Dagur - 20.04.1949, Side 5
Miðvikudaginn 20. apríl 1949
D AGUK
5
Sigurður Jónsson
á Arnarvatni
Við fráfall Sigurður Jónssonar
á Arnarvatni eigum við á bak að
sjá einhverjum glæsilegasta full-
trúa íslenzkrar bændamenningar.
Hann var skáld og bókmennta-
unnandi, fjármaður góður og
náttúrudýrkandi, fastheldinn og
tryggur við fornar, þjóðlegar
erfðir, hugull og framgjarn til fé-
lagslegra umbóta.
Sigurður var 'af ættum skálda
og skörungá, gamalla byggða og
byggðamenningar. Höfuð hans
var fagurskapað, ennið með yfir-
bragði íslenzkra vídda og tignar.
Ungur var Sígurður eftirsóttur
til starfa af firma einu suður í
Englandi, sem rak hér verzlun-
arviðskipti og naut þar til atgerf-
is síns og gáfna. En hann hafnaði
því boði þótt gott væri á sína
vísu. Hann vissi sig til annars
kjörinn og æðra starfs, en gerast
vinnumaður á skrifstofu í fram-
andi landi.
Einmitt í þann mund orti hann
sitt ‘þjóðfræga átthagakvæði:
Sveitin mín. Fyrir það kvæði fá
dauðinn og gleymskan engan
fangstað á honum. „Sá deyr ei,
sem heimi gaf lífrænt ljóð“. Og
þetta ljóð er einmitt- lífrænt af
því, að það er úr hreinum og dýr-
um málmi slegið. Það er einlæg,
alvöruþrungin og listræn ástar-
játning ungs manns til uppruna
síns og átthaga, staðfast heit að
helga þeim krafta huga og hand-
ar yfir ævinnar dag.
Sveitin hans fagra, með forn-
háa fjallahringnum, veiðivatninu
hjarta, ánni, engjunum og há-
fjallablænum, lífgaði hann og
vakti til starfa og í staðinn vildi
ha'nn vinna henni til vegs — og
það gerði hann.
Það er gæfa hvers manns að
finna sjálfan sig snemma, vita
ungur sinn vilja, og það er gæfa
hvers lands að eignast marga
slíka syni og 'dætur.
Örlög margra eru þau að leggja
á langleiðir til þess að leita að
sjálfum sér, elta sinn skugga,
flýja sína fylgju. Eftir að hafa
rifið klæði sín í myrkviðum,
þyrst á eyðimörkum, hungrað á
fjöllum, villzt í höfum, koma þeir
kannske heim aftur vonsviknir,
þreyttir og gamlir. En þegar þeir
sjá sólina skína á bæjarþilin
heima, túnið, engið, ána, vatnið
og fjöllin, þá finna þeir fyrst að
þetta er einmitt þeirra óðal, hið
eina sem andinn á og verður á
jörðu fundið, en nú er það orðið
of seint, þeir hafa fórnað lífinu
vegna sjálfsblekkingar og aðeins
iðrunarsár ellin framundan. Of
seint! Og þó er hetra seint en
aldrei. En hve dásamlegt væri
það nú ekki að vera aftur orðinn
ungur „og eiga í vændum langan
dag“.
Það sem gerði Sigurð Jónsson
að þeim glæsilega merkisbera,
sem raun bar vitni, var það, að
hann villtist ekki um langvegu 'í
leit að hamingju sinni. Glögg-
skyggni hans var nógu skörp til
þess að sjá og skilja að hún bjó í
honum sjálfum og hans heima-
högum. Ungum svall honum
móður í brjósti að verða átthög-
unum og þá um leið landinu sínu
og þjóðinni allri að liði, vinna
„stórhugans dáð“. Og manndóm-
ur hans var nógu mikill til þess
að láta ekki lenda við óskirnar
einar og orðin tóm. Hann virti
svo störf og stöðu feðra sinna, að
hann ákvað það.strax í æsku að
ávaxta áfram þeirra pund. Og
hanri byrjaði daginn snemma.
Hann missti ekki af sólrisi hinna
æskudjörfu vona, þegar þær
gylla fegurst starfsdagsins land
og í framtímanum hillir gleggst
upp hin mörgu og stóru verk-
efni.
Sigurður Jónsson var bóndi —
þingeyskur bóndi og hóf búskap
sinn í byrjun 20. aldarinnar.
Þá var bjart yfir byggðum. Það
var bjart vegna þess að þær áttu
nóg af ungu, hugumstóru fólki,
sem var ákveðið og samtaka í því
að gera það að sínu æviverki að
gefa framtíð þeirra meiri fegurð
og farsæld en fortíðin hafði átt.
Meiri samvinnu, meiri menningu,
meiri ræktun og gróanda.
Sigurður Jónsson var skáldandi
#
þessarar æsku, kjörviður hennar
og kjölfesta. Hann, sem gæddur
var nægum hæfileikum til þess
„að verða mikill rnaður" annars
staðar, var þó ákveðnastur í því
að heima væri bezt. Þó var hann
enginn heimalningur, hvorki að
reynslu né hugsun.
Þótt mörgu hafi þokað vel á
leið í sveitum héraðsins á þessum
fyrri helmingi 20. aldarinnar,
voru þó liðnu árin oft þung í
skauti fyrir þá, sem lífsstríðið
háðu. Athafnavilji og umbóta-
þörf var ávallt öllu meiri hjá
bændunum, heldur en hvað efna-
máttur þeirra var mikill.
Sigurður Jónsson bar sínar
byrðar eins og aðrir í þeim efnum
— og reis undir þeim. Hann lét
ekki „baslið smækka sig“. Og í
döprustu sólmyrkvum æfinnar
kom bezt í ljós hans andlegi auð-
ur.
Á mörgum fagnaðar- og sakn-
aðarstundum þá var það skáld-
hugur hans, sem dýpkaði gleðina
og mildaði sorgina. Stundum var
hann eins og sólskin, sem skín á
fjöll landsins og gróðurlönd
sveitanna, sólhvarfagleði í
skammdegismyrkrinu. Margan
ljóðvarðann bjó hann föllnum og
merkum samtíðarmanni er standa
mun til vegvísis nýjum kyríslóð-
um.
Sauðkindurnar hafa verið
fylginautar okkar fslendinga frá
fyrstu tíð, þær hafa fætt okkur og
klætt og þeim eigum við það að
þakka, að við lifum enn í þessu
landi. En hinum sálrænu áhrifum
frá sambúðinni við hagi þeirra og
hætti, kynnast þeir ekki, sem að-
eins kaupa afurðir þeirra til fata
og matar og meta þær frá hag-
rænu sjónarmiði einu.
Meðal annars leiða sauðkind-
urnar hirða sína á vil fjallanna,
þar sem frelsið og fegurðin býr,
leiða þá þangað til ábyrgðar og
áraunar.
Það hefir betri og varanlegri
áhrif á ungling að fara á hesti í
göngur um haust, heldur en vera
í ferðamannahópi á bíl um há-
sumarið, — þó til fjalla sé farið.
í göngum ber hann ábyrgð á
hesti og ábyrgð á því að smala
sem bezt.
Stundum er hann kannske
einn í vissum leitum og verður
að glíma við margvísleg torleiði,
hraun, bratta og gljúfragil, og
koma þó bæði hesti og fénaði
heilum og vísum. Ferðin öll er
próf í áræði, úrræðasemi, þoli og
samvizkusemi. Og prófstofan er
fjöllin sjálf, stundum skínandi
björt og ægifögur, stundum
þungbúin og ógnandi og alltaf
raunveruleg.
Unglingurinn í mótorknúða
fjölmenninu ferðast án verulegr-
ar ábyrgðar, kannske án verulegs
tilgangs. Fjör fáksins, fundur
fjallasauðanna hvílir ekki sem
mat á manngildi hans.
Sigurður Jónsson hlaut í æsku
eldskírn íslenzkra sveitastarfa,
lærði að meta dásemdir dýranna
og töfra náttúrunnar. Það bezta
af þeim kynnum gerði hann að
fjárræktarbónda niðri í sveit og
skáldi upp við Herðibreið.
Sigurðui' Jónsson á Arnarvatni
var einn fremsti boðbexú sam-
vinnustefnunnar hér á landi, enda
gegndi hann ýmsum trúnaðar-
störfum bæði í héraðs- og lands-
samtökum samviimumanna.
Hann var þess fullviss, að ef
þessi litla þjóð ætlaði sér að
byggja upp sjálfstætt ríki og lifa
sönnu menningai’lífi í sínu stóra
landi, yrði hún að tileinka sér
lífsstefnu og félagshætti sam-
vinnunnar.
„Eg leit á mig sjálfan og sá það
og fann
á samstai'fi byggist minn lífskerf-
isþróttur.
Og hvar helzt sem einbeitni
viljans vann,
þá var þó sá kraftur í eining
sóttur....
Að samstarf er lögmál, sem
lífið er háð,
ef lífsnautnin skal ekki verða
að engu,
því sannleikans gullkoi'ni sæll
hef eg náð,
það er sigui'inn stæi-sti, sem
árin mér fengu.
Og þökk sé þeim sungin, sem
sjón mína skerptu*1.
Þetta segir hann í kvæði um
samvinnuna frá 1915.
Og núna, þegar ævidagur hans
er á enda runninn, þá má okkur
vera ríkust í huga þökkin til
hans fyrir það, að hafa skei-pt
sjón okkar á yndisleik átthag-
anna og lífsgæfu þeirri, að sýna
þeim trúskap og tryggð í sam-
vinnu hvert við annað og í sam-
vinnu við vaxtaröfl sólríks vors
og stói'huga æsku.
í sveitinni sinni átti andi Sig-
urðar skálds á Arnarvatni óðul
sín.
Sveitirnar eru einmitt óðalsset-
ur íslenzka andans. Þau óðul ein
fá fætt og fóstrað þá framtíðar-
þjóð, sem íslandi er mest þörf á
að eignast í dag.
Jónas Baldursson.
Sigurður Jónsson
frá Arnarvatni
Sé ég hníga sól til viðar,
sé ég hverfa dagsins rönd,
rökkurhjúp í dali dregur
dyljast fjöll og heimalönd;
ljóðagyðju vaskur vörður
varpað hefur sinni önd.
Þingeyingar áttu áður
afreksmenn í Bragahöll,
sem hreifðu þýða hörpustrengi
við heyrðum óma kvæði snjöil.
Þeir hafa hnigið eirm af öðrum
eins og röðull bak við f jöll.
Bragi aðeins býður fáum
á bekk að sitja hið næsta sér,
veitir þeim af vizku sinni
veig, sem ölluin hugstæð er,
var þér búið veglegt sæti
vel þar jafnan sómdir þér.
Ljóðin snjöll þér lágu á tungu.
Ljóð, sem þykir mikilsvert,
líkt og þjóti ör af álnú
yfir landið flýgur þvert.
Enginn hefir yndislegri
óð um bernskustöðvar gert.
I öllum byggðum Islendinga
er það ljóð á tónum flutt,
inn að þjóðar hug og hjarta
hefir það sér brautir rutt,
við æskurjóður ást að binda
eflaust hefir mikið stutt.
Óskadrenginn sveitin syrgir
„sumar, vetur, ár og dag“
þessi fagra „Fjalladrottning“,
sem fékk í hlut sinn glæsibrag
lxann í móðurfaðmi fplur
flytur skáldi þakkarlag.
Söknuður vor hjörtu hrærir
er horfurn við á eftir þér,
hörpustrengur þegar þagnar
þögnin djúp og geigvæn er.
Bragasmiður, bóndi og maður
býr sitt skip og heiman fer.
ÞÓRÓLFUR JÓNASSON.
Til sumargjafa:
Blómstr. pottaplöntur
Afskorin blóm, allsk.
íslenzkur leir
og margt fleira nýtt.
Blómabúð KEA.
Nokkrir pokar af
útsæðiskartöflum
til sölu.
Gunnar Thorarensen.
Sími 10.
Bijónaefni. Um páskana opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú
María S. Sigurðardóttir og Sig-
ui’ður V. Jónsson harmoniku-
leikari.
Jónas Lárusson
sextugur
Hinn 10. þ. m. varð Jónas Lár-
usson hótelstjóri sextugur að
aldri. Hann er fyrir löngu larids-
kunnur maður fyrir afskipti sín
af gistihúsmálum og landkynn-
ingu íslendinga. Er hann braut-
í-yðjandi á því sviði. Jónas Lár-
usson stai’far nú sem aðstoðar-
gistihússtjói’i við nýja Keflavík-
urhótelið.
tiiiiiiiiiiiieiiiiiiiiitiiiiiiitiiiiaiiiiiiiiiiiitiiiiiiniaiiiia**^;
SKJALDBORGAR |
B í Ó
Svarta páskaliljan |
(fílack Narcissus)
Skrautleg stórmynd í eðli- |
legum litum.
| Aðalhlutverk:
Deborah Kerr §
Sabu
David Farrar
Jean Simmons
Esmond Kniglit.
Sýnd í kvöld kl. 9 og |
Sumardaginn fyrsta, i
síðasta sinn.
★ I
T o p p e r
1 Hin bráðskemmtilega i
1 gamanmynd. 1
= Síðustu sýningar kl. 3 og 5 i
í á Sumardaginn fyrsta. [
r.dlMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllluiltlllllllllllMlí
Ferminqarkort
fást í
Bókaverzlun
Björns Árnasonar,
Gránufélagsgötu 4
(liús Prentsm. Björns Jónssonar).
Kvenarmbandsúr
fundið. — Geymt í
Bjarkastig 5.
Herra-
sumarnærföt,
ný gerð, með teygju.
Hlýtt, mjúkt, sterkt.
AMARO búðin.