Dagur - 10.12.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. desember 1947
D A G U R
5
Frá bókamarkaðinum
Loftur Guðmundsson: Þeir
fundu lönd og leiðir. Þætt-
ir úr sögu hafkönnunar og
landaleita. Hlaðbúð. Rvík
1947.
Þetta er önnur bók í bóka-
flokki þeim, er Hlaðbúð gefur út
og nefnir Væringja. í flokki þess-
um eiga að birtast bækur, sem
tileinkaðar eru hinni nýju kyn-
slóð í landinu og eiga í senn að
.vera henni til skemmtunar og
fræðslu. í bók sinni segir Loftur
rithöfundur Guðmundsson á
ljósan og skemmtilegan hátt frá
ævi og afrekum nokkurra hinna
djörfustu, harðfengustu og þraut-
seigustu sægai-pa og landkönn-
uðar, svo sem Kólumbusi, Mag-
ellan, Friðþjófi Nansen, Roald
Amundsen, Sir Ernest Shackleton
o. fl. er bókin prýdd fjölda mynda
og snoturlega útgefin í hvívetna.
Eva Hjálmarsdóttir: Það er
gaman að lifa. — Bókaút-
gáfan Norðri. Ak. 1947.
Eva frá Stakkahlíð gaf í fyrra
út bókina Hvítir vængir, sögur,
ævintýri og ljóð, er sýndu skáld-
hneigð hennar og fjölhæfni. Og
nú kemur á ný frá hennar hendi
allstórt safn af barnasögum, lið-
lega 30 alls. Segir höfundur í for-
mála, að sögurnar séu flestar
sannar í öllum aðalatriðum og
sums staðar orði til orðs. —
„Mörgum kann að finnast það
djarft af mér, sjúklingnum, að
kalla bókina þetta, Gaman er
að lifa, en tilfellið er, að það er
gaman að lifa, jafnvel þó að mað-
ur sé í sárum- og margt blási á
móti Lífið er svo ríkt er fegurð,
bara ef menn gefa sér tíma til að
taka eftir því. Á eftir nóttu kem-
ur dagur, sem ef til vill færir
manni eitthvað gott og fagurt.
--------Því miður get eg ekki
skrifað sjálf nema endrum og
eins.“ — Er þar skemmst frá að
segja, að enginn sjúklegur böl-
móðsbragur er heldur á þessari
ágætU barnabók, heldur hið
gagnstæða: Fagur og heilbrigður
andi svífur þar yfir vötnum hug-
Jjúfra bernskuminninga og
hversdagslegra viðburða, ,er
breytast í höndum Evu í heillandi
ævintýri, er ljóma af látlausri
einfeldni og heiðríku hjartalagi.
Nolckrar fallegar Ijósmyndir af
börnum og dýrum prýða kverið.
Arthur Conan Doyle: Síð-
asta galeiðan og fleiri sög-
ur. Jónas Rafnar þýddi. —
Útgefendur: Jónas og
Halldór Rafnar. Ak. 1947.
Höfundur þessa kvers var einn
af kunnustu rithöfundur Breta á
seinni tíð og auk þess heims-
kunnur sálan-annsóknarmaður.
Mesta frægð mun hann hafa
hlotið fyrir leynilögreglusögur
sínar, ævintýri Sherlock Holmes,
sem þýddar hafa verið á íslenzku
og njóta hér sem annars staðar
mikilla vinsælda, svo sem al-
kunnugt er. — Sögurnar sjö, sem
nú hafa verið þýddar og gefnar
út í fyrsta sinn hér á landi, eru
hins vegar úr smásagnasafni, sem
höf. kallaði „Sögur frá liðnum
öldum“. Er þar á skemmtilegan
og fróðlegan hátt brugðið upp lit-
sterkum myndum af nokkrum
þáttum menningar og atburða
frá dögum Rómaveldis og þegar
líður að endalokum þess. Eru
sögur.þessar „spennandi“ á borð
við hvern reyfara, en þó byggð-
ar á traustum, sögulegum grunni.
Er þar m. a. sagt frá hersetu
Rómverja á Bretlandseyjum, inn-
rás Húna í Austur-Evrópu, lífinu
í hefbúðum Rómverja á dögum
„hermannakeisaranna" og ýmsu
fleiru, sem skemmtun og fróð-
leikur er að. Þýðingin er lipur og
röskleg
Skautadrottningin Sonja
Henie. Andrés Kristjáns-
son þýddi og endursagði.
Draupnisútgáfan. Reykja-
vík 1947.
Bók þessa ritaði Sonja Henie
árið 1940. Rekur hún þar minn-
ingar sínar frá bernskuárunum
og allt til þess tíma, er hún hafði
örugglega numið land í ævin-
týraheimi kvikmyndanna, borg-
inni við Kyrrahafið, og endar á
brúðkaupi Sonju og Dan Topp-
ings. Þýðandi bókarinnar segir
svo í eftirmála: „— Saga Sonju
ætti að vera kærkomið lestrar-
efni öllum þeim, sem yndi hafa af
skautaíþróttinni, en þó einkum
ungum, íslenzkum stúlkum, er
iðka skautaleik. Og vissulega er
ferill þessarar glæsilegu íþfótta-
konu lærdómsríkur og eftir-
breytnisverður, ekki aðeins að
því, er snertir iðkun hinnar fögru
og hollu íþróttar, skautaleiksins,
heldur er stefnufesta hennar og
viljaþrek lýsandi fordæmi fyrir
alla þá, sem stefna að settu
marki, hvert svo sem það er.“ —
Þýðingin virðist góð og bókin er
prýdd fjölda mynda af skauta-
drottningunni í alls konar stell-
ingum og ýmsu fleiru, er snertir
sögu hennar og íþrótt.
S. N. Ilolck: Drengirnir í
Mafeking. Andrés Krist-
jánsson íslenzkaði. —
Draupnisútgáfan. Reykja-
vík 1947.
Þótt þessi ágæta unglingabók
sé skáldsaga, er hún þó reist á
sögulegum grunni. Efni hennar
er sótt í Búastríðið, og fjallar hún
um vörn boi'garinnar Mafeking,
er stjórnað var af Baden-Pawell,
er síðai' varð heimskunnur sem
höfundur og leiðtogi skátahreyf-
ingai'innar. Stofnaði Baden-Paw-
ell, sem þá var ungur höfuðsmað-
ur í liði Breta, sveit drengja þar
í borginni, er umsát Búa mséddi
harðast á henni, og studdi sú sveit
á margan þátt hina frækilegu
vörn borgarinnar. Höfuðsmaður-
inn valdi drengjunum kjörorðin:
„Vertu viðbúinn“ og „Aldrei að
gefast upp“, sem síðar urðu kjör-
orð skátanna. Leikur naumast á
tveim tungum, að rekja megi
upphaf skátahreyfingarinnar til
þessara atburða. Saga þessi er
lipurlega þýdd á góða íslenzku og
prýdd skemmtilegum teikningum
eftir Baden-Pawell sjálfan, og
frágangur' allur vandaður og
smekklegur Er sagan ekki að-
eins skemmtileg aflestrar, heldur
MÓÐIR, KONA, MEYJA
(Framhald af 4. síðu).
En hvernig hefði verið hægt að
afstýra þessu? Aðeins með því,
að drengurinn hefði rétt út hend-
ina og sýnt þar með, hvert hann
ætlaði, það var öll kúnstin.
Því geta ekki íslenzkir hjól-
reiðamenn tekið upp þennan sið,
finnst þeim það eitthvað hjákát-
legar aðfarir, að rétta út hend-
ina, aðeins til þess að vera viss
um, að valda ekki slysi? Eg veit
það að vísu ekki, en mér datt það
í hug, aðeins vegna þess, að sjálf
hefi eg orðið fyrir því að heyra
stúlku segja: „O, það er svo
asnalegt að vera að spenna hend-
urnar svona út í loftið!“
Og nú langar mig til að spyrja
að einu: Því er ekki skólabörn-
unum kenndar almennar um-
ferðareglur? Og því er ekki lög-
reglan og hennar þegnar það
strangir, að þeir fylgi eftir sínum
eigin reglum og reglugerðum?“
‘feif ' Sir A> -
‘ ÞAÐ ER ALVEG rétt hjá bréf-
ritaranum, að bifreiðastjórar hér
nota yfirleitt ekki leiðarörina, en
hún mun þó vera á flestum bíl-
um. Eftir því, sem eg bezt veit,
eru þeir ekki skyldir til þess. —
Ættu þeir að taka það upp hjá
sjálfum sér, að nota hana, annars
væri heldur ekkert athugavert
við það, að skylda þá til þess.
Þetta er ekki nema lítilfj örlegt
handtak, en getur verið gangandi
fólki og öðrum ökutækjum mik-
ilsverð leiðbeining. Um umferða-
reglurnar og barnaskólana er það
að segja, að í nokkrum stærstu
barnaskólunum, t. d. hér á Akur-
eyri, munu kennarar leiðbeina
börnum um helztu umferðaregl-
ur, og barnaskólinn hér hefir um
skeið haft svokallaða „umferða-
viku“, og er þá sérstök áherzla
lögð á þessa fræðslu, og er þetta
til fyrirmyndar. En eg efast um
að „leiðarörin“ komizt inn í þá
fræðslu og væri þó þörf á því,
ekki sízt fyrir drengi, sem gjarn-
an bregða sér á bak reiðhjóli, —
Bréfið hér að ofan er áminning,
sem vert er að gefa gaum.
FOKDREIFAR
(Framhald af 4. sfðu).
prentun er góð og frágangur í
bezta lagi. Ríkisprentsmiðjan
annaðist prentunina. Um höfund
megintextans og eftirmálans er
því miður ekki getið, en bókin
mun vera gefin út á ábyrgð síma-
málastjórnarinnar, enda lofar
verkið meistarann.
Amerísk
Dósamjólk
nýkomin
Vöruhúsið h. f.
Samkvæmiskjóll,
á háa og granna stúlku,
til sölu.. Uþpl. í síma 369.
einnig svo hollt og heilbrigt lestr-
arefni, að á betra verður naum-
ast kosið ungum til handa.
J. Fr.
ÚR BÆ O
□ Rún 594712106 = 2 Athv. -
l. O. O. F. — 1291212814 — 9 —III
KIRKJAN. Messað á Akureyri
næstk. sunnudag kl 2 e. h.
Sunnudagaskólinn kl. 11 f. h.
Yngri deild, 5—6 ára, í kapell-
unni. Eldri deild, 7—13 ára, í
kirkjunni.
Æskulýðsfundur næstk. sunnu-
dag kl. 8.30 e. h. í kirkjunni.
Til nýja sjúkrahússins: Áheit
frá S. H. kr. 100. — Áheit frá S.
B. kr. 100. — Áheit frá T S. kr. 50.
— Áheit frá Steingerði Theodórs-
dóttur kr. 50. — Áheit frá E. Ó.
kr. 100. — Áheit frá N. N. kr. 10.
— Gjöf frá Svölu kr. 500. — Gjöf
frá S. K. kr. 100. — Með þökkum
móttekið. G. Karl. Pétursson.
Til nýja sjúkrahússins. Áheit
frá B. Björnsdóttur kr. 50. Áheit
frá Sigurbjörgu Guðnadóttur kr.
100. — Til minningar um Jenny
Eyland frá eiginmanni og sonum
kr. 3000. Með þökkum móttekið.
G. Karl Pétursson.
Trúlofun. Ungfrú Sveinbjörg
Pétui'sdóttir frá Siglufii'ði og Sig-
urður Haraldsson, iðnnemi, Ak-
ureyri.
Leiðrétting. Ranghermt var í
síðasta blaði, er greint var frá
bifreiðastjóranámskeiðinu, að
Snæbjörn Þorleifsson hefði verið
aðalkennari námskeiðsins. Hann
veitti því forstöðu og sá um und-
ii'búning, en Vilhjálmur Jónsson
var aðalkennari.
Leiðrétting. í frásögn í síðasta
blaði af afmælishófi Geysis, féll
niður, fyrir vangá, að geta um
kveðjur og árnaðaróskir, er
Geysir bárust frá. Karlakór
Reykjavíkur, og Sverrir Pálsson
flutti.
Ársrit Skógræktarfélags íslands
1947 er nýlega komið út og hefir
borizt hingað. í ritinu eru ýmsar
greinar um skógræktarmál, með-
al annars fróðleg grein eftir Há-
kon Bjarnason um skóga í
Fnjóskadal. Félagar í Skógrækt-
arfélagi Eyfirðinga fá ársritið um
leið og þeir greiða árgjald sitt, kr.
15,00. Geta menn vitjað þess til
Þorst. Þorsteinssonar, sjúkra-
samlagsskrifstofunni. — Styðjið
skógræktarstarfsemina! Gangið í
Skógræktarf gélagið!
Hlín, ársrit norðlenzkra kvenna,
30. árg., er komin út fyrir nokkru
og flytur að vanda mikinn fjölda
ritgerða um hugðarefni kvenna.
Ritið er 144 bls. að stærð. Ritstj.
frk. Halldóra Bjarnadóttir.
Heimili og skóli, sept.—okt.
hefti 1947, flytur nl. a. þessar
greinar: Uppeldi og ábyrgð, eftir
Hannes J Magnússon, skólastj.,
Samvinnumöguleikar heimilis og
skóla, eftir dr. Matthías Jónasson,
Skólamál Kaupmannahafnar, eft-
ir Ólaf Gunnarsson, Norrænt
kennaranámskeið í Askov, efth'
Eirík Sigurðsson, auk þess þætt-
ina Ritstjórarabb, Til gamans og
Úr ýmsum áttum o. fl. ,
Árbók Slysavarnafél. íslands
1947 hefir borizt blaðinu. Flytur
margar greinar og frásagnir um
hið merkilega starf félagsins og
deilda þess og skýrslur um stai'f-
semina á árinu 1946.
Sjónarhæð. Sunnud.: Sunnu-
dagaskólinn (skuggamyndir) kl.
1 e. h.; opinber samkoma kl. 5. —
Þriðjud. kl. 8.30; laugard.: Biblíu-
námsflokkurinn kl. 8.30. Allir
velkomnir!
Zíon. í kvöld (miðvikudag) kl.
8.30. Efnisskrá: Erindi, upplestur,
tvísöngui', þrísöngur, orgelsóló.
almennur söngur, kaffi. Sunnud.
14. þ. m. sunnudagaskólinn kl.
10.30 f h. Almenn samkoma kl.
8.30 e. h. Allir velkomnir.
St. Brynja nr. 99. Fundur í
Skjaldborg n. k. mánudag 15. þ.
m. kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Inntaka
nýrra félaga. Hagnefnd fræðir og
skemmtii'.
Frá Heimilisiðnaðarfélagi Norð-
urlands. Næstk. sunnudag 14.
GRYGGÐ
des. verður höfð sýning frá
sauma- og bókbandsnámskeiðum
félagsins í Brekkugötu 3, kl. 2—
6 síðd. Allir velkomnii'.
Barnastúkurnar Sakleysið og
Bernskan halda fund n. k. sunnu-
dag kl. 1 e. h. í Skjaldborg. Fund-
arefni: Venjuleg fundarstörf,
upplestrar, söngur og leikstykki.
Karlakór Akureyrar hefir söng-
skemmtun og Lucíuhátíð — með
svipuðu sniði og í fyrra — næstk.
laugardagskvöld kl. 9 e. h. í
Nýja-Bíó. Einsöngvarar verða
Guðrún Tómasdóttir, Sverrir
Pálsson og Jóhann Konráðsson.
Styrktarfélagar vitji aðgöngu-
miða í Skóbúð KEA á fimmtudag
og föstudag og greiði um leið
framlag sitt fyrir árið 1948. Lesið
götuauglýsingar!
Hjónaband. Laugardaginn 6.
desember voru gefin saman í
hjónaband á Finnbogastöðum í
Strandasýslu ungfrú Matthildur
Sófusdóttir og Magnús Andrés-
son, bóndi á Finnbogastöðum.
Dánardægur. í fyrradag lézt að
heimili sínu í Ólafsfirði Þoi'vald-
ur Friðfinnsson útgerðarmaðui',
héraðskunnur athafnamaður um
langt skeið. Hann hafði átt við
langvarandi vanheilsu að stríða.
Vegna þrengsla bíður mjög
mikið efni næsta blaðs.
Kunnur Húsvíkingur
látinn
Húsavík í gær.
Um hádegisbil í dag varð bráð-
kvaddur að heimili sínu hér í bæ
Tryggvi Indriðason fiskimats-
maður, kunnur borgari um sex-
tugt, vel virtur í héraði
Samgöngur í Þingeyjarsýslu
eru mjög erfiðar vegna snjóa og
nálega hvergi fært bílum um
héraðið. Bændur brjótast með
mjólk sína á sleðum til mjólkur-
búsins og hefur það nægt til
neyzlu fyrir þorpsbúa.
Kvikmyndir
í bænum
Nýja-Bíó sýnir um þessar
mundir ameríska kvikmynd, sem
heitir Jeríkó og leikur negra-
söngvarinn heimskunni Poul
Robeson aðalhlutverkið. Þessi
mynd á sammerkt öðrum kvik-
myndum ,sem frægir hljómlista-
menn leika í, að hún er að efni til
ómerkileg, en söngur og leikur
Robesons heldur henni uppi. —
Poul Robeson er mikill persónu-
leiki og ágætur söngvari og leik-
ari og er myndin þess virði að sjá
hana hans vegna. — Skjaldborg-
arbíó sýnir einnig ameríska kvik-
mynd, þar sem heimsfrægur
snillingur er með í spilinu. Er það
píanóleikarinn Arthur Rubin-
stein, sem leikur kunn tónverk í
myndinni. Mikið er og af annarri
góðri hljómlist í henni og að efni
til mun hún skemmtileg, enda
hefir hún hlotið óvenjulegar vin-
sældir hér á landi, t. d. munu um
20 þúsund Reykvíkingar hafa séð
hana, en hún var frumsýningar-
mynd Austurbæjarbíós. — Dagur
hefir leitað frétta hjá kvikmynda-
húsunum um jólamyndir þeirra í
ár. Líklegt má telja, að Skjald-
borgarbíó sýni Töfrabogann,
mynd um líf Paganini, en óráðið
er um jólamynd Nýja-Bíós enn-
þá.