Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 2
2 DAGUR Laugaradginn 21. janúar 1950 Samvinnufélögin og hagsmunamál Ákureyrarhæjar Blekkingar bandamanna í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum LAUST OG FAST 5Í55Í«Í5ÍSÍ*ÍÍÍ Áróður. Andstæðingar Framsóknar- flokksins á Akureyri linna aldrei látum með að brýna það fyrir bæjarbúum, að Kaupfélag Ey- firðinga (KEA) búi við mikil skattfríðindi, bæði hvað snertir greiðslur gjalda til ríkisins og bæjarins. Þeir reyna að telja bæjarbúum trú um, að í raun og veru væri það heppilegra fyrir bæinn að KEA-tæki sig upp og flytti starf- semi sína af staðnum, a. m. k. þá starfsemi, sem aðrir en bæjarbú- ar standa að og reka raunveru- lega. ' En vegna þess, að KEA greiðir að þeirra sögn lægra út- svar til bæjarins en vera ber, er óvit að veita frambjóðendum kjörfylgi, sem eru því fylgjandi, að samvinnurekstrar gæti mest í þjóðfélaginu. Áróðursmenn segja og skrifa: „Ef þú kýst Framsóknarflokkinn ertu að vinna sjálfum þér fjár- hagstjón, vegna þess að þessi flokkur styður samvinnufélögin. KEA ber allt of lágt útsvar og það er Framsóknarmönnum að kenna. KEA hefur milljóna tekj- ur, en ber aðeins 100 þús. kr. út- svar.“ Það er eðlilegt, að menn leggi við hlustirnar, þegar þeim er sagt, að ef KEA nyti ekki fríðinda í skatti myndu útsvör hinna lækka stórlega. Skattalögin frá 1942. Aðalástæðan fyrir því, að KEA ber ekki hærra útsvar er ekki sú, að vondir menn í bænum vilji það ekki, heldúr að árið 1942 voru samþykkt á Alþingi lög um stríðsgróðaskatt. 4. gr. þeirra laga hljóðar svo: „Meðan ákveðið er í lögum, að greiða skuli 90% — nítíu af hundraði — samtals í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskyld- um tekjum yfir 200 þús. krónur, er óheimilt að leggja tekjuútsvör á þann hluta af hreinum tekjum gjaldenda, sem eru umfram 200 þús. krónur.“ Þarna er ekki um að villast, að enda þótt KEA hefði milljóna tekjur, myndi tekjuútsvar þess vera sáralítið hærra en nú er. Á sínum tíma hafði t. d. Kveld- úlfur h.f. fleiri milljónir í skatt- skyldar tekjur, en bar útsvar sem nam rúmum 100 þús. kr. Raunveruleg bæjargjöld. Útsvar KEA er kr. 101.500.00. í stríðsgróðaskatt greiðir það um 200 þús. krónur. 45% af stríðs- gróðaskattinum fellur til bæjar- ins, eða 90 þús. kr. Allur sam- vinnuskatturinn rennur til bæj- arins, um 30 þús. kr. Auk þessa bera mörg af fyrir- tækjum KEA sérstakt útsvar, svo sem Alaska h.f., Kaffibrennsla Akureyrar h.f., Mjöll, Þvottahús s.f., Oddi vélsmiðja h.f., Samein- uðu verkstæðin Marz h.f. og Út- gerðarfélag KEA h.f., samtals rúmar 50 þús. kr. Það lætur því nærri, að samtals greiði Kaupfélag Eyfirðinga nærri 300 þús. kr. í bæjarsjóð árlega. Auk þess grciðir KEA sérútsvör á Dalvík, Hrísey, Grímsey og Olafsfirði. Rétt er að athuga, að allur sá fjöldi starfsmanna, sem vinnur hjá KEA greiðir gjöld af sínum launum í bæjarsjóð. Bæði fastir starfsmenn ,svo og aðrir, sem inna ýmsa þjónustu af höndum á vegum félagsins. Þá má fullyrða, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefði ekki staðsett hér á Akureyri alla þá margþættu starfsemi, sem hér er rekin, ef hinna víðtæku og sterku samtaka samvinnumanna hefði ekki gætt hér í héraðinu. En eins og kunnugt er veitir SÍS miklum fjölda bæjarbúa góða og örugga vinnu, auk þess sem geysimikið fjármagn hefur verið fest hér á staðnum á vegum þess. Samanburður á KEA og einkafyrirtækjum. Aðalandstæðingár samvinnu- félaganna, Sjálfstæðismenn og Jafnaðarmenn hér á Akureyri, halda því fram, að bærinn væri betui- sétíúiy éf' samvinnuverzl- unin væri í höndum margra Fyrir nokkrum mánuðum kom merkur borgari í bænum að máli við blaðið og gerði grein fyrir hugmynd sinni um stórfellda stækkun Lystigarðsins. Eg ritaði þá um málið í Fokdreifaþætti blaðsins, en svo virðist, sem til- lagan hafi ekki fengið mikinn hljómgrunn meðal bæjarmanna. A. m. k. hefur verið hljótt um hana síðan og ekkert bæjarblað- anna hefur séð ástæðu til að víkja að henni. Nú um helgina ræddi ég enn á ný við þennan ágæta borg- ara. Hann taldi síður en svo á- stæðu til að leggja málið á hill- una, þótt undirtekir hafi verið daufar til þessa. Hann var sann- færðari um það nú en fyrr, að þarna væri merkilegt menningar- verk að vinna í þessum bæ, og þarna væri e. t. v. sérstakt hlut- verk fyrir æskufólk bæjarins, sem vissulega skortir stór verk- efni að kljást við, sér til uppbygg- ingar. Okkur kom því saman um að rifja upp hina fyrri tillögu hans nú og benda stjórnmála- flokkunum og bórgurunum al- mennt á glæsilegt framtíðarverk- efni. Lystigarðurinn er hin mesta bæjarprýði. Þarf ekki að lýsa því fyrir bæjarmönnum. Oft hcfur verið talað um að stækka hann, en lítið orðið úr framkvæmdum. Gert er ráð fyrir að stækka hann til vesturs, og er það vitaskuld gott, svo langt, sem það nær. En meira þarf til, svo að Lystigarð- kaupmanna, því að þá yrðu út- svörin samtals hærri. Berum t. d. saman verzlun eins og Verzlunina Eyjafjörður við KEA. Hún er að ýmsu leyti sam- bærilegt verzlunarfyrirtæki og KEA. Þessi verzlun greiðir 13350 kr. í bæjarsjóð, eða rúmlega 20 sinnum minna en KEA. Væri KEA skipt niður í 20 jafnstór fyrirtæki er a. m. k. augljóst, að þau myndu elcki greiða neinn stríðsgróðaskatt, en 45% af hon- um falla til bæjarins. Samvinnu- skatturinn, sem fellur óskiptur í bæjarsjóð myndi þá enginn verða. Bærinn myndi þá að a, m. k. skaðast um þau 130 þús. kr., sem þessir skattar nema. Falskenningar andstæðinganna. Eftir að hafa athugað, í fljótu bragði, hversu mikla þýðingu starfsemi samvinnufélaganna hef ur fyrir Akureyrarbæ fjárhags- lega, dylst engum, að kenningar íhaldsmanna og krata um fríð- indi kaupfélaga falla um sjálfa sig. Hitt skal aftur játað, að geti þessir höfðingjar sannað ágæti einkarframtaksins í bænum með tilliti til góðrar afkomu bæjar- sjóðs eða leitt sönnur að því, að bærinn geti ómögule'ga verið án 7 þús. kr. útsvars Kaupfélags Verkamanna, má vera að ástæða væri til að.gera lítið úr þeim 300 þús., sem KEA greiðir beint í bæjarsjóð árlega. urinn og umhverfi hans megi verða stórum glæsilegri og stærri en nú er hann. Brekkan austan Lystigarðsins er fögur og sér- kennileg. Henni má ekki glevma, þegar talað er um stækkun Lysti- garðsins. Ef dreginn er ferhyrn- ingur frá Þórunnarstræti suður fyrir gamla spítala, þaðan niður að Hafnarstræti, norður að Sam- komuhúsi og þaðan vestur í Lysti garðshornið hjá Menntaskólan- um, má sjá, að innan þessara lína eru miklir möguleikar til þess að skapa eitt stórt Lystigarðssvæði, til stórrai' prýði fyrir bæinn og til gagns og gleði fyrir íbúa hans. Á þessu svæði er nýja sjúkra- húsið, og væntanlegt elliheimili. Allir munu sammála um að um- hverfi þessara stofnana þurfi að prýða með trjárækt og öðrum gróðri. Gera þær að friðsælum, fögrum stöðum, umvafða gróðri. í slíku umhverfi líður sjúkum bezt, og á slíkum stöðúm vill gamalt fólk gjarnan eiga sitt æfi- kvöld. Tillaga hins ágæta borgara er sú, að allt þetta svæði verði skipulagt sem eitt Lystigarðs svæði og leiðin upp brekkuna verði opnuð hjá sýslumannshús- inu. Þar verði lagður þrepstigi upp brekkuna og hún öll gerð að skipulegu lystigai-ðssvæði. Eins túnin sunnan við núverar.di Lystigarð. Reynt verði að vck;a áhuga æskumanna og æskulýðs- félaga í bænum fyrir þessu verk- efni og þeim fengin forustan, með hæfilegum stuðningi frá bænum. AUGLÝSING 1 „ÍSLENDINGI“. Síðasti íslendingur biríir mynd af fallegri auglýsingu, sem prentuð var í Degi í des- cmber. Þessi auglýsing var ávöxtur þess, að fyrir nokkr- um árum cignaðist Dagur matrixu-steypivél og gat boð- ið auglýsendum upp á ókeypis myndamót með auglýsingum þeirra gegn því að þeir greiddu það rúm í blaðinu, sem mynd- in tæki. Hefur betta orðið til hags fyrir báða aðila og vin- sælt. íslendingur virðist draga undarlegar ályktanir af þess- ari framkvæmd. Telur hann í fyrsta lagi, að samvinnufélög- in hafi auglýst eins mikið í Degi allt árið, og í desembcr, jólamánúðinum, og áællar auglýsingatekjur blaðsins frá þcim 94 þvisund krónur! f öðru lagi telur blaðið, að sú stað- reynd, að samvinnufélögin auglýsi meira í Degi en ís- lendingi, sanni, að samvinnu- félögin séu flokksfvrirtæki. Og ennfremur, að engir nema Framsóknarmenn sjái auglýs- ingar í Degi! Þetta allt er sjálfsblekking og það, sem Bretar kalla „wishful think- ing“. Ritstjóri fslendings hefur setið kófsveittur með mál- band og mælt auglýsingar þær, sem samvinnufélögin og fyrirtæki þeirra birtu í Degi 14. des. sl. Segir hann útkom- una vera 630 dálksentímetra, og sé það mun meira en fs- lendingi hlotnaðist. Þar með lætur hann, sem málið sé út- rætt og sannað að samvinnu- félögin séu flokksfyrirtæki. En ef'ritstjórinn setti upp glcr- augun á nýjan leik og gripi málhandið í annað sinn og hæri það að auglýsingum þeim, sem einstaklingar, kaup menn og önnur fyrirtæki cn samvinnufélög hirtu í þessu sama tbl. Dags, mundi hann komast að raun um, að ])ær auglýsingar voru um 800 dálksentímetrar, eða mun meiri en auglýsingar sam- vinnufélaganna og fyrirtækja beirra og líklega meiri en aug- lýsingar sömu aðila í fslend- ingi. Hvaða flokk voru kaup- menn hér að styrkja mcð bcssum auglýsingum? Sann- lcikurinn í málinu er auðvitað sá. að Dagur er langsamlega útbreiddasta blaðið í bæ og béraði og kaunsýslumcnn og fyrirtæki auglýsa mcst í því blaði, seni víðast fcr. Þetta er cðlilegt viðskiptalögmál, sem skapvondir fslendingsritstjór- ar ráða ekki við Þetta verk kostar fyrst og frerost starf og áhuga. en ekki miklar fjárfúlgur, ef áhugi borgarannu er almennur. Og það kostar ekki nema lítið í gjaldeyri, og bó þá fyrst, er að því kæmi að prýða þennan stóra garð með gosbrunn- um, líkneskjum og öðru slíku. Hér er ekki rúm til ])ess að gera nákvæma grein fyrir þvi. hvernig þessi tillaga yrði útfæro í einstökum atriðum En þessi á- bending mun nægja til bess að vekja athygli borgcranna á :,ð- alatriðum hennar. Þarna er glæsilegt framtíðarverk að vinua. Hér þarf pólitísk sundrung ekk! að torvelda framkvæmdir. Aliir bæjarmenn standa saman um að fegra bæinn og gera hann að menningarbæ. Um þetta mál ættu allir að geta staðið saman SVONA VAR ÞAÐ OG ER ÞAÐ ENN. í bæjarstjórnarkosningun- um 1942 hafði Skjaldborgin sérstakan framboðslista og einbcitti sér mjög gegn KEA. Blekkingar í blaði Skjald- byrginga um KEA og sam- vinnufélagsskapinn gengu svo langt, að jafnvél íslendingur þeirra tíma gat ekki orða bundizt. Birti blaðið grein, eftir núv. ritstjóra, undir fyr- irsögninni „KEA-Grýlan“, hinn 24. jan. 1942. Þar scgir Jakob Pétursson svo: „f raun og veru skiptir litlu máli, hvern hug bæjarfulltrúar bera til KEA, því að þeir fá nauða- lítil tældfæri í bæjarstjórn til þess að efla eða hnekkja valdi þess.“ En þetta var nú 1942. Nú er Skjaldborgin daúð, þ. e. a. s. hún hlaut sama dauð- daga og Komintem Stalíns á stríðsárunum. Á yfirborðinu er engin Skjaldborg. En Skjaldbyrgingar tróna hátt á Sjálfstæðislistanum og víðar í flokknum .enda þótt þcir væru nefndir „sjónlausir einræðis- sinnar“ í fslendingi 1942. — Verra er þó það, að andi Skjaldborgarinnar gengur nú Ijósum logum um siður fslend- ings. Nií segir blaðið það svart, sem var hvítt í augum þess 1942. Nú þykir blaðinu það mest um vert, að koma sam- vinnufélagsskapnum hér fyrir kattarnef, og hættulegt fyrir bæjarfélagið cf samvinnu- menn fá sæti í bæjarstjórn. En í reyndinni hafa málin sjálf ekkert breytzt síðan 1942. Það er aðcins andi fslendings, sem hefur breytzt. Skjaldborgin lifir enn í dag í gegnum hin hatursfullu skrif íslendings um kaupfélögin. TVEIR FLOKKAR ÁNÆGÐIR. Oll bæjarblöðin hafa nú gert að umtalsefni tillögur Dags um breytingar á framkvæmda stjórn bæjarins. Kemur í Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn er harðá)iægður með fram- kvæmdastjórnina eins og hún er, og vill engar bre.ytingar, kommúnistar segjast að vísu gjarnan vilja skipta um bæj- arstjóra, en forusta bæjar- verkfræðingsins í fram- kvæmdamálum finnst þeim ágæt og vilja halda henni í lengstu lög. Má því kalla að tveir flokkanna séu ýmist ánægðir með ástandið eða sæmilega ánægðir eftir atvik- um. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar lýst stuðningi við tillögu Dags um gerbreytingu á framkvæmdastjórninni, en ekki cr það gert af augsýnileg- um áhuga, heldur virðist ólund hafa ráðið inestu. Út- koman er því sú. að þrátt fyrir allt fjas konunúnista og jafn- aðarmanna um seinagang á framkvæmdum í bænum und- anfarin ár, er alvaran ckki meiri en það, að erfitt sýnist að nudda þeim til þess að gera breytingar, þegar á hólm- inn kemur. Um Sjálfsfæð- isflokkinn þarf ekki að ræða í þessu sambandi. Forustumenn hans cru og hafa verið harð- ánægðir með ástandið. HUGSJÓNASTEFNA. „Verkamaðurinn“ í gær, kcmst að þeirri niðurstöðu, að það sé heppileg og réttlát hugsjónastefna hjá kominim- istum að prédika hatur á þeim þjóðum, sem ekki aðhyllast ráðstjórnarskipulag. Dáfalleg hugsjónastefna það! ÚR BÆNUM: StórfeUd stækkiiii Lystigarðsins ~ verkefni fyrir æsknna Eftirtektarverð tillaga frá merkum borgara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.