Dagur


Dagur - 19.04.1950, Qupperneq 6

Dagur - 19.04.1950, Qupperneq 6
6 D AGUR Miðvikudaginn 19. apríl 1950 55455555555555455555555555554555555555455554554555555555545555544545^ LÁITU HJARTÁÐ RÁÐA! Saga eítir Sarah-Elizabeth Rodger &5555555555555555555555555 < 20. DAGUK. (Framhald). dauft samtal. Hún sá sér til létt- is, að Ward var búinn að koma Celíu til þess að taka eftir því, sem hann sagði. Hann hlaut að vera vanur að umgangast stúlkur sem hana. „Teri-y segir mér, að þér hafið verið í hernum með honum, og eg trúi honum.“ „Hvers vegna? Ber eg það ut- an á mér eftir meira en heilt ár?“ „Neið síður en svo. En þér virðist vita fullkomlega, hvernig málin standa. Og þá sýnist mér þið Terry bæta hvort annað upp. Hann er einn af þeim, sem ann hugsjónum meira en lífinu sjálfu.“ Alison hlustaði með athygli. Þessi ungi maður var auðheyri- lega fullur aðdáunar á Terry. Hún vissi aðeins ekki á hverju aðdáun hans grundvallaðist. „Hve lengi hafið þið þekkzt?“ spurði hún. „Nokkra mánuði. Eg kynntist honum strax og , hann kom að blaðinu, og við höfum unnið dá- lítið saman. Hann á mikla framtíð fyrir höndum. Mér lék foi'vitni á að vita, hvort stúlkan — þú — værir þannig, að hún gæti fylgzt með honum.“ „Og heldurðu, að eg geti orðið honum samferða?“ „Já, eg veit það fyrir víst.“ Hann renndi augunum yfir þorð- ið. „Alveg eins og eg veit, að þessir stelpukrakkar geta það ekki.“ „Þær eru svo ungar,“ sagði Alison. Hvort sem Terry hafði sagt Ward Anson aldur hennar eða ekki, þá vissi hún, að honum myndi vera ljós sá reginmunur, sem var á henni og hinum stúlk- unum tveim. „Það er ekki aldurinn, sem þar ræður úrslitum," sagði Ward An- son rólega. „Spyrðu bara Terry.“ Alison fann það á sér, að það var víst margt, sem hún hafði gleymt að spyrja Terry um. En það væri nægur tími til stefnu: öll ævin. Allt í einu spurði Rush, sem sat við hina hlið hennar, hvort þau ættu ekki að fá sér einn snúning. Hún hikaði sem snöggvast, en svo fann hún, hve heimskulegt það var. Auðvitað yrði hún að dansa við þá báða, og það væri eins gott að ljúka því af að dansa við’ Rúsh. Hún var stíf og fjarlæg í dans- inum. „Vertu óhrædd, Alison, eg skal ekki meiða þig,“ sagði Rush, ög það var einhver undarleg mildi í röddinni. Danslnn varð óþvingaðri, en þó fann hún, að hún titraði — af ein- hverri ástæðu — hún vissi ekki hverri. Hún leit upp og sá, að það glóði á rauðbrúnt hárið hans. „Eg skal ekki minnast á kvöld- ið góða,“ bætti hann við, lágum Ur endurminmngum Hannesar frá Hleiðargarði í'Framhaldi. Frá Stefáni Ólafssyni. Þótt Stefán væri oft fengsæll, og flytti einatt mikla björg í bú, var hann alla æfi sárfátækur, og það svo, að hann varð að leita sveitarstyrks um skeið, enda var svo mælt, að Guðrún (Stefán var tvígiftur. Síðari kona hans var Guðrún Jóhannesdóttir. Hún var systh' Kristjáns, föður Alberts sterka í Hallandsnesi, sem látinn er fyrir stuttu), kona hans væri nokkuð eyðslusöm, og ekki bú- kona. í búnaðarskýrslu Saurbæj- arhrepps yfir árið 1874, er talið að hann eigi 2 kýr, 7 ær með lömbum, 3 geldar ær, 1 hross fuli orðið og 1 tryppi. Má af þessu sjá, að efniin hafa ekki vcrið mik- il og þyí ekki furðulegt, þótt hon- um gengi illa að framfleyta sér og fjölskyldu sinni, sem mun hafa verið 5 manns. Stefán mun lengst af hafa verið í Saurbæjarþreppi, en var þó eitthvað út í Krækl- ingahlíð og máske víðar. Eins og hér var sagt áður, átti Stefán 1874 eitt fullorðið hross, og mun svo lengst hafa verið. Var það hryssa ljósskjótt, hinn mesti stólpa- og úlfaldagripur. Mundi Bjarni hinn sterki í „Manni og konu“ vaflaust hafa kallað hana — og það með sanni — „tveggja grjónatunna skepnu“. Þótti Stef- 'áni mjög vænt um hana, og það svo, að gárungar sveitarinnar töldu, að þeirri spurningu vaeri vandsvarað, hverja hann metti mest Guðrúnu konu sína, Gróu eða Ljósku. Auk þess sem hún var afburða sterk og þolin var ,hún hin mesta þægðarskepna, og 'hagspök með afbrigðum. Þótt Stefán einatt skildi hana eina eft- ir í dalabotnum á lélegu haglendi og væri sólarhringum saman burtu á refaveiðum, rótaði Ljóska sér lítið, og beið með hinni mestu þolinmæði komu hans. Mat karl þetta við hana og gaf henni oft vel á vetrum, og hlúði sem bezt hann gat að henni. .Þó bár stundum út af með þessa umhyggjusemi, var það einkum í kaupstaðaferðum, því að þá var hann oft „hífaður“ nokkuð, því að jafnan var hann ölkær. Kom það þá eigi ósjaldan fyrir, að hann lagði svo þungt á hana, að menn undruðust ,og töldu með öllu ómögulegt að vel færi, en ætíð skilaði Ljóska öllu heim með hinni mestu prýði. — Hefur svo sagt mér tengdasonur Stef- áns, að eitt sinn hafi hann kömið að Sölvahlíð í Sölvadal fram, en þar átti þá Stefán heima. Stóð þá svo á, að Stefán var að koma úr -UNGA FÓLKIÐ- rómi, „en hvorugt okkar mun geta gleymt — aldrei.“ Henni fannst brjóstið verða þröngt, án þess að hún gæti að gert. Gat það verið? Myndi hún aldrei geta gleymt Rush, þó að hún giftist Terry? „Þetta er raunveruleikinn, Ali- son, og við getum ekki s.neitt hjá honurn," hvíslaði Rush í eyra henni. „Mundu æsku- og ungl- ingsárin, Alison. Þú getur vikið mér til hliðar en ekki minningun- um, sem við eigum sameiginlega, því að þær eru hluti af okkur sjálfum. Láttu mig vita það, því að eg hef reynt að------“ Nú tók hljómsveitin að leika alkunnugt danslag, tregaþrungið og fagurt, og það kom við hjart- að í Alison. Gat það verið, að hún væri dæmd til þess að elska gegn vilja sínum alla tíð, að henni væri það eðlilegt eins og fugl- inum að fljúga og fiskinum að synda? Það var eins og tónar lagsins færu eldi um hana alla. „Rush,“ sagði hún áköf, „fylgdu mér að borðinu.“ „Nei, þú lýkur við dansinn,“ sagði hann ákveðinn. „Það má vel vera, að þetta verði í síðasta sinn sem við dönsum saman, svo að eg vil engu fórna af þessum dansi.“ Celía og Ward dönsuðu fram hjá þeim, og hún brosti til þeirra uppgerðarbrosi. Terry sat hjá Jenny við borðið, og þau voru í djúpum samræðum. Jenny hafði fengið sér annað glas. Rush ætti ekki að láta hana drekka svona milcið. Alison opn- aði munninn, en hætti við að segja það, sem hún hafði ætlað sér. Ekkert, sem hún segði myndi breyta nokkru milli þeirra Rush og Jennyjar. „Alison, eg má til að segja þér dálítið, því að við ræddum það svo oft í gamla daga, og þú hjálp- (Framhald af 2. síðu). ir nú reknir af einstaklingum og félögum. Ef hann væri nú allt í einu þjóðnýttur. Ríkið eignaðist alla báta. Réði því, hvar ætti að gera þá út og hvernig. Hvaða menn ættu að stjórna hverri út- gerð o. s. frv. Þá myndi nú í fyrsta lagi stofnast hundruð bitl- inga, sem ríkið úthlutaði eða í framkvæmdinni sá stjórnmála- flokkur, sem með völd færi. Furstar úr Reykjavík stjórnuðu öllu. Þaðan yrði stjórnað. Þeir, sem mest yrðu inn undir hjá stjórninni, yrðu forstjórar. Eg hygg, að enginn, hvorki sjómaður né útvegsmaður, óski aftir því- líku fyrirkomulagi hér á landi. Framsóknarflokkurinn verður til og mótast á örlagatímum. — Fyrri heimsstyrjöldin er í al- gleymingi. Sjálfstæðisbaráttu þjóðai'innar er ekki lokið. Flokk- urinn varð ekki til, vegna er- lendra áhrifa. Máttarstólpar hans á byrjunarstigi voru íslenzkar fé- lagsmálahreyfingar. Annars veg- ar ungmennafélögin, sem áttu styrka stoð í hverju byggðarlagi landsins. Hins vegar samvinnu- hreyfingin, sem þá var að vísu máttlítil í alndinu, en á framfara- leið. aðir mér við ráðagerðina, þú stappaðir í mig stálinu," sagði Rush. „Frá því í dag er eg ráðinn endurskoðandi.“ Hann nefndi stórt og þekkt fyrirtæki. „Rush, það er dásamlegt!“ sagði hún. „Eg vissi, að það myndi tak- ast.“ Hún hugsaði um, hve þýð- ingarmikið þetta væri fyrir hann og Jenny. Endurskoðandi hefði gott kaup, svo gott ðaup ,að hann (Frambald). Það má að vísu segja,, að sam- vinnuhreyfingin sé alþjóðleg stefna. En hún hafði náð slík- um tökum á fátæku dugnaðar- fólki og fallið svo vel inn í lífs- baráttuna, að hún skóp sér sjálf- stæða tilveru hér á landi, varð ís- lenzk, samgróin eðli þjóðarinnar. Þessar tvær hreyfingar gáfu Framsóknarflokknum-í-vöggugjöf jöfnum hönum hugsjónir og raun hæfan umbótavilja, sem öðru fremm' hefur einkennt starfsemi flokksins alla tíð. Meginkjarni stefnu flokksins hefur frá önd- verðu verið sá, að þjóðin skyldi byggja landið sitt. Það væri þroskavænlegra, ef verulegur hluti þjóðarinnar byggði sveitir og kaupstaði landsins jöfnum höndum og með eðlilegum hætti, í stað þess að hrúgast saman í Reykjavík. Stefna flokksins er og hefur verið: Vér viljum þjóðríki á íslandi, en ekki borgarríkL Framsóknarflokkurinn telur, að lýðræðisstjórnskipulag sé hyrningarsteinn undir sjálfstæði og menningu þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Þess vegna er hann mótfallinn hvers konar öfga- hreyfingum ,sem vilja kollvarpa núverandi þjóðskipulagi með of- beldi og byltingum. Sérstaklega eru slíkir öfgaflokkai' skaðlegir, þegar þeir standa undir yfirráð- um valdhafa í framandi ríkjum, og öðlast ábyrgðarlaust áhrifa- vald um íslenzk málefni. Framsóknarflokkurinn er stofn- aður af íslenzkum umbótamönn- um, hann vill byggja og gera byggilegt allt landið. Innlendir framfarastraumar eru og verða jafnan meginstyrkur flokksins. — Hann er fyrst og frémst íslenzkur flokkur. bræður, synir Stefáns, voru ekki heima, Og enginn karlmaður heima við nema Stefán, þá lagst- ur í kör, að skógarbjörn éinn mikill og ægilegur kom í ljósmál í skógarjaðrinum, örstutt frá bænum. Urðu konuv lostnar skelfingu og lokuðu öllum dyrum sem rammlegast. Það þóttust þær þó vita, að ekki mundu hurðir standast áhlaup bjarnai'ins, ef hann leitaði inngöngu, en önnur ráð voru nú ekki fyrir hendi. — Björninn fór sér hægt og dund- aði eitthvað þar í skógarjaðrin- um, en fór svo að færa sig nær og stefndi að síðustu heim að bænum eða húsinu. — Voru Stef- áni sögð þessi tíðindi, var þá sem nýtt líf færðist í gamlamanninn, og færðist hann allur í aukana. Þreif hann „Gróu“ gömlu og lét í hana svo stórt skot, sem hann hélt að hún þyldi. Hafði hann haft með sér frá íslandi haglateg- und þá, sem kölluð var rennilóð, en þau högl voru afar stór, og líkust kúlum þeim, sem nú er skotið. — Brölti karl á fjórar fætur í rúmi sínu, og er björninn var kominn í gott skotfæri, opri- aði hann glugga, sem var yfir því og miðaði vandlega, en nú var sjón hans mjög tekin að deprast, svo að ógerla náði hann sigtinu. Þó tókst svo giftusamlega, áð skotið kom á milli augna bjarn- arins og molaðist hausinn, en hann datt dauður niður. — Þetta var síðasta skot Stefáns, og þótti frábært. (Framhald). kaupstaðarferð til Akureyrar og reið Ljósku. Hafði hann þá tvo þn; strokka af síld í hnakknum og sat sjálfur ofan á, en bann var mikill vexti eins og fyr rer greint, hold- ugur vel og því afar þungur. — Það sögðu menn einnig, að oft dottaði eða svæfi Stefán á baki Ljósku er þau voru á heimleið, því að þá var hann mjög drukk- inn, svo að hún réði ferð sinni sjálf. Það sögðu þeir líka, að þeg- ar svo var ásatt með hann, og tæki hann að hallast út í hliðarn- ar, væri sem hún gengi þannig undir honum, að hann félli ekki af baki, en héldi jafnvægi. Kom þá fyrir að karl vaknaði, og tók óþyrmilega í taumana, og vildi taka aðra stefnu en þau höfðu. Ekki lét Ljóska þetta á sig fá, iu'isti bara höfuðið, hissa á þess- ari vitleysu húsbóndans, og hélt svo áfram, eins og ekkert hefði í skorist. Þegar aldur færðist yfir Stefán og kraftar hans og þol fór að bila, en fátækt og vesaldómur fram- undan, tók hann það ráð að flytja eins og margir aðrir á þeim tím- um til Ameríku. Tveir uppkomn- ir synir hans höfðu flutzt vestur, komið sér þar sæmilega fyrir, og buðu nú föðm- sínum að dvelja hjá sér síðustu árin. — Þetta þáði Stefán, þótt honum væri ekki að skapi að yfirgefa land sitt og þjóð, vini og vandafólk, en ekki sá hann annan kost vænlegri til úr- bóta. Mun honum hafa verið mjög þungt í skapi er hann steig á skipsfjöl á Akureyri og lá þá víst ærri, að hapn hætti við förina og sæti kyrr, eins og suma vest- m'fara henti. — Maður, sero fylgdi honum á skipsfjöl, sagði svo frá,. að karl hefði fengið sér allríflega hressingu. Hefði hann verið svo búinn að klæðnaði, að yzt fata var hann í úlpu eða kápu úr vaðmáli, niðurfletta skinnhúfu hafði hann á höfði og stóran tref- il um hálsinn. Hann var í vað- málsbuxum, með leðurskó á fót- um og sokka utan yfir buxum. — „Gró.u“ bar hann á öxl sér, og var all hrikalegur. Varð hásetum og öðrum skipsmönnum starsýnt á karl og viku úr vegi fyrir honum, þar sem hann þrammaði fram og aftur um þilfarið. Þær fréttir er bárust af Stefáni eftir að hann lagði af stað, voru þær, að vel hefði honum gengið ferðin ,og hann komizt heilu og höldnu til sona sinna. Var svo sagt, að örstutt frá bústað þeirra bræðra væri skógur mikill. Tók kai'l þar upp sinn gamla sið og gekk títt á skóginn með „Gróu“ um öxl. Skaut hann þar mergð fugla og ýmissa skógardýra. Síðustu ár Stefáns var sagt að yrðu honum nokkuð þungbær. Missti hann heilsuna og varð að liggja rúmfastur. Helzta skemmt- un hans var sögð sú, að þukla um „Gróu“ gömlu, en hana hafði hann ætíð við rúm sitt. Varð þetta líka til hins mesta happs, sem nú skal sagt: Það var einhverju sinni, er þeir

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.