Dagur - 21.09.1950, Side 4

Dagur - 21.09.1950, Side 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 21. september 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á liverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. W$$$$$$$$$S$$$$$$$$$S$$$$$$$S$$$$$$$$$$$$$$$$$í&53Í Þegar blindir fá sýn - ENGIN NÝLUNDA er það né einsdæmi, held- ur löngu alþekkt og viðurkennd staðreynd, að kommúnistar líta ekki ávallt sömu augum á silfr- ið, þegar um verkföll er að ræða, en dæma þau jafnan frá tveimur gerólíkum — og þó raunar al- veg andhverfum — sjónarmiðum: í hinu andlega föðurlandi þeirra sjálfra, Sovétrússlandi, og lepp- ríkjum þess er sérhver viðleitni til andspyrnu gegn kaup- og kjaraskömmtun hinna alráðu vald- hafa til handa sauðsvörtum almúganum kölluð hinn versti glæpur og svörtustu landráð, og engin vægari refsing en líflát eða æfilangur þrældómur liggur við svo ógurlegu athæfi. — Allt öðru máli er svo auðvitað að gegna, þegar efnt er til verk- falla í „auðvaldsríkjunum“. Þá eiga kommúnistar sjaldnast nógu sterk orð til þess að hvetja til þeirra og vegsama þau á hvert reipi, róa undir EN ALLRA æskilegast væri þó að kommúnistar mættu nú í eitt skipti fyrir öll draga þann sanna og markverða lærdóm af þessari nýstárlegu reynslu sinni, að verkfallsrétturinn sé verkamann- inum að vísu heilagur og hjart- fólginn réttur, sem ekki megi af honum taka og selja hann í hend- ur neinum einræðisherra, heldur skuli hann í fullu gildi og heiðri hafður, svo að jafnan verði til hans gripið, þegar freklega er á rétt verkalýðsins gengið, og öll önnur og friðsamlegri úrræði bregðast. En hins vegar sé verk- fallsvopnið harla hættulegt og tvíeggjað sverð, og geti auðveld- lega snúizt illa í hendi vegand- ans, ef ómaklega og að ástæðu- litlu sé til þess gripið. En einkum beri þó að varast, að til þess sé þrifið einvörðungu af flokkspóli- tískum ástæðum, eða í áróðurs- skyni; — hin „bölvísa hönd“ klíkuháttar og valdastreitu megi aldrei þeim brandi bregða, ef ekki eigi af að hljótast mikill og óbætanlegur skaði — ekki aðeins fyrir þann, sem á skal ráðizt, heldur eigi vegandinn sjálfur engu síður mikið á hættu, nema fremur sé. EN SÍZT skyldi það hjá líða, fyrst togaraverkfallið ber hér á góma, þótt nokkuð óbeint sé, — að víta stranglega alla þá miklu dul og leyndardómshulu, sem haldið hefur verið frá upphafi yfir öllum málavöxtum af báðum aðiljum. Almenningur hefur raunar ekkert fengið að vita um það, hvað á milli ber, né heldur um boð og gagnboð á þeim vett- vangi. Það eitt er honum kunn- Ugt, að þorri hinna stórvirkustu og dýrustu aflatækja okkar fs- lendinga eru látin ónotuð og arð- laus, þegar mest á reið, að þau drægju sem ötullegast bjög í þjóðarbúið. Engu er líkara en að sjómenn og útvegsmenn í Reykja vík telja þetta algerlega sitt einkamál, sem þeir þurfi engan reikningsskap að gjalda fyrir öðrum landsmönnum. Almenn- ingur í landinu mun þó vissulega vera allt annarrar skoðunar. — Hann veit það mæta vel, að bróð- urparturinn af sparifé og sam- eiginlegum sjóðum þjóðarinnar allrar er bundinn í þessum at- vinnurekstri. Og hann gerir þá kröfu til stjórnarvaldanna, að þau skerist tafarlaust í leikinn og komi öllum togaraflotanum úr höfn og út á veiðar með ein- hverjum ráðum, áður en meiri skaði og skömm hefur af hlotizt en þegar er orðið. Uppskeran og geymsluað- ferðir Þeir, sem settu eitthvað í garða á sl. vori, eru nú í óða önn að skera upp, og víðast hvar virðist upp- skeran vera mjög góð. „Svo sem þér sáið, munið þér uppskera", stendur skrifað, og víst er um það, að engan mun iðra þess, að hafa notað vorið vel. Þær húsmæður, sem um þessar mundir bera í bæ- inn fullt fang af hvítkáli, blómkáli, gulrótum og öðrum ágætum grænmetistegundum, eru glaðar í hjarta sínu yfir því, að þær sáðu, umplöntuðu, vökvuðu og hirtu plönturnar með umhyggju, meðan þær voru litlar. Nú fá þær laun fyrir umhyggju sína og starf . Það er með ræktunina eins og önnur uppeldisstörf. Sé ungviðinu sýnd umhyggja og rétt og skynsam- lega með það farið frá upphafi, mun uppalandinn fá fyrirhöfn sína margfaldlega greidda. Móðir náttúra lætur ekki að sér hæða. Hún mun svara okkur á sama hátt og við tölum til hennar. Grænmetis- ræktun er engan veginn fyrirhafnarlaus, en sú fyr- irhöfn borgar sig margfaldlega. Geymsla. — Sé eitthvað ræktað að ráði, er ekki hægt að komast yfir að borða það allt að haustinu, þótt sjálfsagt sé að spara ekki við sig grænmetið, einmitt meðan það er nýtt og gott. Afganginn reyn- um við síðan að geyma til vetrarins og eru til þess ýmsar aðferðir, að vísu misjafnlega góðar. Hrað- frysting er talin bezt þeirra allra, en ekki eru allir, sem eiga kost á henni. Þá má nefna niðursuðu, deilunum og torvelda lausn þeirra á allar lundii'. ENGIN REGLA er án undantekningar, og þá heldur ekki þessi. — Ymsum mun t. d. hafa komið það spánskt fyrir sjónir í upphafi, að sjá komm- únistablöðin fordæma einróma og kröftuglega verkfall það, sem staðið hefur yfir á meginhluta togaraflotans frá því 1. júlí í vor, eða bráðum þrjá mánuði aðal-bjargræðistímans hér á landi. Virða verður þeim til vorkunnar, sem óvanir eru ára- burðinum í þessa áttina, þótt róðurinn farist þeim stundum fremur óhönduglega og rökvísin gangi svona annað veifið dálítið á afturfótunum hjá þeim, þegar henni er snúið að svo óvenjulegu viðfangsefni ,eins og þegar t. d. „Verkamaðurinn“ fullyrðir í forystugrein sinni í síðasta blaði, „að telja má fullvíst, að hefði ekki komið til verkfalls, hefði skipunum verið lagt yfir sumarmánuðina", því að útgerðarmenn hafi verið í vandræðum með togarana og ekki talið borga sig að gera þá út í sumar. En síðar í sömu grein er svo staðhæft, að verkfallið og stöðvunin hafi „skaðað þjóðina um hvorki meira né minna en 57% milljónir króna í erlendum gjaldeyri.“ En vegna . ofangreindra málsbóta skal hér ekki frekar um það fengizt, þótt venjulegum mönnum muni veitast fullerfitt að koma þessum tveim andstæðu fullyrðingum heim og saman. ! ENGUM GETUM skal hér heldur að því leitt, hvað valda muni því, að kommúnistar bregða svo mjög vana sínum að því, er til þessa verkfalls kemur, þótt þeir fagni endranær ekki öðrum tíð- indum fremur en vinnudeilum og verkföllum, — enda ætti hverjum meðalgreindum manni að vera vox-kunnarlaust að gizka líklega á, hvers konar fiskur muni falinn undir þeim steini. Hitt er rétt- ara og maklegra, eins og á stendur, að þakka það og meta að vei’ðugu, að kommúnistar standa þó I í þetta sinn með hinum ábyrgari og þjóðhollari málstað. Og víst má það vera allri alþýðu manna nægileg skapraun og hneykslunarhella, að annar þeirra stjói-nmálaflokka, sem skreytir sig með nafni hennar og'verkalýðsins, skuli heimska sig og brennimex-kja með því að liggja þeim, sem enn stunda sjóinn yfir hábjargræðistímann við góðan hlut og sæmileg kjör, á hálsi fyrir það, að þeir skuli láta fleka sig til þess „að framleiða verðmæti fyrir gengislækkunarstjórnina“(!) — þótt ekki leggist flokkarnii: báðir í senn í það sama forað. FOKDREIFAR Engin lóð án matjurtareits. Finnur Áx-nason garðyrkju- ráðunautur skrifar blaðinu: HÚSMÓÐIR NOKKUR á Odd- eyi-i átti tal við mig fyrir nokkr- um dögum um matjurtarækt í lóð sinni. Eg vil geta þess í upp- hafi að kona þessi, ásamt mörgum öðrum konum hér í bæ, er sér- staklega natin garðræktai’kona, og skilur vel hvað grænmetið er mikils virði fyrir heilbi’igði manna, og drjúg tekjulind í heimilishaldinu. Húsmóðurinni farast orð á þessa leið: Lóð mín er sízt stærri en lóðir manna al- mennt, og mun hún vera um 400 m2 að stæi'ð. Eg hef nú í sum- ar ræktað meira af grænmeti í lóð minni en nokkru sinni fyrr, því að mér er nú farið að skiljast að það sé enginn vandi að i’ækta það, bara ef maður nennir og vill leggja það á sig, og eitt er víst að hollt er allt heima fengið. Þær tegundir, sem eg hef ræktað eru: hvítkál, blómkál, salat, spín- at, gulrætur, gulrófur, hreðkur, kari’se, steinselja og lítils háttar af fljótsprottnum kartöflum, auk rabarbara, sem á að vei-a í hverri lóð. Eg hef haft nægilegt græn- meti úr lóðinni frá því í byrjun júlí, og get eg vart reiknað það allt, sem skyldi til peninga. — Þessi húsmóðir kvað það illa far- ið að fólk skuli ekki nota lóðir sínar meira til búbótar með mat- jurtarækt en almennt er gert. Það er næstum óhugsandi að nota sér nokkuð sem heitir af grænmeti daglega, nema það sé ræktað rétt við eldhússdyrnar. Þessi orð húsmóðurinnar eru fullkomlega í’éttmæt og vil eg taka undir það með henni að lóðir manna eru alls ekki notaðar sem skyldi til heilsusamlegrar rækt- unar. Það á engin lóð að vera án matjurtareits og eg vil segja að sá reitur er aldrei of stór, ef menn kunna að notfæra hann. — Margar húsmæður hér nota lóð- ir sínar réttilega, en því miður vantar talsvert á að það sé al mennt. Skrúðgarður eða bílastæði. í framhaldi af þessu segir garð- yrkjuráðunauturinn: MÉR FINNST þetta sumar bera af öðrum sumrum, síðan eg kom hingað, að því leyti hvað mikið hefur verið unnið að lagfæi’ingu lóða og ýmsra annarra staða hér í bænum, sem í vanhirðu hafa verið, og ef tillit er tekið til þess litla fjái’magns, sem bærinn lagði til þessara stai-fa á síðasta fjár- hagsári, þá finnst mér árangux-inn sérstaklega góður, og mörg hand- tök og spor stigin í rétta átt. f sambandi við þessar hugleiðingar vil eg minnast sérstaklega á þrjú skemmtileg kvöld við Eyrarveg. Eins og flestum er kunnugt, er dálítið svæði norðan við Eyrar- veginn óbyggt og hafði komið til tals að gera það að bílastæði, en á þá ráðagerð vildu Eyrarvegs- búar ekki fallast og sóttu um stykkið ásamt Fegrunarfélagi Ak ureyrar, til lagfæringar. Nú um mitt sumarið var nauðsynlegum undirbúningi lokið og hófust nú konur, karlar, unglingar og börn handa um frekari aðgerðir á svæði þessu. Var þarna saman- komið 20—30 manns með skóflur, hi-ífur, hjólbörur og bíla. Svæðið allt jafnað, lagðir um það vegir og stigir eftir áður gerðri teikn- ingu, sótt var möl og sandur í vegina, síðan sáð og valtað og svo þegar verkinu var að mestu lokið síðasta kvöldið tóku allir höndum saman á Eyrax-vegi og fóru í leiki. Þarna var líf og fjör við vinnubrögðin, þó ekki væru peningar í aðra hönd fyrir hverja mínútu. Eg hef oft áður unnið sjálfboðavinnu með ýmsum hóp- um manna, en eg hef sjaldan haft jafn mikið yndi af að vera með í verki eins og þessi umræddu kvöld, og það væri óskandi að fleiri hverfi og götur færu að for- (Framhald á 7. síðu). þurrkun og söltun. Við skulum nú athuga hinar ýmsu tegundir, og á hvern hátt er heppilegt að geyma þær. Gulrætur geymast vel í sandi, og eru þær lagðar þannig í ílátin, að lag af sandi sé alls staðar á milli þeirra. Þær mega ekki snerta hverja aðra, og efsta og neðsta lagið á að vera sandur. Hvítkál er hægt að sjóða niður, súrsa og geyma á ýmsa vegu. Gott er að hengja það upp í þurran og kaldan kjallara, og er þá bundið um stilkinn og kál- höfuðið látið hanga. Nágrannaþjóðir okkav geyma hvítkálið í garðinum fi’am á vetur. Það er tekið upp, vafið innan í hálm, og síðan er það grafið ögn niður í garðinn og mokað yfir. Rótin á að snúa upp. Moldarlagið er ekki látið vera þykkt á meðan frost eru lítil, en síðan er hægt að bæta við moldai’lagið, þegar von er á miklu frosti. Þannig kvað það geym- ast vel. Blómkálið er erfiðara viðfangs. Það er þó eitthvað hægt að geyma það í köldum og þurrum kjallara og er það þá haft á grindum eða í rimlaskáp. Eigi að geyma blómkálið eitthvað fram á veturinn er einna helzt að sjóða það niður. Suðan er aðeins látin koma upp á kálinu. Síðan er því raðað í vel hreins- aðar krukkur. Þá er soðinn lögur (11. vatn og 25. gr. fínt salt). Komi froða á löginn er hún veidd ofan af, og lögurinn síðan kældur. Hellt yfir blómkálið, og á lögui'inn að fljóta yfir kálið. Um 3 cm. boi’ð á að vera á krukkunum. Krukkurnar eru nú soðnar í potti (þær eiga að vera þétt lokaðar) og er það gert tvisvar með dags millibili. Fyrri daginn eru þær soðnar í 15 mín., en hinn síðari 10 mín. Þannig á blómkálið að geymast, en það glatar því miður miklu af hinum góðu efnum við suðuna. Graslauk og steinselju er hægt að geyma þurrkað, og er það gert á eftirfarandi hátt: I 1 1. af vatni er sett Vz—1 dl. salt og 1 dl. (þ. e. 100 gr.) sykur. Stærstu leggirnir eru teknir af steinseljunni og hún þvegin vel. Lögui’inn soðinn og steinseljunni brugð- ið ofan í hann, en má ekki sjóða. Lögurinn látinn renna vel af grænmetinu á hreinum klút. Á venjulega ofnplötu er lagður smjöi’pappír og grænmetið sett þar á. Platan er síðan sett inn í yl- volgan ofn. Þegar þetta virðist nokkuð þux’rt, er það tekið út og þurrkað áfram í stofuhita. Geymist í pappírspokum eða krukkum, sem bundið er yfir með gasklút. Gi'asalaukur geymist á sama hátt. Til fróðleika má minna á það, að í steinseljunni er svo mikið af C-vítamíni, að 25 gr. af henni innihalda (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.