Dagur - 30.07.1947, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1947, Blaðsíða 1
Póststjórnin hækkar i; fargjöld á sérleyfisleið- um fyrirvaralaust um 25-30% Er almenningur réttlaus gagnvart embættis- mannavaldinu? Farþegar á landleiðinni Ak- ureyri—Reykjavík, sem ætl- uðu að taka farmiða sína suð- ur á farmiðasölu póststjórnar- innar hér sl. laugardag, kom- uts að raun um að póststjóm- inni hafði þóknast þá um dag- inn að hækka fargjöldin úr 79 kr. í 105 kr.> eða um nærri 30%, fyrirvaralaust og án þess að auglýsa breytinguna fyrir almenning eða gera nokkra grein fyrir því, hver nauðsyn væri á því, að skattleggja al- menning þannig umfram venju. Nú er og orðið kunn- ugt, að póststjómin hefir ákveðið 25—30% hækkun á fargjöldum á öllum sérleyfis- leiðum með sama hætti, án þess að birta tilkynningu um hækkunina eða gera nokkra grein fyrir ástæðunni. Þarna hafa menn sýnishorn af ríkis- rekstri eins og hann verður í sinni lökustu mynd, þar sem érgóðir embættismenn leggja kvaðir og skýldur á almenn- ing og telja sig of góða til þess að gera grein fyrir-ákvörðun- um sínum eða birta opinberar tilkynningar um gerðir sínar. Hvað eftir annað verður al- menningur fyrir barðinu á embættismannavaldinu með þessum hætti og alltaf er vegið í hinn sama knémnn, að auka ;; álögumar og hækka gjöldin og sjaldnast fylgir nokkur frambærilleg greinargerð frá opinberri hálfu. Borgaramir eiga að þegja og borga, það er þeirra hlutskipti. Það er furðulegt, að á sama tíma og ríkisvaldið prédikar I; um nauðsyn þess, að ráðast gegn dýrtíðinni, skuli stofnan- ir þess, hver af annarri, ganga á undan öðrum, með ósvífni í aukinni skattlagningu og auk- inni dýrtíð á öllum sviðum. Með þessu framferði er sízt af öllu veri ðað vinna þeim mál- stað gagn, að nauðsyn beri til þess að borgararnir leggi á sig kvaðir til þess að minnka dýr- tíðina. Virðizt kominn tími til að tekið verði í taumana og opinbemm stofnunum gert það ljóst, að þær em stofnsett- ar til þess að vinna fyrir fólkið í landinu, en ekki ætlazt til þess, að þjóðin þjóni dintum og duttlungum þeirra embætt- ismanna, sem ríkið hefir sýnt þann trúnað, að fara þar með völd. Norrænn þingmanna- fundur í Reykjavík Norræni þingmannafundurinn er að þessu sinni haldinn hér á landi og hófst í Reykjavík í gær- morgun. Fundinn sækja fulltrú- ar frá öllum Norðurlöndunum. Mun honum ljúka í kvöld. XXX. árg. Akureyri, miðvikudaginn ,S0. júlí 1947 29. tbl. Krossanesverksmiðj an hefir nú byrjað vinnslu Þjóðverjar gera út síld- /eiðileiðangur til íslands Þýzkir sildveiðibátar eru nú liér i liöfninni Tveir þýzkir síldveiðibátar !vomu hér að bryggju í fyrrinótt. dátar þessir eru frá Kiel, á að gizka 40-50 tonn og veiða með íringnót. Þeir eru úr síldveiði- eiðangri, sem gerður er út hing- að. Eru nokrlr slíkir bátar komn- ir hingað og með þeim 2000 smál móðurskip. Bátarnir eru búnir að vera röska viku á miðunum og hafa naumast orðið síldar varir. Rofar til í afurðasölu- málunum? Bandarísk verzlunarsendi- nefnd í Reykjavík í fyrradag kom til Reykjavík- ur bandarísk verzlunarnefnd undir forsæti E. C. Acheson, sem er sérstakur verzlunarerindreki rrumans forseta í Evrópu. Sam- kvæmt viðtali Achesons við brezka blaðamenn fyrir hingað- komuna, er erindi hans það, að atlruga hvort hægt muni að æmja við íslendinga um fisksölu til brezk-ameríska hernámssvæð- isins í Þýzkalandi og létta þannig nokkrunr erfiðleikum af mat- \ ælaútvegunum til Þjóðverja af Bretum og Bandaríkjamönnum. Ekki er vitað með hverjum hætti Bandaríkjamenn lrugsa sér að þessi viðskipti fari fram, en nokkur ástæða er til að ætla, að þessi sendiför geti orðið til þess, að eitthvað rofi til í fisksölumál- um landsins. Nefndin hefir þeg- ar hafið viðræður við ríkisstjórn- na. Síldaraflinn minni en á sama tíma í fyrra Góð veiði á austursvœðinu siðustu dagana Samkvæmt skýrslu Fiskifélags íslands nam síldaraflinn á öllu landinu um miðnætti s. 1. laugar- dag 640,505 hektolítrum og er það unr 22 þús. hektolítr. minna en á sama tíma í fyrra. Saltað hafði verið í 22.402 tunnur, en 22.029 á sama tima í fyrra. Afla- lræsta skip var Edda frá Hafnar- firði með’ 6461 mál og tunnur. Síðustu daga hefur veiði verið góð á austursvæðinu, austan við Langanes og í Þistilfirði. Er sú veiði eðlilega ekki meðtalin í þessari skýrslu. Afli eyfirzku síldarskipanna var sem hér segir: Alden, Dalvík 3478, Bjarki Ak- (Framhald á 8. síðu). Líkneski Snorra Stuilusonar íReykholti Myndin er frá Snorrahátiðinni i Reykholti 20. þ. m. Snorralíkneskið hefir verið afhjúpað og mannfjöldinn horfir á hina tigulegu mynd Gustavs Vigelands af bóndanum i Reykholti. Á fótstallinn er grafin þessi áletrun: ,JSIorðmenn reistu". Olafur ríkisarfi flutti Akureyringum kveðjur og þakkir Hátíðleg móttaka ríkiserfingjans sl. miðvikudag /erksmiðjan hefir þegar fengið rúmlega 20.000 mál Bæjarbúar þurfa að létta indir með starfrækslunni >g kaupa skuldabréf verk- smiðjunnar Krossanesverksmiðjan hóf síld- irbræðslu um sl. helgi og hefir /innsflan gengið vel til þessa, þrátt fyrir smávægilegar lagfær- ingar, sem gera hefir þurft vegna areytinga þeirra og endurbóta, ;em fram hafa farið á verksmiðj- unni. Hin nýju, tvöföldu lönd- unartæki verksmiðjunnar hafa reynst vel og munu sjómenn ánægðir með afköst þeirra. Verk- miðjan hefir fengið nokkrar nýjar lýsisskilvindur frá Dan- mörku, mjölblásturstæki og sjálf- virka vigt. Þá hefir verið létt mjög á gufukatli verksmiðjunn- ir með því að nota rafmagn fyrir vmsar vélar. Fjölmargar endurbætur fleiri hafa verið gerðar, en margt er þó mnþá ógert til þess að verksmiðj- í>n komizt í fullkomið horf. Góðar síldarhorfur fyrir Krossanes. í gær höfðu verksmiðjunni alls borizt 20.637 mál, bæði frá samningsskipum verksmiðjunn- ar og frá skipum Ingólfsfjarðar- verksmiðjunnar, samkvæmt sér- stökum samningi í milli verk- smiðjanna. Þessi samningur er hagkvæmur fyrir Krossanes nú’ er síldin er á austursvæðinu og eru því góðar horfur á því, að verksmiðjunni berist næg síld til þess að reksturinn verði arðvæn- 'egur. Ólafur krónprins Norðmanna og föruneyti hans komu hingað til bæjarins sl. miðvikudag og dvaldi hér fram á fimmtudagsmorgun. Fulltrúar bæjarins, bæjarstjórinn, forseti bæjarstjórnar og fullltrúi bæjarfógeta tóku á móti ríkiserfingjanum á Kaupvangstorgi. Þar voru einnig mættar nokkrar norskar konur, búsettar hér í bænum, í þjóðbúninguni, og færðu þær prinsinum blóm. -• Eftir að ferðafólkið hafði hvílt sig um stund á Hótel KEA var haldið til kirkju, þar lék Björg- \in Guðmundsson tónskáld á orge'lið, en vígslubiskupinn, séra Friðrik J. Rafnar, og aðstoðar- presturinn, séra Pétur Sigurgeirs- son, sýndu gestunum kirkjuna. Aðalmóttökuathöfnin af hálfu bæjarins fór fram í Lystigarðin- um um kl. 8 um kvöldið. Var þar mikill mannfjöldi samankom- inn. Lúðrasveit Akureyrar lék, er prinsinn og föruneyti hans gekk inn í garðian, en að því búnu flutti Þorsteinn M. Jónsson, for- seti bæjarsíjórnarinnar, snjalla ræðu, er birt er annars staðar í blaðinu í dag. Prinsinn þakkaði móttökurnar. Flutti hann Akur- eyringum þakkir fyrir vinsemd þeirra í garð norska hersins, er hér dvaldi á stríðsárunum, og minnti á, að faðir sinn hefði eitt sinn gist Akureyri ungur maður og flutti kveðjur frá honum. — Ræða prinsins var mjög hlýleg í garð bæjar og héraðs. Að ræðu prinsins lokinni söng Karlakór- inn Geysir. Veður var stillt og gott þetta kvöld og var öll mót- tökuathöfnin virðuleg og hlýleg. Um kvöldið hafði bæjarstjórn Akureyrar boð inni að Hótel KEA fyrir prinsinn. Sátu það um 80 manns. Hófið stóð til mið- nættis. Voru drukkin minni Ól- afs ríkisarfa, Hákonar Noregs- konungs og forseta íslands. (Framhald á 8. síðu). Veiði síðustu daga. Síðan á sunnudag hafa þessi :kip landað í Krossanesi: Krist- ján 1073 mál, Snæfell 1719 mál, Richard 765 mál, Eyfirðingur 1005 mál, Faxi 695 mál, Jökull 437 mál, Grótta 1721 mál og Auður 803 mál. Vitað var um a. m. k. eitt skip í gær á leið til verksmiðjunnar. Verksmiðjan þarfnast stuðnings bæjarbúa. Þótt vel horfi þannig um starf- rækslu verksmiðjunnar í sumar, þrátt fyrir alla þá byrjunarörðug- leika, sem hún hefir mátt ganga í gegnum, háir fjárskortur fram- kvæmdum. Kunnugt er, að mikil tregða er á útvegun lánsfjár í bönkum. Var því það ráð tekið í vor, að bjóða út skuldabréfalán fyrir verksmiðjuna á vegum bæj- arins. Sala þessara bréfa gekk greiðlega til að byrja með, en stöðvaðist er horfur voru á, að (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.