Dagur - 23.02.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 23.02.1949, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 23. febrúar 1949 Hvar er „pennastrik" Sjálfstæðis- forkólfanna? „fslendingur“ er súr í dálkum sínum út af því, að Ólafur Thors varð að láta af völdum „því mið- ur“ snemma árs 1947. Kemur þeta m. a. fram í blaðinu 2. þ. m. Ástæðan til þessa valdataps Ólafs segir ísl. hafa verið tvíþætt: Svik Sósíalistaflokksins og dáð- leysi Alþýðuflokksins. Sam- kvæmt þessari frásögn hafa því Ólafi verið nokkuð mislagðar hendur um val á samverkamönn- um sínum í nýsköpunarstarfinu, þar sem til annarrar handar voru svikarar, en til hinnar dáðleys- ingjar. Var þá ekki von að vel færi, enda lýsir ísl. ástandinu, er stjórnarfar Ólafs Thors, „svikar- anna“ og „dáðleysingjanna" skapaði, heldur ömurlega. í því efni telur blaðið upp eftirfarandi staðreyndir: Utgjöld ríkisins aukizt stór- lega og skuldasöfnun að sama skapi, dýrtíðin vaxið verulega, og kostnaður við að halda niðri vísi- tölunni orðinn gífurlegur, inn- Elutningur aukizt verulega, en vöruskortur jafnframt kreppt að þjóðinni, skattar hækkað, fram- leiðslan rekin með tapi, og at- vinnuleysi farið að sverfa að verkamönnum, þungar viðjar hafta og ófrelsis lagðar á þjóðina og stóraukin skriffinnska, sem lamar allt athafnalíf í landinu. Ekki er lýsingin falleg, en því miður allt of sönn. En var við öðru að búast, þar sem þjóðkunn- ur angurgapi sat við stýrið á þriðja ár ásamt „svikurum" og „dáðleysingjum", að því er ís- lendingi segist frá. Þetta er ekki annað en það, sem Framsóknar- menn voru búnir að segja fyrir að koma mundi og vara við. En Ól- afur Thors og hans lið barði í borðið og sagði, að horfurnar væru mjög glæsilegar. Það þarf ekki að taka það fram, að ísl. kennir ekki stjórn Ólafs Thors um neitt af þessu bágborna ástandi, sem hann er að lýsa. Það er nú síður en svo. Allt á það að skrifast á skuldalista núverandi stjórnar og þó nær eingöngu í syndaregistur hins vonda Fram- sóknarflokks, þó að hann hafi ekki nema þriðjung stjórnarinnar úr sínum hóp og aðeins fjórðung þingliðsins. Er það ekki í fyrsta sinn, sem ísl. lætur í það skína, að Framsókn ráði öllu í stjórn og á þingi, en hinir flokkarnir, og þar á meðal Sjálfstæðisflokkur- inn, engu. Eru það býsn mikil, hvað blaðið gerir á þenna hátt sína eigin menn litla og auvirði- lega. En hann um það. ísl. leggur mikla stund á að koma allri sökinni af núverandi ástandi yfir á núverandi stjórn, en þvo fyrrv. stjórn hreina. Sízt skal því neitað, að árangurinn af starfi ríkjandi stjórnar hafi orðið minni, enn sem komið er, en æskilegt hefði verið. En um leið má minna ísl. á það, sem aðal- blað forsætisráðherrans sagði upp úr síðustu áramótum. Þau orð voru sem hér segir: „Núverandi stjórn tók við tómum sjóðum. Aldrei hefir nokkur stjórn á ísiandi feng- ið erfiðara hlutverk.“ Þetta er staðreynd, sem allir kannast við. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, gerðu fjórir hagfræð- ingar úttekt á þjóðarbúinu úr höndum hinna þriggja samstarfs- flokka. Hefir ritstjóri ísl. lesið þetta plagg? Ef ekki, þá ætti hann að gera það. Mætti þá svo fara að hann fengi einhveria glóru af vitneskju um ástandið, eins og það var, þegar Ólafsstjórnin hrökklaðist frá völdum. Nokkru síðar staðfesti Fjárhagsráð álits- gerð hagfræðinganna — gerði jafnvel nokkru betur. Ólafsdýrkendur í Sjálfstæðis- flokknum hafa viljað þegja þessa álitsgjörð í hel. Einn foringinn sagði, að allt væri í „mesta blóma“, annar að „aidrei hefði útlitið verið jafn glæsilegt“, þriðji að álitsgjörðin væri barlómsvæl og hagfræðinganefndin réttnefnd Hermanns-nefnd. Þessir karlar voru ekki lengi að koma fjármálaástandinu í lag! En ekkert lagaðist fyrir fullyrðingar þeirra. Sú bitra vitneskja varð æ opinberri, að álitsgjörð hagfræð- inganna væri á römum rökum reist, og að algjört hrun væri framundan á næstu mánuðum með sömu stjórnarstefnu og verið hafði. Þá var Ólafsstjórnin látin fjúka og Framsókn kvödd til ráða. Þó að hin nýja stjórn hafi að ýmsra dómi reynzt lélegri, en þeir áttu von á, þá hefir henni samt tekizt með ráðstöfunum sínum að forða frá hruni fram á þenna dag. —O— ísl. hefir haldið þeirri fullyrð- ingu að lesendum sínum, að Framsóknarflokkurinn væri stefnulaus í þjóðmálum. Jafn- framt hefir hann spurt í þaula: Hver eru bjargráð Framsóknar- flokksins? Vitanlega ætti það að vera helber heimska frá sjónar- miði blaðsins að spyrja stefnu- lausan flokk um bjargráðastefnu. En þetta lætur þó ísl. sig h@fa, enda mun vit núverandi ritstjóra ekki meira en guð gaf. En svo kynlega brá við fyrir nokkru, að fsl. fór í óðaönn að lýsa stefnu „stefnulausa flokksins" í dýrtíð- armálunum. Lýsingin er á þessa leið: „Hann vill lækka kaupgjald, afurðaverð, byggingarkostnað, farmgjöld og verzlunarkostnað". „Þetta er hans vilji“, bætir blaðið við. Nú segir ísl., að Dagur hafi í frásögn sinni um þetta gleymt „lækkun á iðnaðarvörum", og leiðréttist þetta hér með. Er fsl. sýnilega annt um, að engu sé gleyrnt af stefnuskrá Framsókn- arflokksins! En sannast sagt eru þó stefnumál flokksins nokkru víðtækari, en ísl. rekur, eins og alkunnugc er. Þarna var þá fengin viðurkenn- ing ísl. á því, að Framsóknarfl. væri ekki stefnulaus, eins og blaðið hafði áður haldið fram. — Það skiptir engu, þó að ísl. vilji nú laumast frá þessari viður- kenningu og segi, að hún hafi „aldrei verið gefin“. Allir sjá, að þetta er aðeins flótti frá blaðsins eigin orðum, sem tilfærð eru hér á undan. Á flóttanum lítur ritstjóri ísl. um öxl sér og segir, að bjargráða- leiðir Framsóknarfl. líkist „ósk- um óreyndra unglinga." Verra gat það verið en að líkja þeim við hugsjónir æskunnar. Venjulega hafa þær í sér fólginn vaxtar- brodd framtíðarinnar. ísl. neitar að viðurkenna, að hér sé um nokkur bjargráð að ræða. Hann segir, að óskirnar — sem í þessu falli eru sama sem vilji — séu ekki bjargráð. En fyrsta skilyrði þess, að björgun takist, er þó að vilja bjarga. Ritstjóri ísl. lætur samt í það skína, að hann kunni síðar meir að fallast á björgunar- leiðir Framsóknarfl.. en þó því aðeins, að Dagur segi nákvæm- lega fyrir um það, hvernig eigi að framkvæma bjargráðin. Þetta verður naumast gert með öðru móti en að semja allmörg frum- vörp til laga. Undirbúningur að slíkum lagabálkum og setning þeirra hefir hingað til verið talið hlutverk ríkisstjórnar og Álþing- is, en ekki blaðanna. Mbl. skýrir frá því, að eitt einasta fi-umvarp hafi að undirbúningi til kostað 57 þús. kr. Það er því til nokkuð mikils mælzt að ætlast til að Dagur leggi í þann gífurlega kostnað, sem því er samfara að semja frv. til laga fsl. til skiln- ingsauka, enda vandséð að það beri nokkurn árangur. Af löngu fjasi ísl. um þessi mál, verður það helzt ráðið, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé andvígur bjargráðaleiðum Framsóknar- manna, því að þær séu ekki fær- ar. En hvað vill þá Sjálfstæðis- flokkurinn, eða vill hann ekki neitt? Hver eru bjargráð hans? Rík ástæða er til þess, að þjóðin spyrji þannig og krefjist svars. fsl. segir, „að þjóðin bíði nú sár- þjökuð eftir lausn vandamál- anna“. Sjálf toppfígúra Sjálfstæð- isflokksins hefir sagt, að dýrtíð- ina mætti lækna með einu penna- striki. Vill ekki ritstjóri ísl. svara því skýrt og vífilengjulaust, hvar og hvernig þetta björgunartæki Ólafs Thors er? Fáist ritstj. ísl. ekki til að svra, verður litið svo á, að fuhyrðingin um pennastrikið sé aðeins hé- gómi alls hégóma. Lyklakippa tapaðist s. 1. laugardag frá Gefjun að Klettaborg. — Finnandi vinsamlega skili lyklunum til Þóris Björnssonar, Gefjun. Línumerki mitt er Gnlt — Rautt — Gult. Arthúr Vilhelmsson, Hellu, Grenivík. -SÍSÍÍÍÍSÍSSSÍSSSÍÍÍÍSSSÍÍSÍSSÍSÍSSÍÍÍSSSÍÍÍÍÍSÍÍSSÍÍÍÍÍSSSÍÍSÍÍÍSÍSSS* Gróandi jörð: Endalaust sígur á ógæfuhlið Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON HINIR ALLT OF STÓRU kaupstaðir hér á.landi, með fjölda fólks, sem ekki vinnur arðvænleg eða nauðsynleg störf, er raunar höfuðorsök dýrtíðarinnar og allra fylgifiska hennar. Einkum er það þó höfuðborgin, sem er með þessu marki brennd. Samkvæmt Hagtíðindum var fólkstalan í landinu árið .1947,135,935. Fólksfjölgunin var, frá því árið áður, 3185 manns. Þar af lentu í Reykjavík 2736. Þar eru taldir heimilisfastir nálega 52 þús. manns. Er þar nú orðinn álitlegur stofn til mildllar fjölgimar, ef fólkið hefur í sig og á. í kaupstöðunum er fólkið talið alls 78,495, í kauptúnum, með yfir 300 íbúa, 16,294, og í sveitum og þorpum, með færra en 300 manns, 41,146. Þessi síðasta tala gerir rétt um 30% af fólksfjöldan- um í heild. Hversu mannmörg eru þorpin, sem talin eru með sveitunum, er ekki vitað, en þessum hóp af sveitafólkinu — sem talið er — hafði fækkað frá árinu áður um 616 manns. Svo að „endalaust sígur á ógæfuhlið11. Þar, sem fólkinu þyrfti að fjölga, þar fækkar því, en þar sem því þyrfti nauðsynlega að fækka — t. d. í Reykjavík — fjölgar bví ört, sbr. „hið góða sem ég vil, geri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það geri eg.“ — Þjóðin, skynibomir menn, vita bað og óttast, að fólkið er allt of margt í stærstu kaupstöðum hér, einkum þó í Reykjavík, en allt of fátt í sveitunum, vita það og óttast, að fólkið í landinu er allt of margt, sem ekki vinnur nauðsynleg eða arðvænleg störf, en allt of fátt það fólk, sem stundar fram- leiðslustörfin, vita það og óttast að þetta hefir það í för með sér, að skortur nauðsynja fer vaxandi, þeirra, sem lífsnauð- synlegastar eru: Sveitamaturinn, sem er aðalfæða lands- manna, vita það og óttast, að þjóðin úrkynjast, kraftur, og einkum þjóðlegur kjarni hennar, gengur til þurrðar, með sí- fjölgandi stórkaupstaðalýð en fækkandi alþýðu til sveita og í strjálbýlinu. ÁRIÐ 1940 ER TALIÐ að 30,6% af þjóðinni stundi landbún- að, 15,9% sjávarútveg og 21,3% iðnað (Árbók ísafoldar 1948). Sennilegt virðist að þessar hlutfallstölur hafi lækkað bæði til sjós og sveita, en ef til vill hækkað í iðnaðinum. Segjum að 66% af þjóðinni sé bundið við framleiðslu og iðnað. En þá eru eftir 34%, sem ættu að stunda verzlun, flutninga og opinbera þjónustu. Sýnilegt er að fjöldinn af þessu fólki stundar ónauð- synleg störf og sumt alls ekki neitt. Því til sönnunar má benda á það, að hjá sumum þjóðum stunda allt að því 80% landbún- að. (í Rúmeníu 78%, í Júgóslavíu 70%, í Ráðstjórnarríkjun- um 60—70% o. s. frv.). Hvað þessi óákveðni hluti þjóðarinnar, við atvinnuskiptingu hennar, er fjöhnennur, er þjóðarböl. Það þarf að koma þessu fólki „á gras“, FÁ ÞAÐ TIL AD STUNDA FRAMLEIÐSLU OG ÖNNUR NAUÐSYNLEG STÖRF. Þetta er stórmál, sem ekki má liggja í þagnargildi og verður að ráða bætur á. Þjóð- in liefir ekki efni á að dragast með iðjuleysingja í svo stórum stíl, sem framangreindar tölur benda til. Þjóðir, þar sem 70% af fólkinu stundar landbúnað, þurfa — fram yfir okkur — fólk til námuvinnu og í liermennsku. Samkvæint þessu ætti það að vcra yfirdrifið að hér væru, segjum 14% af fólkinu, við verzl- un, flutninga, opinbera þjónustu, sérþjónustu og svo örvasa fólk. Eftir þessum tölum ganga þá af 20% sem virðist lifa á óþarfa snatt. Gott væri að fleiri vildu athuga þessar hlutfalls- tölur. EG HEFI ENGA tilhneigingu til þess að bera óhróður á fólk. En sýnilegt er þetta: Fólkinu fjölgar á 4. þúsund manns á ári, og hlýtur sú tala að fara árlega hækkandi, en á sama tíma fækkar því við framleiðslustörfin. Að vísu er ekki vitað hve mörgu fólki iðnaðurinn hefir bætt við sig — af hlutfallatöl- unni — síðan 1940. En ekki tekur hann við öllu því fólki, sem fer frá framleiðslunni og viðkomu þjóðarinnar að auki. Þess vegna verður að draga margt í iðjuleysisdilkinn. En hann á enginn að vera til. Þetta fólk, sem virðist vera horfið úr tölu hinna nauðsyn- legu, er náttúrlega ekki aðgerðalaust. Það þrengir sér saman um ýms létt störf: Verzlunarfólk er langsamlega of margt, málalið ríkisstjórnarinnar og pólitísku flokkanna er mesti sægur, aðstoðarfólk þeirra, sem cru í opinberri þjónustu er fjöldi og svo koma braskarar, blaða- og bókaútgefendur, sem eru fram yfir allar harfir o. s. frv. Við, sem stundum framleiðslustörfin og berum ábyrgð á þeim — en framleiðslan er undirstaða velfarnaðar þjóðarinnar — getur djarft úr hópi talað. Það erurn við einir, sem getum (Framhald á 7. síðu). ZSSSSSSÍSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍSSSSSSSSSSÍSÍÍSSSSÍSSSS^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.