Dagur - 13.09.1950, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Miðvikudaginn 13. sept. 1950
?S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$$$||
Viðburðarríkur dagur
Saga eftir Helen Howe.
&s$s$s$$s$$$$$s$$s$$$s$$$s
8. DAGUR.
(Framhald).
„Eruð þér tilbúnar að koma,
frú Millet, eða kannske þér vilj-
ið að eg komi hingað inn?“
„Þú mátt ekki fara,“ sagði
Mona og greip í höndina á Faith.
Síðan sneri hún sér að hár-
greiðsludömunni og sagði: „Vilj-
ið þér segja forstjóranum frá
mér, að pöntun frú Millet sé aft-
urkölluð og hún eigi ekki að
greiða fyrir hana. Það stendur
þannig á að við frú Millet þurf-
um að tala um mjög áríðandi efni
og hún verður þess vegna að
fresta hárgreiðslunni.“
Hún sneri sér aftur að Faith,
eftir að hárgreiðsludaman var
farin. „Jæja, vina mín, lofaðu
mér nú að heyra allt saman.“
„Það er frá engu að segja. Allir
hljóta að halda að eg sé í meira
lagi heimsk. Mér skilzt að eg sé'
nær því eina persónan í New
York, sem ekki vissi alla sög-
una.“
„Það er nú kannske of mikið
sagt ,en það var heimskulegt af
Eric að segja þér ekki allt af
létta þegar í stáð. Hverníg st,óð á
því að hann mannaði sig upp í að
segja þér allt?“
„Vegna þess að eg spurði hann
hvort orðrómurinn væri sannur.
Dusty de Chambord sagði það
mikið í símanum í morgun, að eg
skildi hér um bil hvað var um að
vera“
„Það var henni líkt.“ Allt í einu
var eins og Mona myndi eftir
orðunum, sem Faith hafði látið
falla fyrr í samtalinu. „En, Faih,
þú meinar þó ekki að þú ætlir nú
að taka óviturlega ákvörðun?“
„Eric hefur hagað sér í meira
lagi óviturlega."
„Já, en hann er karlmaður. —
Allir karlmenn eru gungur inn
við beinið. En það er engin
ástæða til þess að láta han neyði-
leggja þitt líf. Þú hefur allt, sem
konur girnast."
„Já, en aðstaðan er hræðileg."
„En hvernig væri aðstaðan fyr-
ir sjálfa þig eftir að þú værir
skilin við Eric?“ (
„Ef eg gerði það — og eg veit
ekki hvað eg á að gera — mundi
eg að minnsta kosti endurheimta
sjálfsvirðingu mína.“
„Hefurðu nokkru sinni reynt
að borða sjálfsvirðinguna, lifa á
henni, klæða þig í hana? Það er
ekki hægt. Þú kemst ekki áfram
, á sjálfsvirðingunni einni, dettur
út úr öllu, verður ein og yfirgef-
in.“
„Ekki trúi eg því, að vinir
mínir vilji ekki sjá mig þótt eg
taki þessa ákvörðun.“
„Elsku Faitb mín, þú hlýtur að
sjá hversu ómögulegt það væri
fyrir þig og þá. Það er ekki hægt
^að hugsa sér leiðinlegra en sorg-
mædda konu með réttlætið sín
megin. Eg segi þé raftur, að Eric
er allt of mikils virði. Maður get-
ur ekki kastað slíku frá sér í
augnabliks léttúð."
„Þú heldur þá,“ sagði Faith,
„að bezta lausnin fyrir mig sé að
vera kyrr hjá manninum mínum
og taka við því, sem hann vill
rétta að mér?“
„Þú ert heimskari en eg hélt
þú værir, ef þú sérð ekki að það
er það eina skynsamlega, sem þú
getur gert. Hefurðu nokkru sinni
hugsað um það, hvernig flestar
þær konur, sem við þekkjum, lifa
sínu lífí? Hugsaðu hvað Tot
Fenton hefur mátt ganga í gegn-
um? Þessi elskulegi drengur
hans Erics er bókstaflega ekki
neitt, kæra mín. Það er sannleik-
urinn.“
Faith virtist ekki reiðast neitt
af þessu hispurslausa tali.
„Hefurðu séð drenginn, Mona?“
spurði hún.
„Já, auðvitað hef eg séð hann.
Hann er Ijómandi fallegt barn. —
Faith, þú mátt ekki ætlast til
þess að vinkonúr þínar táki áf-
stoðu með eða móti þér í þessu.
Þú manst að eg kynntist Cherry
strax og hún kom hingað til
landsins.“
„Nei, þáð vissi eg ekki,“ svar-
aði Faith. „Eg hef aldrei spurt
um hana eða hennár hagi. Það
var þegjandi samkomulag hjá
ókkur Eric að tala aldrei um
hana né heldur um ævi oklcar áð-
ur en við kynntumst.“
„Það er sennilega skynsamlegt.
En eg get auðvitað sagt þér ýmis-
legt um hana. Það var eg, sem
kynnti þau fyrst. Hann var nýút-
skrifaður frá háskólanum og var
að byrja að vinna sig upp, þegar
eg kynntist honum fyrst. Mér
leizt strax vel á hann og byrjaði
að bjóða honum í samkvæmi sem
eg hélt. Þetta hefur verið 1936 eða
1937. Eg bauð honum á leiksýn-
inguna, þegar Cherry kom fyrst
opinberlega fram hér í New
York. Það var stórsigur fyrir
hana. Hún var kölluð fram hvað
eftir annað. Eric var stórhrifinn,
og hann sá þegar möguleikana
fyrir hana að halda sjálfstæða
hljórhleika Hann fullyrti að hún
væri tónlistarmaður og hún
væri of miklum hæfileikum bú-
in til þess að halda áfram á söng-
leikasviðinu. Og næsta haust hélt
hún fyrstu opinberu hljómleikana
og fór ekki dult með að það hefði
verið Eric Millet, sem hefði kom-
ið sér til að gera það.“
„En þú veizt þetta sjálfsagt allt.
Eg gleymi því stundum að þú
vannst hjá fyrirtæki Erics."
„Það var miklu seinna. Ári eða
meira eftir að Cherry Slate var
farin til Englands aftur. Þegar eg
kynnist Eric, var samhand þeirra
bara gömul saga. Allir vissu að
þau höfðu verið mikið saman. Er-
ÍÞRÓTTIR
Og
ÚTILÍF
^$s$ss$ss$$sss$$sssss$s$s$sss$$s$$ Kitstjóri: TOMAS ARNASON.
MKISTARAMÓT AKUREYRAR
í frjálsum íþróttum
fór fram dagana 1.—4. sept. —
Fimmtarþrautinni var frestað
vegna óhagstæðs veðurs til 7.
sept. Sú nýbreytni var tekin upp
að ákveða fyrirfram, hvenærhver
íþróttagrein skyldi hefjast. Gafst
það vel.
Helztu úrslit voru:
100 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Baldur Jónsson,
Þór, 11.9 sek.
2. Hermann Sigtryggsson, K. A.,
12.1 sek.
3. Leifur Tómass., K. A. 12.2 sek.
200 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Baldur Jójisson,
Þór., 24.0 sek.
2. Hermann Sigtryggsson, K. A.,
24.2 sek.
3. Leifur Tómass., K. A., 25.2 sek.
400 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Hermann Sig-
tryggsson, K. A., 54.0 sek.
2. Hreiðar Jónss., K. A„ 54.6 sek.
3. Einar Gunnlaugsson, Þór, 57.4
sek.
800 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Hreiðar Jónsson,
K. A, 2 mín 02.8 sek. (Nýtt Ak-
ureyrarmet).
2. Óðinn Árnason, K. A„ 2 mín.
04.8 sek.
3. Einar Gunnlaugsson, Þór, 2
mín. 10.1 sek.
1500 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Óðinn Árnason,
K. A„ 4 mín. 22.2 sek.
2. Kristinn Bergsson, Þór, 4 mín.
30.0 sek.
3. Einar Gunnlaugsson, K A„ 4
mín. 30.6 sek.
ic hlýtur að hafa elskað hana
ákaflega heitt.“
„Hann var veikur, fárveikur,
aumingja drengurinn," sagði
Mona og brosti, er hún rifjaði
þetta allt saman upp. „Hann
hugsaði ekki um annað en
Cherry daga og nætur.“
„En hún — var hún ákaflega
hrifin af Eric?“
„Þau áttu ágætlega saman. —
Þau voru jafnaldrar. Hún var
falleg og kát. Eric var auðvitað
ekki sá eini, sem féll fyrir henni.
Það var alltaf hópur aðdáenda í
kringum hana. Mörgum fannst
hún miskunnarlaus við Eric. Eg
leit aldrei þannig á málið. Auðvit
að leið honum illa stundum. En
samt hugsa eg hann hafi sjaldan
skemmt sér betur“
(Framhald).
3000 m. hlaup.
1. Akureyrarm.: Óðinn Árnason,
K. A„ 9 mín. 55.4 sek.
2. Kristinn Bergsson, Þór, 10 mín.
11.4 sek.
3. Gunnar Jakobsson, K. A„ 10
mín. 18.2 sek.
Spjótkast.
1. Akureyrarm.: Ófeigur Eiríkss.,
K A„ 56.66 m. (Nýtt Ak.-met).
2. Kristján Kristjánsson, Þór,
47.98 m.
3. Haukur Jakobsson, K. A„
39.83 m.
Rringlukast.
1. Akureyrarm.: Óskar Eiríksson,
K. A„ 34.18 m
2. Hörður Jörundsson, K. A„
34.17 m.
3. Kristján Kristjánsson, Þór,
33.45 m.
Kúluvarp.
1. Akureyrarm.: Guðm. Ö. Árna-
son, K. A„ 12.72 m. (Nýtt Ak-
ureyrarmet).
2. Ófeigur Eiríksson, K. A„ 12.12
m.
3. Baldur Jónsson, Þór, 11.86 m.
Þrístökk.
1. Akureyrarm.: Baldur Jónsson,
Þór, 12.81 m.
2. Garðar Ingjaldsson, K. A„
12.06 m
3. Jón Arnþórsson, K. A„ 11.94 m.
Stangarstökk.
1. Akureyrarm.: Jón Steinbergs-
son, K. A„ 2.90 m.
2. Valgarður Sigurðsson, P. O. B„
2.60 m.
3. Páll Stefánsson, Þór, 2.50 m.
Langstökk
1. Akureyrarm.: Baldur Jónsson,
Þór, 6.12 m.
2. Alfreð Konráðsson, Þór, 5.77 m.
3. Stefán Stefánss., K. A„ 5.34 m.
Hástökk.
1. Akureyrarm.: LeifurTómasson,
K. A„ 1.62 m.
2. Jón Arnþórsson, K. A. 1.57 m.
3. Garðar Ingjaldsson, K. A„ 1.55
m.
80 m. hlaup kvcnna.
1. Akureyrarm.: Guðrún Georgs-
dóttir Þór, 11.1 sek.
2. Ásdís Karlsdóttir, K. A„ 11.4
sek.
3. Halla Jónsdótir, Þór, 11.5 sek.
Kúluvarp kvenna.
1. Akureyrarm.: Anna Svein-
bjarnardóttir, K. A., 9.30 m.
(Nýtt Akureyrarmet)
2. Gíslína Óskarsdóttir, Þór, 8.18
m.
3. Ásdís Karlsdóttir, K. A„ 7.88
m.
4x100 m. boðhlaup.
1. A-sveit K. A. (Hermann,
Gunnar, Jón, Leifur) 47.8 sek.
2. A-sveit Þórs 48.2 sek.
3. B-sveit K. A. 50.2 sek.
4xi00 m. boðhlaup.
1. A-sveit K. A. (Óðinn, Jóri,
Hreiðar, Hermann) 3 mín. 42.3
sek.
2. A-sveit Þórs 3 mín. 56.1 sek.
3. B-sveit K. A. 4 mín. 03.1 sek.
Fimmtarþraut.
1. Akureyrarm.: Baldur Jónsson,
Þór, 2306 stig (5.90, 37.16,
24.2, 28.60, 5.07.8).
2. Kristján Kristjánss., Þór, 2217
stig.
3. Einar Gunnlaugsson, Þór, 2074
stig.
K. A. hlaut 10 Akureyrarmeist-
ara í frjálsum íþróttum 1950 og
vann auk þess bæði boðhlaupin.
Þór hlaut 6 meistara.
Athyglisverðustu árangrar
mótsins eru 800 m. hlaup Hreið-
ars Jónssonar, sem er nýtt Akur-
eyraimet og jafngóður tími og
drengjamet íslands. Hreiðar er
bráðefnilegur hlaupari, sem áreið
anlega á fyrir sér glæstan feril á
sviði millilengda. Þá er afrek
Ófeigs í spjótkasti mjög gott.
Sennilega fjórði bezti árangur á
landinu í ár. Þá er kúluvarpið,
bæði í karla- og kvennaflokki,
ágætt.
Fjölhæfasti íþróttamaður móts-
ins er Baldur Jónsson, sem hlaut
5 meistarastig. Hefði mátt verða
betri árangur hjá honum í sum-
um greinum, hefði hann keppt í
færri.
Öll verðlaun voru afhent jafn-
óðum að lokinni kepnpi. Mótið
fór í heild sinni vel fram. Tryggvi
Þorsteinsson var leikstjóri og
stjórnaði mótinu af miklum
dugnaði. F. R. í. B. A. sá um
mótið.
Valur keppir á Akureyri.
II. flokkur úr knattspyrnufé-
laginu Valur kom til Akureyrar
um seiriustu helgi.
Fyrst keppti liðið við Þór og
lauk þeim leik með sigri Vals
1: 0 mörkum. Að vísu hefði ekki
þurft að verða mark, en þó mun
Valur hafa átt skilið að vinna
leikinn. Þeir voru betur æfðir,
en margir af Akureyrarstrákun-
um eru bráðefnilegir knatt-
(Fx-amhald á 7. síðu).