Dagur - 14.12.1949, Blaðsíða 11

Dagur - 14.12.1949, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 14. desember 1949 D A G U R 11 I TIL JÓLAGJAFA daglega eitthvað nýtt, svo sem: Blomakörfur Skreyttir kertastjakar Islenzk keramik, alls . konar Alls konar munir úr íslenzku birki Veggskildir Bókastoðir Útskornar vegghillur Blómaborð, o. m. fl. Blómabúð iiiiiiiiiiiiiii Nr. 36/1949 Viðskiptanefndin hefur ákveðið efdrfarandi hámarks- verð á hrenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffi- brennslum: í heildsölu ....... kr. 13.48- í smásölu .............. — 15.40 Sé kal'fið selt ópakkað, skal það vera kr. 0.40 ódýrara. Söluskattúr er innifalinn i verðinu. Reykjavík, 2. des. 1949. V erðlagsst jórinn. ÚR bæ og byggð Sleðaferð á hjara veraldar ★ Mjög margir hafa gaman af ferðasögum og þjóðlífs- lýsingum. ★ Munið eftir SLEÐAFERÐ Á HJARA VERALDAR, þegar þér veljið jólagjöfina. Blómaborð Blómakörfur Borðfánastengur og Fánar Myndarammar. Járn- og glervörudeild. — Frá bókamarkaðinum (Framhald af 8. síðu). Pálmi H. Jónsson gefur kverið út í snotrum búningi, þótt mynd- irnar séu raunar fremur stirð- busalega gerðar. Töfrastafurinn. Draupnisútgáfan hefir sent á markaðinn barnabók, sem nefnist Töfrastafurinn. Eru þetta æfin- týri, skemmtileg og þroskandi, og fylgir mynd hvei-ju æfintýri. Höf undurinn, Anna Wahlenberg, er kunn fyrir æfintýri sín og á stór- an hóp lítilla og þakklátra les- enda í mörgum löndum. Fjölskyldan í Glaumbæ. Komin er á markaðinn telpna- og unglingabókin „Fjölskyldan í Glaumbæ“ eftir ensku skáldkon- úna Ethel S. Tumer. — Bók þessi er frámhald sögunnar „Systkinin í Glaumbæ", sem út kom á ís- lenzku fyrir tveimur árum. Syst- kinin eru nú talsvert eldri en þegar lesandinn skildi við þau síðast, og ný viðhorf og vanda- mál komin ti lsögu. — Ethel S. Turner varð mjög víðkunn fyrir þessar bækur, enda hafa þær verið þýddar á fjölda tungumála og hvarvetna átt óskiptum vin- sældum að fagna. Útgefandi er Draupnisútgáfan. Axel Guð- mundsson hefir þýtt bókina, sem 'er hin snotrasta að öllum frá- gangi. □ Rún.: 594912186 Frl.: Atg.: Jólaf.: I. O. O. F. = 131121681 •• = Messað í Akureyrarkirkju kl. 5 næstk. sunnudag. — Séra Þor- varður Þormar prédikar. Kirkjan. Messað í Glerárþorpi næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Hátíðamessur í Möðruvallakl.- prestakalli. Jóladag kl. 1 á Möðruvöllum og kl. 4 í Glæsibæ. Annan í jólum kl .1 á Bægisá. Gamlaársdag kl. 4 í Ásskóla við Hjalteyri. Nýársdag kl. 1 að Bægisá. Guðsþjónusta í Skjald- arvík auglýst síðar. — Sóknar- prestur. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Allir velkomnir. — Næsta laugardagskvöld kl 8.30 er síðasta opinbera æskulýðssam koman á þessu ári. Allt ungt fólk velkomið. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ruth Knud- sen og Arne Christensen, Möðru- völum. Ennfremur ungfrú Ema Fuchs, Möðruvöllum, og Jón Mágnússon, bóndi, Þrastarhóli. Nýlátinn er vestan hafs Jón Frímann, fyrrverandi Vatna-út- gerðarmaður, 64 ára, fæddur að Ási í Kelduhverfi, sonur Jóns Frímanns Kristjánssonar og Kristínar Jónsdóttur Björnsson- ar að Laxárdal í Þistilfirði. Var hann albróðir Hólmfríðar konu Björgvins Guðmundssonar tón- skálds. „Amarfell“, hið nýja skip SÍS, kom hingað aðfaranótt sunnu- dags og losaði hér epli og nokkrar aðrar vörur. Skipið fór til Siglu- fjarðar síðdegis á sunnudag og lestar þar síld, sem það flytur til Svíþjóðar og Póllands. Dettifoss kom hingað sl. sunnu dagsmorgun með um 100 smá- lestir af umhleðsluvörum frá Reykjavík. Heimili og skóli, 5. hefti 8. árg., er nýkomið út. Flytur m. a. þetta efni: Minningargrein um Sigurð Guðmundsson skólameistara eft- ir Snorra Sigfússon námsstjóra. Um þegnskylduvinnu eftir Jónas Jónsson frá Brekknakoti. Úr ut- anför eftir Sigurð Gunnarsson skólastjóra. Bókafregnir, skyndi- myndir úr skólalífi o. fl. StúlMa óskast í Matsöluna, Möðruvalla stræti 9. frá n. k. áramótum. Einhildur Sveinsdóttir. TIL SÖLU: Föstudaginn 16. des., kl. 11 f. h., verður selt á Kaup- angsbakka í Öngulsstaða- hreppi. tilheyrandi dánar- búi Pálma Júlíussonar, um 40 kindur, 3 dráttarhestar, 5 kvígur og 160 hænsni; og nokkuð af heyi. Ennfremur sláttuvél, mjólkurbrúsar o. fl. Staðgreiðsla. Benedikt Júlíusson, Hvassafelli. M&rgar ■ stærúir. Ný lenduvörudeild i ri Veggteppið í haopdrætti kven- skáta kom upp á nr. 99 og er þeg- ar búið að vitja þess. Koinin eru út á vegum Norðra Áttatíu og átta kórlög (í alþýð- legum búnaði) og Hljómblik, 105 smálög ýmiss konar eftir Björg- vin Guðmundsson tónskáld. — Báðar bækurnar fást í Sport- og hljóðfæraverzlun Akureyrar, en annars staðar hjá bóksölum. Leiðrétting. í auglýsingu nr 32/1949, frá Verðlagsstjóra, í síð- asta tbl., misritaðist tímakauj! sveina í dagvinnu. Stóð kr. 13.50, en rétt er kr. 15.50. Barnastúkan „Sakleysið“ nr. 3 heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl .1 e. h. Fundarefni: Sérstök skemmtiatriði. — Komið öll á fund! Verið stundvís! Nýir félagar alltaf velkomnir. Gæzlu- maður. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg mánu daginn 19. des. kl. 8.30 e. h. Dag- skrá: Venjuleg fundarstörf og inntaka nýrra félaga. Eftir fund- inn flytur séra .Tóhann Hlíðar jólaræðu og verða sungnir jóla- sálmar. Þá verður einnig upp- lestur. Stúkufélagar eru beðnir að taka með sér sádmabækur og fjölmenna, svo að þessi jólafund- ur megi verða sem hátíðlegastur. Æðstitemplar. Bamastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 18. des. kl. 10 f. h. Jóla- fundur. — Nánar auglýst í barnaskólanum. Norðrabækur. — Síðan síðasta tbl. kom út, hafa þessar Norðra- bækur komið í bókaverzlanir: — „Allt lieimsins yndi“, eftir Margit Söderholm, höfund metsölubók- arinnar „Glitra daggir, grær íold“; koma þarna við sögu marg- ar sömu persónurnar og í „Glitra daggir“. Konráð Vilhjálmsson þýddi bókina. „Göngur og réttir“ II. bindi, segir frá göngum og réttum í Húnavatns-, Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarsýslum. Hin nýstárlega bók- Dr. Brodda Jóhannessonar, er hann nefnir „Frá mönnum og skepnum“; — tvær nýjar tónbækur eftir Björg- vin Guðmundsson, 88 lög fyrjr karlakóra og blandaða kóra og „Hljómblik“, 105 smærri og stærri pianólög. Ábérandi er, að Norðrabækur eru, að því er virð- ist ódýrari en aðrar bækur á bókamarkaðinum fyrir þessi jól, en þó mjög vandaðar að öllum frágangi. T. d. kostar bók- in „Allt heimsins yndi“ ekki nema kr. 40.00 ób. og kr. 55.00 í rexinbandi og þó er bókin yfir 450 bls. í stóru broti. Tónbækur Björgvins kosta hvor um sig ékki uema kr. 35.00 og eru þó livor þeirra um 150 blaðsíður. T ANNBURST AR TANNSÁPA HANÐSÁPA RAKSÁPA HÁRSHAMPO HÁROLÍA Nýlenduvörudeildin op úlibú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.