Dagur - 25.06.1947, Síða 1
Jessie færði særðu hermönnunum blóm.
John sýndi henni tilkynninguna.
Hann benti henni á leiðina, sem mörkuð var fyrir járnbra utina.
EGAR ÞAU komu aftur til New York gerðist Jessie
fljótt sjálfboðaliði í hópi þeirra kvenna, sem störfuðu
við að lina þjáningar særðra hermanna í sjúkrahúsunum,
sem voru flest illa búin. Hún vann að því að safna fé til
hjúkrunarstarfseminnar og hún eyddi tímanum við það að
skrifa bréf fyrir þá, sem særðir voru. Hún færði þeim blóm
og huggaði þá.
Vinir þeirra hjóna komu því til leiðar, að þingið lét
rannsaka ákærur þær, sem bornar höfðu verið fram á
hendur John fyrir herstjóm hans, og leiddi rannsóknin i
ljós, að hún hafði ekki verið aðfinnsluverð. Rannsóknar-
nefndin taldi auk heldur, að hann hefði staðið ágætlega í
stöðu sinni. Jessie langaði nú mest til þess að hverfa aftur
til heimilis þeirra í San Fransisco: „Eg veit að þig langar
þangað : kyrrðina, en eg hefi ekkert að starfa þar.“
„Gætirðu ekki starfað að áætlunum þínum og uppdrátt-
um fyrir jámbrautirnar, frá strönd til strandar?"
„Allar áætlanir jámbrautarfélaganna eru gerðar hér á
austurströndinni. Þú verður þess vegna að vera þolinmóð,
Jessie. Eftir nokkur ár skaltu fá þinn eiginn járnbrautar-
vagn til þess að ferðast í á milli heimila þinna hér og þar
vestur frá.“
En stríðið geysaði ennþá af miklum ofsa og það átti
eftir að koma við sögu þeirra meira en orðið var. Ríkis-
stjórnin lét taka landareign þeirra vestur frá til afnota fyr-
ir fallbyssustæði til þess að vernda San Fransisco-flóann.
Heimili þeirra þurfti að víkja. Þótt Jessie hefði grátið, er
henni barst þessi frétt, þokaði það engu um. Þau gátu ekki
annað en samþykkt og beðið þess, að ríkið greiddi þeim
umsamda upphæð fyrir eignina.
Skin og skúrir skiptust nokkuð ört á í lífi Fremonthjón-
anna. Það var i júní 1863, Jessie sat við gluggann sinn við
sauma. John kom hlaupandi heim að húsinu. Hann var
glaður og reifur og veifaði blaði til hennar. Það var dag-
blað frá New York, þar sém skýrt var frá því, að hann
hefði, ásamt nokkrum öðrum, stofnað félag til þess að
leggja jámbraut vestur yfir Kansas. Hann dró uppdrátt
upp úr vasa sínum og sýndi henni hvar ráðgert var að járn-
brautarlínan kæmi. Það kom í ljós, að ráðgert var að nota
hina gömlu leið Johns, þá sem hann hafði lagt til að farin
yrði fyrir mörgum árum. Jámbrautarstöðvamar mundu
verða byggðar, þar sem hann og félagar hans höfðu slegið
tjöldum fyrir löngu í könnunarferðum þeirra. Hinir fyrstu
spádómar hans voru nú að rætast.
Þau höfðu beðið þessa augnabliks með mikilli eftir-
væntingu. Frá því að þau fóru frá St. Louis og til þessa
dags, hafði lífið virzt þeim tómlegt og eyðilegt, en nú
blöstu verkefnin, mikilfengleg og heillandi, við þeim. Þau
höfðu orðið fyrir miklum vonbrigðum um dagana. Þau
höfðu ekki getað haldið Mariposaeigninni og höfðu orðið
að selja hana, þótt John héldi ennþá í þrjá áttundu hluta
ágóðans af gullvinnslunni.
En nú virtist svo sem erfiðleikarnir væru að baki. John
var aftur kominn á æskuslóð sína, lagningu járnbrautarlín-
unnar vestur yfir. Það hafði alla daga verið draumur hans.
Jessie fannst hún aftur vera ömgg og hamingjusöm.
„Það mundu hörmuleg mistök," sagði Whittier.
ÓTT Fremonthjónin hefðu verið búin að ákveða að
koma ekki framar nærri stjómmálum, eftir ósigurinn
í forsetakosningunni, þá komust þau fljótlega að raun um
það, að stjómmálin vildu ekki láta þau í friði. Eftir því
uem leið á stríðið, varð gagnrýnin á Lincoln forseta hávær-
„Hvernig get eg neitað?" spurði John. Þau héldu
•
ari. Það var byrjað að tala um að Fremont hershöfðingi
ætti að taka við af honum.
Jessie sá fljótt, að John langaði nú ennþá meira en
nokkru sinni fyrr til þess að verða forseti, en hún óttaðist,
að ef þau færu út í kapphlaup um kosninguna, mundi það
„Hunter hershöíðingi er á leiðinni," sagði Jessie.
¥^AÐ VAR komið kvöld er Jessie náði loksins fram til
*■ herbúðanna. Hún fann John í tjaldbúð sinni, þar sem
hann grúfði sig yfir herstjórnarkort sín og uppdrætti.
„John,“ sagði hún, „Hunter hershöfðingi er á leiðinni hing-
að til þess að taka við af þér.“ I
„Við hefjum árás í dögun,“ sagði hann, og svaraði um
hæl. „Öll áætlunin er þegar tilbúin. Uppreistarherinn ætlar
að verjast i Wilson Creek." Þetta var erfitt val. Ef John
ynni sigur, gat svo farið, að Hunter hershöfðingi mundi
aldrei fá tækifæri til þess að taka við ella. John sá óttann
í augum hennar og hann greip hönd hennar. Jessie sagði:
„Við áttum tuttugu ára hjúskaparafmæli fyrir nokkrum
dögum. Hvorugt okkar hugsaði um það. Við áttum of ann-
ríkt. Þessar stundir verða þá allt og sumt í minningu dags-
ins.“
Þau sátu þögul í einu horni tjaldsins á meðan mínútum-
„Búist til árásar," sagði John við menn sína.
ar dýrmætu hurfu i tímans haf. John braut heilann um
það, hvort það væri óhlýðni við yfirboðara sína, að hefja
árás í dögun. Hann minntist fyrra máls síns, og sá, að erf-
itt mundi að standa í annað sinn fyrir dómstóli, ákærður
fyrir óhlýðni. En Jessie var því eindregið meðmælt, að
hann héldi áfram með árásina, svo sem ráðgert hafði verið.
Þau heyrðu mannamál úti fyrir. Mennirnir nálguðust.
Brátt var svæðið fyrir framan tjald Johns fullskipað her-
mönnum og undirforingjum. Það var eins og allir vissu, að
eitthvað bjó í loftinu. John gekk út til þeirra.
Einn foringi kallaði: „Er það satt Fremont hershöfðingi,
að þér hafið verið kallaður heim?“
„Já,“ svaraði John, hljóðlega, „það er satt. Það hryggir
mig að þurfa að yfirgefa ykkur.“
Eggjunarorð voru hrópuð til hans. Þeir vildu hafa hann
fyrir yfirmann áfram. Jessie heyrði, að «>umir foringjar
Hunter hershöfðingi varkominn til þess að taka við.
höfðu við orð að hætta ef Fremont yrði kallaður heim. Nú
biðu allir eftir því, að John talaði.
„Undirbúið árásina," sagði hann. Hermennirnir lustu
upp fagnaðarópi. Inni i tjaldinu stóðu þau Jessie og John
hlið við hlið og hún hallaði sér upp að honum. Þau vissu
nú, að örlög þeirra voru á vogarskálinni. En ennþá einu
sinni hrundi borgin. Riddarar riðu að tjaldbúðunum, fóta-
tak hermanna heyrðist úti fyrir. í tjalddyrunum birtist
Hunter hershöfðingi. Hann var kominn til þess að taka við.
Jessie og John sneru aftur til St. Louis. Fólk þar fagnaði
þeim vel. Fremont hershöfðingi var ennþá í miklu uppá-
haldi hjá öllum almenningi. John tók kveðjum manna, en
Jessie sat þögul inni og fól andlitið í gaupnum sér.„ Hvað
áttu þau nú að gera? Hvernig áttu þau nú að reisa sig við?“
Hún heyrði fótatak Johns úti fyrir og hún opnaði dyrnar
fyrir honum brosandi.
dýrlegar veizlur á búgarði sínum.
aðeins hafa þær afleiðingar, að frambjóðandi Demókrata,
MacCellan hershöfðingi mundi sigra. Og hann var manna
líklegastur til þess að binda endir á stríðið með samninga-
makki, án afgerandi sigurs.
Jessie gekk á fund skáldsins John Whittier, sem var ein-
Fylgiblað Dags
25. iúní'1947
MYNDASAGA »DAGS« p|
Ódauðleg eiginkona
Söguleg frásögn um
fegurstu konu Bandaríkjanna
Eftir IRVING STONE
Myndir eftir F. R. GRUGER