Dagur - 15.03.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 15.03.1950, Blaðsíða 4
4 ! DAGUR Ritstjóri: Ilaukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstra-ti 87 — Sími 166 Blaðið kemur lit á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Samstarf til yiðreisfiar ÞAU TÍÐINDI gerðust í stjórnmálum landsins um sl. helgi, að borgaraflokkarnir báðir tóku upp viðræður á ný um samstarf til viðreisnar í efna- hagsmálum þjóðarinnar, með þeim árangri, að þingræðisstjórn flokkanna gat tekið við völdum í gær. Er þar með lokið stjórnarkreppu þeirri, sem raunverulega hefur staðið síðan eftir kosningarn- ar í hausf. Þeir flokkar, sem deilt hafa hart að undanförnu og hafa mjög andstæð sjónarmið í ' ' ^ ýmsum málum, hafa tekið höndum saman til þess að mæta hinum geigvænlegu efnahagslegu örðug- leikum, sem þjóðin á nú við að etja og búa at- vinnuvegunum aftur sæmileg starfsskilyrði. Vafa- laust er, að ábyrgir þegnar þjóðfélagsins fagna því, að þetta samstarf tókst. íslendingar deila hart og óvægilega um stjprnmál, en þótt skoðanir séu skiptar, munu flestir sammála um að það væri óíyrirgefanlegt ábyrgðarleysi og glapræði, að Jialda áfram deilum um ágreiningsatriði í innan- lands stjórnmálunum meðan þjóðarskútan sjálf stefnir óðfluga í strand. Enginn sanngjarn maður neitar því lengur, að erfijðleika'r atvinnuveganna og útflutningsverzlunarinnar eru nú þannig vaxn- ir, að róttækra aðgerða er þörf. Þessi staðreynd hefur leitt til núverandi stjórnarsamstarfs og ábyrgrar stjórnarstefnu. Vgi'ður að^vænta þess, að þorri þjóðarinnar telji slíkt samstarf nú Jiöfuð- nauðsyn og ágreiningur um smærrj atriði verði að víkja í bráð. STJÓRNARFLOKKARNIR hafa komið sér saman um þær höfuðaðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess.að forða sjávarútveginum frá stöðvun. Frumvarp það, sem fyrrv. ríki'sstjórn bar fram, um gengisfellingu o. fl., nær nú fram að ganga, með nokkrum veigamiklum breytingum, sem Framsóknarmenn fengu fram komið. Eru þær nánar raktar annars staðar í blaðinu, en höfuðtil- gangur þeirra er, að rétta ,,slagsíðu“ þá, sem var á frumvarpinu til hags fyrir stóreignastéttina í land- inu. Verða stóreignamenn nú að leggja fram nokk- urn hluta eigna sinna til þess að unnt reynist að halda Jífskjörum almennings sem mest óbreyttum og gei-a ríkisvaldinu mögqlegt að halda uppi at- vinnu og framleiðslu og greiða niður skpldir rík- issjóðs. í ávarpi því, er forsætisráðherrann flutti er stjórnin tók við völdum í gær, lét hann svo um- mælt, að rfkisstjórnin mundi stefna að því að áhrif gengislækkunarinnar yrðu sem minnst til- finnanleg fyrir allan almenning og óskaði hann samvinnu við stéttasamtök almennings eftir því sem fopg eru á. Er þess að vænta, að samtök launamanna og annarra stétta skorist ekki undan slíku samstai'fi að óreyndu og láti ekki stjórnmála- áróður villa sér sýn. TVEIR STJÓRNMÁLAFLOKKANNA hafa lýst yfir andstöðu sinni við hina nýju ríkisstjórn. Báðir gera þá grein fyrir andstöðu sinni, að þeir séu á móti gengisfellingu. Kunnugt er að Alþýðuflokk- urinn hefur fram til þessa fylgt hinni svokölluðu uppbótax-leið í dýrtíðarmálunum, en af henni hafa leitt síhækkandi tollar og skattar. Viðui'kenna flestir greindari menn flokksins, að sú leið sé ekki fær lengur. Alþýðuflokksmenn hafa ekki mótmælt því, að hin svokallaða niðurfærzluleið í dýrtíðar- xnálinu mundi verða almenningi erfiðari en geng- D AGUR Miðvikudaginn 15. marz 1950 isfelling, en þeir eru samt á móti gengisfellingu — sem er bein af- leiðing stjórnarstefnu fyrri ára, er Alþýðufl. var valdamikill í ríkis- stjórn. — Lítul' helzt út fyi-ir að fori'áðamenn flokksins hugsi sér að ekkei't skuli gert í dýi'tíðar- málunum og siglingunni í efna- hagslegt strand vei'ði haldið áfi-am, unz skip hins unga lýð- veldis brotnar á skerinu. Raun- vei'ulega hefur Alþýðuflokkurinn enga stefnu í dýi'tíðarmálinu nú nema þá, að keppa við kommún- ista í atkvæðaveiðum og styðja þá þannig óbeint í niðui'rifs- og skemmdarstai-fsemi þeii-ra. Vænt anlega sjá flestir landsmenn það, að nú eru ekki tímar til þess að undirbúa næstu kosningar með slíkum stai-fsaðferðum, heldur veltur nú mest á ábyrgu og þjóð- hollu stai'fi. Væi'i það vissulega veglegra lilutskipti fyrir Alþýðu- flokkinn að eiga hlut að almennu samstarfi til viðreisnar en elta liommúnista í ábyi'gðai'lausu nið- uri'ifsstarfi þeirra. ^OKDREIFAR Síldamxerkingar. Árni Friðriksson fiskifræðing- ur slcrifar blaðinu: „í SAMTALI við Valtý Þor- steinsson, útgerðarmann, í 13. tbl. Dags 1. marz 1950, í tilefni af dvöl hans í Noi'egi og víðar, stendur meðal annar seftii'farandi: „í sambandi við frétt, sem hér hefur birzt, um að síldar mei'ktar hér við land hafi komið fram í síldai-göngu þessai'i (þ. e. við Noreg í vetur, Á. F.), má geta þess að eitt norsku blaðanna upp- lýsti, að þær hafi verið noi-skar vorsíidar, merktar sunnar við Noi-eg. Á mei'kjunum stóð hins vegar „Island“ af því að önnur merki munu ekki hafa verið til- tæk.“ Þar sem frásögnin er röng og villandi þykir mér rétt að taka fram eftirfarandi atriði: 1. Þegar síldarmerkingar hóf- ust í Evrópu í marz 1948 við vestui'strönd Noregs (Karmey) voru ekki til önnur mei'ki en þau, sem eg hafði keypt í U. S. A. og voru þau því notuð bæði við Noreg þá og síðar við fsland. Á öllum merkjunum stóð „Island“ en merkin greindust í flokka og voru um 250 merki í hverjum flokki. Hver flqkkur var auð- kenndur sérstaklega, t. d. Al, A2. .. . Bl, B2. .. . B10 o. s. frv. í Noregi voru notuð öll A-merk- in, öll B-mei'kin og Cl—C7. Við Noi-ðurland (sumarið 1948) var mei-kt með C8—10 og auk þess með D-, E-, F- og G-merkjun- um. 2. Þann 9. febr 1949 fannst eitt G3-merki í síld, sem veiddist við eyjuna „Stord“ skammt frá Bei’g- en. Hafði síldin vei'ið mei'kt við Lundey á Skjálfanda 21. ágúst 1948. 3. Sl. sumar fannst í verksmiðju á Raufarhöfn m. a. eitt B6-meiki, en með því hafði verið merkt voi'síld við V.-Noreg (Vesti’e Bolen) 17. mai'z 1948. 4. Núna í vetur hefur mér verið tilþynnt, a'ð fjögur merki héðan hafi fundizt við Noreg, nefnilega D4 (Skoruvíkui'bjarg 6. ágúst 1948 Stad, Noregi, ca. 10. febr. 1950). D6 (Skoruvíkurbjai’g 6. ágúst 1948 — Stórsíldarmiðin við Noreg ca. 12. febr. 1950). F2 (Við Snartastaðanúp 27. ágúst 1948 — við Möre, Noregi, ca. 10. febr. 1950). G5 (Við Leii'höfn 26. ágúst 1948 — Stórsíldarmiðin við Nor- eg ca. 12. febi'. 1950). Af þessu sést, að hér er ekki um neitt að villast. (Staður óg dagur merk- ingar og endurveiði tilgreint í svigum). Vel má vera að fleiri merktar Norðurlands-síldar hafi veiðzt við Noreg í vetur, þótt eigi hafi mér verið tilkynnt það enn. Með þökk fyrir bii'tinguna. Árni Fi'iðriksson.“ í TILEFNI af þessu bréfi fiski- fræðingsins vill Dagur benda á, að það er á misskilningi byggt að frásögn blaðsins og Valtýs Þor- steinssonar hafi verið röng. f við- tali við Dag greindi Valtý frá frá ummælum í norsku blaði og var rétt frá þeim hermt, en hvorki hann né Dagur lögðu neinn dóm dóm á það, hvort sú frásögn væri í öllum atriðum rétt hjá hinu norska blaði. Garðræktin í vor. FINNUR ÁRNASON garð- yrkjuráðunautur hefur beðið blaðið að minna baejarbúa þá,sem hafa garða á leigu frá bænum, og eins hina, sem hafa áhuga fyrir aíi fá garða og hafa beðið um þá, að koma á auglýstum tíma til þess að greiða leigu fyrir garðana. Eru nánari fyrirmæli í auglýsingu í blaðinu í dag. Þá eru þeir, sem ætla að hætta garðræktinni nú, minntir á að tilkynna garðyrkju- ráðunautnum það. Þeir, sem ætla að fá nýja garða, ættu nú at at- huga um möguleika á öflun út- sæðis. Götuljósin. BÆJARBÚI skrifar blaðinu og bendir á, að það komi alloft fyrir að logi glatt á götuljósum víðs vegar um bæinn, þótt bjartur dagur sé, og spyr í því sambandi: Er ekki álagið á rafveitunni nægilegt þótt ekki sé reynt að upplýsa himinhvolfið á þennan hátt, þegar þess er engin þörf? — Dagur kann ekki að svara þess- ari spurningu og beinir henni til forráðamanna rafveitunnar. - Níræð kona (Framhald af 2. síðu). konuna. Dvaldi ég þar lengi dags og fór eigi af bænum fyrr en i rökki'i. Naut allsháttar gestrisni og alúðar í hlýjum og björtum húsakynnum. Og þá sá ég son gömlu konunnar, Olaf bónda An- tonsson, leggja hitapoka undir fætur gömlu móður sinnar og sýna henni karlmannlega ástúð og nærgætni. Rann mér þá göml- um hugur til lífsins og ágæta þess þrátt fyrir margt mótspúið og örvhent. Og þá kom mér í hug að ef ég freistaði að færa í mál persónu Freyju Þorsteinsdóttur, að vel mundi hlýða að nota snjöllu fer- henduna hans Daníels læknis sem einkunn minna fátæklegu orða. Freyja Þorsteinsdqttir gekk ung til licljs yið lífið. Þjpnaði trú lega meðan vinnuljóst var og allt til náttmála. Þess vegna er oss sveitungum hennar skylt að virða hana og þakka henni. Má það vissulega ekki seinna vera. Bið svo hina öldnu heiðurskonu svo og aðstandendur hennar og aðra þá er í greinarkorni þessu hefur verið ýtt í sjónmál, að taka létt á, þó að mér óupplýstum smalamanni farist eigi fimlega um helgan yöll þjóðernis og móð urtungu. Rúnólfur í Dal. Getur laukur læknað kvef? Það er mikið talað um lauk sem lyf við öllu mögu- legu. Þetta á þó aðallega við um kvef, og hefur lauk- urinn reynzt mörgum hið ágætasta læknislyf við þessum leiðinlega kvilla. Kvöld eitt, ekki alls fyrir löngu, fann eg glöggt, að eg var að byrja að fá kvef. Það sama kvöld hitti eg kunningjakonu mína, sem er mjög trúuð á lauk- inn, og er hún heyrði í mér hóstann og ræmuna, hvatti hún mig eindregið til að borða hráan lauk, áður en eg legðist til hvilu um kvöldið. Sagði hún mér frá reynslu sinni og ýmsar sögur í því sam- bandi. Eg ákvað þegar að reyna lyfið. Er heim kom sótti eg mér stóran lauk, flysjaði hann og borðaði hann hálfan. Eg lét laukinn liggja nokkra stund í munninum, eins aftarlega og eg gat, án þess að kyngja honum strax. Morguninn eftir voru engin sárindi í hálsi, engin ræma, pkkert kvef. Nú veit eg ekki, hvort þetta er tilviljun ein, hvort þetta er að þakka trú minni á lauknum, eða hvort laukurinn beinlínis læknaði kvefið.. Eg ráðlegg öðrum að reyna. LEIÐRÉTTING Á SKYROSTGERÐ. í seinasta kvennadálki var sagt frá því, hvernig hægt væri að gera ost úr skyri, hinn svonefnda skyrost. í þeirri frásögn féll niður að skýra frá því, að það á að hræra skyrið með rjóma. Hafi/únhverj- um fundizt osturinn þurr, eftir uppskriftinni í síð- asta blaði, þá er skýringin sú, að ostinn á að hræra með salti og rjóma, ög leiðréttist þetta hérmeð. LYSTUGUR OG HEILNÆMUR DRYKKUR. Margir eiga erfitt með að drekka' mjólk, og er það illa farið, þar sem mjólkin er ein hinna holl- ustu fæðutegunda, sem við eigum kost á. Börnum og unglingum er sérstaklega nauðsynlegt að drekka mjólk vegna bæliefna og stqinefna, sem hún inni- heldur og nauðsynleg eru þeim, sem eru að vaxa. Fyrir lystarlítil og keipótt börn er hægt að gera lystugan og góðan drykk úr mjólk, sem þau munu eflaust drekka, þótt þau fáist ekki til að drekka venjulega mjólk. Drykk þennan má nefna sítrónu- mjólk, og er hann gerður á eftii'farandi hátt: Safi úr hálfri sítrónu, sykur eftir smekk, 1/4 1. mjólk og svolítið af rjóma, ef hann er til (ekki nauðsynlegt). Sykurinn og sítrónusafinn er hrært saman, þangað til sykurinn er næstum því uppleyst- ur. Þá ei’ mjólkin sett saman við og þeytt vel sam- an. Hellt í glas og drukkið strax. Sítrónan gerir þennan drykk mjög svalandi og góðan, og mjólkin fær aukið magn af C-bætiefnum við þetta. Mjólkin eða rjóminn, ef hann er notaður, eiga að vera vel köld. FYRSTA SAUMAVÉLIN. Saumavélin var uppfundin af Englendingi, Thom- as Saint að nafni, og var fyrsta saumavélin gerð ár- ið 1790. Þessi saumavél var aðallega gerð til að sauma leður, en hún náði engri útbreiðslu, og upp- finningamaðurinn hagnaðist ekkert á henni. Um 1830 fann fátækur, franskur skraddari upp sauma- vél, sem líktist meir vélinni, eins og við þekkjum hana í dag. Þessi vél var nokkuð notuð á Frakk- landi, en verkamenn óttuðust að þeir myndu tapa allri atvinnu, ef þetta undur næði útbreiðslu, og gerðu því aðsúg að vélunum og verkstæðunum. — Þessi uppfinningamaður dó líka í fátækt. Eftir þetta komast Ameríkumenn í leikinn, þar á meðal Isaac Singer, sem fékk einkaleyfi á saumavél sinni 1851. Singer-vélarnar hafa náð geysilegri útbreiðslu og eru þekktar um mestan hluta heims.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.