Dagur - 28.01.1950, Síða 7

Dagur - 28.01.1950, Síða 7
Laugardaginn 28. janúar 1950 D A G U R 7 Sýnishorn af kjörseðli til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, sem fram eiga að fara 29. þ. m. A-listi B-listi C-listi D-listi Steindór Steindórsson Bragi Sigurjónsson o. s. frv. Jakob Frímannsson Þorsteinn M. Jónsson Dr. Kristinn Guðmundsson Guðmundu r Guðlaugsson Jónína Steinþórsdóttir Ólafur Magnússon o. s. frv. Elísabet Eiríksdóttir Tryggvi Helgason o. s. frv. Helgi Pálsson Jón G. Sólnes o. s. frv. Kjósandinn setur blýantskrc hann krossinn FRAMAN við B eru tilfærð hér, til þess að spar >ss fyrir framan bókstaf þess lista, er hann vill kjósa. Þegar kjósandinn kýs B-listann, setur . — Lítur þá kjörseðillinn þannig út (á hverjum lista eru 22 nöfn, en aðeins efstu nöfnin a rúm). A-listi X B-listi C-listi D-listi i Steindór Steindórsson o. s. frv. Jakob Frímannsson ó. s. frv. Elísabet Eiríksdóttir o. s. frv. Helgi Pálsson o. s. frv. Vandinn er enginn annar en sá, að setja blýantkross framan við B, eins og sýnt er hér að ofan, en EKKI framan við mannanöfnin á listanum. Bæjarmenn kynn- ast ríkisrekstri Fyrir nokkrum árum var lögð á það mikil áherzla að koma tunnuverksmiðju bæjarins undir ríkið og tókst það. Síðan hafa bæjarmenn kynnst ágæti ríkis- rekstrarins, undir handleiðslu kommúnista, sem enn sitja í stjórn tunnuverksmiðjanna síðan í tíð Áka. Upplýst var á Alþingi fyrir nokkru, að Áki Jakobsson hefði í ráðherratíð sinni svikist um að sjá tunnuverksmiðjunum fyrir nokkru fjármagni. í annan stað er nú upplýst, að þessi kommúnistaforingi lofaði kjós- endum sínum í Siglufii-ði því, að í Siglufirði skyldu allar síldar- tunnur smíðaðar og hvergi nema þar. Hefur stefnt að því að und- an förnu, að þessi yrði veruleik- inn og eru umbætur gerðar á tunnuverksmiðjunni í Siglufirði og líkindi talin til tunnusmíða þar, meðan gamla tunnuverk- smiðjuhúsið hér grotnar niður og vélar ryðga. Þannig héfur ríkis- reksturinn reynst bæjarmönnum hér, og þannig hafa kommúnistar reynst bæjarfélaginu í þessu máli. kjörtímabili, mönnum, sem hafa traust almennings, almannavalds og lánsstofnana. B-iistinn hefur slíkum mönnum á að skipa. 'Kjóstu hag og heill bæjarfélagsins! Kjóstu B-listann! - Um þessi mál snúasf bæjar- stjórnarkosningarnar: (Framhald af 2. síðu). armanna. Bygging hans og starf- ræksla hefur mikla atvinnulega þýðingu. Loks er bætt aðstaða til flugiðkana menningaratriði fyrir æsku bæjarins. Verkefni bæjarstjórnarinnar. E. t. v. verður flugvallarmálið eitt þeirra stórmála, sem leyst verða á næsta kjörtímabili. Ríkið lætur að sjálfsögðu gera flugvöll- inn, en ekki bærinn, hins vegar mun um málið verða margvísleg samvinna milli ríkis'og bæjar og veltur á miklu að vel sé á þeim málum haldið af hálfu bæjaris, og þó sérstaklega að bæjarstjórn- in beiti áhrifum sínum til þess að framkvæmdir verði hafnar hið fyrsta og þeim haldið áfram. Vegamálin Framsóknarmenn hafa bent á nauðsyn þess að koma upp nýrri brú á Glerá og leggja jafnframt nýjan akveg í gegnum Glerár- þorp. Ríkið á að standa að þess- um framkvæmdum með bænum. Þarf bæjarstjórnin að beita sér fyrir því, að fé til þess verði tekið upp á fjárlög hið fyrsta. Æskulýðsheimili teinplara Framsóknarmenn hafa lýst stuðningi við þá fyrirætlun templ ara að koma upp æskulýðsheimili í nágrenni íþróttaleikvangsins og þeir telja eðlilegt að veita þeim leyfi til kvikmyndahússreksturs til þess að standa straum af þessu heimili. Jarðeignamál Framsóknarmenn telja nauð- synlegt að bærinn sæfi færi og kaupi land í nágrenni sínu jafn- skjótt og tækifæri verða til þess. Þetta getur haft mikTa þýðingu fyrir bæjarfélagið í framtíðinni. Ahugamál kvenna Framsóknarmenn hafa — hér í blaðinu og á umræðufundum sínum — lýst fylgi við þau mál- efni, sem kvenfélög bæjafins hafa nú á stefnuskrám sínum. Má þar nefna spítalamálið, elliheimilis- málið, dagheimili Hlífar, vöggu- stofu og upptökuheimili. Enn- fremur að einhver líknarfélags- skapur bæjarmanna verði styrkt- ur til þess að ráða hjálparstúlku og hjúkrunarkonu til aðstoðar í heimilum í veikindatilfellum. Endurvarpsstöð útvarpsins Dagur vakti máls á þessu merkilega menningarmáli á sl. ári, en ekkert bæjarblaðanna hef- ur séð ástæðu til þess að gera það að umtalsefni sérstaklega. — Ríkisútvarpið vill byggja hér endurvarpsstöð á næsta ári, ef það fær leyfi stjórnarvaldanna til þess að kaupa stöðina erlend- is. Endurvarpsstöð hér mundi stórbæta aðstöðu til þess að hlýða á dagskrá ríkisútvarpsins, og jafnframt mundi slík stöð opna möguleika til þess að útvarpa dagskrá héðan. Mundi slík að- staðá til itiikillaf uppörvunar fyr- ir allt menníngarlíf í bænum. Verkefni bæjarstjórnarinnar. Nýja bæjarstjórnin þarf að láta hentuga lóð af hendi til útvarps- ins, er að því kemur, en nú þegar þarf hún að beita áhrifum sínum til þess að útvarpið fái umbeðið leyfi hjá íslenzkum stjórnarvöld- um. Bæjarstjórninni ber að fylgj- ast með þessu máli og veita því hvern þann stuðning, er hún má. Samkomuhúsið Niðurlægingarástand Samkomu húss bæjarins er öllum góðum borgurum sorgarefni. Þetta var eitt sinn glæsilegasta samkomu- hús landsins, er nú ráðhús bæjar- ins og leikhús. Vinda þarf bráðan bug að því að koma upp föstum sætum í húsinu og skapa leikfé- laginu þannig stórbætt starfsskil- yrði, en hætta að leigja húsið út fyrir danssamkomur og annað slíkt, enda nægilegt húsrými til þess annars staðar í bænum. Öll þessi mál, og nokkur fleiri, sem ekki er rúm til þess að taka til meðferðar hér í þessu tbl., hafa að undanförnu verið rædd í Degi og á umræðufundum Fram- sóknarmanna. Blaðið hefur gert bæjarmönnum grein fyrir því, hvernig horfir með framkvæmd þeirra og hver verða verkefni nýju bæjarstjórnarinnar í sam- bandi við þau. Hverjum treystir þú bezt til þess að skila þeim í höfn, kjósandi góður? íhugaðu það vandlega. Það veltur á miklu fyrir bæjarfélagið að það hafi á að skipa í bæjarstjórn reyndum og dugandi mönnum á næsta ÚR BÆ OG BYGGÐ Kosningaskrifstofa Framsókn- armanna á sunnudaginn er í Gildaskálanum, en bifreiðaaf- greiðsla í Timburhúsinu. Símar eru: Kosningaskrifstofan 166 og 61. Bílaafgreiðslan 479 oð 517. Kosningakaffi. — Karlakórinn „Geysir" hefur kaffisölu í húsi sínu, „Lóni“, á kosningadaginn frá kl. 2 e. h. og fram á kvöld. — Utvarpað verður músik og kosn- ingafréttum allan daginn. — Bæj- arbúum gefst þarna kostur á að skoða „Lón“ og fá sér hressandi kosningakaffi. Atkvæðatölur Alþingiskosn- inganna í október mundu hafa skipt bæjarfulltrúum þannig í milli flokkanna, ef þær hefðu gilt við bæjarstjórnarkosningarn- ar: Framsóknarflokkur 4 fulltr., Sjálfstæðisfl. 4 fulltr., Kommún- istar 2 fulltr. og Alþýðufl. 1 full- tr. Framsóknarmenn! Keppum að því að gera þessi úrslit gildandi á sunnudaginn! Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jakobína Jónsdóttir, Norðurgötu38, og Nils Hansen frá Danmörku. „Geysir“ heldur almennan dansleik í „Lóni“ laugardaginn 28. þ. m. kl. 10 e. h. og sunnudag- inn 29. þ. m. kl. 9 e. h. Hljómsveit leikur. Ekki samkvæmisklæðn- aður. Aðgöngumiðar seldir á staðnum frá kl. 8.30 báða dag- ana. Hjúskapur. Hinn 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Þorvarði G. Þormar í Laufási: Ungfrú Friðrika Jónsdótir frá Birningsstöðum í Fnjóskadal, og Erlingur Arnórsson, Þverá, Dals- mynni. x B x B Listi Framsóknar- flokksins er B-listi xB xB xíxSx8>3x8xSxSxSxSx8xí>«xSxS>SxíxíxS><8>«>3>^ X B X B Skrifstofa F ramsóknar f lokksins er opin daglega kl. 10—12, 1—7 og 8—10. — Framsóknarmenn eru hvattir til að koma á skrif- stofuna og gefa upplýsingar, sér- staklega um kjósendur, sem eru fjarverandi, svo og annað, sem að gagni má koma við bæjarstjórn- arkosningarnar 29. þ. m. Kjósendur Framsóknarflokks- ins, sem cru á förum úr bænum og vcrða fjarverandi á kjördegi, eru minntir á að kjósa hjá bæjar- fógeta, áður en þeir fara. Listi Framsóknarflokksins er B-LISTI. Skrifstofa flokksins cr í Hafn- arstræti 93, 4. hæð. Sími 443.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.