Dagur - 23.08.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 23.08.1950, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 23. ágúst 1950 Eðlilegast er að Tryggingastofnun ríkisins og ríkið sjálft starfræki nýja sjúkrahúsið Fjórðungsþing Norðlendinga ræðir sjúkrahúss mál fjórðungsins Á Fjórðungsþingi Norðlendinga, sem háð var hér í bænum uin sl. helgi, og greint er frá annars staðar í blaðinu, flutti Guðm. Karl Pétursson yíirlæknir ýtar- legt erindi um sjúkrahúsmálin og byggingu nýja fjórðungshússins hér á Akureyri. Rakti hann þar sögu málsins og erfiðleika þá, sem byggingar- málið á nú við að stríða vegna fjárskorts, en eins og áður er frá greint hér í blaðinu, hefur ríkið ekki greitt lögskyld framlög til byggingarinnar. Húsið sjálft er senn fullgert, en allan búnað vantar og fé til að kaupa hann, enda þótt gjaldeyris- yfirvöldin hafi veitt leyfi til þess að festa kaup á hluta hans er- lendis. í sambandi við mál þetta, lögðu Karl Kristjánsson, Jónas Rafnar, Brynjólfur Sveinsson og Páll Þorleifsson fram eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var sam- hljóða: — Fjórðungsþing Norðlend- inga, haldið á Akureyri dagana 20.—21. ágúst 1950, fagnar því, hversu langt er komið bygg- ingu fjórðungssjúkrahúss á Akureyri og væntir þess að hraðað verði öllum útbúnaði þess, svo að það geti tekið til starfa sem fyrst og bætt þar með úr brýnni þörf í sjúkra- hússmálum Norðlendingafjórð- ungs og reyndar landsins alls. — Ennfrcmur telur þingið að óeðlilegt sé að ætlast til að Ak- ureyrarbær reki svo umfangs- mikla og fjárfreka stofnun og telur eðlilegast að Trygginga- stofnun ríkisins eða ríkið sjálft, Rússar verja stærstum hluta þjóðarteknanna til vígbúnaðar Alþjóðabankinn hefur gefið út skýrslur um herkostnað ýmissa þjóða á árinu 1949. Segir þar að Bretar verji 7,4% þjóðarteknanna til vígbúnaðar, Holland 6,1%, Bandaríkin 5,9%, en eftir 10 milljarða dollara fjárveitinguna á þessu ári kemst hlutfallstala þeirra upp í 10%. Engar opinber- ar skýrslur eru til um herkostn- að Rússa, en áætlað er að varið hafi verið 79 milljörðum rúblna til vígbúnaðar á sl. ári og gerir þetta 12% af þjóðartekjunum. — Rússar verja því mest allra þjóða til vígbúnaðar, enda hafa þeir stærsta herinn og mesta vígbún- aðinn. Kemur þetta allt heldur illa heim við hina dæmalausu ,,friðarsókn“ kommúnistaleppa urn allar jarðir. ellegar þessir aðilar í félagi, sjái um rekstur sjúkrahússins. — r Agæt karfaveiði Síðustu landanir Akureyrar- togaranna í Krossanesi eru: Svalbakur, 16. ágúst, 395 tonn af karfa, Kaldbakur, 18. ágúst, 367 tonn og Jörundur, 19. ágúst, 309 tonn. Veiðin gengur ágætlega, sömuleiðis vinnsla aflans í Krossanesi. óvíða verið byrjað á seinni slætti og er háin nú úr sér sprottin. Yf- irleitt má segja, að töðufengur bænda hér um slóðir sé mjög lé- legur. Þeir bændur, sem höfðu komið sér upp súgþurrkunar- tækjum og votheysturnum og gryfjum, eru bezt staddir. Horfur eru á að kartöfluupp- skera verði ágæt á þessu sumri, Tvær nýjar fiskteg- . r undir við Island Árni Friðriksson, fiskifræðing- ur, ritar grein í nýútkomið hefti af „Náttúrufræðingnum“ um tvær fisktegundir, sem nýlega hafi fundizt hér við land. Teljast báðar þessar tegundir til forserkjaættarinnar, sem lifði sitt blómaskeið á krítartímanum á rniðöld jarðar: Rauðserkur, sem veiddist í vöi-pu á 180 faðma dýpi í Jökuldjúpi og er 62 sm. langur, Búrfiskur, veiddur á Öræfa- grunni var 68 sm. langur. Fiskar þessir eru sagðir líkjast karfa að sumu leyti, en hafa þó mörg séreinkenni. Báðar þessar fiskitegundir munu góðar til 'átu. ! Lélegasta síldarár ! = í sögu síldveiðanna ! 1 Um sl. helgi varð heildarafl- = \ inn 267.849 hl. í bræðslu og \ \ 52.232 tn. í salt. Hefur nær \ i engin síld veiðst liátt á aðra i i viku. Um sama leyti í fyrra \ i var aflinn 339.573 hl. í bræðslu \ og 37.07 tn. í salt. Var það ár i þó cinmuna lélegt síldarár. — i Virðist þetta ár ætla að verða = lélegasta árið í sögu síldveið- \ anna hér við land. Hæstu skip = in sl. laugardag voru: Hclga, i Rvík, 6397 mál og tunnur, i Fagriklettur, Hafnarf., 4817, i Stígandi, Ólafsf., 3534, Haukur = I., Ólafsf., 3447, Snæfell, Ak- \ ureyri, 3058 og Ingvar Guð- i jónsson, Akureyri, 2986. i að mikið eignatjón hafi orðið þar í skriðunum, fyrir utan hið hörmulega manntjón, sem áður er greint frá. T. d. munu skemmd ir á síldarverksmiðjunni metnar á 150—160 þús. kr. Eyðilagðist þar síld í þróm, sem metin er á 70—80 þús. krónur. Margir ein- staklingar hafa orðið fyrir til- finnanlegu eignatjóni vegna ski-iðufalla á hús þeirra. Þá hafa margir austfirzkir bændur orðið fyrir tjóni, er skriður féllu á lönd þeirra. Unnið við byggingu fiskþurrlumarhúss Útgerðarfélagsins Unnið er af kappi við byggingu f iskþurrkunarhúss Ú tgerðarfé- lags Akureyringa h.f. á Glerár- eyrum og er ætlunin að koma byggingunni undir þak í haust. Sumarslátrun hafin hér Sumarslátrun á sláturhúsi KEA hófst í sl. viliu. Var slátrað 40 fjár. Eftirspurn eftir nýja kjötinu er ekki mikil. Heyskapur í Eyjafirði hefur gengið mjög erfiðlega það sem af er Góðar horfur með kartöfluuppskeru Svo votviðrasamt hefur verið hér í Eyjafirði, eins og víðast annars staðar á Norðurlandi, á þessu sumri, að til stórvandræða horfir með hirðingu heyja. Þeir bændur, sem hófu slátt snemma, náðu heyjum sæmilega verkuð- um, en allur fjöldiun lenti í óþurrkunum og hafa hey hrakist illa. Margir bændur eiga mikil hey úti enn. Vegna óþurrkanna hefur ef ekki koma næturfrost í þessum mánuði. Nýjar kartöflur eru fyr- ir nokkru komnar á markað og hafa þroskast snemma. Hér í bæ eru fyrirsjáanleg vandræði að geyma uppskeruna. Mikið eignatjón í Seyðisfirði Fregnir frá Seyðisfirði herma, Hagnýt vimmbrögð viÓ húsabyggingar Fjárfestingarleyfi fæst ekki til að fullgera heimavistarhús M. A. Þrjár stórhyggingar hálfgerðar í bænum Kraninn hér á myndinni er að lyfta 17 smálesta steinsteypuþaki, scm steypt var áður í húsasmíðaverksmiðju. Krani þessi er þannig útbúinn, að hann lyftir þungum stykkjum með sogtækjum. Þess vcgna þarf ekki að binda eða bolta stykkin við kranann áður en hann lyftir þeim upp. Sogkrafturinn einn nægir til þess að festa stykkin við kranann, svo að liann geti flutt þau til eða lyft þeim upp. Nýlega var frá skýrt hér í blað- inu, að hætta væri á að vinna við að fullgera sjúkrahúsið nýja stöðvaðist vegna fjárskorts. Eru sjóðir byggingarinnar tæmdir því að ríkissjóður skuldar bygging- unni stórfé af lögskyldu framlagi sínu og horfir þunglega með þá innhcimtu nú um sinn. Hins vegar mun sjúkrahúsið eiga efni til þess að unnt sé að ganga frá innréttingu hússins, en byggingin sjálf er senn fullgerð enda bótt búnað flestan skorti. Á sama tíma og sjúkrahúsið er þannig að stöðvast fyrir fjárskort, er önnur stórbygging hér, sem ríkið lætur byggja. að stöðvast vegna efnisskorts enda þótt hun eigi fé til áframhaldandi fram- kvæmda. Það er heimavistarhús Menntaskólans. Hefur sú bygging ekkert fjárfestingaleyfi fengið til áframhaldandi starfs við bygging- una og mun ríkið því eiga hundr- uð þúsunda þar eitt árið enn í ó- fullgerðu húsi. Alþingi veitti á síðustu fjárlögum fé. til fram- kvæmdanna, en Fjárhagsráð synjaði um fjárfestingarleyfi og stöðvaði þannig bygginguna. Nokkur von muh til að unnt verði að taka eina hæð einnar álmunnar í húsinu í notkun fyrir ca. 30 nemendur. Verða þá um sextíu nemendur í húsinu í vetur, af um 150, sem þar ættu að rúmast, ef húsið væri fullgert Efnisskortur til málningar og dúklagningar stefnir þó í hættu þeirri áætlun, að unnt reynist að hýsa 30 nem- endur til viðbótar í nýja húsinu í vetur og kann svo að fara að gamla heimavistin, í skólahúsinu sjálfu, vebði enn að taka við mikl- um fjölda nemenda. Á sama tíma og ekki fæst poki af sementi til þess að fullgera þessa byggingu, er unnið við að steypa upp hið nýja hús Lands- bankans við Ráðhústorg. Kemst sú bygging þó sýnilega ekki nema skammt á þessu ári Verða þann-. ig þrjár stórbyggingar hér í bæ misjafnlega langt á veg komnar í vetur, að mestu leyti fyrir skipu- lagsleysi og fálm beirra opinberu aðila, sem útdeila fjárfestingar- leyfum eða öðrum ákvörðunum ríkisvaldsins. Milljónir liggja ó- notaðar á meðan í þessum húsum og enginn getur sagt um það fyr- irfram, hvenær þau komast öll í notkun. Virðist skynsamlegra, eins og allar ástæður eru nú, að verja því efni og fé, sem fyrir hendi er, til þess að fullgera a. m. k. eina af þessum byggingum og koma henni í notkun nú hið bráðasta.' Málverkasýning að Hótel Kea Málverkasýningu opnar Garð- ar Loftsson næstk. laugardag, að Hótel KEA (Rotary-salnum) og verður hún opin nokkra daga. Á sýningu þessari munu verða 50— 60 myndir, olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar, og munu flestar myndirnar til sölu. Garðar byrjaði ungur að teikna og mála og hefur varið til þess flestum sínum frístundum. — Á sýningum frístundamálara hafa verið nokkrar myndir eftir hann, bæði hér á Akureyri og í Reykja- vík, sem hafa vakið athygli þeirra er um þær sýningar hafa skrifað. Ættu bæjarbúar sem flestir að líta inn á sýningu þessa og sjá hvað þessi ungi listamaður hefur að sýna. Brezkur togari siglir o o íslenzkan fiskibát í kaf í fyrrakvöld sigldi brezkur tog- ari á fiskibátinn Gunnar Há- mundarson í Faxaflóa með þeim afleiðingum, að báturinn sökk á 2 mínútum. Togarinn bjargaði áhöfninni, 7 manns. Báturinn var 27 lestir að stærð. Togarinn sigldi aftan á bátinn. Stefndu bæði skipin í sömu átt. Þykir togarinn eiga alla sök á slvsinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.