Dagur - 10.08.1950, Síða 4
4
D AGUR
Fimmtudaginn 10. ágúst 1950
\
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
AfgreiÖsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
ZS55S555S5S5553555S555KÍ55555S55S555S5555555S5555555
Verzlunarstéttin og þjóðin
SVO ER FYRSTA mánudegi í ágúst — frídegi
verzlunarmanna — fyrir að þakka, að þjóðin öll
hlýtur að minnast þess árlega, ef hún skyldi
gleyma því annars, að hún á nú orðið fjölmenna
og atkvæðamikla verzlunarstétt. Rangt væri og
háskasamlegt að vanmeta þau stórkostlegu um-
skipti, að íslendingar hafa á tiltölulega skömmu
skeiði þjóðarsögunnar heimt yfirráð yfir verzlun
sinni og viðskiptum inn í landið úr höndum er-
lendrar einokunar og framandi fjárplógsmanna, —
að gifta íslands hefur á glæsilegan hátt gert að
veruleika draumsýn þá, er skáldið sá í anda um
aldamótin síðustu: — „stjórnfrjálsa þjóð með
verzlun eigin búða.“ Og í beinu sambandi við
þetta hafa á sama tíma gerzt önnur og ekki síður
minnisverð og gleðileg tíðindi, er látið hafa hug-
arsýn annars og eldra skáldmærings rætast: —
Þjóðin hefur á síðustu áratugum eignast nýjan og
tiltölulega öflugan kaupskipaflota, svo að nú er
það ekki lengur fjarlæg fornaldarmynd aðeins,
heldur staðreynd og samtíðarsaga, að „skrautbúin
skip fyrir landi fljóta með fríðasta lið færandi
varninginn heim.“
samkeppni og frjálst framtak
einstaklingsins fær einnig hæfi-
legt svigrúm til athafna og
áhrifa.
ÞÓTT HINN ÁRLEGI hátíðis-
og frídagur verzlunarstéttarinnar
íslenzku sé vissulega tilvalið
tækifæri til þess að rifja upp og
jakka hinn mikilsverða þátt, sem
hún hefur átt í framfarasögu og
menningarbaráttu þjóðarinnar á
liðnum árum, — er það þó engu
síður eðlilegt og réttmætt, að
dagurinn verði mönnum einnig
tilefni til þess að rifja upp von-
brigði sín og áhyggjuefni í sam-
bandi við háttsemi þessarar at-
vinnustéttar á síðustu tímum,
ástand og horfur í verzlunarmál-
unum eins og sakir standa. Ekki
gefst hér tóm til að fara langt út
í þá sálma að sinni. En í sem
skemmstu máli er óhætt að segja
það, að almenningi mun virðast,
að mistök þau, sem orðið hafa á
þessu sviði nú upp á síðkastið,
hafi#orðið þjóðinni ákaflega dýr
og örlagarík, og að ýmsir for-
ráðamenn og oddvitar verzlunar-
stéttarinnar hafi óneitanlega
brugðizt ákaflega hrapallega því
góða trausti, sem til þeirra var
borið. Hér er auðvitað engan
veginn átt við allan þorra hins
óbreytta verzlunarfólks í land-
inu, né þá mörgu sómakæru
kaupsýslumenn, sem ekki hafa
látið glepjast af straumi hins auð-
fengna og skjóttekna stríðsgróða,
en reynzt trúir á verðinum með
heill viðskiptamanna sinna og al-
þjóðar fyrir augum engu síður en
sinn eigin hag.
MEÐ ÞESSUM ummælum er
aðeins sveigt að hinum óhóflega
fjölmenna hópi spákaupmanna og
hvers konar braskaralýðs, sem
tekizt hafur með ótrúlega auð-
veldu móti að raka saman óhóf-
legum skyndigróða og maka krók
sinn purkunarlaust á kostnað
alls almennings í landinu. Þessi
saga er auðvitað fullill út af fyr-
ir sig, en þó eru þau tíðindi stór-
um verri, að þessum reyfaralýð
hefur tekizt að skapa sér svo
sterka, pólitíska aðstöðu í land-
inu ,að erfitt er að sjá við áhrif-
um þeirra á því sviði, eða jafnvel
að koma yfir þá lögum og rétti.
Vafalaust er t. d., að mistök þau,
sem orðið hafa á framkvæmd
verzlunarhaftanna á innlendum
og erlendum vettvangi, — og
jafnvel í mörgum tilfellum við-
hald haftanna sjálfra — eiga að
verulegu leyti rót sína að rekja
til þessara spákaupmanna. Og
ekki er það víst, að allir þeir, sem
hæst hrópa nú á „frjálsa verzl-
un,“ þrái hana heitast í hjarta
sínu, heldur er liklegast, að
sumir þeirra a. m. k. eigi stór-
felldustu gróðamöguleika sína
einmitt undir því, að höftunum
og framkvæmd þeirra sé haldið
sem lengst í því ófremdarástandi,
sem verið hefur nú um sinn.
FOKDREIFAR
Geymsla á rabbarbara II.
í seinasta kvennadálki var sagt frá nokkrum ein-
földum aðferðum til þess að geyma rabarbara. Flest
heimili hafa aðgang að rabarbara og víða er mikið
til af honum. Yfir sumarmánuðina er rabarbarinn
mikið notaður í grauta og súpur, og eru mikil drýg-
indi af því, að hafa nokkra hnausa í garði sínum.
Rabarbarinn er upphaflega frá Mið-Asíu. Hann
var fyrst ræktaður hér á landi í Reykjavík, skömmu
eftir 1840, og er hann fyrir löngu síðan útbreiddur
um allt land.
Næringargildi í rabarbara eru, sem hér segir:
í 100 gr. af rabarbara: 1. gr. eggjahvíta, 5 gr. kol-
vetni, 25 hitaeiningar, 44 mg. kalk, 3- mg. fosfór,
0,6 mg. járn.
Sykur ekki nauðsynlegur.
Mai'gar konur kvarta sáran yfir því, að þær geti
ekki geymt neitt af rabarbara sínum til vetrarins,
vegna þess, hve sykurskammturinn sé naumur Það
er rétt, að sykurskammturinn er allt of lítill til þess
að hægt sé að gera eitthvað af góðum sultum, sem
sjálfsagt er og eðlilegt, að heimilin geti gert sjálf,
a. m. k. þau, sem það vilja. Og það er algerlega
óviðunEmdi, að sælgætisgerðir skuli sitja fyrir syk-
urbirgðunum, á meðan heimilum í landinu er
skammtaður hann úr hnefa. En á meðan ástandið er
þannig, verðum við að reyna þær aðferðir, sem
krefjast lítils eða einskis sykurs. Rabarbara er al-
veg eins hægt að geyma sykurlausan, og voru
aðferðir til slíks í seinasta kvennadálki. Hér eru
nokkrar aðferðir, sem krefjast lítils sykurs eða
einskis.
Þurrkaður rabarbari.
Rabarbarinn er þveginn og þerraður. Séu legg-
irnir digrir eru þeir skornir í 2—4 ræmur eftir
endilöngu. Bezt er að skera leggina þánnig, að þeir
ÞAÐ ER ENGIN tilviljun, heldur algilt og
óbreytilegt lögmál sögunnar og félagsfræðinnar,
að þróunarskeið og blómatímar innlendrar verzl-
unar og viðskipta hefst fyrst, þegar frelsisbaráttan
og stjórnmálaþróunin er komin á það stig, að
þjóðin sjálf hefur endurheimt sjálfstæði sitt, a. m.
k. að vissu marki, og hlotið á nýjan leik húsbónda-
vald í landi sínu og ráðstöfunarrétt sinna eigin
mála að verulegu leyti. Blómleg verzlun og frjáls
viðskipti geta naumast þróast í því þjóðfélagi,
sem hneppt er í stjómarfarslega ánauð. Sigrar
þjóðmálamannanna í baráttu þeirra fyrir sjálf-
stæði þjóðarinnar og endurreisn lýðræðis í land-
inu voru þannig nauðsynlegur grundvöllur og
óhjákvæmilegt skilyrði þess, að frjáls og blómleg
viðskipti gætu hafizt og innlend verzlunarstétt
fengi risið á legg. En á hinn bóginn er það og
ósveigjanlegt lögmál, að ekkert lýðfrjálst þjóðfé-
lag fær staðizt til lengdar, ef síngirni, klíkuháttur
og spilling nær að gegnsýra atvinnuvegi þess, og
þá ekki hvað sízt jafn þýðingarmikinn þátt þjóð-
arbúskaparins og atvinnulífsins sem verzlunin er
í hverju landi.
if'
VÍST VAR ÞAÐ þjóðinni mikið happ, að á sama
tíma og mikilhæfir og dugandi kaupsýsluménn
íslenzkir fóru að láta verulega til sín taka á sviði
innlendrar verzlunar og athafnalífs í rétti og
krafti einkaframtaksins og hinnar svonefndu
frjálsu samkeppni, — þá tók áhrifa og umbóta
samvinnuhreyfingarinnar einnig að gæta á landi
hér, og kaupfélögin íslenzku eignuðust í sama
mund sína framsýnu feður og mikilhæfu forvígis-
menn. Snemma risu þó úfar milli þessara tveggja
ólíku skauta félagsmálanna, og enn slær þar tíðum
í harðar brýnur. En báðar hafa þó stefnurnar
vissulega gegnt þýðingarmiklu hlutverki og sam-
tímis rjsið til mikils frama og áhrifa í þjóðfélag-
inu. Og sízt er fyrir það synjandi, að þá sé félags-
málum hverrar þjóðar stefnt í giftusamlegast og
þroskavænlegast horf, þegar samvinna og sam-
( hjálp þegnanna ræður þar mestu, en heilbrigð
Skýrsla Cooley-nefndarinnar.
SUNNANBLÖÐIN hafa nú
flutt útdrætti úr Cooley-skýrsl-
unni svonefndu og ábendingar
nefndárinnar og niðurstöður eru
umræðuefni manna um land allt
um þessar mundir. Fer það að
vonum, því'að hér er um að ræða
stórkostlegt hagsmunamál þjóð-
airnnar og athyglisverðar ábend-
ingar um ýmislegt, sem miður
fer í útflutningsfrarnleiðslu
landsmanna. Hér í blaðinu birtist
á sl. vori ýtai-legt viðtal við
bandarísku sérfræðingana. Drápu
þeir þar á ýmis þau atriði, sem
nú koma fram í skýrslu þeirra.
Þeir töldu möguleika íslendinga
til þess að selja fiskafurðir á
ameríska markaðinn mjög mikla,
ef tekin væri upp ný stefna í
fiskvérkunarmálum hér á landi
— sú stefna, að vanda framleiðsl-
una, og láta það ekki henda oft-
ar, að bezta og glæsilegasta hrá-
efnið, sem völ er á, sé orðið að
annars og þriðja flokks vöru eftir
að það hefur gengið í gegnum
hendurnar á fiskverkunai'stöðv-
um okkar í landi. í þessu sam-
bandi fórust þeim orð á þá leið,
að fiskurinn, sem hraðfrystihús á
austurströnd Bandaríkjanpa
fengju til vinnslu, væri venjulega
slæptur og magur og óásjáleg
vara. En þegar búið væri að
meðhöndla hann í hraðfrysti-
húsum og öðrum fiskvinnslu-
stöðvum, væri varan, sem hús-
móðirin kaupir í fiskibúðinni,
falleg álitum og ásjáleg. íslend-
ingar, aftur á móti, flytja að landi
feitasta og glæsilegasta fisk, sem
nokkur fiskveiðaþjóð aflar, en
þegar varan kemur á búðarborð-
ið frá fiskvinnslustöðvum þeirra,
stenzt hún ekki samjöfnuð og
samkeppni við framleiðslu ann-
arra þjóða. — Þetta er harður
dómur, en allt of sannur. I
skýrslu Cooly-nefndarinnar eru
tilfærð ummæli bandarískra fisk-
inflytjenda, sem sýna, að nefndin
fer þarna ekki með staðlausa
stafi. Þessi ummæli þeirra, sem
við viljum verzla við, eru ekki
lofsamleg um þá vöru, sem við
bjóðum, og af þeim álykt-
unum Cooly-nefndarinnar,
verður það ráðið, að við eig-
um mjög langt í land til þess að
standa öðrum fiskveiðaþjóðum á
sporði í vöruvöndun, og allri
meðferð fisksins.
Aukin vöruvöndun er
lausnarorðið.
B AND ARÍ K J AMÖNNUNUM
fannst það áberandi í fari allt of
margra, sem við fisk fást í hinum
ýmsu verstöðvum, að gleyma því
að fiskurinn er matur, og þess
vegna ber að meðhöndla hann
sem matvæli. Þeir sáu menn ösla
beint af götunni inn í fiskhrúgur,
sem lágu á óhreinum vinnugólf-
um. Þeir sáu menn sparka fisk-
inum í milli sín. Og þeir sáu víða
hvernig stingurinn gekk í búk
fisksins, ekki einu sinni, heldur
tvisvar og þrisvar, þrátt fyrir
margauglýst bann fiskimatsins
íslenzka við svoleiðis vinnu-
brögðum. Kunnugir hér segja, að
meðferð fisks hafi stórlega hrak-
að hér á landi síðan fyrir stríð og
telja margir orsakirnar vera
tvær. í stríðinu var hægt að selja
allt, ætt og óætt að kalla. Þá var
það magnið, sem gilti, ekki vöru-
vöndunin. Og svo er það ábyrgð-
arverðið. Ef ábyrgð er tekin á
verði hvers kílós, hugsa of margir
of lítið um annað en það, að láta
vörugæðin sigla sinn sjó. Nú eru
tírpar breyttir. Nú er það ekki
magnið eitt, sem máli skiptir.
Vörugæðin eru nú ákaflega þýð-
(Framhald á 5. síðu).
verði ekki lengri en ca. 10 cm. Bitarnir eru dregnir
með nál upp á seglgarn, sem áður hefur verið soðið.
Þetta er síðan hengt upp líkt og þvotta-snúra.
Ekki má rigna á rabarbarann og rétt er að taka
hann inn á nóttunni. Þegar rabarbarinn er vel jafn,
þurr og skorpinn, er hann tekinn inn og geymdur
nokkra daga. Digni hann ekki, er hann settur í
þunna lín poka og hengdur upp. Má ekki geymast
í raka. — Frk. Helga Sigurðardóttir segist hafa
geymt rabarbara þannig í 2 ár. Þegar hann er not-
aður, er hann lagður í bleyti kvöldið áður. Notaður
annars eins og um nýjan rabarbara væri að ræða.
Hrá saft með litlum sykri.
Rabarbarinn er þveginn og skorinn í bita. í kg. af
rabarbara nægir að hafa rúmlega 1 kg. af sykri.
Rabarbarinn og sykurinn er sett í pott og látið
standa einn sólarhring. Við þetta myndast saft í
pottinum og er hún síuð frá bitunum með því að
setja allt saman í þunna gaspoka. Saftin er þá sett
í pott og hituð upp undir suðumark, en ekki látin
sjóða. Saftinni er haldið heitri um stund, en síðan er
hún sett á flöskur og er bezt að lakka yfir tappana.
Úr bitunum má sjóða ágætt mauk.
Soðin rabarbarasaft.
Rabarbarinn er þveginn og skorinn í bita. Þriðj-
ungur af bitunum er sett í pott og á þá er hellt
vatni, svo að fljóti yfir. Látið sjóða þar til rabarbar-
inn er orðinn meyr. Síað í gegnum sigti. Saftin er
nú sett í pottinn á ný. Helmingur af bitunum, sem
ósoðnir voru, er settur saman við og soðinn í saft-
inni, þar til þetta er meyrt. Síðast er það, sem eftir
er af bitunum soðið í saftinni og öllu hellt í gegnum
pokann, er sykrinum hrært saman við hana, og er
hæfilegt að nota 350 gr. af sykri í 1 1. af saftinni.
Þetta er látið sjóða við hægan eld í 1/4 klst. Froðan
tekin ofan af. Saftin er sett heit á vel hreinar og
heitar flöskur og lakkað yfir tappana. Þetta er
nokkuð tafsöm aðferð, en saftin verður mjögð góð
og geymist lengi.
Puella.