Dagur - 01.11.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 01.11.1950, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 1. nóvember 1950 Viðburðarríkur dagur Saga eftir Helen Howe. 14. DAGUR. (Framhald). Þegar hún kom aftur og þau gengu ■ samsíða, spurði Freddy: „Hver er hún, stúlkan, sem þú býrð með? Er hún eins alvarleg og þú? Ef svo er, hlýtur að vera dauf vistin hjá ykkur.“ „Þetta er allt misskilningur hiá þér. Við erum ekki þungbúnar og alvarlegar. Hún er auk heldur kát og glaðlynd. Þú mundir e£- laust kalla hana hlæjandi All- egra.“ „Það er nefnilega það. Fg slcal segja þér í alvöru, að mér finnst þú alls ekki vera alvarleg eða þunglyndisleg, heldur glaðlynd og elskuleg." Áður óþekkt sælutilfinning greip hana og hún leit til hans og brosti glaðlega og áhyggjulaust. Hann hélt áfram að spjalla, talaði um knattleiki og um ýmislegt fólk, sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Þegar þau höfðu matast á veitingastofunni, glóðu augu hennar af ánægju og kann- ske líka af því að þau höfðu rennt matnum niður með ofur- litlu af víni, og hún fann að hún var heit í kinnum. „Augun í þér lýsa eins og perl- ur,“ sagði hann, og hélt svo áfram: „Kanntu eins vel við þig þér og í Illinois?“ „Miklu betur,“ svaraði hún. „Það var rétt,“ sagði hann. Og hann hélt áfram að spjalla og það var hann, sem sagði langflest orðin þetta kveld. En tíminn leið undarlega fljótt, og klukkan hafði slegið 10, þegar þau loksins stóðu upp frá borðinu. Þegar út kom, hóaði hann í leigubíl. Þegar þau sátu hlið við hlið í bílnum, var eins og einhverjar aðrar hugsanir sæktu á hann. Hann var þögull, og engu líkara en að honum þætti ekki meira en svo þægilegt að sitja við hlið hennar í bíl. Faith var að hugsa um, hvort hann hefði gleymt því, að hann sat við hlið hennar, þeg- ar hann rétti út hendina og greip hönd hennar í sína. Hvorugt sagði orð, unz þau komu að úti- dyrum Faith. „Þú ert falleg lítil stúlka,“ sagði hann, „það er gott að þú fáir að vita það.“ Eftir þetta leið varla sá dagur, að Faith og Freddy hittust ekki að kvöldi, eftir vinnutíma. Faith var ákaflega hamingjusöm. Engin stund með Freddy var lík ann- arri. Freddy kvaddi hana alltaf við útidyrnar og bauð henni góða nótt. Hann beygði sig gjarnan niður yfir hana, er þau stóðu tvö í myrkrinu, og kyssti hana. „Góða nótt, ástin mín,“ var hann vanur að segja. Og hvert skref, sem Faith gekk upp stigann þessi kvöld, virtist henni léttara og auðveldara en það næsta á und- an, því að þessi töfraorð hljóm- uðu enn í eyrum hennar. Inni beið Klara jafnan. Eftir það lágu þær tvær í rúmum sín- um í myrkrinu og töluðu langt fram á nótt. Það hafði ekki kost- að Klöru mikið erfiði að komast að raun um hverjar tilfinningar Faith bar nú í brjósti til hins unga manns. „Þú ert yfir þig ástfangin af honum, elskan?“ spurði hún aft- ur og aftur. Og Faith svaraði ævinlega eitthvað á þessa leið: „Já, en Klara, eg get alls ekki vitað með vissu, hvort hann elskar mig.“ „Vertu ekki með þessi látalæti! Hvert mannsbarn sér, að hann sér ekki sólina fyrir þér, annars mundi hann ekki vilja eyða hverri frístund með þér.“ Hvernig gat hún útskýrt fyrir svo góðri og einfaldri sál, sem Klara var, að hjarta Freddys var fullt af leyndardómum og andstæðum? Sjálf gat hún naumast sagt, að hún skildi hann eða gerði sér fulla grein fyrir eðli hans. enda þótt hún elskaði hann, og væri nærri hjarta hans alla daga, gat hún ekki sagt með sanni, að hann hefði nokkru sinni gefið ótvírætt svar við spurningunni mestu. Hún var öldungis óviss um að sér mundi nokkru sinni auðnast að skilja hann til hlýtar. Hann lét t. d. æv- inlega sem eitt hið skelfilegasta, sem gæti hitt nokkurn mann á lífsleiðinni, væri það, sem al- mennt væri kallað heimilisham- ingja. Hann nefndi til dæmis, er konan hringdi í manninn á skrif- stofuna og segði: „Gleymdu nú ekki að koma heim á réttum tíma. Við höfum gesti í mat.“ Hroðalegt, var hann vanur að segja. Dag einn, seint um veturinn, ók hann með hana til Goodridge í Massachusetts. Hann lánaði lyk- ilinn að húsi fjölskyldunnar hjá dyraverðinum, og sýndi henni allt stórhýsið, en enginn bjó þá í því. Eftir það tók hann hana með sér á gönguferð í gegnum skóg- ana á landareigninni. Þau stóðu hlið við hlið á tjarnarbakka, um- vafin birkihríslum. Þau sögðu ekki orð nokkur andartök, en þau fundu bæði þræðina, sem lágu í milli þeirra. Þá sneri Freddy sér að henni og sagði: „Þú ert eins og þessi tjörn. Yfirborðið er tært og hreint eins og kristall, og ísinn er að bráðna í sólskininu. En undir honum er mikið djúp. Tært og fagurt.“ Hann tók utan um hana og kyssti hana. En hann sleppti henni aftur eftir andartak, og sagði: „Komdu, við skulum sjá beinagrindur fjölskyldunnar." — (Framhald). Aladdinnet Kveikir Glös Smergellijól Slökkvitæki Jdrn- og glcrvörudeild. Júgursmy rsl nýkomin. Nýlenduvörudeild og útibú. Blautasápa kemur nœstu daga. Nýlenduvörudeild og útibú. Flóru-Iíonfekt i pokum og kössum Flóru-Sulta Jarðarberja- og Hindberja-Sulta Nýlenduvörudeild og útibú. GEFJUNAR Ullardúkar Ullarteppi Kambgarnsband Lopi, margar tegundir Fást í öllum kaupfélögum landsins og víðar — Gefjunar-vörur liafa löng- um hlotið viðurkenningu allra landsmanna fyrir smekklegt útlit, gæði og lágt verð. — Ullarverksmiðjan GEFJUN AKUREYRI Stúlka, vön verzlunarstörfum, ósk- ar eftir atvinnu. Afgr. vísar á.‘ Norðlenzku ostarnir eru þjóðfrægir 45% og 30% mjólkurostar - fást um land allt Mjólkursamlag KEA •IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII IIIMIIIIIIIIIIIIM|I||M> , | Auglýsing frá heilbrigðisnefnd ( E 4 E i Að marggefnu tilefni er atliygli húseigeíída á Akur- \ | eyri vakin á því, að skylt er að hafa nægilega mörg lokuð i É sorpílát við hvert íbúðarhús, og af þeirri gerð, er lieil- } Í brigðisfulltrúi samþykkir. Eru þeir, sem enn hafa ekki i | fullnægt þessari skyldu, áminntir um að gera það án } | tafar. i Lögreglustjórinn á Akureyri, 18. okt. 1950. i ^''amilMIIMIIIIMIIIIIIIMItllllllllMlllllllllllllllltllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMtllltlMIMIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMMIliÍ Nr. 45/1950. TILKYNNING Ákveðið liefur verið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluv. án sölusk. kr. 4.76 pr. kg. kr. 10.58 pr. kg. Heildsöluv. með sölusk. kr. 5.08 pr. kg. kr. 10.90 pr. kg, Smásöluv. án sölusk. kr. 5.64 pr. kg. ]>r. 11.47 pr. kg. Smásöluv. með sölusk. ,kr. 5.75 pr. kg. kr. 11.70 pr. kg. Reykjavík, 20. okt. 1950. Fjárhagsráð. Akureyrarbær. LÖGTÖK s Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og á hans ábyrgð, og að undangengnum úrskurði, vcrða eftirtalin gjöld til Akureyrarbæjar fyrir yfirstandandi ár, sem fallin eru í gjalddaga, tekin lögtaki að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: 1. Utsvör, sem fallin eru í gjalddaga skv. lögum nr. 66 frá 1945. 2. Fasteignagjöld. 3. Öll ólokin gjöld til Hafnarsjóðs Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 26. okt. 1950. Friðj ón Skarphéðinssori.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.