Dagur - 18.06.1947, Qupperneq 6
6
DAGUR
Miðvikudagur 18. júní 1947
i, 1 111IMI -.....- -- ■ ■ ........
CLAUDlA
SAGA HJÓNABANDS
EFTIR
ROSE FRANKEN
dagur ““ ^
(Framihald).
„Víst er það,“ sagði Davíð.
„En þegar við ikomum heim, skulum 'V.ið tala nm það og ekki
hitt.“
/
Davíð ræskti sig. „Áttu við, að þú viljir ékki láta hana vita, að eg
þafi sagt þér a'LIt samam?“
Hún kinkaði kol'li.
„Já, en það verður ekki auðveltJ*
„Flestir hlutir eru auðveldir, ef maður aðeins má til úieð að gera
það sem þarf. Þetta er það minnsta, sem ég get gert fyrir hana, Da-
víðr Hún ihefir alltaf hugsað um það eitt, að vernda mig og gæta
mín.“ Tárin komu fram í augu hennar og hún þagmaði.
Davíð lagði handlegginn á öxiina á henni. „Þið eruð báðar ágæt-
ar,“ sagði hann. Hann var hrærður í huga.
Hann ræskti sig og benti þjóninum að koma með reikninginn.
Þjónninn ieit hissa á hann. „En þið eruð varla farin að snerta mat-
inn,“ sagði hann angistarlega.
„Við vorum ekki svöng þegar til kom,“ svaraði Davíð.
Claudía kenndi í, brjósti um þjóninn. „Það var aílt í lagi með
matinin," sagði hún til hughreystingar. „Hann var fyrsta floklks."
„Gakktu með mér á skrifstofuna," sagði Davíð þegar þau voru
komin út á götuna. „Eg ætla að taka til á skrifborðinu mínu og aka
sivo heim með þér. Það er að segja, ef þú vilt ekki héldur fara ein-
sömul."
„Eg vildi miklu heldur vera einsömul, það er að segja, ef þú vær-
ir eklki annars vegar.“
Þau mættu Roger er hann var á leið inn á skrifstofuina.
„Eg ætla að kveðja ikóng og prest í dag,“ sagði Davfð. „Eg er far-
inn heim.“
„Hvað er nú að? Kvef eða magapína?"
Claudía leit á Davíð. Hún vonaði innilega að hanm færi ekki að
segja Roger frá 'lasleika móður hennar.
En Davíð sagði: „Við höldum daginn hátíðlegan.
„Og hvað á nú að halda upp á?“
„Við eigum barn í vændum."
„Heyr, heyr. Þetta líkar mér að heyra. Tii hamingju, til ham-
ingju." Hann kyssti Claudíu föðurlega á vangann. „Þið eruð iham-
ingjusömustu hjónit> í allri borginmi, alitaf sólski.i, aldrei ský á
himni.“ , .
„O, ætli það skiptist ekki á skin og skúrir hjá okkur eins og ann-
ars staðar," sagði Davíð.
„}á og við rífumst eins og hundur ogíköttur," bætti Claudía við.
„Það er að segja þegar enginm sér til okkar.“
Roger hristi höfuðið. „F.g trúi ekki orði af þessu," sagði hann. Eg
lteld að.þið hafið enga hugmynd um það, hvað það er að vera óham-
ingjusamur, sem betur fer.“
„Nei, það kann aðvera,“ sagði Glaudía. Henni féll þetta tal ilJa.
„Hvað er Roger orðinn gamall?" spurði húmi Davíð, þegar þau
voru á leiðinni heim í bílnum.
„Hann er ekki kominn yfir fimmtugt."
„Hann er ekki hamingjusamur. Það er auðséð."
Davíð svaraði engu. Þau óku heim í kyrrðinni, þögul og alvarleg.
TÍUNDI KAFLI.
Þetta er kóngsríki mitt.
Þau kölluðu seinni drenginn Mattherv. Flestir ltéldu að hann
hefði verið heitinn eftir einhverjum í fjölsikyldunni, en svo var
ekki. Claudíu fainnst nafnið fallegt og Davíð samþykktiþað, þarsem
það var fallegra en Pétur og þau voru svo mörg bönnin, sem voru
köl'luð Pétur á þessum síðustu tímum. Annars var engan veginn
auðvelt að velja nafnið. Þau voru löngu búin að ákveða, að barnið
skyldi heita María, því að það átti að verða stúlka, en þegar það var
nú drengur eftir allt samam, vildi Claudía skíra hann Davíð, en Da-
víð vildi ekki heyra það nefnt. Blessað barnið yrði alltaf ikallað Da-
víð yngri og það vildi hann ekki hafa.
„En hvernig vaéri að kalla hann Claude, eftir þér sjálfri?" spurði
Davfð. Upp úr þessu öllu varð samíkomulag um miðlunartillöguna
Mattihew.
(Framhald).
AualVsið í „DEGI”
l
Konan mín, móðir og systir,
ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR HJALTALÍN,
andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 14. ]>. m.
Jarðaríörn ákveðin síðar.
Kltstján Ásgeirsson, dóttir og systkin.
JarðaHör SIGURÐAR JÓNASSONAR frá Bringu, sem
andaðist 11. júní að Stóra-Hamri, fer fram frá Munkaþverár-
kirkju íöstudaginn 20. júní kl. 2 e. h.
Vandamenn.
Ykkur öBum, sem auðsýnduð okkur samúð og hlýjan hug
við sviplegt fráfall
SIGURRÓSAR STEFÁNSDÓTTUR
og jarðarför hennar, þökkum við hjartanlega. Alveg sérstak-
lega þökkum við Flugfélagi íslands og hjónunum Kristínu
Jóhannsdóttur og Helga Tryggvasyni.
Vandamenn.
Þökku minnilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
STEFÁNS STEFÁNSSONAR.
Aðstandendur.
MiiiiiiiiiiiMtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniinnnnnniiuiiiiiimmmiimiiiiiimiiiiiimimiiinmtiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiimi,,,
Nýkomið!
Saumur, 2", IVi", 3"f 3Vi'", 4" og 5" j
Casco-trélím, 5 lbs. krukkur
Vatnsslöngur, Vi' og \Va"
Pólitúr og lituð lökk alls konar
Verzlun Konráðs Kristjánssonar |
s
"immmmmimmmmmmmimmmmmimmmmmiiiiiiiiiimiiimmiiimmmmmmmmmmmmmmmmmmiiii*
Býlið Vatnsleysa í Glæsibæjarhreppi
er til sölu og laust til ábúðar frá 1. sept. n. k. Frekan
upplýsingar um téð býli gefur undirritaður, sem einnig
anngst sölu þess.
Vatnsleysu, 1(5. júní 1947.
Jóhann Angantýsson.
Verkamenn á Akranesi
vilja ekkert samúðar-
verkfall
Telja nýja kaupskrúfu nú
hættulega.
Fjölmennur fuindur í Verklýðs-
félagi Akraness, haldinn fyiTa
þriðjudagskvöld, samþykikti með
yfirgnæfandi meirihluta, eða
með 49 atkv. gegn 14, að svara
tilmælum frá hinni kommúnis-
tisku stjórn Alþýðusambandsins
um samúðarverkfá’ll með Dags-
brún neitandi. I.ýsti fundurinn
sig mótfallinn því, að efna til
víðtækra vinnustöðvana nú til að
knýja fram grumnkaupshækkan-
ii eins og komið er högum þjóð-
arinnar af völdum dý.rtíðarinnar.
Samþykkt fundarins ferorð-
rétt hér á eftir:
„Ut af tilmælum Alþýðusam- j
bands Islands varðandi samúðar- |
verkfall til stuðnings ver.ka- j
maninafélaginu Dagsbrún í
Reykjavík, sem nú á í deilu við
atvinnurekendur þar, og þar sem
sú deila er háð vegna tollalaga
þeirra, er samþykikt voru á síð-
asta Alþingi, samþykkir fundur 1
Verkalýðsfélagi Aki'aness, hald-
inn 10. júní 1947. eftirfarandi:
Þar sem ivitað er, að dýrtíð sú,
sem nú ríkir í landinu, er stór-
hættuleg fyrir állt atvinnulíf
bæði til lands og sjávar, og getur
orðið valdandi atvinnuleysi og
kreppu, og þannig gert að engu
þær vonir, sem verkamenn og þó
írekast sjómenn, hafa bundið við
þau stórtæku atvinnufyrirtæki,
sem nú þegar eru komin til
landsins, eða koma bráðlega, þá
tjáir fundurinn sig mótfa'llinn
því, að efna til víðrækra vinnu-
stöðvana til þess að knýja fram
grunnkaupshækkanir um land
allt, svo sem stjórn Alþýðusam-
bands íslands hefir hvatt til und-
anfarið. Og í beinu framhaldi af
samþýkktum trúnaðarmanna-
ráðs, varðandi þessi mál, sam-
þykkir Verka'lýðsfél. Akraness að
svara fyrmefndum tilmælum Al-
þýðusambands íslands um sam-
úðarverkfáll, neitandi."
ÍÞRÓTTASÍÐAN
(Framhald af 3. síðu).
Uingverjaland, Austurríki,
Þýzkaland, Tékkó-Slóvakía,
Spánn og Noregur. Þetta voru þá
leiðtogarnir í Evrópu. í Suður-
Ameríku voru fremst Argentína,
Uruguay, Paraguay og Peru. Nú
í síðari heimsstyrjöldinni hafa
Evrópuþjóðirnar misst marga af
beztu knattspyrnumönnunum,
en .nú sem áður hafa England og
Skotland forustuna sem beztu
knattspyrnuþjóðirnar. Næst
munu koma Svíþjóð og Sviss.
Ráðstjórnarríkini eiga einnig
sterkt !lið, „Dinamö“, sem er úr-
val úr knattspyrnufélögum - í
Moskva. Það lið stóð sig vél í
Englándi 1945.
Eins og nú standa sákir, er
ekki gott að fullyrða hver muni
skipa annað sætio í framtíðinni.
En unfi það vitum við meira eftir
Óilympíuleikina í London 1948.
(Framhald).
Til ferðalaga:
Tiöld,
2, 4 og 6 manna
Tjaldbotnar,
2 og 4 manna
Fatasnagar í tjöld
Vindsængur
Ferðapokar
Bakpokar,
með og án
grindar, 5 teg.
Snyrtiáhaldapokar
Matarpokar
Matarfötur
Hliðartöskur
Ferðapelar
Ferðaapótek
Kortamöppur
Þurrspritt-hitunartæki
Seridum gegn póstkröfu.
Brynj. Sveinsson h.f.
Simi 580 - Pósthólf 125
Tennisspaðar
7 teg., verð frá kr. 105.00
Tennisknettir
3 tegundir
T ennisspaðahlíf ar
3 tegundir
Tennisspaðagirni
(Sheepgut)
Borðtennis
Brynj. Sveinsson h.f.
Simi 580.
Nokkra sjómenn
vantar á síldveiðiskip.
Upplýsingar á skrif-
stofu verklýðsfélaganna
Sími 503.