Dagur - 23.07.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 23.07.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. júlí 1947 DAGUR 3 Góð gjöf! Þarflegur hlutur! Teborð á hjólum Heildsölubirgðir: Tómas Steingrímsson, Sími 333 — Akureyri , Ajp Tilkynning varðandi bifreiðar Athygli hlutaðeigenda er hér með vakin á því, að marggefnu tilefni, að þegar bifreiða- árekstur verðtir, ber stjórnendum bifreið- anna að tilkynna lpggæzlumönnum þar um, áður en bifreiðarnar hafa verið færðar til eftir áreksturinn, nema sérstök vandkvæði séu þar á. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógctinn á Akureyri, 12. júlí 1947. F. Skarphéðinsson. Breyting á innheimfu iðgjalda til Sjúkrasamlags Akureyrar hefir verið á- kveðin þannig, að heimilt e að innheimta tveggja mánaða iðgjöld hvern mánaðanna, júlí, ágúst og september. Iðgjöld til desem- berloka falla því í gjalddaga eigi síðar en 30. september. — Sérstök ástæða er til að brýna fyrir mönnum að hafa samlagsréttindi sín í lagi, þar sem vanskil við samlagið á þessu ári valda missi réttinda til sjúkrahjálpar hjá al- mannatryggingunum á næsta ári. Sjúkrasamlag Akureyrar. L IÐUNNAR skór endast bezt! Þess vegna ódýrasti skófatnaðurinn, sem fáanlegur er. Gangið í Iðunnar skóm. Skinnaverksmiðj an Iðunn Taglhár Kaupum við fyrst um sinn á kr. 10.00 kg. Kolaafgreiðsla KEA ?»444«4444!Í44«44!Í4«Í44444$4«!Í4!Í444«44444«Í444444!Í4444«44!Í44444«4444«44$! I Frú Steinunn Frímannsdóttir Orfá minningarorð Víst segja £air hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viður lát, en hverju venzlavinir tapa vottinn má sjá þeirra grát. Af döggu slíkri á gröfum grær góðrar minningar rósin skær. B. Thorarensen. Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins fræga, sem er að finna í minning- arljóðum um frú Guðrúnu Step- hensen í Viðey, komu mér í hug við andlátsfregn frú Steinunnar FrímannsdÖttur, er andaðist í Reykjavík 10. þ. m. og var jarð- sett 17. þ. m. hér á Akureyri við hlið manns hennar, Stefáns Stefánssonar, skólameistara. Hún varð nær hálfníræð að árum. Stefán Stéfánsson frá Heiði, -ungur og glæsilegur kennari við Möðruvallaskólann, gekk að eiga Steinunni 25 ára að aldri, en þau hjónin voru nær jafnaldra. Þá hefði Stefán vel getað tekið und- ir þessi orð sálmaskáldsins: „Hin fegursta rós er fundin,“ þ. e. feg- ursta rósin meðal kvenna, því að eflaust hefur hún verið það í hans augunr og einnig flestra annarra. Hún var frábærlega fríð og fönguleg kona. Glæsimennska og tíguleiki einkenndi þau hjón bæði, ekki aðeins í sjón, heldur og í raun. Ungu hjónin reistu bú á Möðruvöllum, fyrst á hálflend- unni og síðan á allri jörðinni og bjuggu þar stórbúi. Stefán var að eðli til búhöldur í bezta lagi, framfara, og framkvæmdamaður á því sviði sem öðrum, en önnur lrugðarefni toguðu fast í hann, fyrst og fremst kennarastarfið, svo og vísindalegar rannsókna- ferðir, þingmennska o. fl. Hann hlaut því oft að verða laus við heimilið og búskapinn. Þá kom sér vel, að hann var kvongaður ágætri búsýslukonu. Frú Stein- unn var fyrirtaks húsfreyja og húsmóðir, stjórnsöm, fyrirhyggju söm og féll aldrei verk t'ir hendi. Þau hjón kunnu og að velja sér ágætan ráðsmann við búrekstur- inn, þar senr var Þorsteinn Jóns- son, búfræðingur frá Hólum, síð- ar bóndi á Bakka í Öxnadal, sem var verkstjóri á Möðruvöllum mörg ár og vel kynntur af öllum fyrir röskleika og trúmennsku í störfum. Ég var nokkur sumur kaupa- maður á Möðruvöllum í búskap artíð þeirra Stefáns og Steinunn- ar, nokkru eftir nám mitt í skól anum, og auk þess við og við heimagangur þar. Ég kynntist því heimilislífinu þar allnrikið. Meiri glaðværð hefi ég ekki þekkt annars staðar og átti hús- bóndinn og ekki síður húsfreyj an meginþátt í henni. Þau voru samvalin í því að lífga fólk sitt upp og örva glaðlyndi þess. Þau munu hafa skilið það vel, að lífs- gleðin er undirstaða vinnugleð- innar, en án hennar ganga störf in aldrei vel. Ég hygg, að allir þeir, er dvöldu hjá þeim hjónum á Möðruvöllum, minnist veru sinnar þar með ánægju og nokkr um söknuði. Húsfreyjan átti öll- um öðrum fremur þátt í að skapa heimilisgleðina. Frú Steinunn var ein sú bezta túsmóðir, sem ég hefi þekkt, trygglynd, raungóð og veglynd, einkum í garð þeirra, er helzt rurftu á veglyndi hennar að halda. Það er vafasamt, hvort rjóðinni ríður meira á nokkru en því að eiga sem flestar traust- ar, þrekmiklar og góðar húsmæð- ur. Ég held, að frú Stein'unn hafi verið í fremstu röð þeirra. Allir ,venzlavinir“ hennar munu að minnsta kosti gjalda jákvæði við jví, og fegnir mundu þeir vilja flétta henni ,,minningarrós“, alanta hana á gröf hennar í kirkjugarði Akureyrar og vökva hana með tárum sínum. Það fór vel á því, að séra Sig- urður Stefánsson Möðruvalla- arestur jarðsöng jarðneskar leif- ar hinnar rnerku og mikilhæfu húsfreyju frá Möðruvöllum, enda fórst honum það snilldar- lega. Við jarðarförina sáust merki þess, að börn hinnar látnu, frú Hulda Árdís Stefánsdóttir, for- stöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur, og Váltýr Stefáns- son, ritstjóri, grétu góða og ást- ríka móður ínnri tárum, þó að ekki bæru þau harminn utan á sér. Þau munu enn um fimm- tugsaldurinn vera sömu mömmu- börnin, sem þau voru í æsku heima á Möðruvöllum. Ingimar Eydal. í óskilum á Grímsstöðum á Fjöllum: 2 rauðar hryssur og ein steingrá, allar ómarkaðar. — Rauðu hryssurnar aljárnað- ar. Fannst önnur þeirra liafti, en hin með kaðals- sineig um háls. Eigendur vitji þeirra sem fyíst og greiði áfallinn kostnað. Kristján Sigurðsson, Grímsstöðum. Góð kýi til sölu. — Upplýsingar á Eyrarveg 16. = Skiaidboroar-Bið = Aðalmynd vikunnar: Meðal flökkiifólks (Caravan) Afar spennandi nrynd eftir skáidsögu Lady Eleanor Smith Aðallilutverk: Stewart Granger, Jean Kent, Anne Crazvjord, Dennis Price, Robert Helpman — A Cainsborough Picture — (Bönnuð yngri en 14 ára) Nœsta mynd: Svartnætti 'ií Um víða veröld Norðmenn voru búnir að vinna upp allgóðan saltiiskmarkað í Brasiltu, en hinn 10. apríl st. setti Brasilíustjórn innflutninfjshöít, er hafa valdið Norð- mönnum áhyggjum og erfiðleikum. — Norska stjórnin leitar nú fyrir sér um leiðréttingu á þessu. * \ 194.000 erlendir ferðamenn komu til Noregs árið 1946, herma opinberar norskar skýrslur. Til samanburðar má geta þess, að árið 1938 komu 238.000 ferðamerm til Noregs. Flestir gest- anna voru Svíar sl. ár, eða 127.000. Frá Bandaríkjunum komu 12.000. * Á sl. ári fjölgaði íbúum Kaup- mannahaínar um 19.400, og er það mesta fjölgun á einu ári, sem orðið hefur. Borgin telur nú alls 960.000 íbúa. * A velmaktardögum lét Hitler byggja lystisnekkju eina mikla fyrir sig og kostaði hún þýzka ríkið um 20 millj. ríkismörk. Eftir stríðslokin keypti brezkur auðkýfingur hana fyrir 68000 sterlingspund og ætlaði að breyta henrd í fljótandi hóteí. Skírði hann snekkjuna „Winston Churchill". En nú hefir auðkýfingurinn selt snekkj- una Farouk Egyptakonungi og kallast hún nú „Marusa". Snekkjan er nú til viðgerðar í ítalskri skipasmíðastöð. * Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj- anna upplýsir, að heimsframíeiðsían af ull árið sem leið sé sú mirmsta síð- an 1936. Ennþá liggja mörg lönd með ullarbirgðir, er söfnuðust á stríðsár- unum, er ulíarútflutningur helztu framfeiðsluíanda stöðvaðist að mestu. * Horfur eru á því, að brezkir bíla- framleiðendur hætti við Iitlu bílana, sem kunnir eru víða um lönd. Ástæð- an er sú, að framleiðsluskattur á bil- um hefir verið hækkaður um 10 sterl- ingspund. Þetta mun hafa þau áhrif, að útrýma litfu bílunum, og murtu brezkir bílaframleiðendur nú hafa í hyggju að framleiða stóra bíla og keppa við Bandaríkjamenn. Annars óttast bílaframleiðendurnir minnk- andi eftirspurn frá útlöndum, vegna gjaldeyrisvandræða flestra landa. * Að tillögu sænska forsætisráðherr- ans mtm nú verða sett á stofn lands- nefnd í Svíþjóð til þess að reka áróð- ur meðal þjóðarinnar um sparsemi og hagsýni. Leitað verður samvinnu við öll helztu félög og féfagasambönd í landinu. Vörubifreið, Chevrolet, Model ’43, með 10 farþega húsi, tvöföldu skiptidrifi, til sölu. Upplýs- ingar á afgreiðslu Dags. Ungar, góðar varphænur 20—30 stykki, vil eg selja. Þorsteinn Jónsson, Brakanda.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.