Dagur - 22.11.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 22.11.1947, Blaðsíða 3
Laugardaginn 22. nóvember 1947 3 DAGUR ---------<É>-------- MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ----- 7. DAGUR ----- (Framhald). Síminn hringdi frammi í anddyrinu og hann heyrði, að Price gekk jöfnum, föstum skrefum að símanum og svaraði. Hann kom inn með símatækið, setti það í samband við morgunverðarborðið og rétti honum heyrnartólið. „Síminn til yðar,“ sagði hann. Anthony sneri sér í stólnum. Hann fann alltaf dálítið til í fætin- um þegar hann hreyfði sig. Læknunum hafði að vísu tekizt vel að koma fætinum saman, en ennþa var hann ekki gróinn til fulls og enn mundi langt í land, að hann yrði jafngóður aftur. Alltof langt, hugsaði hann. „Anthony Carver,“ sagði hann um leið og hann tó kvið heyrnar- tólinu. „Ert það þú, Toni, þetta er Mac.“ „Jú, jú. Það er eg. Hvað segir þú?“ „Heyrði, Toni.“ sagði Mac, og var hikandi. „Eg veit að þér finnst þetta skrítið, en önnur blöð eru með fréttina og okkar menn komu líka með hana. Eg vildi tala við þig, en við settum hana í blaðið. Hvað segir þú um þetta, er það satt, þetta um hann Georg?“ „Um Georg? Hvaða frétt?“ „Herra minn trúr,“ svaraði Mac, „áttu við að þetta sé allt upp- spuni?“ i i í -1 „Eg veit ekkert hvað þú átt við. Eg kannast ekki við neina sér- staka frétt um bróður minn. Og hvers vegna ertu að spyrja mig, eg vona að hann hafi ekki orðið fyrir slysi.“ Nú varð þögn. „Er hann ekki heima? spurði Mac aftur. „Jæja, jæja,“ sagði Anthony, harðneskjulega, „láttu það koma. Hvað er að?“ Mac sagði honum alla sólarsöguna. Anthony hlustaði til enda, sagði ekki orð, greip þéttingsfast um stafinn sinn og stóð upp úr stólnum. „Hvað á eg að gera, Tony?“ spurði Mac. „Ertu viss um að þetta sé rétt?“ „Nokkurn veginn. Öllum ber saman. Einn af okkar mönnum er búinn að kynna sér málavextiná. Hann ætlaði að fara að hringja til frk. Innes og spyrja hana, en eg lét fresta því.“ „Frestaðu því lengur,“ sagði Anthony. „Veiztu hvar eg get náð í Georg?“ „Eg get gizkað á það. En eg veit bara ekki hvar daman á heima.“ „Viltu komast að því og hringja til mín aftur eins fljótt og þú mögulega getur?“ „Sjálfsagt," svaraði Mac og var um leið horfinn úr símanum. Anthony rétti úr sér, og gekk föstum skrefum fram í anddyrið. ætlaði upp stigann og inn í herbergi sitt uppi á loftinu. Hann hafði síma þar. Betra að nota hann. Allt of margir voru áheyrendur þegar talað var í símann á neðri hæðinni. Hann heyrði að móðir hans var inni í dagstofunni. Hann ætlaði að læðast fram hjá hurðinni, en það var erfitt, því að hann þurfti stöðugt að styðja sig við stafinn og það söng í gólfinu þegar hann rak hann niður. Móðir hans heyrði til hans og opnaði hurðina. Einhver var inni hjá lienni, það frú Davíðsson, auðvitað var það hún. Þetta var kaldhæðni örlaganna, hugsaði Anthony, því að ekk- ert gat verið óheppilegra á þessu augnabliki en að frú Davíðsson fengi að heyra fréttirnar. Hann varð að gæta þess að halda öllu leyndu á meðan hún var í húsinu. Flann vissi að frú Davíðsson var fyrirtektarsöm, siðavönd, þóttafull og heimsk, en eigi að síður valdamikill aðili í kvennahópi þeim, er móðir hennar umgekkst. Eitt andartak flaug honum í hug, að fréttin væri þegar flogin um bæinn og allt hefði komizt upp, en honum létti skjótlega, þegar hann kom inn fyrir. Móðir hans var ofurlíið rjóð og áköf, en það var af öðrum ástæðum. Hún hafði átt í dálitlum erjum við frúna út af góðgerðarmálunum. „Það var gott að sjá þig, Anthony," sagði frú Davíðsson, „því að mig langar til þess að heyra álit þitt. Þú ert lífsreyndur maður og hefir séð margt. Hefir þú rætt við hann um hinar nýju áætlanir um vöggustofurnar, Mirabel?" spurði lrú Davíðsson. „Anthony hefir fylgst með öllu, sem eg hefi tekið mér fyrir hend- ur, nú um margra ára skeið,“ svaraði frú Carver. „Já, en eg er alveg óviss um að Anthony sé kunnugt um þær á- ætlanir ykkar að fara að kenna þessu fólki músík og listir, setja það á sama bekk og okkar eigin börn. Hefur þú heyrt getið um það, Anthony?" „Eg hef því miður ekki haft tíma til þess að setja mig inn í allar Safn af íslenzkum bamasögum: Það er gaman að lifa eftir EVU HJÁLMARSDÓTTUR Erá Stakkahlíð Sögur þessar eru ætlaðar börn- um til 14 ára aldurs, en þó munu eldri lesendur njóta þeirra með engu minni ánægju. Þær lýsa íslenzkum börnum og at- burðum til sveita og sjávar og ís- lenzkri náttúru í öllum blæbrigð- um. Allar eru sögurnar svo hrein- ar og tærar í sinni látlausu einfeldni og hversdagslegu við- burðum, að einna helzt minnir á „Bernsku“-sögur Sigurbjörns Sveinssonar, sem öll óspillt börn „elskuðu út af lífinu“ fyrir nokkrum áratugum, og gera víða enn. Hvert einasta barn ætti að eignast þessa bók. Hún er prýdd mörgum fallegum og sérkenni- elegum myndum af íslenzkum börn- um og dýrum. — Það er gaman að lila. Nýkomið! Nýkomið! Pr jónavörur KVENPEYSUR, hnepptar DRENGJAPEYSUR KARLMANNAPEYSUR KARLMANNASOKKAR og VETTLINGAR Kaupfélag Eyfirðinga V ef naðarvörudeild Nýkomið: Gluggahengsli T-lamir Hespur Kassajám Saumur, 4” Skrúfur Sagfílar Fatasnagar, m. teg. T ommustokkar Hamarssköft Kranaslöngur 4 stunda gólflakk Byggingavömverdun Akureyrar h. f. ^— * Tilkynning Framvegis sjáum vér oss ekki fært að lána poka undir kol, vegna skorts á þeim. Kolaafgreiðsla K. E. A. Zinkplölur til spónlagninga fást í Byggingavöruverzlun Akureyrar h. f. nýjungar hér í bænum síðan eg kom heim“, svaraði Anthony. „En þetta hljómar eins og einhver hafi orðið altekinn af þjóðfélags- og umbótaáhuga, sem er dálítið nýstárlegur í okkar hópi“. „Eg veit ekki hvað þú ert að fara með-þessu", svaraði frúin, dá- lítið þóttafull, „en eg er alveg á móti svona starfsemi. Eg skil það vel, að nauðsynlegt er að gera eitthvað fyrir afvegaleiddar stúlkur, veita þeim húsaskjól, mat og klæði, en eg get ekki samþykkt neinn lúxus þeim til handa eða það, að við förum að beita okkur fyrir neinu uppeldisprógrammi fyrir þær. Þetta er illa innrætt fólk, og maður verður að haga sér í samræmi við það. Þú hlýtur að skilja það, Anthony". Móðir hans leit á hann og hann las-bónina í augum hennar. Víst hafði liann urn nóg annað að hugsa en fara að deila við frú Davíðs- son. Og móður hans lá það á hjarta, að henni væri ekki andmælt. Það var hvort eð var til einskis. Vonandi var, að hægt væri að þagga niður hneykslismál Georgs, en ef það tækist ekki, mundi frúin fá nægileg skotfæri í stríði sínu gegn stúlkum af lágum stigum, um mörg ókomin ár. En ekki mundi það nú samt fara svo illa. Stúlkan mundi auðvitað heimta peninga og þá yrði að láta af hendi. Um annað yrði ekki að ræða. (Framh.). Píanó Hef verið beðinn að útvega píanó til kaups. — Mætti vera lítið. Björn Halldórsson. Sími 312. Yörubílshús tilsölu Upplýsingar hjá Valdemar Halldórssyni, Vélaverkstæð- inu Odda h.f., Landbúnað- ardeild. Auglýsið í „Degi“!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.