Dagur - 19.04.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 19.04.1950, Blaðsíða 8
8 Bagijk Miðvikudaginn 19. apríl 1950 íþróttir Frá Skíðaráði Akureyrar. Skíðamóti Akureyrar 1950 lauk sunnudaginn 2. apríl með svig- keppni karla í A- og B-flokki. — Fór keppnin fram í Waðlaheiði sunnan til. Svigmeistari Akureyrar 1950 varð Magnús Brynjólfsson, K. A., á 70.3 sek. 2. Baldvin Haraldsson, K. A., á 79.2 sek. 3. Birgir Sigurðsson, Þór, á 88.5 sek. í B-flokki varð 1. Bergur Ei- ríksson, K. A., : 90.3 sek. Akureyrarmeistari 1950 í tví- keppni í svigi og bruni (Alpa- keppni) varð Magnús Brynjólfs- son, KK. A., en hann varð einnig Akureyrarmeistari í bruni fyrr á mótinu. Jappen Eriksen stökkmót. í tilefni af komu norska stökk- snillingsins, Jappen Eriksen, auk stökkmanna frá Siglufirði og Ol- afsfirði, efndi Skíðaráð Akureyr- ar til stökkmóts í Miðhúsaklappa- brautinni sl .sunnudag kl. 16 og urðu úrslit þessi: í Á- og B-flokki: 1. Ásgrímur Stefánsson, Skíða- félagi Siglufjarðar, 217.7 stig, stökk 28 og 27.5 metra. 2. Guðmundur Olafsson, Sam- eining, Ólafsfirði, 208.1 stig, stökk 24 og 25 metra. 3. Baldvin Haraldsson, K. A., 201.3 stig, stökk 24 m. í 17,—19 ára flokki: 1. Ragnar Sveinsson, Skíða- borg, 208.9 stig, stökk 27 og 25 m. 2. Guðmundur Guðmundsson, K. A., 200.8 stig, stökk 24 og 23.5 metra. 3. Þráinn Þórhallsson, K. A., 197.6 stig, stökk 24 og 23.5 metra. f drengjaflokki: 1. Bragi Eiríksson, Skíðafélagi Siglufjarðar, 217.6 stig, stökk 27.0 og 26.5 metra. 2. Höskuldur Karlsson, K. A., 178.6 stig, stökk 24.5 og 22 metra. 3. Sigtryggur Sigtryggsson, K. A., 174.7 stig. Jappen Eriksen tók þátt utan keppni og átti lengstu stökkin, 29 m. Vöktu stökk hans sérstaka hrifningu vegna þróttar og stíl- fegurðar. Færi var nokkuð þungt, en veður ákjósanlegt og áhorfendur margir. Ársþing í. B. A. Síðari fundur þingsins var 15. f. m. í félagsheimilinu og lauk með sameiginlegri kaffidrykkju að Hótel KEA, þar sem formaður bandalagsins talaði valin orð til fulltrúanna. Eitt af helztu málum þingsins var læknisskoðun íþróttamanna, og var stjórn bandalagsins falið að kynna sér möguleika á fram- kvæmd í því máli. Samþ. var fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár og gengið frá móta skrá þeirri, er birt var hér í þætt- inum næst sígast. Stjórn bandalagsins skipa: og útilíf Form.: Ármann Dalmannsson. Varaform.: Jóhann Þorkelsson. Ritari Kári Sigurjónsson. Gjaldkeri: Halldór Helgason. Spjaldkrárritari: Haraldur M. Sigurðsson. Meðstjórnendur: Axel Kvaran og Jón Dalm. Ármannsson. Kosinn í hússtjórn íþróttahúss- ins til næstu fjögurra ára: Jónas Jónsson. Þessir kosnir sem formenn sér- ráða: Skíðaráð: Gunnar Árnason. Knattspyrnuráð: Sveinn Krist- jánsson. Handknattleiksr.: Hreinn Ósk- arsson. Frjálsíþróttar.: Tómas Árnason. Fiml.- og glímuráð: Hai’. M. Sigui'ðsson. Sundráð: Áki Eiríksson. Siglfirðingar á Akureyri. Nokkrir Siglfirðingar komu til Akureyi-ar um síðustu helgi og buðu til nýstárlegrar sýningar i fimleikum. Stjórnandi hópsins er Jappen Eriksen, noi'ski skíða- þjálfai'inn. Piltai'nir sýndu í Sam- komuhúsinu á sunnudagskvöldið fyrir mikinn fjölda hrifinna áhorfenda. Æfingarnar voru að- aliéga á svifrá og og tvíslá og kröfðust mjög mikils í fimi, stæl- ingu og stíl. Jappen Eriksen er nú á förum heim eftir þi'iggja mán. dvöl á Siglufii'ði. Kenndi hann skíðastökk á daginn en fimleika á kvöldin. Þátttaka var góð og skíðamenn Siglufjax-ðar hafa áreiðanlega tekið miklum fram- förum þennan tíma. Þess sáum við og nokkur mei'ki fyrr um dag inn, er nokkrir piltar þaðan voru með í skíðastökki — ásamt Akur- eyringum — við Miðhúsaklappir. Stökk Japens Erikisens vöktu sérstaka hi'ifningu — lengsta stökk 29 m. og stíllinn 18—19 stig — en Siglfirðingarnir sýndu líka fallegan stíl og góð stökk. Því miður tókst í. B. A. ekki að fá stökkkennarann hingað um tíma, eins og ætlað vai'. Nú ei-u hér á Akureyri allmargir strákar, sem stökkva, en þá vantar greini- lega tilsögn og æfingu. Vei-ður bætt úr því næsta vetur? Jappen Ei'iksen lætur vel yfir dvöl sinni á Xslandi. Frá S. K. í. í skýrslu stjórnar Skíðasam- bands íslands — árið 1949—50 — segir in. a. frá keppni reykvískra skíðamannanna í Holmenkoll- mtóinu.í vetui'. Segir svo: „Þessir voru skráðir í mótið: Ttvíkeppni í svigi og bi'uni: Ásgeir Eyjólfsson, Skíðaráð Reykjavíkur (Á.). Gísli B. Kristjánsson, Skíðaráð Reykjávíkur (í. R.). Guðni Sigfússon, Skíðaráð Reykjavíkur (fí. R.). Hei-mann Guðjónsson, Skíðaráð Reykjavíkur (K. R.). ‘Stefán Kristjánsson, Skíðaráð Reykjavíkur (Á.). Mánaðarritið „Gerpir“, 4. tbl. þessa árgangs er komið út. Þetta blað er gefið út af Fjórð- ungsþingi Austfirðinga og eina blaðið á Austui'landi. Með þessu tölublaði hefst prentun á blaðinu hér á Akureyri, en það hefur til þessa verið prentað á Seyðisfirði. Hér í bænum eru mai'gir Aust- firðingar, sem ættu að kaupa blaðið til þess að geta fylgzt með fréttum og því helzta, sem gerist í átthögunum. Það mun vei-a selt hér í bókabúðum, Svo er hægt að fá blaðið hjá Tómasi Ái-nasyni, lögfræðingi. Skákþing Akureyrar Skákfélag Akureyrar gengst fyrir skákþingi Akureyi'ar, sem hefst næstk. föstudag, 21. apríl, kl. 20 í bæjai'stjórnai-salnum. — Keppt verður í meistaraflokki, I. og II. flokki. Allir Akureyringar hafa rétt til þátttöku. Þátttaka tilkynnist form. Skák- fél. Akureyi-ar, Guðbr. E. Hlíðar. Þórir Jónsson, Skíðai-áð Rvik- ur (K. R.). Árangur skíðamannanna í mót- inu varð svo sem hér segir: Stef- án Ki-istjánsson tognaði í fæti á brunæfingu daginn áður en mótið skyldi hefjast og gat því ekki keppt. Guðni Sigfússon og Herm. Guðjónss. féllu í bruninu og hættu leik. Ásgeir Eyjólfsson féll í bruninu, sleit skíðabönd og hætti þá leik. Gísli B. Ki'istjáns- son og Þórir Jónsson komu í mark í bruninu. Gísli varð nr. 42 í röðinni og Þórir nr. 29, en fjöldi keppenda var 55. Gísli meiddist í fæti í bi'uninu, svo að hann gat eigi keppt í sviginu og var því úr leik. Þórir Jónsson var því hinn eini úr hópnum, sem keppti til úrslita í tvíkeppninni. Hann varð nr. 29 í svigkeppninni og nr. 27 í úrslitum tvíkeppninnar." Þarna hefur sjálfsagt verið um harða keppni 'að ræða. íslending- arnir urðu vissulega hart úti, en vonandi hafa þeir nokkuð lært af tilrauninni og af því að sjá til annarra. Það hefur eðlilega verið nokk- uð umtalað hér — og jafnvcl last- að — að ísfii'ðingar og Norðlend- ingar skyldu ekki að jöfnu við Reykvíkinga eiga kost á því að senda skíðamenn til þessa móts. Því mun stjórn S. K. I. hafa ráð- ið. Hún hefur þó það sér til af- sökunar, að þrír keppendanna voru staddir í Noregi eða Svíþjóð um þetta leyti. En úrslit í svigi og bruni á á íslandsmótinu á Siglu- firði benda sannarlega til annars, en að heppilega — eða reít — hafi vei-ið valið til Holmenkoll-móts- ins. Reykvíkingar eiga vissulega góða skíðamenn, en svigkeppni þeirra á Siglufii'ði var ái-eiðan- lega misheppnuð — að svo marg- ir skyldu lenda utan gátta — eða porta. Það átti víst fyrst og fremst að jafna um Magga þótt ekki tækist í þetta sinn. En þessu er nú lokið og mun ekki rifjað upp hér framar. r Svig- og brunmeistari Islands Magnús Brynjólfsson frá Akureyri hefur um langt skeið verið einn bezti svig- og brunmaður íslands. Núna á Skíðamóti Islands sýndi hann mikla getu og vann bæði svig- og brunmeistartitilinn. — Styrkið börnin! Á morgun er fyrsti sumardag- ur. Kvenfélagið Hlíf mun þá, eins og undanfarin vor, vei-ja degin- um til fjársöfnunar fyrir dag- heimili það fyrir börn, sem fé- lagið hefur verið upp á síðkastið að láta reisa hér skammt fyrir of- an kaupstaðinn. Eins og mörgum er kunnugt, er dagheimilið í þann veginn að verða fullgert, enda á það að taka til staría um miðbik næst- komandi júnímánaðar. Vantar því ekki nema herzlumuninn á, að þessi hugsjón kvennanna komist í fulla fi'amkvæmd. Akureyri er nú orðinn bær með hér um bil sjö þúsund íbúa. Ysinn og þysinn fer sívaxandi, þrengslin aukast og æ lengi-a er að verða af mölinni út í guðs- græna náttúruna. Bitnar þetta mest og tilfinnanlegast á yngstu borgui-unum, sem framar öðrum þui'fa að eiga fi-iðsælan sólskins- blett fjarri erli og önn bæjarlífs- ins. Það er úr þeirri bi-áðu nauð- syn, sem Kvenfélagið Hlíf hyggst bæta með byggingu dagheimilis- ins á hinu rúmgóða erfðafestu- landi sínu í útjaðri bæjarins. En framkyæmdirnar hafa kost- að mikið ié og mikla fyrirhöfn, og hafa félagskonur fylgt málinu fram með festu og ósérplægni, enda hafa mai'gir bæjarbúar iðu- lega sýnt viðleitni þeirra vei'ðug- an stuðning. Oss er nú að verða það fullvel ljóst, hvílík fram- faraspor kvenfélögin hér eru að marka í sögu þessa bæjar. Á morgun efnir Kvenfélagið Hlíf til merkjasölu, bazars, kaffi- sölu og skeimntana og rennur ágóðinn óskiptur til dagheimilis- ins. Heiti eg nú á yður, samborg- arar góðir, að þér bregðizt nú vel við sem fyrr og styðjið drengi- lega dagheimili Hlífar þenna fyrsta sumax'dag. Gleðilegt sumar! Borgari. Frá Barnaverndarfélaginu Fundur var haldinn í Bai'na- vei'ndarfélagi Akureyrar þann 6. þ. m. Þar flutti Snorri Sigfússon, námsstjóri, erindi um uppeldi og skóla. Þá var rætt um að velja fyrsta vetrardag fyrir fjáröflun- ardag félagsins. Á fundinum voru samþykktai' eftirfarandi tillögur: 1. Fundur í Barnaverndai'félagi Akui'eyrar, haldinn fdmmtudag- inn 6. apríl, lýsir ánægju sinni yfir þeii-i-i hugmynd, að stofnaðir verði hér í bænum vinnuflokk- ar fyrir unglinga, undir stjói-n valinna manna, er vinni að ýmiss konar ræktun, svo sem matjurta- rækt, trjárækt og blómarækt. — Leggur fundurinn áherzlu á, að gerð verði tilraun með slíka vinnuflokka þegar á komandi sumri. 2. Fundurinn beinir þeirri ósk til bæjarstjórnar, að sem bezt verði búið að barnaleikvöllum bæjarins á komandi sumri. Jafp- framt séu athugaðir í tíma mögu- leikar á að friða einhver svæði í öllum hverfum bæjai'ins, þar sem börn geta leikið sér sumar og vetur, enda þótt þau séu ekki öll búin leiktækjum samtímis. 3. Fundurinn lýsir vanþóknun sinni yfir opnun knattborðsstof- unnar í Hafnarstræti 98, þar sem unglingum er gefið mjög eftirsótt tækifæri til að eyða verulegum fjórupphæðum, auk þess sem reynsla af slíkum fyrirtækjum hefur sjaldan verið góð, þar sem þau hafa veiið rekin. Úfsæðis- karföfiur Þeir, sem ætla að fá hjá oss útsæðiskartöflur, vitji þeirra fyrir 26. þ. m. Kjötbúð KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.