Dagur - 27.01.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 27.01.1950, Blaðsíða 7
Föstudaginn 27. janúar 1950 DAGUR 7 Sýnisliorn af kjörseðli til bæjarstjórnarkosninga á Aknreyri, sem fram eiga að fara 29. þ. m. A-Iisti B-Iisti C-Iisti D-listi Steindór Steindórsson Bragi Sigurjónsson o. s. frv. Jakob Frímannsson þorstein n M. Jónsson Dr. Kristinn Guðmundsson Guðmundur Guðlaugsson Jónína Steinþórsdóttir Olafur Magnússon o. s. frv. Elísabet Eiríksdóttir Tryggvi Helgason o. s. frv. Helgi Pálsson Jón G. Sólnes o. s. frv. Kjósandinn setur blýantskross fyrir framan bókstaf þess lista, er hann vill kjósa. Þegar kjósandinn kýs B-listann, setur hann krossinn FRAMAN við B. — Lítur þá kjörseðillinn þannig ut (á hverjum lista eru 22 nöfn, en aðeins efstu nöfnin eru tilfærð hér, til þess að spara rúm). A-listi X B-listi C-lisd D-listi Steindór Steindórsson Jakob Frímannsson Elísabet Eiríksdóttir Helgi Pálsson o. s. frv. I o. s. frv. o. s. frv. o. s. frv. Vandinn er enginn annar en sá, að setja blýantkross framan við B, eins og sýnt er hér að ofan, en EKKI framan við mannanöfnin á listanum. — Lifandi starf eða dauð hönd? ERLEND TÍÐINÐI (Framh. af 2. síðu). Fjáríog afgreídd á 15 sökum sé dýpra seilzt í vasa I hvers einstaklings til þarfa bæj- arfélagsins í heild. Þá er og oft samhliða bent á hversu einstakl- ingsframtakið, kaupmenn og framleiðendur, verði harðar úti í þeim viðskiptum. Nú vita þó margir, að með lögunum um stríðsgróðaskatt, var gengið svo frá þessum málum, að aðstaða samvinnufélaganna og kaup- manna og annarra framleiðenda er nákvsemlega hin sama. En það er annað mál, sem vert að athuga nánar í sambandi við atvinnurekstur samvinnufélag- anna og kaupmanna og einstakl- inga í þessu bæjarfélagi. Má í því efni benda á, að hér voru starfandi fyrir nokkrum árum tveir kaupmenn, Sigvaldi Þor- steinsson, sem rak verzlunina París, og Balduin Ryel, sem rak einnig sína verzlun hér. — Báðir þessir menn eru nú hættir að verzla, og munu báðir hafa hagn- ast allverulega á verzlun sinni sér, og lifa nú góðu lífi af saman- spöruðum eigum sínum. Það er eigi vitað að þessir mætu menn hafi lagt neitt verulegt að mörk- um til aukins atvinnulífs fyrir þetta bæjarfélag. Þegar starfs- kraftar þeirra fóru þverrandi, kipptu þeir að sér hendinni og hættu að höndla. Mörg fleiri svipuð dæmi mætti benda á úr þessu bæjarfgélagi, en þess gerist varla þörf. ★ Sá meginmunur á atvinnu- rekstri samvinnufélaganna og kaupmanna og einStaklinga, er sá, að atvinnurekstur samvinnu- manna er eigi bundinn við nöfn framkvæmdastjóranna á hverj- um tíma. í samvinnufélögunum er látlaust starf. Þótt núvei’andi framkvæmdastjórar falli frá, þá halda samvinnufélögin áfram að starfa, það er lifandi hönd, ekki aðeins í ár og næsta ár, heldur um öll ókomin ár. Það má ölum vera ljóst, hversu mikill skilsmunur er á starfi samvinnufélaganna annars vegar og starfi einstaklingshyggjunnar hins vegar. Það má öllum einnig vera ljóst, hversu atvinnurekst- ur samvinnufélaganna, sem þannig er uppbyggður, skapar mikið aukið öryggi fyrir bæjar- félagið í heild, bæði í nútíð og ekki sízt fyrir ókomna tímann. ★ Til að fyrirbyggja misskilning, skal það tekið fram, að þótt nöfn tveggja kaupmanna séu hér riefnd, þá er það á engan hátt gert til a& niðra þeim á nokkurn hátt, þeir eru báðir mætir menn, og verðugir fulltrúar sinnar stéttar, en aðeins á þá bent til samán- burðar á því sem um er rætt. Kjósandi góður, hvort vilt þú heldur ljá lið þitt með atkvæði þínu hinu lifandi starfi samvinnu félaganna eða hinni dauðu hönd einstaklingsframtaksins? Samvinnumaður. X B. Framsóknarfólk! Hefjið öfluga sókn og náið því takmarki, að flokkurinn fái 4 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Flokkurinn hefur hafið sókn í kaupstöðum landsins, sókn sem cndar með sigri frjáls- lyndra umbótaafla, sem vilja leysa þjóðfélagsvandamálin á grundvelli savinnustefnunn- ar. Framhald af 4. síðu), að fá 100% kjörsókn og sam- þykki fyrir þá fulltrúa, sem þessi sami flokkur teflir fram. Enginn annar flokkur getur haft menn í kjöri. í þessum kosningum hefur almenning- ur raunverulega ekkert val, hvorki um fulltrúa né mál- efni. Andstaða við yfirlýsta stefnu flokksins í kosningun- um er mál, sem lögreglan af- greiðir, en enginn Sovétþegn lætur sig dreyma um að lýsa opinberlega andstöðu gegn fulltrúum eða málefnum. X B X B Skrifstofa Framsóknarflokksins er opin daglega kl. 10—12, 1—7 og 8—10. — Framsóknarmenn eru hvattir til að koma á skrif- stofuna og gefa upplýsingar, sér- staklega um kjósendur, sem eru fjarverandi, svo og annað, sem að gagni má koma við bæjarstjórn- arkosningarnar 29. þ. m. Kjósendur Framsóknarflokks- ins, sem cru á förum úr bænum og verða fjarverandi á kjördegi, eru minntir á að kjósa lijá bæjar- fógeta, áður en þeir fara. Listi Framsóknarflokksins er B-LISTI. Skrifstofa flokksins er í Hafn- arstræti 93, 4. hæð. Simi 443. Leiðréíting. í síðasta tbl. varð sú prentvilla, að sagt var að kjör- sókn á Akureyri hefði verið minnst í kaupstöðum landsins í bæjarstjórnarkosningunum 1942, átti að vera 1946. mínútum. Allt þetta skipulag og áróð- ur þess er áhrifamikið. Eg get ekki tekið undir þær kenn- ingar sumra rithöfunda, að mikil, niðurbæld andstaða sé gegn kommúnistum í Sovét- ríkjunum. Stórfelldur meiri- hluti þess fólks, sem nú býr í Sovétríkjunum.hefur, að mín- um dómi, enga hugmynd um, hvað persónufrelsi er, eða hvernig raunveruleg lýðræð- isstjórn er, eins og Vestur- iandabúar skilja slíka hluti. Þeir Rússar, sem nokkurt skyn báru á slíkt, eru ekki lengur í tölu lifenda þar í landi. Þeir eru annað tveggja í útlegð, eða dauðir. Sovétþegnarnir trúa því í raun og sannleika, að þeir séu að uppskera ávexti lýðræðis- ins. Þeir geta kosið þann frambjóðanda, sem valinn er af eina stjórnmálaflokknum, sem starfandi er í landinu. En þeim finnst ekkert athugavert við þetta. Það er hugsanlegt að kjósa venjulega borgara til þess að sitja á löggjafarþingi síns ráðstjórnarríkis eða á sambandsþingi Sovétríkj anna. En staðreyndin er, að slíkt er ekkert nema stimpill, sem flokkurinn setur á hann, og hann veitir honum engan rétt né völd. Þessi þegn mundi hiklaust, eins og eg hef sjálf- ur séð, samþykkja fjárlög alls hins víðlenda ríkis með einfaldri handauppréttingu, án spurninga og án umræðna, á fimmtán mínútum, og slíkt mundi ekki virðast neitt óeðlilegt í augum hans. Hann hefur enga þekkingu til þess að gera samanburð. UR BÆ OG BYGGÐ Kosningaskrifstofa Framsókn- armanna á sunnudaginn er í Gildaskálanum, en bifreiðaaf- greiðsla í Timburhúsinu. Símar eru: Kosningaskrifstofan 166 og 61. Bílaafgreiðslan 479 oð 517. Gjafir til niinningarlunds Jóns biskups Arasonar. Menningar- sjóður KEA 6000.00. — Tryggvi Jónatansson, Litla-Hamri, 100.00. — Hallgrímur Aðalsteinsson, Staðarhóli (leiðrétting), 100.00. — Oddur Tómasson, Melgerði, 30.00. Skrlfstofa Framsóknarflokksins í Hafnarstr. 93, 4. hæð, er opin allan daginn í dag og á morgun. Hafið samband við skrifstofuna. Látið í té upplýsingar. Framsóknarmenn hér hafa hvað eftir annað bent á þá stað reynd, að vel komi til mála að rcisa fyrirhugaða Iýsisherzlu- stöð annars staðar en í Siglu- firði. Kæmi t. d. mjög til greina aðstaðan hér með tilliti til hinna stóru síldarverksmiðja við Eyjafjörð, landrýmis hér, nægilegs vatns og möguleika til raforku. Þessi afstaða Fram- sóknarmanna hér, er nú notuð í bæjarstjórnarkosningunum í Siglufirði, sem áróðursefni gegn Framsóknarflokknum. — Að þeim málflutningi standa Sjálfstæðismenn þar og blað þeirra, Siglfirðingur. Hvað segja Sjálfstæðishctjnrnar góðu hér um þetta efni? Hafa þcir engan áhuga fyrir því, að Akureyri sé vel á verði í þessu cfni? Ekki verður áhugans vart í blaði þeirra né á mann- fundum. Framsóknarmenn og aðrir stuðningsmenn B-listans! Sækið kosninguna á sunnudaginn vel og kjósið snemma! Hafið jafnan samband við kosningaskrifstof- una. — Samstarf „Alþm." oq „ísl." (Framhald af 8. síðu). lýst stuðningi við samvinnu- hreyfinguna og hið þýðingar- mikla starf hennar til þess að létta efnahagsbaráttu almenn- ings. í Alþýðumanninum er sá stuðningur veittur með þeim hætti að krefjast þess áð útsvar og skattar séu lagðir á endur- greiðslur þær, er félögin inna af hendi til mcðlima sinna að loknu starfsári. Slík skattheimta væri einsdæmi á Vesturlöndum, enda er afstaða Alþýðumannsins hér einsdæmi um afstöðu jafnaðarmannafor- ingja á Vesturlöndum. í Bret- landi, t. d., hefur Verkamanna- flokkurinn verið málsvari sam- vinnumanna gegn ásókn íhalds og slórgróðavalds að leggja á skatta, nákvæmlega sömu teg- undar og Bragi Sigurjónsson heimtar nú lagða á samvinnufé- lögin hér. Sýnir sú staðreynd e.t. v. bezt innihald þeirra kenninga, sem þrenningin Bragi, Eggert og Karl hafa nú tekið upp á arma sína. En meðal annarra orða: Hvers vegna beitir Bragi Sigurjónsson sér ekki fyrir því, að Kaupfélag Verkamanna greiði skatt af fé- lagsmannaarðinum? Er ekki ann- að vitað, en sömu reglur gildi um skattgreiðslur þess félags og um greiðslur KEA. Eða er það aðeins af ást á Kaupfélagi Eyfirðinga, að umhyggja hans nær ekki út fyrir verksvið þess?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.