Dagur - 18.01.1950, Page 4

Dagur - 18.01.1950, Page 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 18. janúar 1950 I i D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Hvers vegna er Akureyri vaxandi bær? í FRAMSÖGURÆÐU sinni á stjórnmálafundi Framsóknarmanna í sl. viku, vai-paði dr. Kristinn Guðmundsson fram þessari spurningu: Hvers vegna stækkar Akureyri? Hann benti í þessu sambandi á, að á sama árabili og íbúum Hafnar- fjarðar hefur fjölgað um 33% og Vestmannaeyjar' staðið í stáð, hefur íbúatala Akureyrar tvöfaldast og er bærinn nú lang stærstur kaupstáðanna utan Reykjavíkur, með 7100 íbúa um sl. áramót. Aug-, ijóst er þegar, að vöxtur bæjarins hefur ekki byggst á útgerð. Fiskveiðar bæjarmanna fóru minnkandi fram til stríðsloka frá því, sem verið hafði um skeið, en bærinn hélt samt áfram að vaxa. Nýjar atvinnugreinar ruddu sér til rúms hér. Er þar aðallega um að ræða ýmiss konar iðn- að. Iðnaðarmannastétt bæjarins er fjölmenn og vel menntuð og margs konar iðnaðarframleiðsla, sem hér er rekin, er landskunn og á trygga mark- aði utan héraðs og bæjar. Á sviði iðnaðarmál- anna hafa átök samvinnufélaganna verið stærst. Hér eru stærstu og afkastamestu verksmiðjur samvinnufélaganna í landinu og þessi starfsemi hefur verið gerð fjölbreyttari með hvei-ju árinu, sem liðið hefur. Um þessar mundir standa yfir stórfelldar nýjungar í iðnaðinum hér, lokið er byggingu ullarþvottastöðvar og verið er að byggja stóra, nýtízku ullarverksmiðju á Gefjun. Jafn- framt þessum stórfelldu framkvæmdum Sam- bandsins hér innan endimarka bæjarins, hefur Kaupféiag Eyfii-ðinga jafnt og þétt aukið iðnaðar- framleíðslu sína og komið á fót nýjum fyrirtækj- um. Sameinuð átök Sambandsins og KEA hafa augsýnilega verið þýðingarmesti liðurinn í hinum vaxandi iðnaði hér í bænum hin síðari ár. Iðnað- urmn hefur sífellt getað bætt við sig fólki og tekið við þeirri miklu fólksfjölgun, sem hér er orðin. Hefur auk heldur skort fólk til starfa í ýmsum iðngreinum. Nú eru það alkunn sannindi, að fólki fjölgar þar sem lífvænlegt er að búa. Menn flytja gjarnan þangað, sem þeir álíta lífsafkomu sína tryggari en annars staðar. Fólksfjölgunin hér hin síöari ár ber þess ljósan vott, að vaxandi athafna- líf hér í bænum hefur þótt bjóða upp á góð lífs- skilyrði og mun betri en gerist v'ða annars staðar. Hinn öflugi samvinnufélagsskapur hér í bænum hefur átt meginþáttinn í því að skapa þetta at- hafnalíf. Svarið við spurningunni, sem fram er borin hér að ofan, er' því það, að Akureyri hefur vaxið og athafnalífið hér blómgast, vegna þess fyrst og fremst að fólkið í bænum og héraðinu öllu hefur borið gæfu til þess að standa saman innan samvinnusamtakanna og efla þau til þess að leysa sameiginleg hagsmunamál með heillavæn- legum framkvæmdum. ST AÐRE YNDIRN AR STANGAST þannig óþyrmilega við kenningar þær, sem æði oft getur að líta í málgögnum Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðúflokksins hér. Þessir bandamenn halda því stundum að fólki, að framkvæmdir samvinnu- manna hér í bænum hafi verið athafnalífinu til tjóns og niðurdreps og þungar í skauti fyrir fjár- hagslega afkomu, bæjarfélagsins. Hver sá borgari, sem íhugar atvinnulega og efanhagslega þróun bæjarfélagsins undanfarna áratugi, sér undireins, hver falskenning þetta er. Þrátt fyrir allt tal um „nýsköpun11 nú hin síðari ár, og öflugan stuðning þessara flokka við þá stefnu, sem ríkti í þjóðmálum á veltiárun- um, fór þetta bæjarfélag að veru- legu leyti varhluta af öllum ný- sköpunarframkvæmdum, þegar togararnir eru frá taldir. Togar- arnir hafa ekki, enn sem komið er, orðið þær lyftistengur fyrir afkomu bæjarfélagsins, að sæmi- leg afkoma undanfarinna ára verði skýrð með þeim fram- kvæmdum, þóct þær hafi gefizt vel og eigi væntanlega eftir að verða bænum til hagsbóta. Hér kemur annað til. Oll þau ár, sem mest var talað um „nýsköpun11, og þó meira um „afturhald11 og framkvæmdaleysi samvinnu- manna og Framsóknarmanna, voru samvinnufélögin sífellt að leggja í nýjar framkvæmdir hér í þessu bæjarfélagi, koma upp nýjum verksmiðjum og iðnfyrir- tækjum og endurbæta þau, sem fyrir voru. Þetta er sú „nýsköp- un“, sem bezt hefur reynst bæj- arfélaginu. Þetta eru þau at- vinnufyrirtæki, sem tekið hafa við verulegum hluta fólksfjölg- unarinnar og þetta eru þær stoð- ir, sem atvinnuöryggi bæjarins hvílir að verulegu leyti á. AKUREYRI HEFUR VERIÐ vaxandi bær í landinu undanfar- in ár vegna þess að hér hefur verið komið upp traustum at- vinnufyrirtækjum, sem veitt hafa fjölda manna atvinnu og leitt hafa fjármagn til bæjarins. Ak- ureyri heldur áfram að vera vax- andi bær ef þessum atvinnufyrir- tækjum og öðrum atvinnurekstri eru sköpuð lífvænleg skilyrði í bænum. Fjármála- og dýrtíðar- stefna undanfarinna ára, er nú þessum atvinnurekstri fjötur um fót, en forsvarsmenn „nýsköpun- ar“- og dýrtíðarstefnunnar vilja ekki láta þar við lenda. Þeir vilja líka þrengja kost iðju og verzl- unar með óeðlilegri og ranglátri skattheimtu. Slík skattheimta mundi torvelda vöxt og þróun at- vinnulífs bæjarins og stuðla að því, að bærinn staðnaði á vaxtar- skeiði sínu. Það er hlutverk ábyrgra, hugsandi borgara, að vinna gegn slíkum fyrirætlunum, sem í reyndinni mundu verða fjörráð við þeirra eigin bæjarfé- lag. Borgararnir hafa tækifæri til þess að sýna hug sinn til þessara mála í kosningunum um mánaða- mótin og svara þá á sinn hátt spurningunni: Hvers vegna stækkar Akureyri? FOKDREIFAR Ranglátur skatlur afnuminn. SKATTHEIMTA RÍKISINS af landsmönnum utan Reykjavíkur hefur oft verið gerð að umtalsefni hér í blaðinu á undanförnum ár- um. Einn þessara skatta er að finna í tóbaksverðinu, sem er hærra úti á landi en í Reykjavík. Eg hef oftsinnis gagnrýnt þetta fyrirkomulag og nokkur blöð úti á landi hafa tekið undir þessa gagnrýni. Nú eru horfur á að þessi óréttláti skattur verði af- numinn. Skúli Guðmundsson al- þm. bar fyrir nokkru fram frum- varp um að banna Tóbakseinka- sölunni þetta athæfi. Frumvarp þetta er nú komið úr nefnd í Neðrideild og varð nefndin sam- mála um að frumvarpið væri réttlátt og bæri að samþykkja það. Tóbakseinkasalan sjálf mælti og með málinu. Má því telja fullvíst að það verði sam- þykkt, og þessi óréttláta og ósvifna skattheimta af lands- mönnum utan Reykjavíkur verði látin niður falla á þessu ári. En þetta fyrirkomulag er gamalt. Og það er mikið fé, sem búið er að reita af landsmönnum utan Reykjavíkur með þessum hætti á liðnum tíma. Skjót og góð af- greiðsla málsins á Alþingi nú, í fyrsta sinn er það ber þar á góma, minnir á, að þingmenn lands- byggðarinnar eru oft á tíðum sorglega sofandi og seinlátir að standa gegn yfirgangi ríkis- og Reykjavíkurvaldsins gagnvart landsbyggðinni. Þetta er aðeins eitt dæmi, en fjölmörg fleiri mætti nefna. Skattfríðindi og kjötuppbót. ENN ERU LÖG í GILDI, sem gera Reykvíkingum hærra undir höfði í skattamálum en lands- mönnum. Þeir fá hærra frádrag en aðrir landsmenn áður en skatt ur er reiknaður. Þetta þýðir og það, ríkið greiðir hærri launa- flokkum kjötuppbót í Reykjavík en úti á landi .Hvort tveggja þetta er hið hióplegasta ranglæti og má furðulegt kalla, að þessi laga- ákvæði skuli hafa sloppið í gegn- um þingið án þess að veruleg andstaða væri veitt af hálfu þing- manna utan af landi. En þannig mun það nú samt hafa gengið til, a. m. k. var það svo, er nýju ákvæðin um kjötuppbótina voru sett á sl. ári. Mismunurinn á frá- dragi af skattskyldum tekjum er frá þeim tíma, sem talið var að dýrast væri að lifa í Reykjavík. En sú tíð er nú fyrir löngu liðin. Þegar verið var að „dreifa stríðs- gróðanum“, eins og það var kall- að hér á árunum, var líka verið að dreifa dýrtíðinni um landið. Þá hvarf í tímans haf sú tíð, er ódýrar var að lifa úti á landi en í Reykjavík. Nú er- hluutverkum skipt. Nú eru vörur yfirleitt dýr- ari úti á landi en í Reykjavík. Það gerir verzlunarskipulagið og umhleðslurnar í Reykjavík. En samt er landsmönnum utan Reykjavíkur þyngt meira með sköttum en Reykvíkingum. Það er gott að fá tóba'ksskattinn af- numinn. En ámóta skattar eru teknir af landsmönnum á fleiri sviðum. Það er verkefni fyrir þingmenn að taka þá fyrir, hvern af öðrum, og fá þá af- numda. Það er kominn tími til að gera alvöru úr því, að sömu lög gildi fyrir alla, án tillits til þess hvort þeir búa suður á Seltjarn- arnesi eða noi-ður á Langanesi. Núverandi ástand gatnanna. Bæjai-verkfræðingurinn, Ásgeir Markússon, skrifar blaðinu í til- efni af gagnrýni blaðsins á ástandi gatnanna í bænum: „Undanfarið hafa nokkrir götu- kaflar verið lítt færir bifreiðum. Milli jóla og nýárs hafði tékizt að halda götunum greiðfærum þann- ig að halda allþykku snjólagi sléttu með veghefli. Seinni hluta gamlársdags gerði liláku, er hélzt fram á nýársdag. Því næst frysti og fraus þá krapið í óreglulegum hryggjum og rásum eftir bílaum- ferðina. Enn þá hefir ekki tekizt að ráða bót á þessu þrátt fyrir tilraunir með veghefli og stórri jarðýtu. Verstu torfærurnar hafa (Framhald á 7. síðu). áwtœ, /f/œp/a Ódýr kjötmatur UM ÞESSAR MUNDIR auglýsir K. E. A. hrefnukjöt, sem sennilega mun vera ódýrasti Tjötmatur, sem á boðstólum er. Hrefnur þess- ar voru veiddar í sumar út við Hrísey, og kjötið hraðfryst samstundis á mjög hreinleg- an hátt. Kjötið er aigerlega beinlaust, og öll fita skorin burtu, svo að hér er um að ræða beinlausan bita, og „billegan“ í þokkabót. HREFNAN tilheyrir skíðishvölunum, og er tíðust þeirra hér við land, segir Bjarni Sæ- mundsson. Skíðishvalirnir greinast aftur í sléttbaka og reyðarhvali, og tilheyrir hrefnan þeim síðarnefndu. Hrefnan er minnst allra skíðishvala, eða venjulega um 10 m. á lengd, og lifir mest á síld og síli. Hrefnan hefir líka verið nefnd hrafnreyður, en algengasta nafn hennar er þó hrefna. EG REYNDI nýlega hrefnukjötið, og gafst það vel. Kjötið er nokkuð gróft og þurrt, en bragðgott. Þar sem kjötið er beinlaust, er tilvalið að nota það í bauta (böff*), og þarf að berja það vel. Einnig er hægt að gera úr því smásteik. Afganginn sauð eg í saltvatni, og nota síðan sem ofanálegg. Kjötið er þá skorið í þunnar snei’óar, en það aðeins gert jafnóð- um og það er notað, svo að kjötið þorni síður. Þar sem kjötið er nokkuð þurrt, er hægt að nota með því rauðrófur, lauk, sósu eða ann- að. Þetta er þá sett ofan á kjötsneiðina. Frk. Jóninna Sigurðardóttir gerir hrefnu- steik á eítirfarandi hátt: 1500 gr. hrefnukjöt, 75 gr. tólg, 100 gr. hveiti, 100 gr. laukur, y4-l/z teskeið pipar, negull og kryddblendingur, 6 lárberjalauf, salt. — Kjötið er lagt í bleyti í mjólkurblöndu eða vatn 10-12 klst., tekið sv upp úr, skorið í stykki og þerrað vel rneeð þurri þurrku, velt í hveitinu og brúnað í tólg- inni. Laukurinn er flysjaður, skorinn í sneið- ar og brúnaður með. Dálitlu af vatni er hellt á við og við, og kryddið látið í, sem á að vera ósteytt. Steikin er soðin lVú-2 klst., eftir því, hve hrefnan er gömul. Steikin er borðuð með káljafningum, kartöflum og brúnni sósu. Gera má ráð fyrir, að húsfreyjur fýsi að reyna þetta ódýra kjöt, sem fæst í pökkum, frá 1 kíló til þriggja kílóa, og kostar aðeins 6 kr. kílóið. Nokkrir ungbarna-réttir Sykurvatn 4%. — 8 venjulegir sykurmolar í /> lítra vatns. Soðið í 5 mínútur. Hafraseyði. — 1 matskeið af haframjöli í 1/2 lítra vatns. Soðið í 10 mínútur og síað. Byggrjónaseyði. — 1 matskeið af bygggrjón- um í i/ú lítra vatns. Soðið í 10 mín. og síað. Hrísgrjónaseyði. — 1 matskeið í ?>/ lítra vatns. Soðið í 30-40 mín. og síað. Semúlíugrautur. — 1 teskeið semúlíugrjón í 14 lítra mjólkurblöndu, jafn sterkri því, sem barnið fær. Soðið í 2 mín. 1 teskeið sykur. Brauðsúpa. — þo meðalþykk rúgbrauðssneið er bleytt í vatni (i/ú-1 klst.) og síðan soðin í 2-3 mín í 1/2 lítra mj ólkurblöndu (mjólk og- vatn til helminga). 1 tesk. sykur. — Þetta er ágæt fæða handa börnum, sem hafa tregar hægðir, og mega þau fá hana, úr því að þau eru fjögurra mánaða. Kartöflubrauð. — Óhýddar kartöflur eru snöggsoðnar í bakaraofni. Yzta lag kartöfl- unnar er skafið innan úr hýðinu og hrært saman við ögn af mjólk. Gefið við C-fjörvi- skorti. (Framliald á 7. siðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.