Dagur - 21.01.1950, Síða 6

Dagur - 21.01.1950, Síða 6
6 D AGUR Laugaradginn 21. janúar 1950 LÁTiy HJARTÁÐ RÁDA! Saga eítir Sarah-EIizabeth Rodger 5. DAGUR. (Framhald). Hún skírði þá strax í huga sín- um „Bjartur" og „Skuggi“, því að annar þeirra var klæddur í ljósan „smoking“, en hinn í dökk- an. Annars voru þeir líkir, báðir eins klipptir og báðir sólbrunnir. „Sæli nú, Bill,“ sagði hún létti- lega ,um leið og hún settist milli þeirra og las á borðkortinu, hvað hann raunverulega hét. „Og sæli nú, Slim,“ bætti hún við, er hún leit á borðkort hins sessunautar síns. „Hvernig í dauðanum gaztu vitað, að eg er kallaður „Slim“?“ spurði hann. „Eg hefi.-séð sitt af hverju um dagana, hermaður," sagði hún hlæjandi. „Nei, veiztú nú hvað, þú ert Rauðakrossdama! Það má alltaf þekkja þær úr. Bill! Þetta er kleinu-prinsessa ein úr okkar hópi.“ Enda þótt Alison hefði aldrei fyrr séð þessa drengi, leið henni vel í návist þeirra. Það gat vel verið, að þeir væru komnir af heldra fólkiinu hér á Long Island, en í hennar augum voru þeir bara óbreyttir hermenn, eins og þeir, sem stundum komu til Rauðakrossstöðvanna í von um kleinu og kaffibolla. Þeir minntu hana á allt, sem gerzt hafði hand- an við hafið á stríðsárunum. Eftir þetta varð kvöldið henni til ánægju. Hún var róleg og í góðu skapi. Ef hún hefði ekki vit- að það, sem Rush s&gði henni í bílnum, og fundið til stings í hjartanu þess vegna, mundi hún hafa skemmt sér konunglega. Það skipti engu máli nú, hvort hún var nokkrum árum eldri en flest- ir gestirnir. Þær gátu ekki keppt við hana neinar þama inni, enda þótt þær væru e. t. v. ekki nema átján ára — hér var nóg um fyrr- verandi herdrengi og það gaf henni öryggi. Hún var sjálf ein úr þeim hópi, og drengirnir þekktu sína félaga. Hér var hún örugg, og jafnvel Rushmore Cary majór, sem átti að heita herra hennar í þessu samkvæmi, mundi ekki þurfa að skipta sér mikið af henni. Bill og Slim mundu sjá um hana. Henni fannst þetta skemmtilegt á sinn hátt, og henni varð hugsað til vina sinna úr hernum, sérstak- lega til Terry, bílstjórans, sem ók Rauðakrossbílnum hennar fyrir austan haf. Hún hvíslaði að Slim: „Gaman væri, ef bílstjórinn minn úr hern- um væri kominn hingað. Hvemig skyldi honum lítast á sig hér inn- an um heldra fólkið á Long Is- land?“ Og það stóð ekki á svarinu hjá Slim: „Eg vildi að margir góðir náungar, sem eg kynntist þar, Væru komnir hingað í kvöld.“ Það rann upp fyrir henni, að Slim var einmitt. piltur á borð við Terry, bílstjórann hennar. Hann mundi aldrei gleyma því, sem liðið var, hversu hátt sem dansmúsíkkin glymdi. Hún leit yfir veizlusalinn. Dag- stofa, borðstofa og hin stóra ver- önd í húsa Fearing-hjónanna voru þéttsett smáborðum, og við hvert borð sátu fjórir til sex gest- ir. Þetta var stór og flott veizla, hugsaði Alison, og þar að auki átti að halda aðra stórveizlu fyrir Bunny Fearing um jólaleytið, í frægasta gildaskála borgarinnar. „Hver er Bunny?“ spurði hún Slim. „Litla stúlkan við borðið þarna,“ svaraði hann. „Þessi, sem reynir að brosa út í annað munnvikið eins og Mona Lísa.“ Bunny Fearing var engin feg- urðarstjarna, en Alison varð að viðurkenna, að hún væri ekki iðjulaus. Hún reyndi það sem hún gat, og piltarnir í kringum hana voru ekkert nema athyglin og kufteisin. „Hún er ekkert nema prúð- mennskan hér,“ sagði Slim, „af því að pabbi og mamma sjá lil hennar, en þú ættir að sjá hana þegar hún er ein úti að skemmta sér. Þá gengur mikið á. Ollum þykir raunar gaman að Bunny. Hún er fírug stelpa.“ „Jenny frænka mín er líka vel látin í ykkar hópi, er það ekki?“ „Jú, jú, og Jenny veit hvað hún vill og hvert hún er að fara. Við reynum auðvitað állir, en mér finnst hún hafa okkur suma í kring um sig eins og hlíf, án þess þó að meina nokkuð með því. Stundum gremst manni þetta.“ „Jæja, Slim“, sagði Alison og ákvað að breyta um umræðuefni. „Hvernig er með þennan dans- leik á Piping Rock? Er það heldra fólks samkvæmi líka?“ „Já, ég held nú það. Celia De- bevoise heldur þá veizlu. Hún er ljóshærða stúlkan, sem situr þarna við borðið", sagði Slim og benti henni, hvert hún ætti að líta. Ekkert tækifæri var þarna til þess að tala um alvarlega hluti, en Alison var mjög forvitin að vita, hvort drengirnir væru í raun og sannleika hamingjusamir og ánægðir með þetta líf. Henni fannst ólíklegt að svo væri, eftir allt, sem þeir höfðu séð og reynt á undanförnum árum. „Hvað gerið þið tveir?“ spurði hún. „Bill fer aftur í skóla í næstu viku. Hann er einn af þessum stúdentum, sem yngri mennirnir kalla „afa“ vegna þess að hann varð að hætta námi meðan stríð- ið stóð yfir og tekur nú til þar, sem frá var horfið. En ég get ekki fengið mig til þess að setjast á skólabekk á ný. Skólinn var mér ÍÞRÓTTA v 1 íþrótta-landsmót 1950. Stjói’if. íþróttasambans íslands hefur ókveðið þessi landsmót fyrri hluta ársins 1950: Handknattleiksmeistaramót fs- lands (inni) fyrir meistaraflbkk karla frá 19. janúar til 15. marz 1950. Handknattleiksmeistaramót fs- lands (inni) fyrir meistaraflokk og 2. flokk kvenna, 1., 2. og 3. fl. karla, frá 16. marz til 30, marz 1950. Handknattleiksráð Reykjavíkur hefur verið falið að sjá um þessi handknattleiksmót. Skautamót fslands þann 5. fe- brúar 1950. Skautafélagi Reykja- víkur falíð að sjá um mótið. Meistarakeppni fslands í flokkaglímu þann 10. marz 1950. Hæfnisglúna þann 14. apríl 1950. fslandsglíman þann 26. maí 1950. Glímumótin fara fram í Reykjavík. Glímuráði Reykja- víkur falið að sjá um glímumótið. Hnefaleikamót íslands þann 4. apríl 1950. Hnefaleikaráði Rvíkur falið að sjá um mótið. Badmintonmót fslands fyrir karla og konur, einliða- og tví- liðaleikur, hefjist 5. apríl 1950. — Umf. Snæfelli í Stykkishólmi fal- ið að sjá um mótið, og þar fara úrslit fram. Auglýst verður nán- ar síðar um annað fyrirkomulag mótsins. | Skíðamót fslands 6. til 10. apríl 1950. Skíðaráð Siglufjarðar sér um mótið. Sundmeistaramót fslands 30. og 31. marz og 3. apríl 1950. Sundknattleiksmót fslands frá 10. til 19. maí 1950. — Sundráði Reykjavíkur falið að sjá um mótin. Skíðaráð Akuréyrar tilkynnir, að tilhögun Stórhríð- armóts 1950 sé ákveðin sem hér segir: Sunnud. 22. jan.: Stökk karla 20—32 ára, A—B-fl. — Stökk karla 17—19 ára. — Yngri dreng- ir fá og að stökkva í brautinni ut- an keppni. Keppni e. t. v. fyrir þá síðar. Sunnud. 5. febr.: Svig karla, A-, B-, C-fl., og ef tiltækilegt verður, brun karla í sömu fl. sama dag. — En í snjóleysi verð- ur náttúrlega hvorki stokkið sé brunað! nægilega erfiður þegar ég var yngri. Eg get ekki sezt á bekk með unglingum, sem ekki er farið að vaxa- skegg. Maður er orðinn 22 ára! Og ég hef starf inni í borg. Eg er að læra skrifstofustörf, allt frá sendisveini og upp úr — í fyr- irtæki föður míns.“ (Framhald). Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON. Álfadansinn. Ef veður leyfi gefst Akureyr- ingum tækifæri til að sjá fjöl- breyttan álfadans út á Þórsvelli kl. 8 annað kvöld — sunnudag. — Komið og sjáið, — en farið með gætni að eldi og álfum! Falleg ínynd. Kvikmyndin, „Ungdomens Land“, var sýnd hér í Nýja-Bíó sl. miðvikudag og einu sinni áður. Þetta er einstök mynd í sinni röð, frá íþróttahátíð í Rússlandi 1946. íþróttasýningarnar eru sniðnar eftir þjóðháttum, lífi og umhverfi á mjög listrænan hátt. Myndin er í eðlilegum litum, einkar fögr- um ,sem ásamt ágæti í íþróttum og fimi, samræmt af mikilli smekkvísi, gefa þarna alveg ein- stæðar listasýningar, Þessa mynd væri gaman að sjá oftar. Hún var sýnd hér á vegum Sósíalistaflokksins. Hvort sem menn annars eru sammála eða ekki um þetta um- deilda land og hætti þar, ættu allir að geta glaðst og hljóta að undrast við að sjá þessa mynd. Áramótahlaupið. í Sao Paulo, Brasilíu, fór fram skemmtilegt hlaup, 7,3 km, á gamlaárskvöld sl. Keppendur voru víðs vegar að úr heiminum og um 2 þúsund talsins. Áhorf- endur um 200 þús. Finninn Viljo Heino, vann glæsilegan sigur, þrátt fyrir kæfandi hita þarna um miðnættið! Heino byrjaði varlega — var 10. í röðinni 1. km. Eftir 5 km. tók R. Corno, Argen- tínu, forustuna, en Heino og C. Stone, hættulegasti keppinautur hans, fylgdu vel eftir. Hélzt svo að mestu forustan þar til aðeins 500 m. voru í mark. Brauzt Heino þá fram úr, en Stone var enn með og gerði jafnvel ítrekað- ar tilraunir að komast fram úr. En endasprettur Heinos var ágætur og varð hann nokkrum m. á undan Stone í mark. Sigur- vegarinn norræni var hylltur sem þjóðhöfðingi. Frjálsar íþróttir. Vegna þeirra, sem áhuga hafa fyrir metum, skal birta hér lítið eitt meira um beztu afrek 1949. Af neðanskráðu má sjá að þar skara Bandaríkjamenn langt fram úr. 100 m. Stanfield, Bandar., 10.3 200 m. Patton, Bandar., 20.2 400 m. McKenley, Jamaica, 46.2 800 m. Whitfield, Bandar., 1.49.8 ÞÁTTUR 1500 m. Slijkhus, Holland, 3.43.8 5000 m. Zatopek, Tékk., 14.10.8 10000 m. Zatopek, Tékk., 29.21.2 3000 m. hindrunarhlaup, Söder- berg, Svíþjóð, 9.04.4 110 m. grindahl., Dixon, Bandar., 13.8 400 m. grindahl., Moore, Bandar., 51.1 Langst., Borgan, Bandar., 7.74 m. Hástökk, Walters, Bandr., 2.04 m. Þríst., da Silva, Brasilía, 15.51 m. Stangarstökk, Richards, Bandar., 4.50 m. Spjót.: Berglund, Svíþj., 73.55 m. Kringlu., Gordien, Bandar., 56.97 m. Kúla., Fuchs, Bandar., 17.79 m. Sleggja., Nemeth, Ungverjaland, 59.57 m. Tugþraut, Mathias, Bandar., 7556 stig. 4x100 m., Bandar., 40.5 sek. 4x400 m., Bandar., 3.08.1 mín. Bögglasmjör, óskammtað, fæst í Kjötbúð KEA Það nýjasta er: Hraðfryst síld Kjötbúð KEA Reykta síldin komin aftur. Kjötbúð KEA. íbúð Tilboð óskast í litla íbúð á góðum stað í bænum, fyrir 30. janúar n. k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði, sem er, eða bafna öllum. Afgr. vísar á. Hestur, þriggja vetra, rauður að lit, með hvíta stjörnu í enni, mark: sýlt, gagnf jaðrað hægra, fjöður framan vinstra, tapað- ist úr hestahaga, Akureyri, á s. 1. hausti. Hreppstjórar í nálægum hreppum góðfúslega beðnir að gera aðvart á afgr. Dags, ef þeim er tilkynnt um óskila- hest þennan.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.