Dagur - 22.06.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 22.06.1949, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 22. júní 1949 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Stmi 1G6 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. rREXTVERK ODDS BJORNSSONAR H.F. „Þjóðle 66 gir kommunistar og aðrir DANSKA BLAÐIÐ „Information“ birti fyrir röskri viku fróðlega grein um atburði þá, sem nú eru að gerast í Austur-Evrópu, en af útvarpsfrétt- um hér er kunnugt, að þar standa nú yfir víðtæk- ar „hreinsanir“ í kommúnistaflokkunum. Ráð- herrum og kommúnistaforingjum, sem fyrir nokkrum mánuðum böðuðu sig í veldissól flokksins, er nú varpað út í hin yztu myrkur og þeir sakaðir um hvers konar glæpastarfsemi. — Þannig hafa nú á skömmum tíma orðið örlög tveggja kunnra kommúnistaforsprakka austur þar, Rajiks, sem til skamms tíma var utanríkisráðhérra, Ungverjalands og Kostovs, sem var varaforsætis- ráðherra Búlgaríu þar til nú í vor. Hið danska blað hefir leitað skýringanna á þessum atbúrðum í málgagni sjálfs Kominform, en það virðulega málgagn kemur út í Búkarest og þykir ein hin bezta heimild um ástandið á kommúnistaheimil- inu í heild. í síðasta hefti þessa Kominform-mál- gagns er líka að finna margvíslegar Úþplýsingar um heimilisástæðurnar og þær uppeldisreglur, sem sanntrúaðir Moskva-kommúnistar verða að hlíta til þess að standast það próf, að geta talist auðsveip og hlýðin hjú á öllum greinum við hina miklu valdamenn í miðdepli kommúnistavefsins. i SAMKVÆMT FRÁSÖGN danska blaðsins bcr Kominform-málgagnið það með sér, að í Moskvú óttast menn mjög að til tíðinda dragi víðar í Aust- ur-Evrópu en í Júgóslafíu og fleiri en æskilegt er taki sér Tító til fyrirmyndar. En höfuðglæpur hans er, samkvæmt kenningum hveintrúaðra Moskvumanna, að hann hefir sett hag og heill lands síns ofar hagsmunum rússneska stórveldis- ins og hefir ekki viljað fallast á að Júgóslafía yrði nokkurs konar mjólkurkýr fyrir efnahagskerfi' hins rússneska herveldis. Enn er óséð, hvort Tító helzt sú þrjóska uppi, og dynja nú yfir hann alls kyris þvingunarráðstafanir Kominform-landanna til þess að koma honum á kné og Júgóslafíu aftur í dilk hinna auðsveipu landa. En dæmið um Tító er ekkert einsdæmi, þótt það sé frægast. Fleiri háttsettir kommúnistar hafa gerzt svo djarfir að hugsa fyrst um eigið land og síðan um Rússland. En þeim hefir ekki tekizt að halda hvort tveggja lengi, þessum syndsamlega hugsanaferli og valda- aðstöðu sinni í flokknum. Pólski ráðherrann Go- mulka, gríski uppreisnarforinginn Markos og búlgarski varaforsætisráðherrann Kostov, hafa allir mátt lúta í duftið. í Kominformblaðinu í Búkarest er grein um synd Kostovs, sem varð honum að falli. Og ummæli blaðsins eru vissulega lærdómsrík. Þau sýna glögglega, hvers þarf með til þess að menn geti talist trúir og dyggir komm- únistar. Það eru engir smámunir: Blaðið segir svo: „Eftir að samþykkt höfðu verið lög, sem voru til þess ætluð að hindra Breta og Banda- ríkjamenn og aðra njósnara í því að fá aðgang f að upplýsingum, sem voru mikils virði fyrir sjálfstæði landsins (Búlgaríu), gaf Kostov, sem varaforsætisráðherra, út tilskipun um að þessi lög giltu einnig fyrir fulltrúa Sovétríkj- anna.. .. Kostov hindraði fulltrúa Sovétríkj- anna stöðugt í því að fá upplýsingar um það verð, sem Búlgaría fékk fyrir vissar vörur, sem seldar voru til kapítalísku ríkjanna....“ Þessi var þá syndin stóra, sem Kostov drýgði: Hann var svo mikill Búlgari, að hann •mat sjálfstæði og fullveldi lands síns meira en efnahagslega velferð Sovét-Rússlands. En slíkt líðst engum kommúnista, sem því nafni getur kallast. Þeirra bíða örlög þeirra, sem nú eru hrapaðar stjörnur. KOMMÚNISTAR hér heima hafa gert mikið að því á undan- förnum árum að tala um sjálf- stæði og þjóðerni. Augsýnilega vilja þeir láta almenning telja sig í flokki hinna „þjóðlegu“ komm- únista. Hinir „þjóðlegu“ komm- únistar í Austur-Evrópu taka nú út hegninguna fyrir þjóðlegheit- in. Um þessar mundir gera ís- lenzkir kommúnistaleiðtogar sér tíðförult í austurveg og sitja þar flokksfundi með helztu ráða- mönnum alþjóðakommúnismans. íslenzkum almenningi er ekki skýrt frá því, hvað þar héfir gerzt. Kommúnistablöðin hér segja ekki einu sinni frá ferðalög- um flokksforingjanna. Vissulega mun íslenzkur almenningur telja hina „þjóðlegu“ . kommúnista Austur-Evrópu geðslegri tegund en hina. sem skríður í duftinueft- ir minnstu bendingu heimsvalda- sinnanna- í Kominform. Mun þó ekki skorta kúgun og ofbeldi í landi Títós einræðisherra, þótt hann vilji sjálfur ráða því, hverjir eru kúgaðir. En hitt er jafn aug- ljóst, að þótt kommúnistafor- sprakkarnir hér og málgögn þeirra hafi ekki aðstöðu til þess að hnýta efnahagsmál lands síns aftan í efnahagskerfi Sovét- Rússlands og standi þess vegna ekki í sporum Kostovs hins búlg- arska, virðast þeir þó í öllum greinúm andlegir jábræður hinn- ar kommúnistategundarinnar, sem öllu játar, er ' að austan kemur. Efnahagurinn er ekki í hendi þeirra, en hvar andinn er, er lýðum ljóst. Þrátt fyrir allt talið um sjálfstæði og þjóðlegheit og brölt á tyllidögum lýðveldis- ins, .er augljóst, að ráðamenn kommúnistaflokksins hér, eru ekki í hópi hinna „þjóðlegu“ kommúnista, heldur sanntrúuð Kominform-þý. Greinin í Kom- inform-blaðinu, sem áður er vitnað til, og örlög stjórnmála- mannanna í autsanverðri álfunni, sýna glögglega, hvað þarf til að menn öðlist það kommúnistíská heiðursheiti. Það er þörf á því, að íslenzka þjóðin glöggvi sig á því,' hvers konar manntegund hér er um að ræða. FOKDREIFAR Hættuleg ræsi. „Bílstjóri" skrifar blaðinu: „ÞAÐ ER MIKIÐ talað og ritað um slys og varnir gegn þeim, og er það eðlilegt, þess vegna get eg ekki stillt mig um að senda blaði yðar örfáar línur, og það, sem eg vildi minnast á, eru vegimir hér í nágrenninu eða öllu heldur ræs- jn.í gegnum þá, til dæmis á veg- inúrn fram að Kristnesi eru að minnsta kosti 8 ræsi, sem eru vægast sagt mjög varasöm, veg- urinn er breiður og góður og eng- in missmíði sjáanleg, en svo kem- ur allt í einu ræsi, sem er of stutt. Það er hverjum manni ljóst, að slíkt er hættulegt, og þó að ennþá hafi ekki orðið slys að þessu, þá getur það auðveldlega orðið fyrr en varir. — Ráðamenn veganna æftu að athuga og merkja þá staði, sem verstir eru nú þegar." Þessar athugasemdir „bílstjóra" eru fyllilega réttmætar. — Hér í blaðinu hefur áður verið bent á þessi hættulegu ræsi, en ekki verið að gert. Stundum hefjast lagfæringarnar ekki fyrr en slysin hafa komið fyrir. Eigum við að stækka Lysti- garðinn? KUNNINGI MINN hér í bæn- um varpaði þessari spurningu fram nú á dögunum. „Eigum við að stækka Lystigarðinn?“ Já, því ekki það, sagði ég. Hefur ekki alltaf verið talað um að stækka garðinn, þótt lítið bóli á fram- kvæmdum enn? Já, það kann að vera, en ekki í þá áttina, sem ég vil láta stækka hann. Ég vil nfl. stækka hann til austurs en ekki til vesturs. Ég velti þessu fyrir mér ofurlitla stund. En er ekki fjölfarin gata rétt austan við garðinn — og þar næst snarbrött brekka? Rétt er það, en líttu nú á: og þar með hóf hann að útlista fyrir mér hugmynd sína um framtíð garðsins og útlit, og nú gef ég honum orðið án þess að grípa alltaf fram í fyrir honum. Skrúðgarður frá Hafnarstræti upp að Þórunnarstræti. „MÉR FINNST liggja í augum uppi, að allur hvammurinn fyrir ofan sýslumannshúsið eigi að vera skrúðgarður, — þ. e. garð- ur, sem planlagður er eins og hæfir í brekku með skemmtileg- um þrepum upp eftir, hæfilega þéttum gróðri, gjarna gosbrunn- um eða öðru slíku til prýðis. — Þarna í hvamminum er fagurt og friðsælt, ágætt útsýni yfir Poll- inn og þar er skjól og vafalaust mundi hverskonar gróður þrífast þar vel. Til þess að breyta hvamminum í skrúðgarð þarf vitaskuld nokkurt fé en þó um- fram allt áhuga og starfandi hendur. Þegar garðurinn væri kominn í horf, gætu þeir sem vilja farið í Lystigarðinn, gengið inn í hann frá Hafnarstræti og haldið upp eftir hvamminum. (En þjóðvegurinn aðskilur hvamm- inn og núverandi Lystigarð, skýt ég inn í). Hugmynd mín er, eins og ég sagði, að tengja garðana saman, ekki með því að leggja niður þjóðveginn, heldur með því að grafa göng undir hann. Þann- ig háttar til þarna, áð það yrði ekki mjög erfitt né kostnaðar- samt. Vitaskuld mundi það kosta erlent efni, en ekki ýkja mikið. Nota mætti tækifærið um leið og koma upp almenningssalernum fyrir í sambandi við þessi göng og ég sé ekki að það mál yrði betur leyst öðruvísi, en aðkall- andi að koma upp slíkum stað í núverandi garði eða í nágrenni hans, (svo að maður nefni nú ekki þörfina á því að koma upp slíkri stofnun fyrir sjálft bæjar- félagið.) Ennfremur mætti hugsa sér veitingasölu í einhverjuformi í sambandi við innganginn í garðinn, frá Hafnarstræti. — Með tíð og tíma gæti þessi staður allur, frá Hafnarstræti til Þór- unnarstrætis, orðið hin mesta bæjarprýði og menningarauki fyrir bæjarfélagið. Athyglisverð tillaga. ÞANNIG sagðist kunningja mínum frá í aðalatriðum og má þó vera að eg hafi hér sleppt (Framhald á 5. síðu). Enn um unga fólkið í TVEIM SÍÐUSTU kvennadálkum „Dags“ hafa birzt kaflar úr umsögnum nokkurra kunnra rithöf- unda og menntamanna í Reykjavík um unga fólkið í höfuðstaðnum (og raunar annars staðar á land- inu), eins og það kom þeim fyrir sjónir fyrir 15 ár- um, en þá snéri tímaritið „Dvöl“ sér til þessarra manna og óskaði umsagna þeirra um það, hvernig þeim litist á æskulýðinn íslenzka og hvers þeim þætti mega af honum vænta. Hefir kvennadálkur- inn þegar birt útdrátt úr ummælum þeiira próf. Alexanders Jóhannessonar, Ragnars L. Kvaran, Tómasar Guðmundssonar, séra Bjarna Jónssonar, Valdemars Sveinbjörnssonar og Sigurðar Nordals. Hér fer á eftir útdráttur úr umsögn sjöunda og síð- asta mannsins, er tók til máls um þetta efni að því sínni, en það var Pálmi Hannesson rektor. Honum fórust svo orð m. a. i grein sinni í „Dvöld“: — — — „Unga fólkið í Reykjavík hefir alizt upp á heimil- um, sem hafa glatað nokkru af áhrifum sínum fyrir bíóum og kaffihúsum. Það hefir alizt upp í útnesja- þorpi, sem er að breytast í evrópiska borg og tekst það ekki sem bezt. Það hefir álizt upp hjá þjóð, sem vill lifa menningarlífi, en á erfitt með það.... “ „.... UNGA FÓLKIÐ ei' ólíkt um margt, eíns og heimilin, en því svipar saman um annað. Það er yf- ii'leitt hispurslaust og djarfmannlegt. Það hefir rík- an vilja til sjálfstæðis og mikilla möguleika, svo að stundum stappar nærri sjálfbirgingsskap, og er vandséð, hver gifta muni fylgja. Það vill ekki vera unglingar, heldui' fullorðið fólk, jafnvel þegar á fermingaraldri, og hegðar sér eftir því.... Loks er unga fólkið nú lítið trúhneigt í venjulegum skiln- ingi og lausara miklu við draumlyndi og skáldskap- aróra en næsta kynslóð á undan.... Raunhæf við- fangsefni, einkum félagsleg, eru ljósari og liggja nær nú en þá. Og í átökunum við þau svalar æska vorra daga trúhneigð sinni, athafnalöngun og æfin- týraþrá.“ „.... Á ÖLLUM tímum hefii- ungt fólk verið brotgjarnt á gamlar venjur og lítið trúað á lífs- reynslu þeirra og úrræði, sem eldri eru. Ef til vill kveður meira að þessu nú en oft áður, enda eru efnin til þess á þessum dögum ráðstefnanna og ráð- leysisins.... Unga fólkið hér í bænum------þekkir lítið til landsins austan Hellisheiðar og norðan við Skarðsheiði og langar lítið til að kynnast því. Hug- ur þess stefnir fremui' út á við. En heimilin í Reykjavík, Hótel Borg og Iiollywood hafa mótað það mest, — miklu meira en íslenzkar bókmenntir og íslenzkar geymdir.... “ „UNGA FÓLKIÐ er stundum erfitt, en aldrei leiðinlegt. Mér þykir vænt um það, og eg trúi á það, eins og eg trúi á framtíðina og hinn nýja tíma.“ M A T U R. OST-KÖKUR % bolli smjör. IV3 bolli rifinn ostur. 1 eggjarauða. 1 bolli sykur. 2 bollar hveiti. 1 flöt tesk. vanillusykur. Smjör og sykur er hrært saman þangað til það er mjúkt. Eggjarauðan er hrærð vel með sykrinum og síðan er það látið út í smjörið og ostinn. Hveiti og vanillusykri er blandað í, síðan er þetta hnoðað og búinn til aflangur ströngull. Hann er síðan lát- inn í ísskáp eða á kaldan stað þangað til hann er orðinn harður. Þá er hann skorinn í þunnar sneið- ar. Þær eru settar á smurða og mélaða plötu og ei-u bakaðar við jafnan hita svo sem 15 mínútur. (1 bolli gildir 2 dl.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.