Dagur - 20.12.1947, Síða 7

Dagur - 20.12.1947, Síða 7
Langardaginn '2ft. desember 1947 D AGUR Til Eyjafjarðar Fegurð Eyjafjarðar hefur lengi verið við brugðið. Er einkum inn- siglingin rómuð og framfjörðurinn. Veðráttan er harðari út með firð- inum. I Olafsfirði eru snjóþyngsli mikil á vetrum, en oft kemur gras- ið það grænt undan fönninni á vor- in. — Svarfaðardalur og Arskógs- strönd eru líka snjósælar sveitir. Skiptir mikið um veðráttu og snjóalög við Hillur. Ekki eru út- sveitimar eftirbátar ihnfjarðarins að fegurð. Þar ytra er lengra milli fjalla, fjörðurinn breiðari og víð- sýnið meira. Ferðamenn, gangið á Hámund- arstaðaháls, örskammt frá þjóðveg- inum og litizt um. Þar er rúmt og frjálslegt. Svarfaðardalur blasir við með frjósamar flæðiengjar, þétta byggð og grónar hlíðar, og innan við hálsinn Arskógsströnd, með engjum og hrxsi vöxnum höfðum. Rétt innan við hálsinn eru Há- mundarstaðir, elzti bær Eyjafjarð- ar. Sér langt inn með firði að aust- an, en að vestan gengur Kötlufjall og fram af því Hillur, með berg- stöllum fram í sjó, rétt hjá Fagra- skógi. Krossafjall — sennilega hið forna Sólarfjall — blasir við skammt frá í suðvestri, en í norðri er hið breiða fjarðarmynni milli tröllslegra ... sæv&rtiamradyrastafa, Ólafsfjarðarmúla . og Gjögurs. Sér þar á haf út og hillir undir Gríms- ey, úr hlíðinni fyrir ofan, í góðu skyggni. Skammt undan landi á firðinum liggur Hrísey, með snæ- kringd Látrastxendérfjöllin í bak- sýn. Mun óvíða fegarra um að lit- ast í byggðum Eyjafjarðar en ein- mitt þarna á háisinum. Eyfirðingar í Reykjavík mínnast oft æskustöðvanna. Voru vísur .. > .*.» • '»*• *• *> ' - þær, serp .hér fara á eftir, fluttar á EyfirÖingamóti1 her syðra, og sendi eg þær sera,kveðju til hér- t- * aðsins: - ‘ * * Helgi magri — sögur segja — sigldi út aö nema lönd. Fyrsta bæ við fjörðinn Eyja forðum reisti á Arskógsströnd. Fönn um haustið hlóðst að moldu. Helga þóttu veðrin hörð. Áður byggði írska foldu, ársins hring leit græna jörð. Sólarfjallið röðull roðar, rís það hátt við fjarðarströnd. Helgi þaðan hérað skoðar — hríðarminni dalalönd. Fluiti innar — fældist snjóinn, fór í Kristnes með sitt bú. Ýtum virðast út við sjóinn engu minni föngin nú. Blendinn mjög var Helgi í huga — hversdagslega trúði á Krist. En í þrautum Þór bað duga — þrúðug heiðnin dýpst var rist. Móðir írsk mér kristni kenndi —, klerkar gistu hermar sal. Faðir treysti hraustri hendi, — helgaði Asum blóðgan val. Eflast bygéðir Eyjafjarðar, eins við strönd og dalaskjól. Enn þá Helga ættargarðar ala marga Hólmasól. Þeéar vorið vekur blómin, vaknar þrá í huga mér. Fuélasöné ög fossaróminn flytur heiman blær með sér. Meðan ár að ægi líða, urtir vaxa, sólin skin — heim í Eyjafjörðinn iríða fýsir jafnan börnin þín. Ingólfur Davíðsson. Jólin í yfirskógarvarðarhúsinu Kristjún Éinarsson frá Djúpalæk: Umskipt- ingur Bar á engjar móðir mín mjóan reifastranga. Bauð mér hlýja bobbann sinn, bergði eg teyga langa, niður mig svo lagði í laut, ljúft var allt hjá henni, kyssti mig á kinn og vör, krossaði brjóst og enni. Döpur svo með hrífu í höncl hélt ’ún burtu frá mér. Angur mér í auga bar, enginn Vakti hjá mér. Bfakkir skuggar brugðu á leik bólið mitt í kringum, ofar svartur flugna fans flaug í stuttum hringum. Heimur yfir hættum býr. Huldufóilk í steinum sagt er gjamt á sveinakaup. Segir fátt af einum. Fyrir kom að fólkið álf fann í hlýju bóli glókolls þess, sem gripinn var og grét í myrkum hóli. Fagnaði hún móðir mín miðdagshvíld á engi. Hrokkinn kollinn hýra sinn hafði þráð svo lengi. En hún slegin ótta varð, út úr reifastranga gægðist andlit gamals manns, grett og blakkt á Vanga. _Eg er eins og allir sjá umskiptingur síðan. Lundin beiskju blandin er, berst við rökkurkvíðann. Augun spegla óræð blik, auðmýkt, slægð og þótta. Asjón myrk ber mæðusvip rnanns á löngum flótta. Hefir svipt mig hugarró hjátrú þröngra kjara. Margri rödd, sem reis í hug, reyndist þungt að svaia. Vanskapaðan vesaling vilja fáir líta. Villugjörnum vergangs stig varð eg því að hlýta. Aldrei litið framar fæ fagra bernsku haga, get því ekki grátið þar gæifuleysis daga. Halla þreyttu höfði að stein. Hvergi griðastaður. Veit ei neinn hvort eg er ég eða húldumaður. (Framhald a£ 5. síðu). — maður lifandi — einn, tveir, þrír o. s. frv. Loksins sagði Ida: „Eg held eg þori nú ekki að koma oftar. Ljótu karlugluna hann Jochumsen grunar eitthvað. Hann situr um mig og spyr mig spjörunum úr.“ „Ja, hvernig skyldi hann vita nokkuð? Annars hefðirðu átt að sjá hann á veiðunúm í gærdag. Eg fylgdist með — þótt enginn yrði þess var, annar en Hansen skógar- vörður. Eg er líka kunnugur lands- laginu. í síðustu atrennunni stóð eg bak við gamla Jochumsen, og sá þá hjört í dauðafæri. Eg skaut hann, áður en Jochumsen hafði lagt byssuna að kinninni.“ „En sú frekja!“ sagði Ida og hló. „Meiri frekja var þó hitt, að eg, eins og eg skrifaði þér, tilkynnti þér komu mína með tveim skotum heima við húsið.“ „Já, það var hræðilega léttúð- ugt. Og Tippo Tip skilur ekki við þig. Þú ættir að vera varkárari." „Eg hefði máske átt að vera kyrr í Kaupmannahöfn?" „Ó, þú veizt vel, að það hefðir þú ekki átt að gjöra. Eg varð svo himinglöð, þegar eg fékk bréfið frá þér. En við skulum koma lengra inn í skóginn — það getur einhver komið — þetta er svo skammt frá veginum.“ Þau hurfu inn í skóginn, og hundurinn með þeim. En Jochumsen skreiddist ,bæði stirður og kaldur, fram úr bæli sínu. Nú var gátan ráðin: auðvitað' hefir sonur yfirskógarVarðarins komið heim í sveitina án vitundar foreldranna — um það gátu ekki verið skiptar skoðanir. Sigurglaður skálmaði Jochum- sen heim og mætti vini sínum fyrstum manna, er flutti honum þá fregn, að bréf væri komið frá Knúti, syni sínum. „Frá syni þínum í Kaupmanna- höfn?“ spurði hann undrandi. „Já ,frá Knúti, eg á ekki annan son,“ svaraði Vinge. „Má eg líta á umslagið?" spurði Jochumsen. „Gjörðu svo vel, — safnarðu frí- merkjum?" „Nei; — jú, víst er það póstlagt í Kaupmannahöfn í fyrradag." „Hann skrifar, að hann hafi vei-- ið hjá frænku sinni í góðum fagn- aði á aðfangadagskvöld, en annars sé hann stöðugt að lesa.“ „Hvað,“ umlaði prófessorinn. „Þetta hefir þá ekki verið hann.“ „Hvað segirðu?" spurði Vinge. „Ekki neitt, ekki neitt,“ svaraði hann. Um kvöldið segir prófessorinn upp úr þurru: „Vinge, hvernig lítur hann út, prestssonurinn?“ „Hvers vegna spyrðu? Hefi eg ekki sagt þér, að hann er eins og hver annar sauður?“ „Jú, en sú lýsing gefur ekki greinilega hugmynd um útlit mannsins. Er hann hár, ungur og fallegur og —“ „Smekkurinn er misjafn.". „Er hann góð skytta?“ „Eitthvað fúskar hann í faginu.“ „Það er þá líklega hann, sem skaut hjörtinn — og svo er hann trúlega á annars konar veiðum.“ „Hvaða vitleysa! Skaut hann máske Tippo Tip?“ spurði yfir- skógarvörðurinn ákafur. „Nei, það gjörði hann ekkþ — en á morgun geturðu sjálfur geng- ið úr skugga um allt þetta.“ Meira fékkst ekki Jochumsen „Ja, — nú skil eg ekkert lengur! til að segja um þetta það kvöldið. Enn hríðaði um nóttina, en stytti upp undir morguninn. Strax eftir árdegiskaffi var Joch- umsen kominn út í garð. Jú, Ida hafði verið þar: sporin hennar sá- ust og talan „11“ stóð skrifuð í snjóinn. „Viltu sjá leyniskyttuna, Vin- ge?“ spurði hann yfirskógarvörð- inn, þegar þeir hittust. „O —, þú með leyniskytturnar þínar! Hvernig ætlarðu að fara að því?“ „Mjög svo einfalt mál. Þú kem- ur með mér kl. hálfellefu.“ „Það get eg ekki. Eg hefi stefnt tveimur skógarvörðum til fundar við mig uppi í Norðurskógi klukk- an 12“ „Þú lætur þá bíða.“ „Eg læt aldrei bíða eftir mér.“ „Hvenær kemurðu þaðan?“ „Um kl. l.“ „Gott. Eg skrifa þá leyniskytt- unni að vera á staðnum kl. 2.“ „Attu bréfaskipti við leyniskytt- ur?“ „Ojá — svona á vissan hátt. En farðu nú að komast af stað!“ Skömmu síðar fór Jochumsen út í garðinn og afmáði töluna „11“ með stafnum sínum og skrifaði í hennar stað töluna „2“ með öllum slaufum og krullum Idu. Svo horfði hann vandlega að slóðum, en sá engin spor að eða frá garðinum. Ut frá þvi ályktaði hann, að „prests- sonurinn“ hefði ekki komið þar, og því ekki séð fyrri töluna. „En eftir á að hyggja: hún mætir kl. 11, og hann er þá ekki þar; og hann kemur kl. 2, og hún er þá ekki þar,“ hugsaði Jochumsen. Eitt ráð sá hann þó við því. Hann náði tali af ídu og hvíslaði ákaflega dular- fullur að henni: „Eg á að skila til yðar, að hann geti ekki komið kl. 11, heldur kl. 2.“ Þó að handsprengja hefði fallið rétt fyrir framan Idu, myndi henni ekki hafa brugðið meira. Blóðrjóð stamaði hún: „Hvernig — hvaðan — veit pró- fessorinn — að —“ „Það er leyndarmál," svaraði hann. „En þagmælsku minni getið þér treyst.“ „En hann ætlaði að fara kl. 1 með lestinni —?“ „Svo! ætlaði hann það? Hann nefndi það ekki við mig. Hann hefir þá frestað ferð sinni.“ Klukkan hélftvö földu þeir sig, vinirnir, í viðarkestinum gamla. „Nú er langt síðan að eg hef lagzt á gægjur og staðið á hleri,“ mælti Vinge. „Þey þey,“ mælti Jochumsen. „Eg heyri eitthvað." I saiua bili kom Tippo Tip að kestinum og urraði nú ekki, en vildi grafa sig inn í hann. Maður kallaði á hann, en fékk hann með naumindum til að hlýða sér. En þá kom Ida. „Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þú gazt ekki komið fyrr en kl. 2?“ spurði ungi maðurinn. „Þú vissir þó, að eg ætlaði að fara með lestinni kl. 1. Nú kemst eg ekki héðan fyrr en á morgun, og þá fer ekkert skip frá Arósum.“ „En þú sendir mér boð' með prófessornum, að þú gætir ekki komið fyrr en kl. 2.“ „Eg sent þér boð með prófess- ornum! Við þann karl hefi eg aldr- ei talað.“ En því miður — hann hefir komizt að leyndarmáli okkar.“ „Mig langar mest til að fara með hann — eins og — hjörtinn." „Ekki bætti það úr skák. Nei, Knútur, nú gjörir þú það, sem ég bið þig: Þar sem þú hlýtur að slá förinni á frest, þá kemur þú nú heim-með mér og segir föður þín- um sem er: að þú hafir ekki getað haldið jól í Kaupmannahöfn, held- ur orðið að koma hingað til að tala við mig — og — og. Heyrðu, Knút- ur! Eg get ekki leikið svona á for- eldra þína öllu lengur.“ „Einmitt það! En sé „sá aldraði" þrár, þá get eg líka verið það. — Mömmii vildi eg mjög gjarnan sjá, en af því getur ekki orðið í þetta skipti. — Tippo Tip, komdu nú.“ En Tippo Tip var ekki á því. Hann gróf sig af ákafa inn í köst- inn, enda fór svo, að hrófatildrið hrundi ofan á þá félagana, svo að þeir urðu að standa á fætur og forða sér. „Pabbi,“ kallaði ungi maðurinn. „Prófessor,“ kallaði Ida. „Já,“ svaraði yfirskógarvörður- inn. „Það var fallegt af þér, að koma til okkar í jólaleyfinu. Já, eg hefði heldur ekki eirt í Kaup- mannahöfn í þínum sporum. En gjörðu nú það, sem Ida segir þér, því að hún.er skynsöm stúlka, og komdu nú heim. Gleðileg jól, drengur minn.“ Meðan þeir feðgarnir héldust í hendur, gekk Ida til prófessorsins, og eftir andartaks umhugsun lagði hún handlegginn um háls honum og kyssti hann. „Er eg hræðilega ljótur?“ spurði hann glettinn. Svo héldu þau öll heimleiðis, —- en á leiðinni spurði Jochumsen: „Má eg spyrja herra Vinge, hinn yngri, hvernig hann fór að því að láta spor kærustunnar hverfa, þeg- ar snjórinn dýpkaði. Það er ekki af forvitni spurt, heldur að gamni?“ Knútur leit brosandi á Idu. Htjn roðnaði eg svaraði: „Hann bar mig.“ „Já, hann er sterkur, drengur- inn,“ varð yfirskógarverðinum að orði. „En fæ eg svo upplýst — sömu- Jeiðis til gamans — hvernig þetta er með bréfið, sem eg fékk frá þér fyrir skömmu?“ „Auðvitað skrifaði eg það áður en eg fór frá Kaupmannahöfn og bað vinnukonuna að póstleggja það annah jóladag,“ svaraði Knút- ur. „Haltu fast um stjórnartaumana, Ida! Drengurinn er ekki allur þar, sem hann er séður.“ „O, eg er hvergi smeyk, yfir- skógar — tengdapabbi, má eg líklega segja! í sumar skal hann ljúka prófi. Það ábyrgist eg.“ Svona stóð á því, að jólin komu fyrst daginn fyrir gamlaársdag í hús yfirskógarvarðarins í þetta skipti. En þau komu þó! CB><B><B><B><B><B><B><H><B><B><B><Í<! DAGUR óskar lesendum sín- um gleðilegra jóla og farsæls nýjdrs. <B><H><B><HS<H><H><HKB><B><H><H><Hi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.