Dagur


Dagur - 27.07.1949, Qupperneq 2

Dagur - 27.07.1949, Qupperneq 2
2 DA6UR Miðvikudaginn 27. júlí 1949. Vegirnir í Eyjafirði vorið 1949 Eftir Karl Friðriksson Síðari (Niðurlag). Þá kem eg að síðustu greininni eftir „bílstjóra“ í Fokdreifum Dags frá 29. júní. Hún tekur að vísu áðurnefnd- um greinum langt fram í fávísi og er því í rauninni lítilla svara verð. T. d. er talað um að ræsin í vegunum séu að verða full af aur og sandi, og fram sett þannig í nefndri grein, að það stafi af margra ára trassadómi. Þetta er skrifað á þeim tíma þegar yfir héraðið gengur ein sú allra örasta vorleysing, sem menn muna eftir, og allir lækir velta fram, með margföldum vatnskrafti, við það venjulega, og er því ekki að undra þó í slíkum tilfellum geti átt sér, að einstöku lækjum takist að fylla vegaiTæsi af aur og grjóti stund og stund. Þrátt fyrir það, þó fjöldi manna hafi daglega eft- irlit við að halda opnum ræsum, og veita lækjum í rétta farvegi. Þá er talað um að ræsin séu orðin mikið hærri en vegurinn, og vitnað í það, sem sönmm fyrir því hvað viðhald veganna sé lélegt. En aumingja maðurinn virðist gleyma því, að síðari hluta vetr- ar og snemma á vorin eru þessi sömu ræsi langtum neðar en yfir- borð vegarins, og er þá í mörgum tilfellum borið ofan í þau sérstak- lega ,eða heflað ofan á þau þegar hægt er að koma því við. Þetta stafar af þeirri einföldu ástæðu, að vegurinn lyftist mjög mikið af frostum á vetuma, en steypt ræsi, sem púkkuð eru nið- ur fyrir frost, lyftast alls ekki Þegar síðan frostið fer úr á vorin hljóta ræsin að koma upp úr að sama skapi og ofan á þau hefir verið borið. Er leiðinlegt að vita til þess að bílstjóri skuli ekki vita svo lítið um veginn, sem hann fer ,og er að skrifa um, sem þetta árlega fyrirbæri, og verð eg af því að álykta, að hann geti ekki haft aði baki sér margra ára reynslu, sem bílstjóri. Þá talar hann um, að viðhaldið hafi verið aðallega fólgið í því að ausa steypusandi ofan í veginn. Máske þekkir hann betur steypu- sand en eg, þó að eg hafi unnið við brúargerð hjá vegagerð ríkisins í nær 20 ár. En eg tel ekki að það hafi verið gert. Hitt er annað mál, að þegar byrjað er að gera við vegi það snemma að vorinu, að flestar veg- grúsir eru fullar af snjó og klaka, verðum við oft að sætta okkar við lélegra ofaníburðarefni í pytti og hvörf en við annars höfum ráð á þegar autt er orðið. Loks í endir þessarar greinar er spá um það, að ef við fengjum rigningarsumar yrðu einhverjir vegir hér í grennd ófærir, þó eg viti ekki hvort þessi blessaður maður er spámannlega vaxinn eða ekki, get eg vel verið honum samdóma í því, að einhverjir veg- ir yrðu honum ófærir, ef hann er ekki lagvirkari við að stýra bil en skrifa um vegamál. Hinu ætla eg aftur á móti að grein halda fram, að það, sem til er af fullgerðum þjóðvegum í Eyja- fjarðarsýslu, verði ekki ófærir þó rigningarsrunar kæmi. því stöð- ugir þurrkar mánuð eftir mánuð eru þjóðvegunum yfirleitt mun óhagstæðara tíðarfar en hæfilegt votviðri, og margfalda erfiðleika okkar í vegaviðhaldi á margan hátt. Má t. d. nefna, að það má heita ógerlegt að bera ofan í harða vegi í þurrkatíð og sömu- leiðis er alveg ógerningar að hefla þá. Tel eg svo hér með fullsvarað áðufnefndum greinum og útrætt um þessa hlið málsins. En fyrst- eg neyddist til að fara að skrifa um vegamál, ætla eg að bæta við nokkrum orðum til þeirra, er veganna þurfa að njóta, bæði bílstjórastéttarinnar, sem hefir orðið til fyrir vegina, en ekki vegirnir fyrir þá (eins og þeir virðaát sumir halda), og einnig til bændanna og annarra er flutn- ingsþörfina hafa, og vegimir eru fyrst og fremst byggðir fyrir. Við þessa aðila vil eg segja það, að það er mjög ergilegt fyrir okkur, sem um vegina eigum að sjá, hvað litlum skilningi við mætum oft, hjá þeim í starfi okkar, og hvað það virðist vera ofarlega í þeim að það sé aðeins þeirra, að krefj- ast, án þess að hugsa um, hvort þær kröfur eru reistar á sann- girni eða eigi, og loka augunum fyrir því hvaða kostnaður leiðir af kröfum þeirra. Því að svo bezt verða þessi mál leyst, að allir að- ilar leggi sitt bezta fram, og reyni að skilja og þola það, þó ein- hverju verði ábótavant, og taki fullt tillit til þeirra möguleika sem við, sem um vegina eigum að sjá, höfum yfir að ráða, bæði hvað við kemur fjármagni til veganna, og þá ekki síður tíðarfarslegum ástæðum, eins og þær eru á hverjum tíma, og reyni að rækta hjá sér þá velvild til þessara líf- æða þjóðarinnar, að þeir meti vegina í heild meira en stundar- óþægindi, sem vegbönnin á vorin geta haft í för með sér gagnvart einstökum aðilum. Hvað eigum við t. d. að segja um þá vegfarendur, sem brjóta vegvísara með kúlnahríð og grjótkasti, eyðileggja háettu- merki á sama hátt, rífa burt og brjóta niður hlið á vegum, sem eru í banni, og taka upp nætur- ferðir á bönnuðum vegum, þegar þeir treysta sér ekki að stelast um þá að deginum, vegna þess að vegagerðarmenn mundu reka þá til baka eða skrifa upp númer þeirra. Allt er þetta freklegt brot á landslögum og þar að auki, a. m. k. hvað, hættumerki við kemur, tilraun til að aka á slysahættu. Þá get eg ekki stillt mig um að minnast á eitt alvarlegasta brot þessarar tegundar, þó eg voni að það hafi verið meira gert af hugsunarleysi en mannvonzk- unni, sem lýsir sér í verknaðin- um, og það var þegar bflstjóri úr — íþróttir og útilíf Golfmót fslands var háð hér á Akureyri dagana 7.—9. júlí. Þátt- takendur voru milli 20 og 30 en ýmisleg atvik hömluðu því, að Vestmanneyingar gætu mætt eins f jölmennir og ráð hafði verið fyr- ir gert. Fyrst fór fram öldungakeppni (menn yfir 50 ára). Þátttakendur voru 5, og voru leiknar 27 holur. Urslit urðu þessi: 1. Helgi Skúlason A. 146 högg. 2. Ásgeir Ólafsson R. 154 högg. 3. Stefán Árnason A. 160 högg. 4. Ólafur Gíslason R. 160 högg. 5. Halldór Hansen R. 178 högg. í öldungakeppninni var keppt um fagran silfurbikar, og vann Helgi Skúlason hann nú í þriðja sinn í röð og því til fullrar eign- ar. f aðalkeppninni, meistaraflokki keppa 16 menn, en undirbúnings- keppni sker úr um hverjir það eru hverju sinni. Leiknar voru 72 holur og urðu úrslit þessi: 1. Jón Egilsson A. 334 högg. 2. Jóhannes Helgason R. 341 högg. 3. Sigtryggur Júlíusson A. 348 högg. 4. Þorvaldur Ásgeirsson R. 351 högg. 5. Jóhann Þorkelsson A. 368 högg. 6. Hörður Svanbergsson A. 368 högg. 7. Jóhann Vilmund- arson V. 381 högg. 8. Hermann Ingimarsson A. 382 högg. 9. Óli Kristinsson V. 382 högg. 10. Troels Friis R. 383 högg. 11. Helgi Skúlason A. 385 högg. 12. Halldór Magnússon R. 391 högg. 13. Jakob Gíslason A. 399 högg. 14. Stefán Árnason A. 401 högg. Tveir luku ekki keppni. f þessari keppni er keppt um fagran farandbikar ásamt titlin- um Golfmeistari íslands 1949. Einnig fylgir lítill silfurbikar til eignar. í fyrsta flokki kepptu 6 menn og varð hlutskarpastur þar Bjöm Pétursson frá R. með 361 höggi. Þingeyjarsýslu (sem kannske er bóndi líka), braut niður fleiri snjóstikur á Vaðlaheiði til þess að leggja þær uijdir bílhjólin sín, og komast þannig leiðar sinnar, án þess að tilkynna mér eða öðrum er um veginn átti a ðsjá, þennan verknað, og var með því rétt bú- inn að verða þess valdandi að tveir menn, sem litlu síðai' fóru veginn, og lentu í stórhríð, yrðu úti. Þó eg vilji ekki birta nafn þessa manns hér, er það ekki vegna þess, að eg viti ekki hver maðurinn er, heldur af hinu, að eg vona — hans vegna, og ann- arra — að slíkt komi ekki fyrir aftur. Að endingu vildi eg óska, að þessi orð mín mættu verða til þess að glæða skilning og samvinnu í þessum málum, bæði hjá þeim, sem veganna eiga að njóta og um þá eiga að sjá, því að þá fyrst væri von til að fram úr rættist, og mun eg jafnan verða fús til að taka við heilráðum ábending- um, þó eg hins vegar telji ekki ástæðu til að þegja við rakalausu narti frá mönnum, sem auðsýni- lega hafa engan skilning á þeim málum, sem þeir eru að skrifa um. Karl Friðríksson Minningarorð um Júlíus Ólafsson Hinn 7. júlí s. 1. andaðist Júlíus Ólafsson, fyrrverandi bóndi í Hólshúsum, á heimili bróður síns, Ólafs Tr. Ólafssonar, hér í bæ. Lík hans var flutt til moldar að Munkaþverá 15. s. m. að við- stöddu fjölmenni. Júlíus fæddist að Kristnesi, bæ Helga magra, 19. okt. 1861 og var því hartnær 88 ára, er hann and- aðist. Þrátt fyrir hinn háa aldur hafði hann fótavist fram undir það síðasta. Hann var af þrótt- miklu eyfirzku bændafólki kom- inn i báðar ættir. Foreldrar. hans voru Ólafur Ólafsson og kona hans Jóhanna Júlíana Jóhann- esdóttir, er lengi bjuggu á Borg- arhóli í Munkaþverársókn, og þar ólst Júlíus upp til fullorðins ald- urs á algenga sveitamanns vísu. Skömmu eftir 1880 höfðu foreldr- ar hans bústaðaskipti og fluttu búferlum að Hólshúsum í Grund- arsókn. Um þær mundir fór Júlí- us í Möðruvallaskóla og lauk þar námi eftir tveggja vetra dvöl. Hlaut hann þar gott veganesti á lífsleiðinni, þó að ekki væri um langskólanám að ra’ií Benedikt Gröndal var þá einn af kennurum skólans og hafði Júlí- us margt skrýtið og skemmtilegt frá honum að segja. Eitt sinn tók Júlíus sér fyrir hendur að yrkja kvæði og sýndi Gröndal, til þess að fá dóm hans um hvort þa væri boðlegt, kvaðst þó hafa ver- ið skjálfandi hræddur um, að hann dæmdi það óframbærilegt. Tók Gröndal að lesa kvæðið lágt með sjálfum sér og sýndist á- nægjusvipur á honum, þar til allt í einu að hann gretti sig og sagði: „Þetta kann eg ekki við, þessu þarf að breyta." Eftir að breyt- ingin var gerð, sagði skáldið: „Nú er það fullgott." Árið 1888 kvongaðist Júlíus og gekk að eiga heitmey sína Sigur- björgu Jónasdóttur frá Stóra- hamri, hina ágætustu konu. Reistu þau þá bú í Hólshúsum, fyrst á hálflendunni móti föður Júlíusar, en bráðlega á allri jörð- inni. Bjuggu þau síðan í Hólshús- um samfleytt til ársins 1930 eða alls í 42 ár, og við þann stað er Júlíus jafnan kenndur. Aldrei safnaðist þeim mikill auður, en voru jafnan vel bjargálna og fremur veitandi en þurfandi. Bú sitt stunduðu þau hjón af kost- gæfni og var hirðusemi þeirra og prýðilegri umgengni utan húss og innan ætíð viðbrugðið sem hrein- ustu fyrirmynd. Því var það, er konungur vor var eitt sinn á ferð í Eyjafirði og óskaði að fá að koma inn á íslenzkan sveitabæ, að Hólshús varð fyrir valinu. Þar var að vísu torfbær, en innanhúss var allt fágað og prýtt, og mun konungur hafa undrast þá hí- býlaprýði, er þar blasti við sjón- um, þó að ekki væri auðæfum fyrir að fara. Júlíus var iðjumaður mikill,, stundaði m. a. mikið smíðar á heimili sínu og var dverghagur bæði á tré og járn, þó að ekki væri hann lærður smiður sem kallað er. Trúnaðarstörf hafði hann á hendi fyrir sveit sína, var lengi í hreppsnefnd Hrafnagils- hrepps og um skeið oddviti henn- ar, átti sæti í sýslunefnd og einn- ig í sóknarnefnd. Hann var söng- vinn, hafði góða söngrödd og var um langt skeið forsöngvari í Grundarkirkju í prestsskapartíð síra Jónasar á Hrafnagili. Heimilislíf þeirra hjóna, Júlí- usar og Sigurbjargar, var ánægju legt og farsælt. Þau eignuðust eina dóttur barna, sem dó í bernsku; er slík raun bæði gömul saga og ný. Síðan varð þeim ekki barna auðið, en ólu upp nokkur fósturbörn og gengu þeim í góðra foreldra stað. Ungur að aldri aðhylltist Júlí- us samvinnuhreyfinguna og veitti henni eindregið fylgi sitt. Síðar gerðist hann einn af forvígis- mönnum hreyfingarinnar í Eyja- firði. Á meðan Kaupfélag Eyfirð- inga bjó við pöntunarfyrirkomu- lagið, var hann nokkuð viðriðinn starfsemi þess. Á aðalfundi fé- lagsins 1905 var hann kosinn í nefnd, til þess að semja frumvarp til nýrra laga fyrir félagið í sam- ræmi við þá skipulagsbreytingu, er þá var verið að koma á undir forustu Hallgríms Kristinssonar. Á aðalfundi næsta ár var svo Júlíus kosinn í stjórn félagsins og átti sæti í henni þar til 1921, eða 15 ár samfleytt. Júlíus fékkst nokkuð við ljóða- gerð, en ekki hélt hann þeirri framleiðslu sinni mikið á lofti. Einkum orti hann tækifæris- kvæði. Þegar Hallgrimur Krist- insson kvaddi Kaupfélag Eyfirð- inga á aðalfundi þess 1918, flutti Júlíus honum kvæði. Þegar hann var nær áttræður, ferðaðist hann til Austurlands og orti við það tækifæri lofkvæði um fegurð Fljótsdalshéraðs og Hallorms- staðaskóg. Hvorki mun hann hafa ort sér til lofs né frægðar, held- ur fyrst og fremst til hugarhægð- ar. Það, sem einkum einkenndi Júlíus Ólafsson, var frábær snyrtimennska. Auk þess var ’iann höfðinglegur ásýndum, einkum þegar aldur færðist yfir hann. Eg minnist þess, að eitt sinn spurði aðkomumaður mig: „Hver er þessi höfðinglegi maður, er þar fer?“ Það var Júlíus frá Hólshúsum. Konu sína missti hann árið 1936. Eftir það var hann á vegum bróður síns og bróðurdóttur hér á Akureyri og naut þar beztu að- hlynningar í ellinni. Til hins síð- asta var hann jafnan glaður og reifur og heilsan sæmilega góð, nema hvað gigt bagaði hann síð- ustu árin. Rúmfastur var hann aðeins örfáa síðustu sólarhring- ana, þar til hann að kvöldi fyrr- nefnds dags leið út af þjáningar- laust, „eins og lítill lækur ljúki sínu hjali.“ Ingimar Eydal. TÖÐU og kýrgæft hólmahey get eg selt í sumar. Gunnar S. Hafdal, Hlöðum, Hörgárdal. Sími: Möðruvellir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.