Dagur - 14.12.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 14.12.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 14. desember 1949 D A G U R 7 FRA BOKAMARKAÐSNU SKÓLADAGAR, 237 bls. í bandi. Bókaútgáfan B. S. Akureyri. Beztu endurminningar æsku- áranna eru oft bundnar við skól- ana og félagana þar. Og með auk- inni skólagöngu verða þessar minningar æ stærri þáttur úr lífi unga fólksins. Vísnabækur með nöfnum og rithöndum skólafé- laganna eru geymdar sem helgur dómur. Nú hefir B. S. útgáfan gefið út mjög smekklega bók til að geyma þessar minningar. Bók þessi nefnist skóladagar. í henni eru sérstakir kaflar fyrir nöfn og fæðingardaga skólafélaganna, vísur og aðrar minningar. Rúmi fyrir myndir er heldur eigi gleymt. Helgi Elíasson, fræðslu- málastjóri, hefir ritað formála að bókinni. Þar segir m. a.: „Skráð- ar endurminningar frá skólaár- um eru ekki aðeins til ánægju og skemmtunar þeim, er þær rita og eiga, heldur geta þær geymt sögulegar staðreyndir, sem ella kynnu að fara forgörðum. Hver sá, sem eitthvað ritar í þessa bók, getur því verið hvoi't tveggja í senn — án þess að vita það — rithöfundur og sagnfræðingur.11 Bók þessi virðist tilvalin tæki- færisgjöf til skólafólks. Og trúað gæti eg því, að hún yrði vinsæl af æsku landsins, Eiríkur Sigurðsson. Sjálfsagt munu sérmenntaðir bókmenntafræðingar, er hafa það að æfistarfi að skrifá rit- dóma fyrir stórblöðin og bók- menntaritin úti í „hinum stóra heimi“, telja hlutverk sitt ærið ábyrgðarmikið og margþætt, enda sé þeim ekki hvað sízt ætl- að að leiðbeina rithöfundunum sjálfum — gerast eins konar lærifeður þeirra og leiðtogar, auk dómarastarfanna sjálfra og hinn- ar listrænu matsgerðar í þágu les endanna og listarinnar. Við leikmennirnir hjér heima sem tekið höfum að okkur í bili, hliðstætt hlutverk í þágu lítilla blaða lítillar þjóðar, og verðum að rækja það á harla stuttum og stopulum tómstundum, sem okk- ur gefast frá öðrum og óskyldum störfum — munum hins vegar þykjast sleppa vel eftir atvikum, ef okkur tekst með nokkrum lík- indum að rækja tvo þætti hins margþætta ætlunarverks, nefni- lega þann, að hjálpa höfundum og útgefendum að koma bókum sínum á framfæri við lesendum- ar á ofurlítið annan og' persónu- legri hátt en með auglýsinga- skruminu einu saman, — og í annan stað, ef verða mætti, að veita lesöndunum dálitlar bend- ingar og leiðsögn, er þeir hyggj- ast velja lestrarefni, hvort held- ur það er nú handa sjálfum sér, lestrarfélögum, eða gjafabækur handa vinum sínum og venzla- mönnum. En jafnvel svo fáþætt hlutverk getur þó reynzt okkur algerlega ofviða á stundum, og þá ekki hvað sízt fyrir þá sök, að tvær af hverjum þremur bókum, sem okkur eru árlega sendar til umsagna, berast okkur venjulega í hendur á tveimur til þremur vikum, og þá einmitt í þann mund, sem helzt er óskað að um þær sé getið án frests eða tafar — þ. e. meðan „jólamarkaðurinn er enn í fullum gangi“ og bezti sölutíminn þannig enn ekki lið- inn. Til uppbótar á því, hversu handahófslegur þessi fréttaflutn- ingur minn af nýjungum á sviði bókmenntanna verður óneitan- lega að þessu sinni — einkum af ofangreindum ástæðum — mun eg leitast við að flokka að nokkru eftir efni bækur þær, sem á skal drepið í þetta skipti. Mun eg þá nefna fyrst þann flokkinn, sem einna eftirsóttastur og vinsælast- ur er, af ölum almenningi, en það munu vera skáldsögur, frumsamdar og þýddar, en nefna að þessu sinni' á seinni skipunum þær bækurnar, sem eru mér sjálf um persónulega einna hugstæð- astar, en það eru þjóðhátta- og aldarfarslýsingar og önnur rit um íslenzk fræði og fleira þess háttar. Og óneitanlega lenda í þeim flokki þær bækurnar, sem verðmætastar munu þykja, þeg- ar fram líða stundir, og líklegast- ar til langlífis í vitund bókavina og bókasafnara. ÍSLENZAR SKÁLDSÖGUR- Jón Björnsson rithöfundur er löngu allvel kunnur og vel met- inn á Norðurlöndum fyrir skáld- sögur þær, er hann hefir frum- ritað á dönsku, enda hafa máls- metandi gagnrýnendur erlendir lokið á þær lofsorði. Hér heima var þetta unga og efnilega skáld síður kunnugt til skamms tíma fyrir þá sök, að sögur hans höfðu þá enn eigi verið þýddar á ís- lenzku. Þrjú síðustu árin hafa hins vegar þrjár stærstu skáld- sögur hans og jafnmargar drengjasögur eftir hann verið þýddar á móðurmáli höf. — Norðri hefir nú nýskeð sent fyrstu skáldsögu Jóns, Jordens Magt, er út kom í Danmörku 1942, á markaðinn í íslenzkri endursögn höfundarins sjálfs, og nefnist bókin í hinum íslenzka búningi Máttur jarðar. Er þetta allmikil saga, 355 bls. í vandaðri og smekklegri útgáfu, og gerist hér heima í íslenzkri sveit á síð- ustu áratugum. Sagan er efnis- mikil, skemmtileg og hvergi ofsagt það, sem sænskur rithöf- undur sagði um hana í ritdómi, þegar hún kom fyrst út ,að „frá- sögnin öll.... er byggð á bjargi gamallar frásagnarlistar sögu- þjóðarinnar“ — Þá hefir Norðri einnig gefið út hressilega og „spennandi“ drengjasögu eftir Jón Björnsson, er nefnist Sonur öræfanna, og er hún líkleg til vinsælda hjá röskum piltum. — Þá gaf þetta sama forlag útí sum- ar skáldsöguna Úlfhildi eftir Hugrúnu. Hefir sú bók sætt þeim örlögum, sem löngum hafa áður dugað til að vekja athygli og áhuga á nýjum skáldverkum: — Um hana hefir hafizt eins konar ritdeila. — Þekktur rithöfundur og ritdómari réðist all-hvat- skeytlega á söguna, skömmu eft- ir að hún kom út, en aðrir hafa orðið til þess að taka í strenginn beztu meðmæli sín og jafnframt á móti honum og gefið sögunni eins konar siðferðivottorð, sem vissulega er fullgott á sínu sviði og harla maklegt. Kýs eg sízt að blanda mér hér inn í þessa deilu, og þó einkum vegna þess, að það hefir dregizt fyrir mér að lesa söguna til nokkurrar hlítar. Iðunnarútgáfan í Rvík hefir nýskeð gefið út skáldsöguna Silkikjólar og glæsimennska eftir Sigurjón Jónsson. Er þetta raun- ar endurritun tveggja skáldsagna Sigurjóns, er nefndust Silkikjól- ar og vaðmálsbuxur hin fyrri, en Glæsimennska sú síðari, og út komu fyrir hartnær þrjátíu ár- um. Vöktu sögur þessar þá all- mikið umtal og úlfaþyt, enda öðrum þræði ádeila á menning- arástandið í höfuðstaðnum á ár- unum eftir fyrra heimsstríðið. — Höfundur segir í formála hinnar nýju útgáfu — sjálfsagt með full- um rétti: — „Umsagnir mennta- manna í blöðum voru flestar mjög frjálslegar og góðar, sumar hiklausar og frádráttarlaust mjög góðar“. Og ennfremur: „.... Sumir þorðu ekkert að segja um bækurnar, sumir könn- uðust aldrei við að hafa lesið þær. En það gerðu þó allir, sem þá voru lesandi í landinu, þrátt fyr- ir varnaðarorð. Sumir sendu mér þakkarbréf, aðrir skammabréf“ .... o. s. frv. Ekki er ólíklegt, að skoðanir manna reynist enn nokkuð skiptar um ágæti þess- arar sögu, en víst er um það, að góðir sprettir eru víða í frásögn- inni, og ekki er bókin leiðinleg, hvað sem um gildi hennar sem skáldrits að öðrum þræði og ádeilurits að hinu leytinu má annars segja. Utgáfan er snotur, að öðru leyti en því, að nokkrar viðvaningslégar teikningar óprýða bókina. ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR. Það hefir verið nokkuð í tízku að undanförnu að láta í það skína — og segja það jafnvel í ómyrk- um orðum — að bókaþýðendur íslenzkir séu mestu ritskussar í samanburði við það, sem áður var, og stórum klaufvirkari og hroðvirkari um meðferð máls og stíls en fyrirrennarar þeirra hér á landi. Mér finnst þetta harla ómildur og ranglátur dómur — og raunar hreint öfugmæli — þegar á heildina eða meðaltalið er litið. Hygg eg, að tiltölulega auðvelt væri að leiða að því gild rök, að ekki sé þetta sagt hér al- veg út í bláinn, en hvorki er hér staður né stund til slíks að sinni. — En því ber þetta efni nú á góma, að þrír úr hópi mikilvirk- ustu og slyngustu þýðinda okkar á síðustu árum hafa nú nýskeð sent frá sér sína þýddu skáldsög- una hver, — og einn þeirra þó fremur tvær stórar sögur en eina: — Bókaútgáfan B. S. send- ir frá sér skáldsöguna Veizlan á höfninni eftir Arne Skougen, í þýðingu Brynjólfs Sveinssonar, nicnntaskólakcnnara. Saga þessi hlaut 1. verðlaun í non-ænni samkeppni árið 1947, og eru það auðvitað gild meðmæli á sína vísu, enda hgfir sagan marga góða kosti, fjörlega rituð og efnið harla nýstárlegt. Þýðing Bryn- jólfs er afbragð, svo sem hans er von og vísa, én ekki g'et ég vai'izt því að óska mér þess, að svo ágæt ur þýðari og málsnillingur hefði valið hér ánnað og verðugra við- fangsefni i þetta sinn. — Þá sendir Norðri á markaðinn stóra og fallega „jólabók", sem vissu- lega mun' eftirsótt til vinagjafa, en það er skáldsagan Á konungs náð eftir Olav Gullvág í þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar. Þetta er beint framhald sögunnar Jóns- vökudraumur eftir sama höfund, er út kom á forlagi „Norðra“ fyr- ir síðustu jól, og mun hafa hlotið miklar vinsældir, svo að sízt er að efa það, að lesendur og aðdá- endur þeirrar bókar verði fram- haldinu fegnir, en hin nýja saga er þ.ó raunar sjálfstæð heild, sem vel vérður lesin að fullu 'gagni, þótt menn hafi ekki kynnt sér fyrrí bókina, og koma þó persón- ur flestar þar einnig við sögu. Óþarft er að mæla með þýðingu Konráðs, því að hann hefir nú um skeið verið í hópi þekktustu og mikilvirkustu skáldsagnaþýð- ara okkar og nýtur sívaxandi vinsælda flestra þeirra, er slíkar bækur lesa. Þá hefir Draupnisútgáfan í Reykjavík sent frá sér tvær stór- ar skáldsögur í þýðingu Jóns Helgasonar, ritstjóra: — Þegar ungur eg var, ágæta sögu eftir A. J. Cronin, hinn fræga og vin- sæla höfund Borgarvirkis og annarra alþekktra skáldsagna, og ber hin nýja saga á sér flest beztu höfuðeinkenni Cronin’s. — Og ennfremur: Hann sigldi yfir sæ, eftir Rauer Bergström — stór- hressilega og bráðskemmtilega sjómannasögu, er lýsir æfintýra- lífinu á heimshöfunum á harla opinskáan og ekki alltof heflaðan hátt. Eg skal játa, að eg las þessa sögu með óblandinni ánægju, hvað sem öllum siðgæðiskröfum og feimnisástæðum líður, enda þykist eg, landkrabbinn, finna það á ,mér, að þarna sé um að ræða það á mér, að þarna sé um að ræða býsna sanna og raun- hæfa mynd af lífivsjóvíkinga nú- tímans. Og um „Draupnissögurn- ar“ svo nefndu mun óhætt að segja það, að þær sameina það furðu vel að vera skemmtilegar og líklegar til mikilla vinsælda, en þó allgild — og sumar ágæt — bókmenntaafrek. En vel á minnzt: — Eg var í flaustrinu nærri búinn að gleyma tveimur bókum úr þessum flokki, sem báðar verða þó að teljast í röð beztu skemmtisagna með bók- menntalegu ívafi. Heitir önnur þeirra Ást, en ekki hel, og er eft- ir Slaughter þann hinn ameríska, er mestrar lýðhylli nýtur, síðan fyrsta saga hans: Líf í læknis- hcndi, kom út og varð í einni svipan geysivinsæl og eftirsótt metsölubók. Nýja sagan er engu ólíklegri til mikilla vinsælda — furðu haglegt sambland af æs- andi reyfarabrag og góðum skáld skap. Hefir Andrés Kristjánsson þýtt söguna af mikilli lipurð, fjöri og góðum málsmekk. — Hin bókin nefnist Læknir eða eiginkona, eftir Victoriu Rhys, fjallar um ungan og fríðan kven- lækni, er giftist stéttarbróður sínum, verður það til þess, að læknirinn og eiginkonan í henni heyja harða baráttu sín á milli, og má lengi vel lítt á milli sjá, hvor ganga muni með sigur af hólmi í þeirri baráttu, unz eigin- konan verður þó ofan á læknin- um að bókarlokum, og munu flestir mæla, að það sé „a happy end“, þegar öllu er á botninn hvolft. Axel Thorsteinsson rit- höfundur hefir þýtt sögu þessa á viðfelldna og látlausa íslenzku. Þá hafa mér og borizt tvær skemmtisögur, er Draupnisút- gáfan hefir nýskeð gefið út í bókaflokknum „Gulu skáldsög- urnar“. Eru það sögurnar „Ást barónsins“ og „Elsa“. Báðar eru þær skemmtilegar og „spenn- andi“, eins og „Gulu skáldsög- urnar“ eru yfirleitt, en hvorki höfundar þeirra né útgefendur munu gera kröfu til þess, að þær séu taldar til háfleygra bók- mennta, heldur eru þær ætlaðar mönnum til lesturs, er þeir vilja njóta hvíldar og skemmtunar án sérstakra heilabrota eða andlegs ónæðis .En það er vissulega full- gilt hlutverk á sína vísu, og fyrr- nefndar skemmtisögur uppfylla vel slíka skilmála. Þær eru snyrtilega gefnar út og lipurlega þýddar. J. Fr. Nýjar barnabækur Barnaleikir Álfs á Borg. Eiríkur Sigurðsson yfirkennari hefir ritað framhald af hinni vinsælu barnasögu sinni Álfur í útilegu og segir nú frá Álfi litla í starfi og leik, í sveit og í bæ. Mörg íslenzk börn eiga þess nú ekki framar kost að kynnast sveitum landsins og þjóðháttum þar af eigin raun. Ævintýri sveitabarnsins, störf þess og leikir verða þeim því lokuð bók. En í þessari lipurlega rituðu og hugþekku sögu, gefur litlu les- endunum sýn inn í veröld sveita- lífsins og töfraheima íslenzkrar náttúru, og er það vissulega vel farið, að þeir kynnnist þessum hliðum þjóðlífsins í góðum og skemmtilegum bókum við sitt hæfi, fyrst þeir geta ekki öðlast þau kynni á annan og raunhæf- ari hátt, svo sem segja má því miður um mörg börn nú á tímum. (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.