Dagur - 15.03.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1950, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 15. marz 1950 FRÁ ÝMSUM TÍMUM: SjáSfsfæðisflokkurinn treysfir henfistefnu i stjórnmálum Níræð kona Trúið í liófi. Þegar stjórnmálablöð eru lesin og hlýtt er á ræður stjórnmála- manna er rétt, og raunar skylda lesandans og áheyrandans, að vera gagnrýninn. Tilgangurinn er oft á tíðum að „agitera“ fólk upp, eins og sagt er á vondu máli. Stjórnmálablöð og stjómmála- menn á íslandi eru þó eins og annað misjafnt í heimi hér. En fróðlegt væri nú að rifja upp nokkur ummæli Morgunblaðsins og forystumanna Sjálfstæðis- flokksins um sömu málefni frá ýmsum tímum. Um samvinnu við kommúnista. Eins og kunnugt er, sat ný- sköpunarstjórnin við völd frá 1944—1946. En í henni sátu Sjálf- stæðismenn, Kommúnistar og Al- þýðuflokkurinn. Miðvikud. 28. ágúst 1946 sagði Morgunbl. í grein, sem hét „Skyldan við þjóð- ina“: „Það yrðu þjóðinni mikil og sár vonbrigði, ef stjórnarsam- starfið rofnaði nú. Þetta má ekki ske. Stjórnarflokkarnir eiga nú þegar að taka upp viðræður um nýjan málefnagrundvöll, - þk að byggja á framhald samstarfsins". Þetta var nú eftir kosningarnar 1946. Þá vildi Morgunbl. leggja nýjan grundvöll að áframhald- andi samstarfi við Kommúnista. Lesandinn getur svo sjálfur flett upp í Morgunbl. nú, til að komast að raun um, hve blaðið telur æskilegt að hafa samvinnu við Kommúnista. Um dýrtíðina. 26. júní 1946 sagði Ólafur Thors í kosningaræðu: „Hvað er dýr- tíðin? Dýrtíðin stafar langmest af háu kjötverði, háu mjólkurverði, þ. e. a. s. háu kaupgjaldi bænda, og háu kaupi verkamanna og annarra launþega í landinu". „Við höfum einmitt vegna dýrtíð- arinnar eignast meiri innstæður erlendis---------“ „Sannleikur- inn er því þveröfugur við það, sem Framsóknarflokkurinn seg- ir“. Menn rekur sjálfsagt minni til minnihlutastjórnar Ólafs Thors frá 1942, sem hafði hlutleysi kommúnista. Um þessa stjórn sagði Ólafur í ræðu á Alþingi 7. febr. 1943: „Hún (stjórnin) lofaði að taka ekki upp ágreiningsmál, þ. á. m. og allra sízt mesta deilu- málið, dýrtíðarmálið. Það efndi hún að vísu nauðug og af því að hún hafði ekki bolmagn til ann- ars.“ Fjármálaráðherra nýsköpunar- stjórnarinnar, sem var sjálfstæð- ismaður, sagði 4. des. 1944, „að dýrtíðin hefði líka sínar björtu hliðar". Morgunbl. sagði 5. apríl 1946: „Hrun, hrun, hrun. Það er boð- skapurinn, sem Tíminn flytur og trúir á ... . Þjóðin veit, að hún lifir á uppgangs- og blómatím- Svo klykkti Ólafur Thors út með því að segja, að þegar dýr- tíðin yrði of mikil myndu Sjálf- stæðismenn lækna hana með einu pennastriki! 20. apríl 1947 segir Morgunbl. í leiðara: „Blaðið telur, að með engu móti sé hægt að skjóta því lengur á frest, að hefja raunhæf- ar aðgerðir í dýrtíðarmálunum.“ 15. júní 1947 segir Morgunbl. í grein: „Kommúnistar halda gleðifund. Fagna vaxandi verð- bólgu og stöðvun atvinnuveg- anna.“ 16. ágúst segir Morgunbl.: „Stefnubreyting óumflýjanleg. En hvaða leið á að fara til að komast hjá framleiðslustöðvun. í raun og veru er ekki nema ein leið til. Hún er sú að taka upp nýja stefnu í dýrtíðarmálunum, ráðast með virkum aðgerðum í niðurfærslu dýrtíðarinnar." Það væri að bera í bakkafullan lækjnn að birta hér tilvitnanir úr Morgunbl. um skaðsemi dýrtíð- arinnar eftir að það var orðið óivnsælt að tala um bjartar hliðar hennar og pennastrikið. Um gjaldcyrlrinn. Morgunbl. birti 1. maí 1947 ræðu Ólafs Thors við eldhúsdags- umræðurnar. Þar segir: „Sann- leikúrinn er sá, að þegar frá eru skilin síðustu stríðsárin, hafa ís- lendingar aldrei búið jafnvel hvað gjaldeyrir og lánstraust snertir, sem nú, og aldrei fyrr né síðar, án allra undantekninga, átt jafn glaðar og rökstuddar vonir um góða gjaldeyrisafkomu sem nú....“ 16. maí 1949 segir svo Bjarni Benediktsson við eldhúsdagsum- ræðurnar: „Það stóðst hins vegar nokkurn veginn á endum, að inn- stæðunum var lokið, er komm- únistar hurfu úr stjórn.“ Morgunblaðið og Vísir. Vísir, annað höfuðblað Sjálf- stæðismanna, sagði sem dóm um eldhúsumræðurnar 1947: „Eld- húsumræðurnar sönnuðu, að erf- iðleikar þeir, sem þjóðin á nú við að búa, stafa að öllu leyti frá stjórnarárum kommúnista.“ Morgunblaðið segir svo 30. júní 1946 í leiðara: „. . . . Þeir vita, að það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem beitti sér fyrir stjórnarmynduninni. Hann markaði stefnu stjórnar- innar.“ Ályktanir. ' Þegar þetta er nú lesið og þess er gætt, sami stjórnmálaflokkur- inn hefur orðið, þá ber óeðlilega mikið á mótsögnum. En þeir, sem bezt fylgjast með þjóðmálunum hafa sjálfsagt veitt því eftirtekt, hversu blygðunarlaust Morgun- blaðið skrifar, einungis með tilliti til þess, sem er vinsælt hverju sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur rekið ábyrgðarlausa pólitík seinustu árin, sem eingöngu hef- ur miðast við flokkinn og aftur flokkinn eins og raunar ofan- greindar tilvitnanir bera með sér. Hvernig getur samvinna við kommúnista verið æskileg annað árið en fordæmanleg hitt? Hvernig getur dýrtíðin haft bjartar hliðar og verið auðvelt að ráða niðurlögum hennar og í senn verið þjóðhættuleg? Hvern- ig getur gjaldeyrisafkoma Islend- inga verið á sama tíma glæsileg og öllum innstæðum er lokið? Er von að menn spyrji. En væntanlega sjá flestir, að þetta er aðeins skýranlegt á einn veg. Sjálfstæðisflokkurinn treystir á það, að menn séu fljótir að gleyma. Hann treystir á henti- stefnu í stjórnmálum. Stór, sólrík stofa til leigu á bezta stað í bæn- um, fyrir reglusama, ein- lileypa stúlku. Aðgangur að eldhúsi getur komið til greina. Upplýsingar gefur Helga Jónsdóttir, Oddeyrargötu 6. Til sölu: Klæðskerasaumuð kjólföt, tvenn smokingföt, smok- ingskyrta, kjólskyrtur o. 11. Uppl. í Brekkugötu 1. Gisli Steingrímsson. Harraonika Hnappa-harmonika og pí- anó-harmonika til sölu. — Upplýsingar í Ægisgötu 18. Stefdn Halldórsson. Singer-saumavél og BARNARÚM (járn) er til sölu. Afgr. vísar á. 2-3 herbergi óskast til leigu 14. maí næstkomandi. Upplýsingar í síma 88. Gáfa og snilli er guðs af náð gefin þeim, sem hlýtur. Engin mannshönd eða ráð erfðahlekkinn brýtur. Eg held það þurfi meira en baslhagmælsku, eða skynlítinn ofláta til þess að leiða sannleik- ann til öndvegis svo vel og hér er gert. Væri ofanskráð staka þrosk- uðum, rithæfum manni nægilegt efni í langt mál. Verður sá lopi eigi lengra teygður um sinn. Slíkt væri útúrdúi*. Freyja Þorsteinsdóttir, fyrrum og lengi húsfreyja að Hamri í Svarfaðardal, er 90 ára í dag. Liðnir eru bráðum sex tugir ára frá því að eg heyrði Freyju á Hamri fyrst getið. Sagt var að hún færi með smáskammtalækn- ingar og væri aufúsugestur sjúkra manna. Gegndi nærkonu- störfum í viðlögum og enn var þess getið að hún væri kona væn og glæsileg. Sá, er þessar línur ritar, leit eigi Freyju augum fyrr en all- löngu síðar en hér var komið. Var hún þá af blómaskeiði. Hafði borið 14 börn í skauti sínu, og kylja og hregg gnauðað henni um brjóst og vanga. Þá var það á vori einu í júní- mánuði, að eg fór að erindum að Hamri. Við túnjaðarinn mættu mér nokkrar lambær. Þær litu hvasst og djarflega á gestinn. Það sást á að þær höfðu verið vel fóðraðar um veturinn. Lömbin væn og þroskuð og þótti mér sem þau væru augnagull. Börn og ungmenni voru að leik skammt frá bænum og hlupu þar fótufn frám. Húsbóndinn var ekki heima, en húsmóðirin, Freyja Þorsteinsdóttir, vílaði um annir dagsins. Starfaði að matseld og fataþvotti og breiddi til þerris léreft sín. Veður var heitt af sól; hafði því konan lagt af sér ytri Dolfötin. Sást því gerr en ella hver mundi vöxtur og gervileiki hús- freyjunnar. Kynlæg og meðfædd fyrirmennska setti svipmót á verksháttu og hreyfingar kon- unnar og hóf hversdagslegt þjón- ustustarf í æðra veldi. Jafnvel í augum gestsins, er frumstæður var að gerð og hvorki fagurfræð- ingur eða skáld, orkaði þetta svo á óskyggnt hrifnæmi, að geymst hefur í vitundinni allt til þessa dags. Fyrirbærið þar að Hamri, tók ég sem gjöf frá lífinu. Varð eign mín í blómstruðu umhverfi, und- ir bláum himni í sólfari nóttleys- unnar. Freyja Þorsteinsdóttir er fædd að Ufsum á Ufsaströnd 15. d. fe- brúarm. 1860. Voru foreldrar ihennar þau hjónin Þorsteinn Þor- steinsson og Jórunn Bjarnadóttir Thorarensen. Faðir Þorsteins á Ufsum var Þorsteinn bóndi á Ytri-Másstöðum. Var kona hans Guðrún Þorkelsdóttir frá Tungu- felli og Ingibjargar Halldórsdótt- ur (Tungufellsætt). Bróðir Þor- steins á Ufsum var Þorkell Þor- steinsson, síðast bóndi á Hofsá. Varð maður kunnur í héraði og örlög hans allmikil. Varð tvígift- ur og átti fjölda barna. Missti sjón á manndómsaldri. Bjargað- ist þá með fágætum dugnaði og eigi síður hagsýni og varð maður gamall. Sonur Þorkels á Hofsá er Sof- fonías Þorkelsson Vestur-ís- lendingur. Þorsteinn á Ufsum lauk tré- smíðanámi ungur hjá Olafi Briem á Grund. Mun atvinna hans eftir það eigi hafa verið síður smíði en búskapur. Reyndist bæði verk- hagur og vandvii'kur með ágæt- um og frjór í starfi. Maður eðlis- vitur og nokkur fræðimaður. Þor- steinn var löngum hér í Svarfað- ardal kenndur við iðn sína og nefndur Þorsteinn smiður. Að hallandi aldri eignaðist hann son j með Aldísi Eiríksdóttm' frá Upp- sölum. Það er Þorsteinn Þ. Þor- steinsson, rithöfundur og skáld. Þess er hér fyrr getið, að móðir Freyju frá Hamri og kona Þor- steins á Ufsum væri Jórunn Bjarnadóttir Thorarensen. Hún v;fr systir Jóns prests Bjarnason- ar Thorarensen að Tjörn í Svarf- aðardal. Var faðir þeirra Bjarni stúdent að Bæ í Hrútafirði, Frið- riksson Thorarensen prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Þór- arinssonar sýslumanns á Grund í Eyjafirði Jónssonar. Kona Þór- áriná var' Sigríður Stefánsdóttír og alsystir Ólafs Stefánssonar frá Höskuldsstöðum, er fyrstur ís- lenzkra manna varð stiftamtmað- ur hér á landi 1790 Bræður séra Friðriks á Breiðabólsstað voru þeir Stefán amtmaður á Möðru- völlum (d. 1823) og Vigfús sýslu- maður á Hlíðarenda faðir Bjarna amtmanns og skálds og Skúla læknis á Móeiðarhvoli. Frá Ólafi Stefánssyni stiftamtmanni er komin Stephensensætt. Má í stuttu máli segja að þeir Stefán- ungar urðu um skeið allvalda- miklir hér á landi og skipuðu mörg hin helztu sæti meðal ís- lendinga á fyrra hluta aldarinnar er leið. Þórarinn sýslumaður á Grund mun hafa andazt innan við fimmtugsaldur. Eftir hann látinn giftist Sigríður Stefánsdóttir, ekkja hans, Jóni sýslumanni Jak- obssyni á Espihóli. Sonur þeirra var Jón Espólín hinn alkunni sagna- og fræðaþulur. Hér hefir þó verið getið nokk- urra ættmenna Freyju Þoi'steins- dóttur. Stiklað á stóru og farið flaumósa. Verð ég enn nokkru við að bæta. Freyja giftist ung Antoni Árna- syni bónda og læknis á Hamri. Anton var garpur mikill svo að til afreka kom, einkum í sjóferðum. Hraustleikamaður svo að varla kenndi hann sóttar fram í elli. Ölgefinn nær við of. Eðlisvitur og dulskyggn; þótti því stundum framsýnn og getspakur. Þau börn. Komust 9 þeirra fram og til Freyja og Anton áttu saman 14 fullorðinsára. Öll hin gervileg- ustu. Anton Árnason lézt fyrir nokkrum órum án helstríðs og banasóttar. Vai'ð bráðkvaddur við starf sitt. Var löngum ham- ingjumaður. Freyja Þorsteinsdóttir dvelur nú hjá börnum sínum á Hrísum við ágæta aðhlynningu. Orðin sjónlítil og ellifarin. Klæðist þó flesta daga og enn má sjá merki fornrar gerðar og atgjörvis. Kom ég að Hrísum fyrir eigi löngu síð- an og átti stutt samtal við gömlu (Framhald á 4. síðu). X Það cr ekki hægt að gcfa börnunumf APPELSÍ N UR cn Valash cr framleiddur úr fullþroskuðum f ítölsklxm appelsínum. <| ÞaÖ er sólskin í hverjutn dropa. g <♦> <Ý> <♦> Efnagerð Ákureyrar h.f. 1 w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.