Dagur - 24.08.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 24.08.1949, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 24. ágúst 1949 Fyrirsjáanlegur skortur á algeng- ustu skólavörum hér í haust Viðskiptanefndin hefur neitað bóksölum bæjar- ins um leyfi til að flytja inn stílabækur, glósu- bækur, blek o. s. frv. Um miðjan næsta mánuð hefja fyrstu skólarnir starf á ný og úr því hver skólinn á fætur öðrum. Dagur hefir snúið sér til bókaverzlan- anna í bænum og leitað sér upplýsinga um hvemig ástatt sé með birgðir af nauðsynlegustu skólavörum, svo sem stílabókum, glósu- bókum, bleki, strokleðrum, erlendum námsbókum o. s. frv. Stríðsör á Italíu Sjón sem þessi er því miður algeng á ítalíu enn í dag. Ungur drengur leikur á útiveitingastað til þess að safna aurum handa höltum félaga sínum. Sameinuðu þjóðirnar hafa komið ítölskum börnum til hjálpar og bamahjálpin veitir nú 1 milljón barna fæði og klæði auk læknishjálpar, en þessi hjálp hrekkur samt skammt. 225000 kr. skatfur af fekjum 1 árs Gljúfrasteinn Kiljans og tveir einkabílar teknir lögtaki fyrir ógreidd þinggjöld ársins 1947 Það hefir vakið mikla athygli, að í síðasta tölublaði Lögbirtinga- blaðsins er skýrt frá því í tilkynningu, að húseignin Gljúfrasteinn og tveir bílar hafi verið teknir lögtaki af Halldóri Kiljan Laxness rithöfundi fyrir ógreidda skatta og gjöld til ríkisins, sem nema 224.811 krónum. Segir í tilkynningunni, að nauðungaruppboðið á þcssum eignum fari fram 30. sentember næstkomandi. Niðurstaða þessara athugana er sú, að þessar vörur og ýmsar fleiri, sem skólafólki er nauðsyn að hafa, skortir nær því algerlega og er þegar fyrirsjáanlegt að til vandræða kemur hér í haust er skólarnir hefja starf. Ástæðan til þessa bagalega skorts nú, þegar komið er fram undir þann tíma að skólarnir fari að hefja starf, er sú, að Við- skiptanefndin hefir neitað bók- sölum hér um leyfi til þess að flytja inn þennan varning. Hafa bóksalar hér engin leyfi feng- ið á þessu ári, þegar frá er talið eitt smáleyfi fyrir blýöntum frá Tékkóslóvakíu, sem ein verzlun- in fékk. Hins vegar fékk þessi sama verzlun nú nýlega neitun á umsókn til kaupa á stílabókum handa börnum og mun lítið sem ekkert af þeim vamingi vera til í bókaverzlunum bæjarins. Enn- fremur var neitað um leyfi til að flytja inn kennslubækur. Þessi stjórn á málunum er hin furðulegasta. Hér er ekki um stórar upphæðir að ræða. Nokkur þúsund króna leyfi mundu nægja til þess að bæta úr brýnustu þörfinni. Hér í þessum bæ eru starfræktir margir skólar. Fjöldi manna víðs vegar af landinu sæk- ir þá. Ríkisvaldið og bæjarfélagið kosta stórfé á ári hverju til þessa skólahalds. En skilningur þeirra, sem stjórna verzlunarmálunum um þessar mundir, á starfi skól- anna og þörfum nemendanna, er ekki meiri en það, að fyrir beinar aðgerðir stjórnavaldanna verður allt skólastarfið mjög torveldað í haust og vetur, ef ekki verður undinn bráður bugur að því að bæta úr þessu. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvernig ástandið er í Reykjavík að þessu leyti. Landsmönnum er enn í fersku minni skyrsla sú er Fjárhagsráð gaf út á sl. ári um leyfi til kaupa á erlendum bókum og tímaritum. Samkvæmt skýrslu þeirri hlutu allar bókaverzlanir á landinu utan Reykjavíkur minni innflutningsleyfi á heiiu ári en ein bókaVerzlun í Reykjavík. Ef skiptingin á innflutningi skóla- varnings er eitthvað svipuð, er sennilegast að nægilegt sé af þessum varningi í Reykjavík og verður þrautalendingin hér þá sennilega sú, að nemendur verða að gera út kunningja í Reykjavik til þess að kaupa vörurnar fyrir sig og senda þær norður. Þannig vinna núverandi verzlunaryfir- völd markvisst að því yfirleitt að koma - síðustu leyfum innflutn- ingsverzlunarinnar úti á landi í hendur reykviskra fyirrtækja og kaupsýslumanna. „jörimdiir“ seldi í Þýzkálandi Síðastl. laugardag seldi Jörund- ur, hinn nýji dieseltogari Guð- mundar Jörundssonar útgerðar- mapns hér í bæ, fyrsta fiskfarm sinn í Bi-emerhaven í Þýzkalandi.- Alls um 230 tonn og var það ekki fullfermi. Togarinn reyndist í hvívetna vel í þessari fyrstu veiðiför. Skipið er væntanlegt hingað í nótt. Hörð átök miili Stalín- ista og Títós Fátt hefir vakið meiri athygli um hinn frjálsa heim nú síðustu dagana en hin harðnandi átök milli Moskvustjómarinnar og Títóstjórnarinnar í Belgrad. — Ganga klögumálin á víxl og þungar ásakanir á báða bóga. — Rússneska stjómin sendi júgó- slafnesku stjórninni óvenju harð- orða orðsendingu nú fyrir helg- ina og taldi hana þar augljósan fjandmann Rússlands. Um sama leyti var tilkynnt að rússneski sendiherrann í Belgrad, Lavren- tief, hefði verið skipaður aðstoð- arutanríkisráðherra. Vestræn blöð telja að útnefning og heim- kvaðning Lavrentiefs boði það, að Moskvastjórnin hyggist brátt slíta stjórnmálasambandi við Júgó- slafíu. Blaðafregnir herma að Júgóslafar hafi nú snúið baki við grísku uppreistarmönnunum og — Ðómur „Yísis“ (Framhald af 1. síðu). treystist Fjárhagsráð ekki til að dylja þær ömurlegu staðreyndir fyrir þjóðinni, að hún hafði teflt á tæpasta vað í fjármálunum, væri á góðri leið með að tapa öllu trausti og allri tiltrú, en fullyrð- ingar stjórnmálaleiðtoganna hefðu verið gaspur eitt og glam- ur, fram sett í blekkingarskyni og til atkvæðaveiða. Nú viðurkenna þessir menn, að Fjárhagsráð hafði rétt fyrir sér, er það lýsti högum þjóðarinnar á þann veg, að grípa yrði til neyð- arráðstafana til þess að bjarga því, sem bjargað yrði. Þessir menn hafa notið valdanna um nokkurra ára skeið og eru ánægðir með sitt hlutskipti. Þá skiptir ekki miklu máli, þótt sannast hafi eitt af tvennu: að þeir gerðu sér ekki grein fyrir vandanum eða fóru með vísvit- andi blekkingar til þess að hagn- ast á því persónulega. Pólitískar syndir eru fljótlega fyrirgefnar, enda segja sumir að þær fyrnist á viku. Því er ekki að undra, þótt allir þeir menn, sem mestar blekkingar höfðu í frammi, vilji gefa þjóð sinni kost á kröftum sínum og mannviti næsta kjör- tímabilið og eigi nú ekki orð til að lýsa erfiðleikum þeim, sem framundan eru, en reyndir og gætnir stjórnmálamenn veiða einir til að ráða fram úr. En af hverju er svo komið, sem komið er? Af því að hinir þrautreyndu stjórnmálamenn hafa brugðizt þjóðinni — ekki reynzt menn til að ráða fram úr þeim vanda, sem þeir tóku sér á herðar, en hafa kiknað undir byrðunum. Gleymskan er góð í hófi, en ekki er unnt að ætlast til, að kjósend- urnir gleymi öllu því, sem að þeim snýr, er þeir ganga að kjör- borðinu annan og þriðja vetrar- daginn.“ Kaldbakur og Sval- bakur selja afla í Þvzkalandi •/ Hinn 15. ágúst sl. seldi Akur- eyrartogarinn Kaldbakur afla sinn í Bremerhaven í Þýzkalandi, samtals 286.015 kg. Kaldbakur er nú kominn heim og út á veiðar á ný. Hinn 22. þ. m. seldi Svalbak- ur, einnig í Bremerhaven, sam- tals 298.896 kg. hafi hrakið þá yfir landamærin er þeir leituðu hælis á júgóslafneskri grund fyrir sókn stjórnarhersins. Virðist allt annað en friðsamlegt í kærleiksheimili kommúnista á Balkan um þessar mundir. Tilkynningin í Lögbirtingablað- inu er sem hér segir: „Samkvæmt kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs og að undan- gengnu lögtaki 2. ágúst 1949, verður fasteignin Gljúfrasteinn, Mosfellshreppi, Kjósarsýslu, þinglesin eign Halldórs Kiljan Laxness rithöfundar boðin upp og seld á nauðungaruppboði til lúkningar ógoldnum þinggjöldum skattársins 1947, tekjuskatti ,kr. 69.508.00, tekjuskattsviðauka kr. 14.027.00, stríðsgróðaskatti kr. 141.276.00, samtals kr. 224.811.00 auk dráttarvaxta og kostnaðar. Uppboðið fer fram á eiginni föstudaginn 30. september næstk., kl. 3 e. h. Á sama stað og tíma fer og fram nauðunghruppboð á „Jepp“-bif- reiðinni G. 926, og ',,Mercury“- bifreiðinni G. 1299, eign Halldórs Kiljans Laxness. Frumvarp að uppboðsskilmál- um, veðbókarvottorð og önnur skjöl, er varða söluna, eru til sýn- is í skrifstofu embættisins, og skulu athugasemdir við frum- varpið vera komnar til uppboðs- haldara í síðasta lagi viku fyrir uppboðið, enda mega aðilar búast við því, að annars verði þeim ekki sinnt.“ Dollaratekjur. Samkvæmt frásögn sunnan- blaðanna er forsaga þessa máls sú, að upphaflega voru lagðar á Kiljan 1168 krónur í Mosfells- sveit. Yfirskattanefnd hækkaði skattinn upp í 40000 krónur og ríkisskattanefnd hækkaði hann enn upp í 224811 krónur. Af þessu er augljóst, að Halldór Kiljan Laxness rithöfundur og ein helzti áróðursmaður kommúnista- flokksins mun naumast eiga heima í hópi öreiganna, því að það eru engar smáræðis tekjur, sem skattlagðar eruáþennanhátt. Um þessar gífurlegu tekjur mun það eitt vitað, að ein af bókum Laxness komst í „best seller“ flokk bóka í Bandaríkjunum og var valin mánaðarbók Book of the Month Club. Hefir slíkt jafn- an verið talin álitleg tekjuöflun, þótt engar upplýsingar liggi fyr- ir um hversu mikið rithöfundur- inn hafi þar borið úr býtum. Þá munu og þykja vanhöld á því, að hann hafi gert gjaldeyrisyfirvöld- unum viðhlitandi grein fyrir doll- aratekjum sínum. Athyglisvert er, að kommún- istablöðin minnast ekki einu orði á þessa frétt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.