna og öllu því, sem siðmenntuðum mönnum er einhvers virði. Það var á þessum árum, sem Þjóðviljinn sagði, að Danir ættu inni hjá Þjóðverjum einn milljarð kr. fyrir ,,vernd- ina“. „Þjóðverjar borga, ef þeir sigra,“ sagði Þjóðviljinn. Þá var ekki efast um heiðar- leik og skilvísi nazistanna í kommúnistablöðunum. Það er öllum kunnugt, að kommúnistar hófu ákafa baráttu fyrir því framan af stríðinu, með- an Rússar voru taldir í vináttu við Þjóðverja, að íslendingar skipuðu sér í f jandasveit Banda- manna. Kommúnistar kröfðust þess, að íslendingar hættu áð selja Bretum fisk og að togurun- mr. yrði bannað að sigla til Bret- lands. Aftur á móti ræddi Þjóð- viljinn um nð sigla þeim til Rússlands og að gera viðskipta- samning við Þjóðverja. Allt mið- aði þetta að því, að Bretar yrðu undir í stríðinu við nazista. Kommúnistar voru þeirrar skoðunar, að með öllum sínnm tillögum væru þeir að styrkja að- stöðu Rússa. Á það takmark eitt mændu þeir. Setjum nú svo, að ísiendingar heíðu horfið að ráðu'm og vilja kommúnista, og að það hefði haft þær afleiðingar, sem þeir vonuðu og ætluðust til, að Bret- ar hefðu beðið ósigur, og að Bandaríkin hefðu ekki farið í strfðið en setið hjá, eins og kommúnistar vildu, en Þjóðve. j- ar orðið sigurvegarar. Hver hefði þá niðurstaðan verið fyrir íslend- inga? Því er fljótsvarað. Þá hefðum við setið uppi með skömmina eina og værum orðnir handbendi nazista. Við höfum naumast þrek til að fylgja þeirri hugsun til enda, svo hryllileg er hún. í stað þess erum við nú lýð- frjáls þjóð með atbeina Brer- lands og Bandaríkjanna, af því að við fórum ekki að vélráðum kommúnista. En hvað þá um Rússland? Er nokkur svo blindur að álíta, að eftir fullnaðarsigur í Vestur- Evrópu hefðu nazistar lofað Rússum að sitja lengi á friðar- stóli, þegar Þjóðverjar rufu iafn- vel grið á þeim mitt í stríðinu við vestrænu lýðræðisþjóðirnar? I • stríði við Möndulveldin án að- stoðar Bandamanna hefði Rúss- land vissulega goldið það afhroð, sem seint eða aldréi hefði orðið bætt. Að vísu hafa forráðamenn kommúnista í Rússlandi látið í veðri vaka-þar heima, að þeir hafi einir unnið stríðið og láta engilsaxnesku þjóðanna að engu getið í því sambandi, en allir ut- an Rússlands vita, að þetta er að- eins heimatilbúinn áróður, sem enga stoð á í virkileikanum. Það er nokkurn veginn víst, að Þjóð- verjar hefðu malað Rússa mél- inu smærra, ef nazistar hefðu e'kki átt í annað hom að líta. Sig- ur Rússa í austri var undir því kominn, að Engilsaxar héldu velli að vetsanverðu. Það liggur því í augum uppi, að méð öllum áróðri sínum gegn Engilsöxum voru kommúnistar hér að grafa undan Rússum, þó. að þeir gorðu þetta óafvitandi og hé’.du sig trúa verkamenn í vín- garðinum. Þetta hafa líka komm- únistar viðurkennt óbeinlínis síðar með smjaðri sínu og fleðu- látum í garð Breta og Banda- ríkjamanna, éftir að Rússar voru kornnir í stríðið með þeim. Sú eina afsökun, sem kommúnistar hafa, er sú, að þeir hafi hagað sér eins og þeir gerðu í æði og fá- vizku. En þá vaknar sú spurning, hvort ()ll þátttaka kommúnista í málefnum íslands stjórnist ek'ki af taumlausu, fyrirhyggjulausu æði, svo að þeir séu hvorki hæfir til að vinna í víngarðí Rússa eða víngarði Islendinga. Hið nýjasta pólitíska æfintýri þeirra bendir eíndregið í þessa átt, en það er í því fólgið að grafa undan at- vinnuvegunum með nýjum kauphækkunarkröfum, sem byggðar eru á fölskum forsend- um og stefna að vaxandi dýrtíð- aröldu, er að lokurn mgndi koma þýngst niður á launþegum, sem kommúnistar þykjast þó vera að vtrnda. Ein brosleg hlið er á þessum luindflata lýð undir áhrifum er- lends stórveldis: Eftir öll hin æð- isgengnu gönuhlaup þeirra þykj- ast þeir þess umkomnir að gera sig dýra á stjórnmálasviðinu, eru með drýldni og dreisugheit og óslöðvandi málæði um fræknleik sinn og föðurlandsást, sem skari langt fram úr því, er eigi sér stað meðal annara flokka í landinu. Það er þetta, sem kallað er mikil- mennskuórar eða stórgikkshátt- ur. Furðu mórauða sainvizku mega þeir foringjar Sjálfstæðisflokks- ins hal'a, sent kynt hafa undir þetta mikilmennskubrjálæði kommúnista með því að styrkja þá til valda í Dagsbrún, Alþýðu- sambandinu og í ríkisstjórn og hæla þeim og hossa í hvívetna, eins og Ólafur Thors og lians nánustu gerðu. Við þau blíðuat- lot úr herbúðum íhaldsins æstust kommúnistar svo mjög, að þeir kunna sér ekkert hóf í valda- streitu, frekju og yfirgangi. Nú er líka svo komið, að Sjálfstæðis- menn flestir sárskammast sín fyr- ir þetta atferli sitt gagnvart kommúnistum og óska einskis fremur en að um kommúnism- ann megi hið fyrsta segja: „Örendur og oltinn á hnakkann á útgönguversinu sprakk 'ann“. Dr. Richard Beck fimmtugur „Vort land cr í (lögun af annari öld. Nii rís clding þess tíina, sem fáliðann virðir. — Vor þjóð skal ci vinna mcð vopn- anna fjöld, cn með vtíkingum andans um staði og Jiirðir." Þannig kemst Einar Bene- diktsson að orði i sínu ágæta kvæði um væringjana, forna og nýja, þá, sem bera hróður íslands um framandi lönd, afla sér þar viðtækrar reynslu og menntunar og gera hana arðbæra öllum heimi, en þó einkum landi sínu og þjóð. Einn af þessum mönnum er Dr. Richard Beck, sem varð fimmtugur "s. I. mánudag. Með óþreytandi eljti hefur hann starf- að að því síðastliðin 20 ár, kynna ísland og íslenzka menn- ingu meðal hinna mörgu þjóða, sem Vesturheim byggja, jafn- framt því sent hann hefur nú um langa hríð verið einn af helztu starfskröftunum í þjóðræknis- málum íslendinga í Ameríku. U:m lrann má því með fuLlum rökum segja, að „hólminn á starf hans, líf hans og mátt“, og her heimaþjóðinni að minnast þessa starfs hans með virðingu og þakklæti. Dr. Richard Beck er fæddur að Svínaskálastekk í Reyðarfirði 9. júní 1897, en fluttist kornung- ur að Litlu-Breiðavík þar í firð- inum og ólst þar upp til fullorð- insára. Foreldrar lians voru: Hans K. Beck, óðalsbóndi í Litlu-Breiðavík (d. 1907) og Vig- ’ The History of Scandinavian fúsína Vigfúsdóttir, -sem enn er á Literature (New York 1938), og lífi í Winnipeg, hátt á áttræðis-1 ritaði veigamikinn hluta þess. allri. Einn bróðir hans, Jóhann Hann hefur um allmörg undan- Þorvaldur Beck, er prentsmiðju- farin ár verið ritstjóri ársritsins: stjóri í Winnipeg. ^ Almanak O. S. Thorgei'rssonar Snemma bar á því, að dr. Beck í Winnipeg og skrifað í það ýms- væri ötull til starfa, því að hann ar markverðar greinar. Enn hef- stttndaði árum saman sjósókn á ur hann skrifað fjölda ritgerða í Austfjörðum, pg var þar jafnvel íslenzk og ajnerísk fræðirit og formaður á bátum, milli þess læg greina Um íslenzk og norsk sem hann las undir skóla hjá Sig- efni, og ritdóma í amerísk, norsk- urði Vigfússýni, móðurbróður amerísk, vestur-ísienzk og íslenzk síntun, hinum ágætasta kennara. tímarit og blöð og birt þar mörg Lauk hann gagnfræðaprófi á Ak- kvæði. Yrkir hann og ritar jöfn- ureyri vorið 1918, sat næsta vet- u-m höndum á íslenzku, norsku ur í fjórða hekk Menntaskólans í og ensku. Revkjavík, en las fimmta og Dr. Beck var lorseti Þjóðrækn- sjö’tta bekk utanskóla næsta ár og isfélags íslendinga í Vesturheimi tók sitúdenstpróf vorið 1920. Vet- 1940—46, en haðst þá undan urinn 1920—21 hélt hann einka- ' endurkosningu. Hal'ði hann set- skóla á Eskifirði, en fluttist vest- ið í stjórn félagsins miklu leng- ur um haf, til Winnipeg, haustið ur, og verið varaforseti þess um 1921. Var þá íslenzkukennari hríð. Hann var forseti fræðafé- Þjóðræknisfélagsins þann vetur, lagsins: The Society for the en fluttist haustið eftir (1922) AdvancemenL of Scandinavian til Bandaríkjanna og hóf fram- Study 1940—41 og áður varafor- haldsnáin í norrænum og ensk- seti um tveggja ára skeið. For- urn fræðum við Cornell Uni- seti Leifs Eiríkssonar félagsins í versiity í Ithaca, New York, og Norður-Dakota nú og uni nokk- lauk þar meistaraprófu vorið 1924 og doktorsprófi í heimspek^ vorið 1926. Skömmu áður en ur undanfarin ár. Hann hefur verið vara-ræðis- rnaður íslands í Norður-Dakota hann fluttist vestur unr haf, hafði síðan 1942, og var fulltrúi Vest- lrann misst fyrri" konu sína: Ólöfu Daníelsdóttur frá Helga- stöðunr í Reyðarfirði, eftir stutta sarnbúð, en árið 1925 kvænitist ur-íslendinga og ríkis- stjórnar Islands við lýðveldis- stofnunina 17. júní 1944. Flutti þá ræðu á Þingvöllum, en ferð- hann seinni konu sinni, Bertlru ' aðist síðan víða unr land og flutti Sanrson, lrjúkrunarkonu frá ræður á fjölmörgum samkomum. Winnipeg. Eiga þau tvö upp- komin lrörn. Eftir að lrafa verið prófessor í enskunr bókmenntunr og saman- burðarbókmenntum við St. Olaf College í Northfield, Minnisota, og Thiél Cdllege í Greenville, Pennsylvania, varð hann lraustið 1929 prófessor í Norðurlanda- nrálunr og bókmenntunr og for- seti þeirrar deildar við ríkishá- skólann í Grand Forks, Nortlr Dakota, og hefur gegnt því starfi síðan. Helztu rit, sem ibirzt hafa eftir hann, eða hann hefur gefið út, eru þessi: Ljóðmál (frumsamin kvæði, Winnipeg 1929); Saga Hins evangeliska lúterska kirkju- félags íslendinga i Vesturheimi (Winnipeg 1935); Icelandic Lyr- ics (Reykjavík 1930), frumkvæð- in á íslenzku og enskar þýðingar, ásaint inngangi og skýringum; Iceiandic Poems and Stories (New York 1943), safn enskra þýðinga íslenzkra kvæða og smá- sagna, ásanrt inngangsritgerð og skýringum; Kvœði og kviðlingar K. N. Júliusar (Reykjavík 1945), ásamt inngangsritgerð og skýr- ingunr; Kvœði Jónasar A. Sig- urðssonar (Winnipeg 1946); A Sheaf of Verses (Winnipeg 1945), safn frumsaminna kvæða á ensku.-Auk þess var hann með- lröfundur að hinu mikla riti: Hefur hann og flutt ræður vest- an hafs, í Bandaríkjunum og Canada, svo hundr'uðunr skiptir, unr íslenzk efni, ísland og ís- lendinga, á ensku, íslenzku og norsku; einnig mikinn fjÖlda af ræðum um Noreg og norskar bókmenntir. Margar af ræðum þessum lrafa verið fluttar í út- varp, og lrafa ýmsar þeirra verið prentaðar í útdrætti eða heild í blöðum og tínraritum vestra. Sæmdur hefur hann verið ís- lenzkum og erlendunr heiðurs- merkjum, og kosinn lreiðursfé- lagi í mörgunr nrenningarfélög- um norrænna manna vestan hafs. Eins og sjá nrá af þessu stutta yfirliti unr störf og æviferil dr. Richards Beck, ltefur hann lítt setið auðunr höndum um dag- ana, og það er góður haukur í horni, senr ísland á, þar senr hann er. Sjálfur er hann ljúf- nrenni lrið mesta , viðkynningu, drenglyndur og hreinhjartaður og brennandi af áhuga og starfs- gleði. Fjöldi íslenzkra manna nrun nrinnast þeirrar Iveitu ættjarðar- ástar, sem konr franr í ræðum hans, er hann flntti hér á íslandi sumarið 1944, og senda lronunr lruglreilar kveðjur og árnaðar- óskir í tilefni af þessum mark- verðu tímanrótum í lífi hans. Benjamin Kristjánsson. • iiiiiiiiiiiiimiiuiiiimiHiimiiMtiiHiiiiiHiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiitiimiitiimimiiiiiimiMimimimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii - | íslenzk flögg | Stærðir: 1.15, 1.55, 2 og 2.50 m. j KAUPFELAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild ' *l"iimiiMiiiiiiiiiiiHiiniHiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiHiiiHiiiiiiii|iiiii||iiiiiiiiiiMiiiuiiiHlitllilMiiliiHiiiiiiiiiMMii||i|iiiiiiiiiii|||||ii

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.