Dagur - 30.07.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 30.07.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. júlí 1947 3 GÖFUGUM GESTI r Avarp Þorsteins M. Jónssonar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, til Ólafs Hákonarsonar ríkisarfa Noregs, er hann heimsótti Akureyri 23. júlí 1947 Yðar konunglega hágöfgi, hr. Olafur Hákonarson, konungs- efni Norðmanna, og aðrir norsk- ir gestir, sem hér eru viðstaddir! í nafni bæjarstjórnar Akureyr- ar og annarra íbúa þessa bæjar, þá bið eg yður hjartanlega vel- komna hingað. Aldrei fyrr hefir svo göfugur gestur lagt leiðir sín- ar hingað frá frændþjóð vorri Norðmönnum sem nú, er kon- ungsefni þeirra heimsækir oss. Heimsókn yðar, herra konungs- efni, gleður oss, og hún mun verða til þess að hnýta enn fastar en áður vináttubörn vor við þjóð yðar, frændþjóð vora, Norð- menn. í dagrenningu hinnar non'ænu sögu sjáum vér mörg skip sigla út Noregsfirði í gegnum skerja- garðinn og halda til vestu.rs. Mennirnir, sem voru innan þilja á skipum þessum, voru hraustir menn og harðgerðir, og beittu hvössum, arnfleygum sjónum í vesturátt. í augum þeirra spegl- aði útþráin sig og löngun til þess að þekkja stærri heim en þeint var áður kunnur. Þeir leituðu og fundu. Þeir komust í kynni við þjóðir, sem þeir höfðu ekki þekkt áður og fundu áður ókunn lönd, þar á meðal land vort, ís- land. Með sólu komu landnáms- mennirnir hingað. Oð beggja megin liins breiða Atlantshafsáls hafa síðan búið tvær þjóðir, sem greinar af sania stofni, Norð- menn og íslendingar. Bönd ættarj og vináttu hafa tengt þær saman. Og í gegnum allar þær aldir, sem liðið hafa, síðan þjóð vor fæddist, þá hefir morgunsólin um leið og hún hefir stigið upp fyrir sjón- deildarhringinn minnt oss á landið í austri, semforfeðurvorir kornu frá í öndverðu. Það varð þegar í æsku æfintýraland flestra okkar íslendinga. Þangað rökt- um vér ættir VQrar. Þar skynjuð- um vér elztu rætur sögu vorrar. Allt frá því að hinn fyrsti íslenzki sagnaritari, Ari Þorgilsson hinn fróði, hóf söguritun og skrif- aði ágrip af sögu íslands en jafnframt æfi Noregskonunga, hafa íslendingar fylgst með af áhuga þeim atburðum, er mesta þýðingu hafa haft í æfi norsku þjóðarinnar. Því skrifaði Snorri Heimskringlu, Karl ábóti Sverr- issögu og Sturla Þórðarson sögu þeirra feðganna Hákonar gamla og Magnúsar lagabætis o. fl. mætti nefna. Og sennilega munu ekki lang- ii tímar líða, þar til einhver ís- lendingur skrifar sögu Hákonar VII. og Ólafs Hákonarsonar. í minningu þjóðar vorrar eru greipt nöfnin Hákon Aðalsteins- fóstri, Ólafur Tryggvason, Ólaf- ur Haraklsson, Haraldur Sig- urðsson. Þessir konungar 02 margir fleiri af konungum- Nor- egs voru miklir vinir íslendinga. Við hlið þeirra börðust oft og féllu, eða héldu velli, ekki svo fá- ir íslendingar, er saga vor grein- ir. Enn söknum við með Norð- mönnufn hins glæsilega konungs og hraustustu hetju, er fornsögur vorar segja frá, Ólafs Tryggva- sonar, er í blóma aldurs hvarf við Svoldur. En nútíðarsaga Noregs er oss íslendingum ekki síður lmgstæð en hin eldri saga. Og með álíka hrifningu og vér lásum um af- reksverk Hákonar Aðalsteins- fóstra og Ólafs Tryggvasonar í fornsögum vorum, þá höfum vér lesið og heyrt sagt frá í útvarpi, afrekum, þreki, drenglyndi og karlmennsku lians hátignar Há- konar hins VII. og sonar hans, Iians hágöfgi Ólafs konungsefnis, er þeir sýndu á þrautatímum sinnar ágætu þjóðar, er innlend- ir svikarar hjálpuðu erlendu stórveldi til þess að taka land þeirra. Og aldrei munu Islend- ingar hafa fundið eins glöggt, hvað Norðmenn stóðu nærri þeim, og þá er innrás Þjóðverja var gerð í Noreeg. Og vér fylgdumst með öllum fregnum frá Noregi og vonuðum að Noregi bærist sú hjálp, sem nægði, að þeim tækist að reka óvinina úr landi. Og þegar sú istund kom, að Noregur varð aft- ur frjáls, þá fögnuðum vér ís- lendingar allir. — Og það er oss mikið gleðiefni, hvað Noregur og hin norska þjóð stóð sterk að stríðinu loknu, og hvað viðreisn- arstarf þjóðarinnar hefir verið heillaríkt. Eitt stórskáld vort, Stephan G. Stephansson, segir í kvæði sínu „Ávarp til Norðmanna": „En friðarstyrkur frjálsra anda og handa. Um framtíð ríki á kóngsstól Norðurlanda. Á meðan jyjóðsæmd þrífst og tungur standa“. En það er einmitt þetta, sem á vorum tímum, liefir einkennt konungsstóla Norðurlanda, að á þeim hafa setið menn með frjálsa anda, og það er heillaósk skáldsins til hinna norrænu landa, að svo megi og verða í framtíð. En þessi ósk er sameig- inleg ósk okkar allra íslendinga, og ef hún rætist, þá þrífst þjóðar- sæmd Norðurlanda. Eins og menning Noregs og saga í fortíð hefir haft áhrif á líf vort og sögu, svo mun og verða í framtíð. DAGUR FAGNAÐ Skáldið Stephan G. Stephans- son, segir ennfremur í kvæðinu, er eg vitnaði í: „Við hörpu íslands hnýttur sérhver strengur. Fær hljómtitiring, ef skurgga um Noreg gengur. Það snertir innar ættartali í sögum, sem ómur væri af sjálfra okkar högum. ög ættum bæ og börn í Þrændalögum". Svo nátengd eru ættarböndin. - Noregur, land feðra vorra, er í öndverðu settust hér að, Noreg- ur, land hinna frægu landkönn- uða, • Nansens, Amundsens, Sverdrups o. m. fl. Noregur, land stórskáldanna, Björnsons, Ibsens, Vergelands og ótal fleiri; Noregur, land hinna hraustu sjó- manna, er sigla um öll höf heims- ins. Noregur, land friðsamra og gáfaðra bænda. Noregur, land Hákonar konungs VII. og Ola^s 1 íkisarfa. Noregur, lrændland vort. — Þessu landi, konungi Jsess og þjóð sendum vér íbúar Jressa litla bæjar, vorar beztu kveðjur og hugheilustu óskir um farsæld og frið, heiður og hamingju um alla framtíð. Yðar hágöfgi, Ólafur ríkisarfi Noregs! Vér þökkum yður fyrir kom- una hingað. Vér árnum yður góðrar farar austur yfir hafið, heim til lands yðar og þjóðar. Vér árnum yðar ágæta föður, hans hátign Hákoni VII. til fiamingju með 75 ára afmælið, og með Jaau ár, sem ltann á enn eftir að lifa og óskum að hans stjórn verði Noregi jafn giftu- drjúg hér eftir, sem hún hefir verið frá upphafi hans stjórnar- tíðar. Vér árnum yðar hágöfgi, Ólaf- ur Hákonarson, langra og giftu- 1 íkra æfidaga. Eg bið alla viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir ríkisarfa Nor- egs, konungi Noregs og Noregi. Þeir lengi lifi! t Skagfirðingafél. á Akureyri efnir til skemmtiferðar til Skaga- fjarðar um n. k. helgi, ef næg Jaátttaka fæst. Væntanleg þátt- taka tilkynnist Þormóði Sveins- syni, Mjólkursamlaginu, fyrir hádegi á föstudag. Stjórnin. íbúð til sölu. Lítil, ódýr íbúð til sölu,- (2 herb. eldhtis, geymsla og þvottahús) á- samt tilheyrandi eignarlóð. Upp- lýsingar á Saumastofu Gefjunar. Sumarbústaður - Bíll Sumarbústaður, 2 herbergi, eldhús og forstofa, til sölu. Geta fylgt 2 til 3 dagsláttur af ræktuðu landi. — Skipti á 4 manna bifreið eða „jeep“ kæmi til greina. Upplýsingar í strna 341 eða 92* CTILÍF og ÍÞRÓTTIR Knatfspyrnumót íslands í I. flokki fór fram á Akureyri samkv. áætlun í byrjun Jjessa mánaðar — Jj. e. 1. júlí. — En segja má að J)átttakan væri ekki samkv. áætlun, Jrar sem aðeins tvö félög kepptu — félögin hér á Ak„ K. A. og Þór. — Þess var vit- anlega lengi vænzt, að lið kafmu að sunnan, a. m. k. frá Rvík — eitt eða mörg — og svo e. t. v. frá Hafnarfirði, Akranesi og víðar. En allt þetta brást. En eftir á virðist svo, að um mistök hafi hér verið að ræða, og að viðkomandi félög hafi ekki vitað um mótið! En það má furðulegt heita, þar sem skrá yf- ii mót sumarsins — og þ. á. m. þetta — var í vor birt bæði í ,,sunnan“- og „norðan“blöðum. Þá var og, skömmu fyrir mótið, gerði hættuleg upphlaup, á góða skotmenn, en sumum leikmönn- um hættir til ágengni við mót- herja, óhæfilega. Þórs-liðið virt- ist atkvæðaminna til hvors tveggja þessa, tilraunir þess til að skjóta á mark voru oft mjög vafasamar. Dómari var Har. Sig- urðsson. í II. fl. kvenna sigraði Þór með 7 : 4 mörkum. Leikurinn þótti allharður, en þó ekki ljótur.' Sverrir Magnússon dæmdi kvennaleikina. — Frá K. A. fékkst því miður ekkert lið í I. fl. — Þór sá um þetta mót. * Sau ðárkróksf ör. Handknattleiksstúlkur úr Þór, I. og II. fl„ fóru sl. laugardag — með fylgdarmönnum auðvitað — Lið Þórs er sigraði i íslandsmótin i I. fl. með 3 :1 marki. um ])að gctið í Akureyrarblöð- um, og svo til áréttingar, og að sjálfsögðu, auglýst í útvarpi! — Trúlegt mætti nú Jiykja, að Knattspyrnusamband Islands, sem stofnað var í Rvík í vor, gæti fylgst með þessu og tilkynnt í deildir sínar um mótið, hvað sem líður knattspyrnuráðum, knatt- spyrnufélögum og knattspyrnu- köppum þeirra. En svona fór. Nú hafði þess — Jregar í vetur — verið óskað, ,,að sunnan", að mót þetta yrði á Akureyri. Sumir halda að ,,ráð“, „sér- ráð“, „bandalög" og ,,sambönd“ séu orðin óþarflega mörg og hafi Jrað til að þvæla málin og tefja s erklegu framkvæmdirnar hvort fyrir öðru, þótt Jreim e. t. v. (?) takist að útfylla skýrshteyðublöð- in!! * til Sauðárk'róks og kepptu þar við stúlkur úr U. M. F. Tinda- stól. — Vegna misskilnings höfðu Sauðkræklingar verið boðaðir út á völl kl. 6, auglýst að þá skyldi keppa. En Þór var þá að sötra Varmahlíðarkaffið og hafði aldr- ei búizt við leik fyrr en kl. 8. En þrátt fyrir ómakið áður, mættu þorpsbúar margir og áhugasam- ir, er leikur hófst rétt eftir kl. 8. Fyrst lék III. fl. Skagfirzku stúlk- urnar virtust stærri en þær ey- firziku og létu heldur ekki bíða lengi eftir fyrsta markinú. En okkur komumönnum til stórrar hugarhægðar kvittaði Gunna litla áður en langt leið. Leikur- inn var fjörugur og skemmtileg- ur, liðin ámóta sterk, þótt að- ferðir væru nokkuð ólíkar. Úr- slitin urðu Jrau að Þór sigraði með 3 : 1 marki. Akureyrannót í handknattleik var á velli K. A. föstud. 16. }). m. Veður var gott og allmargir áhorfendur. En fjarverandi var allmargt þeirra, er ætlað var að leika á Jressu móti, en því varð ekki frestað lengur. I III. fl. kvenna sigraði Þór með 4 : 3 mörkurn. Telpurnar leika allvel og lofa góðu, ef þær „halda strikinu". K. A.-telpurn- ar eru í framför. í I. fl. karla sigraði K. A. með 13 : 12 mörkum. Báðum liðun- um mistókst nokkuð — en sýndu oft góðán leik. - K. A.-liðið í lyrsta flokki á Tindastóll dugmikið lið, en aðalmarkmann- inn hafði misst í sumarfrí á Sigluf jörð. Annars er ekki að vita hvernig farið hefði. Nú fór svo að Þór sigraði með 6 : 2 mörkum. Fékk þó Gíslína mörg hættuleg, skagfirzk skot — en hún varðist prýðilega — „eins og 200 manns“ sagði einhver ólyginn! En gleypi ekki síldin mark- manninn þeirra á Króknum og æfi þær sig vel næstu vikurnar — ekki sízt með nokkru lengri sant- leik og meira út til kantanna — geri eg bæði — mín og félaga (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.