Dagur - 14.09.1949, Blaðsíða 4

Dagur - 14.09.1949, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 14. sept. 1949 D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, -auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. l'RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Happdrætti stjórnmálamannanna TVÖ REYKJAVÍKURBLAÐANNA hafa ný- lega gert að umtalsefni álitsgerð um hag ríkisins og útlitið í efnahagsmálunum, sem þau segja Benjamín EiríkSson hagfræðing, starfsmann Al- þjóðabankans, hafa samið fyrir tilmæli ríkisstjórn- arinnar. Blöðin greina frá ýmsu af efni álitsgerð- arinnar, enda þótt. hún hafi hvergi verið birt. — Samkvæmt frásögn þeirra þykir þessum hagfræð- ingi óefnilega horfa um fjármál ríkisins og at- vinnuveganna og af lít-illi gætni verið haldið á kortunum af stjórnarvöldunum hér hin síðari ár. Telur hann þörf á ýmsum róttækum aðgerðum og nauðsynlegt að hefja þær hið bráðasta. Vitaskuld eru fregnirnar af álitsgerð þessari aðeins lausa- fregnir. Með hana er farið eins og hernaðarleynd- armál. En því er nú einu sinni þannig farið með hernaðarleyndarmál íslenzka ríkisins, að því helzt ekki vel á þeim. Líldegast er því að þessar fregnir séu að verulegu leyti réttar og fyrir liggi athyglis- verð skýrsla þessa hagfræðings, sem áf kunnugum er talinn einn hinn færasti vísindamaður þjóðar- innar á þessu sviði. HELZT LÍTUR ÚT FYRIR það, að stjórnar- völdin ætli sér ekki að birta þessa skýrslu opin- berlega fyrir kosningarnar a. m. k. Verður naum- ast sagt að þau leggi sérlega mikið kapp á að kynna háttvirtum kjósendum staðreyndir um efnahagsmál ríkisins. Sennilegst er að leyndin beri vott um slæma samvizku sumra- stjórnmála- manna, sem nú sjá spádóma sína um „blóma“ í at- vinnulífinu og gull og græna skóga til handa al- menningi, opinberaða sem falsspádóma. Og þá skortir manndóminn til þess að leggja spilin á borðið, láta reynsluna tala og gefa þjóðinni kost á að fá sem gleggsta vitneskju um ástandið áður en hún kveður upp dóm sinn um stefnuna í kösning- uijum í haust. Það er sérstaklega athyglisvert í þessu sambandi, að einn stjórnmálaflokkurinn að- eins hefir treyst sér til þess að leggja ákveðnar tillögur fyrir þjóðina. Hinir flokkarnir slá úr og í, stundum liggur þeim ekkert á að gera neinar varnarráðstafanir gegn aðsteðjandi efnahags- vandræðum, stundum telja þeir ófært að slá þeim á frest. En hvernig sem þá og þá syngur í blöðum þessara flokka, gnæfir þó ein staðreynd alltaf upp úr: Þeir hafa engar tillögur borið fram um það, hvernig eigi að snúast við vandanum. Þeir sam- einast í einn talkór til þess að tortryggja þær til- lögur, sem Framsóknarflokkurinn hefir borið fram og þjóðin kan nskil á ,en forðast jafnframt að bera fram nokkrar tillögur frá eigin brjósti. Það er augljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurirm ætla sér að bjóða kjósendum til einnar meiriháttar tombólu í haust. Þeir láta ekkert uppi um það, hversu mörg núll séu í kassanum. Kjós- endurnir eiga sem fyrr að gjalda sinn skatt í kjör- klefanum, en hending ein að ráða því hvort þjóðin uppsker nokkurn vinning af því að kjósa þessa flokka. Framsóknarflokkurinn hefir farið öðruvísi að. Hann hefir þegar gert þjóðinni grein fyrir þeim aðgerðum, sem hann vill lótá framkvæma. Hver sá, sem kýs frambjóðendur flokksins, lýsir jafn- framt stuðningi við ákveðnar ráðstafanir til þess að koma efnahag þjóðarinnar aftur á réttan kjöl og tryggja öryggi atvinnuveganna. Þessi stefna flokkanna er í raun réttri áfram- hald af því, sem á undan er geng- ið. — „Nýsköpunar“-flokkarnir efndu hér til stórkostlegra happ- drættis en áður hafði þekkzt. Þar var lagt undir það fjármagn, sem þjóðin hafði aflað sér á stríðsár- unum. Nokkrir góðir vinningar voru í þessu happdrætti eins og öðrum, en mikill hluti fjármagns- ins varð að engu í höndum ráðs- mannanna. — Framsóknarmenn vildu þegar í upphafi fara öðru- vísi að. Þeir vildu mikla „nýsköp- un“ atvinnulífsins, en lögðu megin áherzlu á nauðsyn þess að hafa jafnan gát á framleiðslu- kostnaði og dýrtíð og forða því í tíma að hin nýju tæki nýttust ekki þjóðinni fyrir ráðleysi heima fyrir og f jármagn hennar rynni út í sandinn fyrir tilverknað dýrtíð- ar og heimskulegra stjórnarhátta. Þessi stefna fékk ekki að ráða. Fjárhættu- og happdrættissjón- armiðin urðu ofan á og þjóðin sýpur seiðið af því í dag. KJÓSENDUR munu veita því athygli nú á þessum haustdögum, að þeim er ætlað að kjósa blind- andi, greiða atkvæði án þess að fá að vita, hverjar ráðstafanir til endurreisnar flokkarnir hyggist gera. Framskónarflokkurinn einn hefir lagt fram ákveðnar tillögui' og gert grein fyrir þeim. Hinir flokkai'nir sameinast um að reyna að gera þær tortryggilegar, en forðast jafnframt að taka á mál- unum sjálfir. Og þeir gera betur. Þeir stinga undir stól skýrslu mikilsmetins hagfræðings um ástandið í efnahagsmálunurm — Birting slíkrar skýrslu mundi gefa þjóðinni stórum bætt tæki- færi til þess að átta sig á ástand- inu og dæma um þær leiðir, sem líklegastar eru til bjargar. En það er eins og sumir flokkar vilji helzt að dómgreind almennings verði sem slöppust og vitneskjan um staðreyndirnar sem dýpst grafin í moðsuðukassa slagorðanna og upphrópananna, sem fram til þessa er aðalinnlegg sumra stjórnmálaflokkanna til lausnar á vandamálum líðandi stundar. FOKDREIFAR „Gangnaseðillinn“ á ferðinni. EIN ER SÚ MINNING frá bernsku- og unglingsárum mín- um í sveit, sem rifjast oft upp fyrir mér hér í kaupstaðnum um þetta leyti árs, þegar svífur að hausti og kveldskuggarnir leggj- ast með degi hverjum æ fyrr og æ þyngra á land og sæ. — Ein- hvern daginn að áliðnum slætti var jafnan von á mannaferðum milli bæja í fjalladalnum mínum gamla, í erindagerðum, sem allir á bænum fylgdust með af vakandi áhuga. Sendimaður af næsta bæ kom tíðum, þeysandi í slægjuna til okkar piltanna, eða hitti hey- skaparfólldð við samantekningar eða heyband, og færði okkur virðulega skrásettan boðskap frá hreppsnefndinni, „gangnaseðil- inn“ sjálfan, þar sem yfirvöld sveitarinnar kváðu á um það, hversu fjárleitum og fjallskilum skyldi hagað hverju sinni, hve marga menn bóndi hver og fjár- eigandi skyldi leggja til í heiðar- göngur, fjallleitir og heimasmöl- un o. s. frv. Þarna gat að líta dag- skipanir, áætlanir og. fyrirmseli um atburði, sem við unglingarnir — og jafnvel fullorðna fólkið líka — höfðurn lengi hugleitt og hlakkað til: göngur og réttir og allt það fjölbreytta líf, annir og umsvif, ferðalög og mannfundi, sem þeim fylgir í flestum sveit- um þessa lands. Eg man, að fólkið þyrptist oftast nær saman, hvernig sem á verkum stóð, þegar þessi langþráða sending barst því; gangnaseðillinn var dreginn úr umbúðunum með tilhlýðilegri varfærni og virðuleik, og svo var byrjað að lesa hann, skrafa og skeggræða um efni hans og inni- hald. OFTAST, MINNIR MIG, var þessi hernaðaráætlun hrepps- nefndarinnar — a. m. k. í minni sveit — svo gjörhugsuð og glögg, að hún hlaut sjaldnast nokkra teljandi gagnrýni, heldur sætti hver og einn sig oftast möglunar- laust við það ætlunarverk. sem honum hafði verið úthlutað. En út af þessu mun þó sums staðar hafa brugðið á stundum, ef marka má t. d. undirtektir bóndans, sem endursendi gangnaseðilinn að leiðarlokum til hreppsnefndar- innar og hafði þá skrifað á hann þessa stöku: „Vel út búinn varstu’ aldrei vill þó drjúgum hraka; — ferðalúið flækingsgrey farðu nú til baka!“ Pólitískir gangnaseðlar. Á ÞESSU HAUSTJ má segja að svo óvenjulega vel beri í veiði, að von sé á tvöföldum — ef ekki margföldum — gangnaseðlum, göngum og réttum, og það ekki aðeins í sveitum landsins, heldur einnig í bæjunum. — Ráðamenn hinna pólitísku flokka í landinu eru nú óðum að geaf út tilskipan- ir sínar um fjallskilastjóra, gangnaforingja og fjallkónga, er safna skulu um sig liðiilu og stjórna göngum og eftirleitum á heiðalöndum og afréttum stjórn málanna. Vísast er, að einhverjir undanreiðarmenn séu þegar lagð ir af stað með nesti og nýja skó að smala fé og föngum við ein- hverja Seyðisá, í Kistuveri Skúmstungum eða Þjófadölum. Síðar verða vafalaust sérstökum tilsjónarmönnum — með æðri og lægri titlatogum — falið að annast smölunina á þrengri og afmark aðri svæðum — sveitaleitum og heimalöndum — svo að enginn ómerkingm' verði eft-ir skihnn nú fremur en endranær, þegar mikjð liggur við. Og nú bíður ekki allur mannfagnaður og hátíðahöld réttadagsins sjálfs, svo sem var þó tíðast í gamla daga, heldur er fólkinu óspart boðið „brauð og leikir“ þegar í upphafi rekstrar ferðarinnar, og reykvískir akró (Framhald á 6. síðu). DYRU EPLIN Aldrei þessu vant hafa epli verið á boðstólum hér og víðar um land þessa síðustu daga. Mun mörg húsmðirin og margt barnið hafa hugsað gott til þess að fá ný epli, er fregnin barst að eplasending væri komin til landsins. En gamanið fór brátt að kárna. Hveft kíló af eplunum kostar kr. 9,50 í Reykjavík, og auðvitað mun dýrara úti á landi eins og nú er orðin tízka. Verðið hér er 10 krónur kílóið. Þetta verðlag er blöskrunarvert. Epli þessi eru ítölsk, og vitað er að verðlag á ávöxtum þar í landi — sér- staklega heldur lélegum tegundum eins og þeirri, sem hér er völ á — er mjög lágt. Geysilangt bil er því í milli innkaupsverðsins og útsöluverðsins hér. í sunnanblöðunum eru gefnar tvær skýringar á þessu. Hin fyrri, að eplin séu fengin í vöruskiptum fyrir íslenzka hesta, hin síðari, að .dansk-íslenzkur kaupsýslumaður, sem eitt sinn var starfandi hér í bænum, hafi staðið fyrir kaupunum. Almenningur á bágt með að átta sig á þessu. Hefir haldið að kílóið í hrossunum væri ekki svona dýrt, og ennfremur að hægt væri að komast í samband við ávaxtaút- flytjendui' á ítalíu án milligöngu einstakra gróða- brallsmanna. En svona er verzlunin orðin undarleg á þessum síðustu og verstu tímum. Alls kyns fjár- aflamenn fá að gang'a um dyr nefndanna og ráðanna á sama tíma og verzlunarsamtökum almennings er meinaður aðgangur þar. Og haldið er dauðahaldi í þetta skipulag og allar kröfur um réttarbætur hundsaðar. Og þegar rándýr vara flytzt til landsins, þá er þannig um hnútana búið að hún þarf að vera ennþá dýrari úti á landi en í Reykjavík. Eplasendingin ætti að verða til þess að minna húsfreyjur landsins á það, hvernig verzlunarmálun- um hefir verið og er stjórnað og hverjir það eru, sem því ráða og hafa með handauppréttingum í rík- isstjórn, Fjárhagsráði og á Alþingi, -komið í veg fyrir lagfæringar á þessu hörmungarástandi. E£ þessi eplasending gæti orðið til þess að festa þessi atiiði vel í minni, hefði hún ekki til einskis komið. Hins vegar er augljóst, að með slíku verðlagi er fyrir það girt, að þeir, sem helzt þurfa eplanna með, þ. e. börn og sjúklingar, njóti þeirra. Verður því að óreyndu vandséð, að þjóðarbúskapnum Iiafi skinið nokkuð gott af þessum undarlegu hrossakaupum við ítalíu. HEIMILISIIJALPIN BEZTA. Hér var fyrir nokkru greint frá Gallup-könnun. um það, hvort eiginmenn í einu landi væru hjálp- legri við konuna sína við heimilisstörfin en eigin- mennirnir í öðru landi. Kom í ljós, að frændur okk- ar á Norðurlöndum eru um margt til fyrirmyndar £ þessu efni. Danskt blað birti fyrir nokkru þessa mynd, til skýringar þessari Gallup-könnun. J0Í***V Eiginmaðurinn segir frá: Og þegar eg svaraði spurningu skoðanakannarans um það, hvort eg væri hjálplegur við heimilisstörfin með skýru og ákveðnu jái, þá heyrðist óskapleg hláturhvina innan úr borð- stofunni!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.