Dagur - 10.08.1950, Blaðsíða 8
8
Bagujr
Fimmtudaginn 10. ágúst 1950
Norrænir verkfræðingar skoða
verksmiðjur SÍS og KEÁ á
Akureyri
Kaupfélagsstjóri stærsta kaupfélags
Finníands er einn þeirra
Frá Krossanesverksmiðjunni
Verksmiðjan hefur nú tekið á móti rúmum sex
þúsund málum síldar.
f vikunni sem leið, sat sam-
vinnunefnd norrænna verkfræð-
inga fund í Rvík. Að fundinum
loknum ferðuðust fulltrúarnir
nokkuð um landið og skoðuðu
ýmsa merkisstaði.
Síðastliðinn sunnudag flugu
þeir til Akureyrar. Var aðallega
ætlunin að skoða síldarsöltun og
síldarvinnslu hér nyrðra. En svo
óheppilega vildi til, að engin síld
harst á land um þær mundir. —
Jakob Frímannsson, fram-
kvæmdarstjóri og Steinn Stein-
sen, bæjarstjóri, tóku á móti
verkfræðingunum hér.
Dagur hafði tal af Jakob og
spurðist fyrir um ferðir verk-
fræðinganna.
Þeir, sem komu hingað norður
voru: Frá Finnlandi: Gunnar
Hernberg, Erik Hedman og Ilmar
Voionm, frá Danmörku: P. E.
Malmström og Nils Lichtenberg,
frá Svíþjóð. Oskar Akemab og
Sven A. Hansson. Norðmennirnir
gátu ekki komið með norður. í
fylgd með erlendu verkfræðing-
unum voru Helgi H. Eiríksson,
verkfræðingur, og Gústaf A.
Pálsson, form. Verkfræðingfafél.
íslands.
Verkfræðingarnir borðuðu há-
degisverð á sunnudag í boði KEA.
Síðan skoðuðu þeir verksmiðjur
SÍS og KEA. Þá óku þeir til
Krossaness og skoðuðu síldar-
verksmiðjuna. Þeim fannst mikið
til um verksmiðjurnar með hlið-
sjón af smæð þjóðarinnar. Þeir
voru ákaflega heppnir með flug-
veður. Dáðust þeir mjög að
hrikalegri fegurð hálendisins.
Sérstaklega fannst þeim mikið til
um jöklana. Þeir voru og mjög
hrifnir af hinum mikla gróðri hér
á Akureyri og í grenndinni.
Ilmar Voionm, kaupfélagsstjóri
stærsta kaupfélags Finnlands,
Elanto í Helsinki, var sérlega
hrifinn af samvinnubænum Ak-
ureyri, sem hann kannaðist við.
Fræddi hann hina útlendingana á
ýmsu, sem hann vissi um bæinn
og sérstaklega hina fjölþættu
starfsemi samvinnumanna hér.
Finnarnir og Danirnir fóru
Píanóhljómleikar
Þórunn S. Jóhannsdóttir held-
ur hljómleika í Samkomuhúsi
bæjarins í kvöld kl. 9 e. h.
Aðgöngumiðar að hljómleikun-
um verða seldir í Sportvöru- og
hljóðfæraverzlun Akureyrar.
Þórunn er mjög ung ennþá og
talin mjög efnileg. Hún er sann-
kallað undrabarn. Akureyringar
ættu því ekki að láta farast fyrir
að sækja þessa gagnmerku
hljómleika.
suður á mánudag, en Svíarnir og
Helgi H. Eiríksson fóru austur til
Húsavíkur og áfram hringinn um
Ásbyrgi.og Dettifoss. Þeir komu
til bæjarins í gærkvöldi og halda
síðan suður.
Enginn þessara manna hefur
komið til íslands áður. Fagna þeir
mjög að hafa fengið svo gott
tækifæri til að skoða ísland. Þeii
fara mjög miklum viðurkenning-
arorðum um íslenzka verkfræð-
inga, og þykja mörg mannvirki
hér bera þess merki, að þeir séu
fullfærir í sinni grein.
Norðurlanda-
skákkeppnin
Norðurlandameistaramótið í
skák stendur nú sem hæst í
Reykjavík.
í landsliðsflokki er Baldur
Möller efstur með 6 vinninga.
Guðjón M. Sigurðsson er næstur
með 5Vz vinning. Þriðji er Vestöl,
Noregi, með 5 vinninga og eina
biðskák, sem spáð er, að verði
jafntefli. Nú er skákmótinu senn
lokið, aðeins ein umferð eftir. Þá
tefla þeir Baldur og Norðmaður-
inn Vestöl. Má búast við, að sú
skák valdi úrslitum. Líkur benda
til þess, að Baldri takist að
verja titilinn, en hann er núver-
andi meistari fyrir Norðui'lönd.
í meistaraflokki er Friðrik Ol-
afsson efstur með 6 vinninga. —
Hann er yngsti keppandi móts-
ins en einhver efnilegasti skák-
maður Norðurlanda og þótt víð-
ar væri leitað.
Tilhögupn meistaramótsins.
Meistaramót Akureyrar í
frjálsum íþróttum fer fram á
Þórsvellinum 18., 19., 20. og 21.
ágúst næstkomandi.
Föstudaginn 18. ágúst.
Kl. 8: 100 m. hlaup, riðlar. —
Kl. 8.30: 800 m. hlaup.
— Kl. 8.45: 200 m. hlaup, riðl-
ar. — Kl. 9: 80 m. hlaup kvenna,
riðlar.
Laugardaginn 19. ágúst.
Kl. 3: Skrúðganga íþrótta-
manna (þátttakenda) frá íþrótta-
húsinu út á völl.
Kl. 3.15: Hátíð sett: Ármann
Dalmannsson, formaður í. B. A.
Kl. 3.30: 100 m. hlaup, úrslit.
Kringlukast, hástökk.
Kl. 4.15: 1500 m. hlaup.
Dauft yfir síldveiðun-
um. Síld veiðist 27 míl-
ur út af Glettinganesi
Mjög dauft hefur verið y&r
síldveiðunum seinustu daga. —
Þoka hefur lagst yfir síldarmiðin,
svo að til vandræða horfir. Elztu
sjómenn muna ekki svo miklar
þokur hér nyrðra ó þessum tíma.
Þó mun aðeins rofa til annað
veifið, en þá sést lítil síld. Virðist
vera lítið af síld á yfirborðinu
ennþá.
Síldin hefur nær eingöngu
veiðzt á austursvæðinu. Aðeins
kast og kast á Grímseyjarsundi
og varla vart vestar.
Togarinn ísborg fékk 300 tunn-
ur 27 mílur út af Glettinganesi,
sem er skammt norðan við Seyð-
isfjörð.
Sjómenn eru vondaufir um góða
vertíð héðan af, þótt dæmi séu að
vísu til að mikið magn hafi veiðzt
eftir miðjan ágúst.
Bandarísk gagnsókn í
Kóreu
Undanfarna daga hafa geysað
mjög harðir bardagar í Kóreu.
Norður-Kóreumenn hafa lagt
alla áherzlu á að hrekja Banda-
ríkjamenn af skaganum, áður en
þeim tekst að flytja nægilegt lið á
land. Hafa norðanmenn beitt
ógrynni liðs og orðið nokkuð
ágengt á nokkrum hluta víglín-
unnar.
Hins vegar hafa Bandaríkja-
menn og aðrir þeir, sem berjast í
nafni Sameinuðu þjóðanna, hafið
sína fyrstu gagnsókn. Hefur hún
borið góðan árangur og má vænta
þess að senn líði að þáttaskiptum
í Kóreustyrjöldinni. Fréttamaður
einn, sem staddur er í Kóreu
segir, að ef Bandaríkjamenn geti
varizt í einn mánuð í viðbót, sé
sigurinn tryggur.
Kl. 40.30: Langstökk, 80 m.
hlaup kvenna, úrslit.
Kl. 4.45: 400 m. hlaup.
Kl. 5: 4x100 m. boðhlaup.
Sunnudaginn 20. ágúst.
Kl. 3.30: 200 m. hlaup, úrslit,
stangarstökk, spjótkast.
Kl. 4.15: 3000 m. hlaup, kúlu-
varp kvenna.
Kl. 4.45: Kúluvarp, þrístökk.
Kl. 5: 4x400 m.' boðhlaup.
Mánudaginn 21 .ágúst.
Kl. 8: Fimmtarþraut.
Að öllu forfallalausu verður
keppni hagað eins og hér greinir.
Væntanlegir þáttakendur eru
hvattir til að geyma dagskrána.
Verðlaun verða afhent á
staðnum.
Leikstjóri verður Tryggvi Þor-
steinsson, íþróttakennari.
Aflahæstu skipin hjá verk-
smiðjunni eru: Snæfell, 1561 mál,
Auður, 1087, Stjarnan, 890, Marz,
629, Eldey, 566, Otur, 425.
Frá því togararnir hófu veiðar
í verksmiðjuna í vor hafa þeir
aflað af þorski og karfa:
Kaldbakur 3938 smálestir
Svalbakur 3555 smálestir
Jörundur 2342 smálestir
SEXTUGUR:
Þorleifur Þorleifsson
Fyrra sunnudag átti Þorleifur
Þorleifsson ökukennari hér í bæ
sextíu ára afmæli. Var hann þá
staddur að sumarheimili sínu að
Grænhól. Var gestkvæmt þar
þann dag, svo sem von var til,
því að Þorleifur er vinmargur í
bæ og héraði. M. a. heimsóttu
söngfélagar úr Karlakór Akur-
eyrar afmælisbamið og heiðruðu
það með söng, en sá félagsskapur
hefur verið Þorleifi kær og í
honum hefur hann lengi starfað.
Onnur félagsmál hefur Þorleifur
látið til sín tkaa. Hann hefur
lengi verið ágætur starfskraftur
í Framsóknarfélagi Akureyrar
og um langa hríð stjórnað hinum
vinsælu Framsóknarvistum fé-
lagsins, og farið það sérlega vel
og ánægjulega úr hendi.
Dagur sendir hinum glaðværa
og góða dreng beztu árnaðaróskir
á þessum tímamótum í ævi hans.
Laxárvirkjunin
(Framhald af 1. síðu).
bjóðandi og ákvað stjórnin að
taka tilboði þess.
Reiknað var með að ljúka
mætti virkjuninni í árslok 1951
og var þá miðað við að vinna
hefðist í byrjun maí sl. Verður
enn stefnt að þessu marki, en þar
sem nú er orðið áliðið sumars eru
hins vegar líkur til þess að ekki
takist að ljúka verkinu fyrr en
sumarið 1952.
Miðað við verðlagið síðastliðið
vor er áætlað að virkjunin kosti
45 milljónir króna, þar af inn-
lendur kostnaður 21,7 milljón kr.
og erlendur kostnaður 23,3 millj.
kr. Er innanlandsfjáröflun með
þeim hætti, að Akureyrarbær
leggur fram 3 millj. kr., en til-
ætlunin er sú, að annað innlent
fjármagn fáist úr mótviðrissjóði.
Hvað erlenda fjáröflun snertir
hefur þegar verið veitt lán frá
Marshallstofnuninni að upphæð
18,1 millj. kr. til kaupa á aðalvél-
um, rafbúnaði og fleira frá
Bandaríkjunum og mismunurinn,
5,2 millj. kr.4 sem nota á til kaupa
á efni í Evrópu, er ráðgert að fá
annað hvort frá greiðslubanda-
lagi Evrópu eða frá Alþjóða-
bankanum.
Fjörðum“, svo sem Látra-Björg
um í fyrradag.
F ramleiðsla verksmið j unnar
nemur nú: 2000 málestir af mjöli,
300 smálestir af karfa- og þorska-
lýsi og 120 smálestir af síldarlýsi.
Bílfær vegur rudklur
út „í Fjörðu“
Félagsskapur nokkur hér í bæ,
er nefnist „Veiðimenn h.f.“ hefur
tekizt á hendur að ryðja bílfæran
veg úr Höfðahverfi um Leirdals-
heiði út „í Fjörðu“. Hefur félag-
ið látið starfa nokkuð að þessu
með jarðýtu nú að undanförnu,
og um mánaðamótin síðustu var
svo komið, að bílfært var orðið
frá Grýtubakka í Höfðahverfi út
að innsta eyðibýli í Hvalvatns-
firði, eða um 20 km. löng leið, og
30. júlí sl. var ekið á bifreiðinni
A—9 þangað út eftir og mun það
í fyrsta sinn, sem bíll kemur „í
Fjörðu“. Bifreiðastjóri í þessari
för var Árni Bjarnarson bóksali
á Akureyri, en hann og Björn
Halldórsson lögmaður á Akureyri
önnuðust verkstjórn við vega-
lagningu þessa fyrir sína hönd og
annarra „Veiðimanna“. Mun fé-
lagið hafa í hyggju að koma sér
þarna upp veiðimannaskála og
ryðja bílfæran veg víðar um
þetta forna byggðarlag, sem nú
er allt komið í eyði. Má það vel
kallast nokkrum tíðindum sæta,
að ferðamönnum opnast nú leið
að sumarlagi út í þennan lítt
kunna en veiðisæla útkjálka
landsins, því að „fagurt er í
Gjörðum", svo sem Látra-Björg
kvað á sínum tíma.
Danska ríkisstjórnin
baðst lausnar í gær-
morgun
Ríkisstjóra Danmerkur lagði
til, að aukið yrði mjög mikið
framlag til hervarna. Var ætlun
stjórnarinnar að afla fjárins með
sköttum, tollum og lántökum. —
Þingið álítur hins vegar réttara
að láta kjósa um málið, þar sem
fjáröflun þessi væri svo gífurlega
mikil.
Gerpir, júlíhefti, ný-
komið
Flytur m. a.: Kvæði eftir Jó-
hannes Arngrímsson, Gullfossi
heilsað, 30. maí 1950. Stéttabar-
áttan, grein eftir Gunnl. Jónass.
Seyðfirzkir hernámsþættir eftir
Hjálmar Vilhjálmsson. Frá fyrri
tímum eftir Sig. Vilhjálmsson.
Ur Gerpisröstinni o .fl.
Meistaramót Akureyrar í frjálsum
íþróttum hefst 18. ágúst