Dagur


Dagur - 21.09.1950, Qupperneq 5

Dagur - 21.09.1950, Qupperneq 5
Fimmtudaginn 21. september 1950 D A G U R 5 Frá bókamark íslendingabók hin yngri Reynslan kenndi Rússum að treysta á reknetin Veiðar útlendinga á síldarmiðunum fyrir Norðausturlandi Irdómsríkar fyrir íslendinga Síldarvertíðinni hér nyrðra er fyrir nokkru lokið og öll íslenzku síldveiðiskipin komin í höfn. Síð- ustu Akureyrarskipin komu inn í sl. viku. Hafði engin síld veiðzt síðustu dagana. Það vakti sérstaka athygli skipsmanna þeirra skipa, sem síðast fóru af miðunum, að fjöldi rússneskra síldveiðiskipa var enn við veiðar og nokkurt slangur af öðrum útlendingum, aðallega Svíum. Rússarnir virtust ný- komnir til landsins. Voru þeir allir á reknetaveiðum og virtust afla allvel. Rússncsku skipin, sem nýlega eru komin til landsins eru af annarri gerð en skipin, sem voru fyrr í si/mar og í fyrra. Á sl. ári höfðu Rússar hér mörg gömul skip og höfðu flest herpinót. Einnig framan af sumri í ár. En nú síðla sumars koma þeir á nýjum skipum, og treysta augsýnilega á reknetin fremur en hcrpinótina. Hin nýju skip þeirra eru á að gizka 200 lestir, fallegir bátar, segja sjómennirnir okkar, líklega með þýzku byggingarlagi. Þessi skip eru nægilega stór til þess að hægt sé að salta síld þar um borð. Oftast mun sá háttur vera hafður á, að síldinni er mok- að í tunnurnar og salti stráð yfir og tunnunum síðan komið í móð- urskipin, þar sem hin eiginlega söltun fer fram. Síðustu daga ver- tíðar íslenzku skipanna virtust þessi skip vera að fá góðan afla undan Norðausturlandi, 2—3 tunnur í net. Var svo að sjá, að skipin hefðu yfirleitt fengið tals- verðan afla. — Keynslan kenndi Rússum. Sjómenn, sem fylgzt hafa með síldveiðum rússnesku leiðangr- anna hér við land, segja, að aug- Ijóst sé, að^reynslan hafi kennt Rússum hvernig bezt hentaði að haga sér hér. Nú seinnipart sum- ars sáust sárafá rússnesk skip með herpinót, aðaláherzlan var lögð á reknetin. Skipin, sem not- uð eru, eru bæði fullkomnari og stærri en skipin, sem fyrst komu hingað. Stór móðurskip fylgja flotanum, sem fyrr. Það vakti og athygli íslenzkra sjómanna, að enda þótt nýju skipin Rússanna séu fallegar fleytur, virtist ýmis útbúnaður frumstæður. T. d. munu netin að mestu dregin með handafli, en nægur mannafli mim um borð og ekki spurt um erfiði. Reynsla útlendinganna lærdómsrík. Sjómenn á íslenzkum síldveiði- skipum telja reynslu útlending- anna hér við land lærdómsríka fyrir okkur. Þeir segja verulegt síldarmagn hafa verið í sjónum undan Norðausturlandi, en síldin óð ekki og var yfirleitt of djúpt til þess að unnt sé að stunda veiðina frá landi með það fyrir augum að leggja aflann upp í salt. Utlendingarnir, með sín stóru og rúmgóðu reknetaskip, geta leyst þann vanda, að koma aflanum í salt, enda þótt hann sé tekinn djúpt undan landi. Það er stað- reynd, sem ekki verður komizt hjá að taka tillit til, þegar fram- tíðar síldveiðar íslendinga eru ræddar, að útlendingar fengu all- góða veiði nú síðla sumars djúpt undan Norðausturlandi, á sama tíma og íslenzku síldveiðiskipin voru um það bil að hætta vegna algerðs aflaleysis. Á þessum mið- um voru útlendu skipin einu rek- netaskipin. íslendingarnir voru allir með herpinót. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON píanóleikari er væntanlegur hingað til bæj- arins nú á næstunni og mun halda hljómleika hér í Nýja-Bíó næst- komandi mánudag, 25. þ. m. Rögnvaldur er einn af okkar ágætustu listamönnum, er af- burða leikinn píanóleikari og menntur vel í þeirri list. Skap- heitur, djarfur og óvenjulegá ánægjulegur músikmaður. Okkur norður hér kemur það sannarlega vel að mega eiga von á andlegri hressingu nú eftir óblíðu og hráslaga náttúrunnar fyrirfarandi. Megum við sannar- lega fagna því að fá slíka upp- styttu, nú undir sumarlokin, sem listfengur píanóleikur víðkunns snillings hlýtur að vera hverri óbrjálaðri mannssál. Að slíkri unaðarnautn getur maður betur og jafnvel lengur búið en mörgum sólskinsdögum. Eg býð Rögnvald innilega'vel- kominn og geri ráð fyrir, að bæj- arbúar taki undir það, svo að um muni, á mánudaginn. S. Akureyri - Skjaldarvík Fyrst um sinn verða fastar ferðir á sunnudögum frá B. S. O. kl. 1 e. h. að Skjald- arvík og kl. 3 til baka. Stefán Jónsson. Fyrir meira en 800 árum var rituð lítil bók á landi hér, sem varðveitzt hefur að anda og efni til, eins og frá henni var gengið í fyrstu, allt til vorra daga. Höfundurinn, Ari Þorgilsson hinn fróði, nefndi hana íslendingabók. Þessu litla bókarkorni, ásamt Landnámu, sem er miklu meira rit, eigum vér að þakka flest það, sem vér vitum um land vort og þjóð fyrstu 2—3 aldirnar. Hefðu þær ekki verið ritaðar og geymzt, myndi nú vera svo að segja algert myrkur yfir sögu vorri allt þetta tímabil. Þessum mönnum verða því aldrei ofþökkað störf sín og framtakssemi. Nýlega er komið á prent á vegum Sögufél. Skagfirðinga fyrsta heftið af sérstæðu og merkilegu ritverki: Jarða- og bú- endatal í Skagafjarðarsýslu 1781 —1949. Hafa þrír skagfirzkir fræðimenn, þeir Jón Sigurðsson alþm. Reynistað, Sigurður Olafs- son frá Kárastöðum í Hegranesi og Steinn A. Sveinsson, bóndi, Hrauni á Skaga, unnið að samn- ingu þessa heftis og á hinn fyrst nefndi stærstan þáttinn þar. Nær það yfir þrjá nyrztu hreppa sýsl- unnar vestan Héraðsvatna, eða norðan frá Skagatá og inn að Seyluhreppi. En ætlunin er að rit þetta grípi yfir alla sýsluna að lokum. Þama er í stuttu máli greint frá hverri jörð, sem verið hefur í ábúð, lengur eða skemur, á þessu tímabili, svo að jafnvel eyðibýlin í Gönguskörðum verða þar ekki útundan. Getið er dýrleika hverrar jarðar, leigumála og eignarheimilda. Ennfr. hversu margar þær voru byggðar á ýmsum tímum, hvenær jarðir fóru í auðn, frum- eða endur- byggðust, og margs fleira. Svo eru taldir og nafngreindir í réttri röð ábúendur hverrar jarðar, bændur og húsfreyjur, allt þetta tímabil út. Getið er hversu lengi þeir bjuggu á jörð- inni, hvert þeir fluttust, eða hvort þeir brugðu búi eða dóu þar. — Loks er skrá yfir alla hreppstjóra, hreppsnefndaroddvita og sýslu- nefndarmenn viðkomandi hrepps. Ennfr. bændatöl frá 1735 og 1762. Allt er þetta byggt á hinum ör- uggustu heimildum sem til eru: Jarðamats-, þinggjalds- og kirkjubókum, manntölum og mörgu fleiru, og liggja þær flest- ar óprentaðar á söfnum syðra. í formálsorðum segja höfund- arnir m. a., að þó að embættis- og menntamönnum vorum hafi yfirleitt verið gerð góð skil að þessu leyti, þá gegni öðru máli um bændastéttina. „Fræðimönn- um hefur annað tveggja vaxið verkið svo í augum, að ekkert hefur orðið af framkvæmdum af þeim sökum, eða þeim hefur ekki þótt aðkallandi að halda á lofti nöfnum bændanna sem slíkra. Bændastéttin hefur þó verið kjarni þjóðarinnar frá upp- hafi íslandsbyggðar, og haldið við embættismannastéttunum með því að senda þeim margt af sín- um efnilegustu sonum og dætr- um. Nú, þegar Sögufél. Skagfirð- inga ræðst í að hefja útgáfu bú- endatals fyrir Skagafjarðarsýslu, vill það þar með leggja fram sinn skerf til þess að ekki fenni með öllu yfir nöfn þeirra bænda og húsfreyja, er gegnt h afa því mikilsverða starfi að hafa stjórn og forustu á skagfirzkum bænda- býlum síðustu 168 árin.“ Ennfremur segja þeir: „Án efa munu margir lesendur sakna þess, að búendatalinu fylgja ekki ýtarlegri upplýsingar um hvern bónda en gjörlegt hefur þótt að taka I þetta rit. Þessum lesendum skal á það bent, að Jarða- og búendatalið ætti helzt að skoðast sem upphaf á rit- verki um skagfirzka bændur. 1 slóð þess þyrfti, ef vel væri, að koma rit, er gerði ítarlega grein fyrir öllum búendum í Skaga- fjarðarsýslu á þessu tímabili, sem viðunandi upplýsingar eru til um. Þegar því verki væri lokið og vel af hendi leyst, hefði skag- firzkum bændum og húsfreyjum, sem uppi hafa verið á þessu tímabili, verið reistur verðskuld- aður minnisvarði fyrir störf þeirra, og óbrotgjarnari en þótt hann væri af steini gjör.“ Undir þetta munu flestir geta tekið. Skagfirðingum er vel trúandi til að ljúka þessu verki með sama myndarbrag og það er hafið. En við það á helzt ekki að sitja. Sér- hver sýsla landsins ætti að fara að dæmi þeirra, að skrásetja öll býli og búendur innan sinna tak- marka sl. 150 ár, eða lengra aftur sé þess kostur. Að því verki unnu væri mikinn, verðmætan fróðleik að finna á einum og handhægum stað, en sem nú er öllum þorra manna óaðgengilegur, og verður æ óaðgengilegri er tímar líða, skjalabunkarnir á söfnum vorum hækka, og mönnum, hneigðum fyrir þjóðlegan fróðleik, fækkar. Efalaust myndi hver sá maður er þá verður uppi hér, finna þarna nöfn einhverra forfeðra sinna, fleiri eða færri, og vita gleggri deili á þeim en ella, því að væntanlega er enginn svo hreinræktaður borgarbúi á meðal vor í 5—6 ættliði upp, sé hann á annað borð af ísl. ættum, að ein- hver ættgrein hans liggi ekki út í sveitir landsins eftir 1780, enda engir kaupstaðir til þá. Að sjálfsögðu er þetta mikið verk og seinunnið. Skagfirðingar hafa sennilega undirbúið þar ak- urinn flestum öðrum fremur með söfnun ætta og ýmiss fróðleiks, sem þeir hafa unnið að síðari ár- in. — En þetta má ekki vaxa mönnum svo í augum, að það hindri framkvæmdir. — Margar ágætar bækur um ísl. menn og málefni hafa verið rit- aðinum aðar kér síðan hinir fróðu menn, Ari, Styrmir og aðrir, sem unnu að Landnámu, skráðu sögur sín- ar. En engin þeirra verðskuldaði fremur að bera nafnið íslend- ingabók hin yngri en slíkt bæja- og búendatal, sem hér er hafið, er næði yfir allt land. Engir þegnar þessa þjóðfélags hafa ver- ið, eða eru, íslenzkari en bænda- stéttin, engin heimili íslenzkri en sveitabýlin. Þormóður Sveinsson. Kartöflur, úrvalsflokkun, á kr. 112.50 pokinn. Gulrófur, ágæt tegund, á kr. 90.00 pokinn. Heimsent. Kjötbúð KEA Simi 1714 Hrossakjöt, nýslátrað, reykt, saltað, Hrossabjúgu Kjötbúð KEA Simi 1714 Svínafeiti, má nota ofan á brauð í stað smjörs. Fæst í Kjötbúð KEA Sirni 1714 Krækiber fást daglega. Kjötbúð KEA Simi 1714 Edikssýra komin aftur. 1 Kjötbúð KEA Góð og glaðleg stúlka eða eldri kona getur fengið húspláss gegn lítils- háttar liðlegheitum. Afgr. vísar á. .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.