Dagur - 22.11.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1947, Blaðsíða 2
2 DAGUU Laugardaginn 22. nóvember 1947 Frá bókamarkaðiiiuin Vllhjálmur Þ. Gíslason: Bessastaðir. Þættir úr sögu höfuðbóls. Bóka- útgáfan Norðri. Prent- verk Odds Bjömssonar. Akureyri 1947. • Víst er það vel til fundið að gefa út vandað rit um nýja og forna sögu Bessastaða á Álftanesi. Um langan aldur hefir staðurinn verið „minningabær og höfuð- ból“ fremur flestum öðrum stór- býlum á þesus landi. Að vísu fer því fjarri, að það séu fyrst og fremst ljúfar minningar, sem bundnar eru við sögu staðarins frá fyrri tímum. Þegar Bessastað- ir koma fyrst verulega við ís- lenzka þjóðarsögu, eru þeir orðn- ir aðsetur og miðstöð framandi valds og erlendrar áþjánar í land- inu. Kóngsnes var nesið oft kall- að, meðan umboðsmenn kon- ungsvaldsins dvöldu þar, og við- horfi landsmanna til staðarins á þeim áru mmun bezt lýst með þessum orðmn Þorsteins Erlings- sonar: „------Því þessu var aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar.“ En spámenn hafa heldur aldr- ei sagt alla hluti fyrir, og víst átti það fyrir Bessastöðum að liggja, að verða aftur eins konar höfuð- staður íslands — og nú í stórum ánægjulegra skilningi en áður — er forseti íslands fékk þar fast aðsetur og embættisbústað, þeg- ar í upphafi hins nýja eða endur- reista lýðveidis. En áður hafði Bessastaðaskóli — og síðar bú- staður Gríms Thomsen — varpað nýjum og björtum Ijóma á nafn staðarins. Það er því hverju orði sannara, sem höfundur bókar- innar um Bessastaði segir að bók- arlokum: Þannig er saga Bessastaða, tilbreytingarrík og auðug, og áhrifa hennar gætir um alla landssöguna. Margir menn og margs konar hafa átt ör- lög sín tengd við þennan stað, og mörgum mikilsverðum ráðum hefir verið ráðið þar. Mannvirki staðarins hafa risið og fallið, en saga hans lifir.“--- Þá gerir höfundur svofellda grein fyrir tilgangi útgáfunnar í eftirmála sínum: „í þessari bók eru þættir úr sögu Bessa- staða. Saga þcssa höfuðbóls er löng og merk, og margir menn og fjöldi málefna kemur þar til greina. Þessu riti er ekki ætlað það verkefni að rekja alla sög- una að rótum, eða tína til allar heimildir, sem til eru um Bessa- staði. Það væri mjög mikið og sundurleitt efni, og sumt ekki sérlega merkilegt. Um mörg ein- stök atriði, sem hér eru rakin eða drepið á, mætti samt skrifa eins stóra bók eða stærri en þessi er, og sumum þeim verkefnum ætti að gera einhver slík skil. Fjöldi af mönnum og málefnum, sem að einhverju levti kemur við Bessa- staði, á þó höfuðsögu sína annars staðar. Það er því hægt að skrifa Bessastaðasögu frá mörgu sjónar- miði. Ætlunin með þessari bók er sú ein, að rekja höfuðdrætt- ina í sögu Bessastaða og safna saman því helzta, sem frásagnar- vert er um aðalatburði og helztu menn, sem þar hafa verið, og gera nokkra grein fyrir þeim áhrifum, sem staðurinn og stað- armenn hafa haft á landssöguna, og loks að lýsa staðnum sjálfum og markverðustu breytingum, sem þar hafa orðið.“ Nokkra hugmynd má fá um það, hvernig þessu efni hefir ver- ið skipað niður, og hverjum tök- um það er tekið í bókinni, með því að líta á heiti meginkaflanna, en þeir heita svo: Höfuðból og menning, og er það almennt yfir- lit um þýðingu íslenzkra höfuð- bóla og áhrif þeirra á þjóðarsög- una, Bessastaðir á Álftanesi, staðfræðilegt yfirlit, Bessastaða- saga í stórum dráttum, Bessa- staðakirkja, Bessastaðabú, Skans- inn og Seylan — en það voru vígi og höfn staðarins — Fálkahúsið á BesSastöðum — og er þar rakin að nokkru saga fálkaveiða hér á landi og skvrt frá veiðiíþrótt er- lendra höfðingja á miðöldunum, er þeir stunduðu með haukum sínum, en ýnrsir þeirra töldu, að íslenzkir fálkar væru allra fálka beztir til veiða. Hefir lítið verið skráð um þetta efni áður, svo að aðgengilegt sé íslenzkri alþýðu, en hér er ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt um það sagt. — Þá er kafli um náttúrufræðinga á Bessastöðum, en þar var um langt skeið miðstöð náttúrurann- sókna hér á landi, veðurathug- ana, landmælinga, hnattstöðu- mælinga og stjörnuskoðana..Þá koma kaflarnir Bessastaðastofa, Bessastaðaskóli — skemmtileg og stórfróðleg skólasaga og aldar- farslýsing fræðslumálanna á þeim tíma — Grímur Thomsen á Bessastöðum, Forsetinn á Bessa- stöðum og loks skrá yfir heimild- arrit og myndir. Bók þessi er forlátavel prent- uð á úrvalspappír og skreytt miklum fjölda ágætra mynda, nýrra og gamalla Framan við rit- ið er fögur, litprentuð mynd af útsýninu yfir Skerjafjörð til for- setasetursins á Bessastöðum. Tit- ilblað er og litprentað og sérlega smekklegt, myndskreyttir stafir í upphafi hvers meginkafla, og yf- irleitt ekkert til sparað af forlags- ins hálfu, að bókin megi vera sem veglegust og vönduðust í alla staði, svo sem bezt sómdi riti um svo minningamerkt efni. Véla- bókbandið h.f. á Akureyri hefir bundið bókina í alskinn og ágætt band, svo að hún er að öllu sam- anlögðu í ýmsum greinum eitt hið ánægjulegasta og eigulegasta rit og hin ánægjulegasta nýung á bókamarkaðinum. J.Fr. Sakamálasögur. Síra Jónas heitinn Jónasson á Hrafnagili var einn fjölfróðasti íslendingur sinnar tíðar og af- kastamikill rithöfundur. Hið merkilega og fjölskrúðuga rit- verk hans, Þjóðhættir íslendinga, mun lengi halda nafni hans á lofti. Auk annars ritaði hann all- mikið af skáldsögup, er út komu á víð og dréif, hlutu vin- sældir og voru mikið lesnar af al- menningi. Nú hafa tveir ungir frændur hans tekist á hendur að gefa út allar sögur hans smátt óg smátt í heftum, og er fyrsta heftið út komið. Eru í því þrjár sakamála- sögur úr Eyjafirði: fyrst Rand- íður í Hvassafelli, er fjallar um hin sögulegu Hvassafellsmál á 15. öld og í sambandi við þau harðræði og fégirnd biskups- valdsins á Hólum, en þá sat á biskupsstóli Ólafur Rögnvalds- son, er beitti óspart hinu skæða vopni kirkjunnar, bannfæring- unni, gegn þeim. sem ekki reyndust honum auðsveipir. í öðru lagi er Magnúsar þáttur og Guðrúnar, saga frá fyrsta hluta 18. aldar. Magnús þessi var bóndi á Hólum í F.yjafirði, stórættað svolamenni, er drap barnsmóður sína og var loks dæmdur á Brim- arhólm. Lestina reka svo Kálfa- gerðisbræður, morðsaga frá mið- biki 18. aldar. Allar voru sögur þessar gefnar út nálægt 1890, en munu nú orðnar mjög torfengnar. Eldri kynslóðin kannast alfvel við þær. Nú gefst yngri kynslóðinni einn- ig kostur á að kynnast þeim, og það mun hún heldur ekki láta undir höfuð leggjast. Bókin er smekklega prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. I. E. Um víða veröld Norska stjórnin hefur ákveðið að selja samvinnusambandi norsku kaup jélaganna NKL, Persilverlismiðjuna i Noregi, en Þjóðverjar áttu hana og var hún upptæk gerð eftir styrjaldar- lokin. Mikil samkeppni var um kaup á verksmiðjurmi, en norska stjórnin Leikfélag Akureyrar: Karlinn í kassanum Sjónleikur eftir Franz Arnold og Ernest Bach Karlinn í kassanum er gaman- leikur, eins og nafnið bendir raunar til, og gerir ekki kröfur til mikils bókmenntalegs skilnings af hálfu áhorfandans. En til þess að geta notið svona sjónleiks þurfa menn að kunna að meta létta. græskulausa gamansemi og Iáta sér ekki bregða þótt skopast sé að ýmsu í háttum samfélagsins. Leikur þessi er þýzkur, en hefir verið umritaður og látinn gerast á íslandi. Hann gerist ýmist í Reykjavík eða Krummavík við Faxaflóa. í Krummavíkinni eru borgararnir strangir og siðavand- ir í ytri háttum sínum, en í marg- menni höfuðstaðarins, „þar sem enginn þekkir mann“, vill losna um dyggðirnar og hinn gamli Adarn gengur þar um í Ijósum logum. Margt er skrítilegra at- vika og skemmtilegra tilsvara í leiknum og er að honum hin bezta skemmtun. í heild má segja, að uppfærzla hans hér hafi tekizt vel, og leikararnir geri hlutverkum sínum góð skil. Að- alhlutverkið, Pétur Mörlartd bæjarfulltrúa, leikur Þórir Guð- jónsson, og er hann jafnframt leikstjóri. Þórir fellur ágætlega í þetta hlutverk, er skoplegur og skemmtilegur í háttum sínum og tilsvörum. Er hann stoð og stytta sýningarinnar. Maríu, konu bæj- arfulltrúans, leikur frú Sigur- jóna Jakobsdóttir. Þetta er frem- ur lítið hlutverk, en mjög snot- urlega sýnt af frúnni. Annað að- alhlutverkið, Dolly dansmær, leikur frk. Edda Scheving. Er hún nýliði á leiksviðinu, en hún stenzt þessa eldskírn með prýði, er einkar viðkunnanleg og eðli- leg á sviðinu. Má vænta þess, að hún geti sýnt góðan leik með meiri æfingu. Annar nýliði, er athygli vekur, er frk, Ingibjörg Sigurðardóttir, er leikur Önnu vinnukonu, látbragð hennar og tilsvör er skemmtilegt, mætti ætla, að með aukinni æfingu, gæti hún orðið hlutgeng í leik- arahópi bæjarins. Júlíus Oddsson leikur þarna allstórt hlutverk, Friðmund Friðar, einkavin bæj- arfulltrúans og meðbróður í syndinni, og gerir það vel og skemmtilega og samfellt allt í gegn. Önnur hlutverk gefa naumast tilefni til sérstakra at- hugasemda. Þau eru mjög sóma- samlega af hendi leyst og nokkur allvel. Með þau fara Sigríður Hermannsdóttir, Jónína Stein- þórsdóttir, Stefán Halldórsson, Björn Sigmundsson, Hans Han- sen, Skjöldur Hlíðar og Páll Jónsson. Leikfélagið hefir að þessu sinni ekki ráðist í neitt stórvirki, að koma þessum gam- anleik á svið, en verkefnið hefir verið leyst vel af hendi. Leikur- inn er góð skemmtun, gæskulaust gaman, og vel þess virði, að eyða einu skammdegisvöldi til þess að sjá hann. taldi hagsmunum almennings bezt þjónað með þvi að Idta samvinnufé- lögin sitja fyrir kaupunum. .Hefur staðið allhörð rimma út af þessu í norskum blöðum. . Persil-verksmiðj- urnar norsku geta framleitt 6000— BRÉF Kirkjan og hesthúsið 8000 tonn af sápum og þvottaefni á ári, en sú framleiðsla mundi aílt að Kristján S. Sigurðsson skrifar blaðinu eftirfarandi: því nægja fyrir Norðmenn. * .. Bandaríkjamenn . takmarka mjö . olíu- og benzínútfiutning sinn um þessar mundir. M. a. hafa þeir skorið mjög niður kvóta Svía að undanförnu. Er þetta m. a. ástæðan til hirmar mjög ströngu benz'm- og olíuskömmtunar í Svíþjóð. * Fyrir nokkru var hleypt af stokk- unum togara í Ardossan í Skotlandi, sem kallaður hefir verið fljótandi fiskivinnslustöð. Þetta er stærðar skip, um 1300 smálestir og fyrsti, brezki togarinn, sem verður útbúinn með nýtízku frysti- og kælitækjum, nýjustu fiskivitmsluvélum og hrað- frystitækjum, Ætlunin er að flaka og frysta fiskinn um borð, pakka harm inn í snyrtilegar umbúðir og skila hon- um í hö.fn fullbúnum á búðarborð kaupmannsins. * Norðmenn hafa nýlega selt Bretum 25.000 smálestir hvalolíu fyrir 90 pund sterling lonnið. Segirnorshablað- ið Handels- og Sjöfartstidende að markaðurinn fyrir feitmeti sé orðirm mjög stöðugur, þrátt fyrir feitmetis- skortinn í heimiunm. * Blaðið Norges Handels- og Sjöfarts- tidende flytur þá fregn, undir stórum fyrirsögnum, að Bandaríkjamerm hafi keypt saltfisk af tslendingum, alls 3200 tonn, handa Grikkjum og greiði magnið í dóllurum. „Nú eru liðin 7 ár síðan Akureyr- kirkja var fullbyggð og vígð. Eftir skipulagsuppdrætti bæjarins var henni valinn staður þar sem hún nú er. Var það vel valið, því að útsýni frá henni er svipmikið og tignarlegt. Það átti líka að fegra og prýða næsta umhverfi hennar og gera það svo, að allt væri það bænum til sóma. Það átti að lækka götuna vestan við kirkjuna, til þess að hægt væri að draga úr hallanum niður að henni. Það átti að hlaða upp gilbarminn norðan við hana, og gera þar góðan veg. Það átti að flytja burtu húsið, Stóruvelli, sem stendur sunnan við hana og taka sneið af þeirri lóð, sem húsið stendur á, og bæta við kirkju- lóðina. Þá átti að búa til blómagarð sunnan við kirkjuna. Það átti að steypa eða malbika flötina austan við kirkjuna, fram á brekkubrún. Allt er þetta ógert enn, eftir 7 ár. Hvenær sem dropi kemur úr lofti, er sama forareðjan fram af kirkjudyr- unum, sem berst með fólkinu inn á kirkjugólfið. Vegurinn á gilbarmin- um, þar sem þarf að flytja öll lík að kirkjunni, er oft illfær fyrir for. Ekkert hefir enn verið hægt að prýða lóð kirkjunnar, þar sem hús- stendur enn, og stærð lóðarinnar ómæld. Þá er það brekkan, frá Kaup- vangstorgi upp að kirkjunni. Það var myndarlega af stað farið með að laga þá brekku, hlaða í hana stalla og grasþekja, og steypa tröppur í allan erfi hluta brekkunnar. En ekki var hægt að klára það verk, fyrr en búið væri að rífa og flytja burtu hesthúsið, Karoline Rest. En þar stóð líka hnífurinn í kúnni og stend- ur enn. Enn munu ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til að það væri rifið. Það heyrðist að vísu í fyrrasum- ar, að það ætti að fara að rífa hest- húsið. í því leigði iðnfyrirtæki. Því var sagt upp, og átti það að vera flutt burtu fyrir 1. október 1946. En það gat ekki flutt, því að hús það, sem það ætlaði að flytja í, var ekki tilbúið. Þá fékk það leigutímanum framlengt til áramóta. Og í janúar flutti það. En hesthúsið stendur enn óhreyft. Fáar götur í bænum munu vera fjölfarnari en tröppumar upp að kirkjunni. Allir, sem búa á syðri brekkunni fara þá leið, þar á meðal menntaskólinn og barnaskólinn, og þeir, sem eiga leið á sjúkrahúsið. Alltaf vex ferðamannastraumurinn á sumrin hingað til bæjarins. Og fá- ir staðir munu vera meira heimsótt- ir en kirkjan. Sést það bezt á því, að 2200 manns rituðu nöfn sín í gesta- bók, sem lá irainmi í fordyri kirkj- unnar síðastliðið sumar. Mun þó ekki meira en helmingur þeirra ferðamanna, sem í kirkjima kom, hafa skráð nöfn sín. Allur þessi fjöldi verður að klifra upp hálf- (Framhald á bls. 4).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.