Dagur - 14.03.1951, Síða 6

Dagur - 14.03.1951, Síða 6
6 D A G U R Mið'vikutlaginn 14. marz 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið ketnur út á hverjum miðvikudegi. Árgángurinn kostar kr. 25.00 Gjaltldagi er I. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Frönsk og íslenzk viðhorf FYRIR NOKKRUM DÖGUM urðu stjórnar- skipti á Frakklandi. Slíkt þykja e. t. v. ekki miklar fréttir hér á landi. Það er alkunna, að Frakkar skipta oftar um ríkisstjórn en flestar aðrar þjóð- ir. Þar í landi er enginn samstæður meirihluti á þingi. heldur margir flokkar og flokksbrot. Lang vinnir samningar og flókin hrossakaup eru und- anfari hverrar stjórnarmyndunar. Stjórnarflokk- urinn .verður #ð kaupa stuðning smáflokkanna dýru verði og síðan að gæta þess, að móðga þá ekki, því að þá kippa þe'ir að sér hendinni og stjórnin er fallin. Við slíkar kringumstæður vant ar alla festu í stjórnarfarið, ein stjórnin rífur nið ur það, sem önnur hefur byggt upp, enginn veit með vissu, hvert byr líðandi stundar ber þjóðar- fleyið. Að baki þessa ástands í stjórnmálum Frakklands býr kosningafyrirkomulag, _gem yið íslendingar höfum mjög tekið okkur til fyrir- myndar. Þar í landi hafa lengi tíðkast hlutfalls- kosningar og uppbætur á flokkafylgi. Þar hefur verið stefnt að því marki, sem þótti hátindum rétt lætisins hér á landi í kosningunum 1942, að hver flokkur fengi þingmenn sem mest í samræmi við fylgi sitt á öllu landinu. Þannig hafa flotið inn í þingsalina margir menn, sem enginn hefur raun verulega kosið á þing, bæði þar og hér. Úppbótar- menn, varamenn og raðaðir listamenn sitja þar í öðrum hverjum stól og eiga alla fremd sína undir flokkstjórnunum. Minnihlutamenn og minnihluta flokkar ná að setja svipmót á þinghaldið, rugla málin og tefja tímann, en bera þó enga ábyrgð, Þing, sem þannig eru skipuð, hafa reynzt giftu lítil og í skjóli þessa fyrirkomulags háfa minni- hlutaflokkar á borð við kommúnsita náð óéðlilegi miklum völdum undir sig. EN ENDA ÞÓTT stjórnarskipti í Frakklandi hafi ekki vakið mjög mikla athygli hér á landi á , liðnum árum, er ástæða til þess að minna á, að þessi síðustu stjórnarskipti eiga sér dálitla for sögu, sem vel er athugandi fyrir þá, sem hingað til hafa talið hið franska kosninga- og kjördæma skipulag sérlega eftirbreytnisvert. Stjórn René Pleven, sem fór frá völdum um sl. mánaðamót féll einmitt á þessu máli. Hún vildi innleiða nýtt skipulag — hverfa frá uppbótunum og hlutfallinu og því, sem þótti hátindur réttlætisins á íslandi 1942, og taka í þess stað upp einfaldar meirihluta- kosningar í kjördæmunum. Stjórnin var þarna að efna loforð, er hún gaf einum stuðningsflokki sín um, er hún settist á laggirnar í júlí í fyrra. Lífdag ar hennar voru þá þegar taldir, því að vitað var að gengið mundi eftir loforðinu á þessum vetri, tæka tíð fyrir þingkosningar þær, sem fram eiga að fara í Frakklandi í nóvember í haust. En enn sem komið er á breytt kosningafyrirkomulag ekki nægilegt þingfylgi. Þeir halda í það gamla, sem mest græddu á hlutföllunum og uppbótunum 1946 en það eru kommúnistar og kaþólski miðflokkur inn MRP. En allir aðrir flokkar þingsins eru nú fylgjandi breyttu fyrirkomulagi og æ fleiri hallast að einfaldri meirihluta kosningu. Jafnvel MRP- flokkurinn vill talsverðar breytingar, en komm únistar una vel hag sínum eins og er, þeir vilja hlutfallið og uppbæturnar og tilheyrandi upplausn og óáran. í bili hafa þeir fengið málinu skotið á frest. Hin nýja stjórn, sem nú er setzt að völdum, leysti þessa deilu ekki, heldur ýtir henni á undan sér fram í tímann. HIN VAXANDI andspyrna, sem uppbóta- og hlutfallskosn- ngafyrirkomulagið á að mæta í Frakklanxli, sem lengst hefur bú- ið við þetta skipulag, er athyglis- verð staðreynd fyrir íslendinga. Þeir gerast nú æ fleiri, sem sjá rað og viðurkenna, að það var lítið heillaspor, sem stigið var með síðustu breytingunni á kósningafyrirkomulagi okkar 1944. Þá var það skemmdarstarf fullkomnað, sem hafið var all löngu áður. Stjórnaphættina a landi hér síðan 1944 þarf ekki að ræða í löngu máli. Breytingin þá varð sá stökkpallur, sem komm- únistum hefur reynzt þýðingar- mestur til aukinna áhrifa á þjóð- málin til vaxandi upplausnar og vandræða. Á hverju þirfgi situr nú fjöldi manna, sem enginn hef- ur raunverulega kosið á þing nema flokksstjórnirnar. Vara- menn og varavaram. gerast þar æ tíðari gestir. Ábyrgur flokks- meirihluti er ekki til og ekki heldur samfelld stjórnarstefna, sem skilar þjóðarfleyinu að ákveðnu marki. Ymist er siglt út eða suður, en ekki er þó kallað að neinum beri ábyrgðin fremur en öðrum. Vaxandi fjöldi lands- manna vill ekki búa við þetta skipulag mikið lengur. Ný stjórn- arskrá og nýtt kosningafyrir- komulag er málefni, sem æ fleiri landsmenn hugsa um. Allt bendir til þess, að Frakkar muni hverfa frá hlutfallskosningum og upp- bótum á næstunni. Skyldu' þeir íslendingar, sem töldu hið franska kerfi einkar hagkvæmt hér fyrr á árum, nú vilja fylgja fordæmi þeirra á ný? FOKDREIFAR Óvlðunandi framkoma ríkishappd rættisins. . á vanrækslu á birtingu skráa yfir happdrættisvinninga. Þessu er FYRIR NOKKRU var vakin | vissulega mjög ábótavant. — í Danmörku er þess getið á öllum happdrættismiðum, hvaða dag vinningaskráin muni birtast og í hvaða blöðum. Sé drætti frestað, sem sjaldan kemur fýrir, er þess getið í sömu blöðum umræddan dag. Þannig geta vinnendur ekki kennt öðrum en sjálfum sér um, ef þeir verða af vinningi. — Þess- um ákvæðum ætti að bæta í ís- lenzka reglugerð um happdrætti.“ Þetta virðist vera skynsamlegt fyrirkomulag og mundi það tryggja betur en nú er, að happ- drættisfyrirtæki — ríkisins og annarra aðila — gegndu þeirri skyldu sinni að auglýsa vinn- ingaskrárnar og skila vinningun- um. En líklegast er, að með nú- verandi fyrirkomulagi sitji happ- drættiseigendur uppi með tals- verðar fúlgur á ári hverju, á kostnað almennings. athygli á því hér í blaðinu, að mjög væri ábótavant auglýsing- úm 'þeirra, er happdrætti reka, um vinningaskrár. Virðist hend- ing ein ráða því, hvar og hvern- ig vinningaskrái' eru auglýstar, érida fer 'svo á ári hverju, að happdrættin liggja með vinninga, sem aldrei eru sóttir af því að eigendur miðanna sjá aldrei vinningaskrárnar. Er bráð nauð- syn að bæta úr þessu og setja ákvæði um auglýsingar, sem tryggja hagsmuni almennings gagnvart þeim möi'gu aðilum, sem leyfi hafa til happdrættis- reksturs. 1 þessu sambandi var minnt á, að ríkissjóðshappdrættið er engin fyrirmynd að þessu leyti. Þegar verið var að hvetja almenning til þess að kaupa happdrættismið- ana, skorti ekki auglýsingarnir, en þegar málið snýr frá ríkinu og að almenningi, þá er annað uppi á teningnum. Virðist ekkert hirt um það að fólk geti með hægu móti fengið vitneskju um það, hvort það hafi fengið vinning eða ekki. Er blátt áfram erfiðleikum bundið að fá þetta upplýst. Eftir hvern drátt berast fyrirspjurnir til blaðanna og ýmissa stofnana, en ekki er unnt að leysa úr spurn ingum manna, því að blöðin úti á landi a. m. k. fá enga vinninga skrá til birtingar frá þeim háu herrum, er þessum málum stjórna. Virðist það látið nægja, að birta skrána í Morgunblaðinu —- rétt eins og það sé skylda landsmanna að halda það blað — eða í Lögbirtingi, en það blað sér almenningur ekki. Fyrir nokkru var þessi framkoma ríkishapp drættisins .gagnrýnd í einhverju sunnanbl., en ekki varð annar árangur af henni en hrokagikks- legt svar embættismanns þess, sem um þetta mál á að fjalla, og fannst honum vitaskuld allt vera í frægasta lagi hjá sér. Vitnaði í Lögbirting og vísaði á sýslu- mannssskrifstofur. En hvorugt er fullnægjandi. Hið eina fullnægj- andi svar er að birta vinninga- skrár í blöðunum hverju sínni. Fyrirkomulag Dana. í SAMBANDI við ábendingar þær, er komu fram um þetta efni hér \ blaðinu í janúar, skrifar „nemandi“ blaðinu á þessa leið frá Kaupmannahöfn: „í „Degi“ 17. jan. sl. var di'epið Útflutningur dilkakjöts. Helgi Kristjánsson kjötmats maður í Húsavík biður ,Dag‘ fyr- ir eftirfarandi athugasemd. 31. JAN. SL. birtist í „Degi“ fréttabréf úr Þingeyjarsýslu. Er þar m. a. minnst á kjötútflutning inn frá Kaupfélagi Þingeyinga. Segir þar, orðrétt: „Ekki verður um það deilt, að á miklu veltur, hvernig með þessa sendingu fer. Hér er um nýjan og óþekktan markað að ræða fyr- ir íslenzkt dilkakjöt. Náist þarna góður og varanlegur markaðui' fyrir þessa framleiðsluvöru, get- ur það orðið óútreiknanlegur hagnaður fyrir íslenzkan land- búnað á næstu árum. En fari svo, að þetta yrði fyrsta og síðasta kjötsendingin til vest urálfu, væri verr farið en heima setið, því að ástæðan væri sú, og aðeins sú eina, að við hefðum sent helzt til of mörg prósent af ull og óhreinindum með kjötinu.“ í 7. tbl. „Dags“, frá 14. febr. sl er birt klausa, og virðist hún send frá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Þar stendur, orðrétt: „f blaði yðar 31. jan. sl. er birt fréttabréf úr Þingeyjarsýslu, þar sem minnst er á útflutning dilka- kjöts frá Húsavík. Gefur bréfrit- ari þar í skyn, að kjötið hafi ver- ið sent vestur um haf í „druslum" og hafi verið ...... helzt til of mörg prósent af ull og óhrein indum með kjötinu." Eins og sést (Framhald á 11. síðu). Flastdiikar konrnir til landsisis í húsmæðratíma Ríkisútvarpsins var nýlega sagt frá því, að plastik-dúkar eða plastdúkar, eins og sumir hafa viljað nefna efni þetta á íslenzku, væru komnir í verzlanir í Reykjavík og myndu væntan- legir í verzlanir út um land á næstunni. Þetta eru sannarleg gleðitíðindi fyrir húsfreyjur í landinu, og þær munu áreiðanlega fagna komu jafn nytsams varnings og hér er um að ræða. Stórkostlegur viimusparnaður. Margar húsfreyjur munu muna eftir vaxdúkun- um, sem eitt sinn var hægt að fá og þótti afbragð til hversdagsnotkunar, sérstaklega í heimilum, þar sem börn voru. Dúkar þessir spöruðu húsfreyjunni rnikinn dúkaþvott og um leið mikið erfiði og.voru að mörgu leyti hinir ágætustu. Mörg ár eru nú liðin síðan þeir hafa sézt í verzlunum, en nú er komið annað ágæti á markaðinn, sem hefur svipuðu hlut- verki að gegna og er ennþá ánægjulegra í notkun en gömlu vaxdúkurnar, sem stundum vildu springa og trosna. Þetta eru plastdúkarnir, sem væntanlega koma hingað á næstunni. Með því að nota plastdúka til hlífðar venjulegum matardúk, er hægt að nota sama dúkinn heilan mánuð eða jafnvel lengur. Það er því auðsætt, að hér er um mikinn kostagrip að ræða. Meðferð plastdúkanna. Þótt plastdúkar hafi ekki verið fluttir inn í landið fyrr en nú, munu margar konur þegar hafa eignazt iá frá vinum eða ættingjum erlendis eða eftir öðr- um leiðum. Allar munu þær sammála um ágæti dúkanna og hve mikill vinnusparnaður sé af því að nota þá. Plastdúkurinn er breiddur ofan á annan dúk, og er bezt að hann þekji hann alveg. Varast skal að láta mjög heit föt á plastdúkinn, vegna þess að plastið þolir illa hita og getur eyðilagst sé hitinn mjög mikill. Ráðlegt er því að hafa góðar mottur á borðum undir heitum fötum, og litlar mottur undir súpudiskunum, séu þeir settir beint á borðið. Dúk- inn þarf að hreinsa af hverri máltíð aflokinni, ef vel á að vera. Sé það gert er auðvelt að halda honum fallegum um langan tíma. Notaður er rakur klútur, og er dúkurinp strokinn með honum og síían lát- inn þorna vel á borðinu. Ef matarklessur fá að þorna á honum óáreittar, vilja þær festast og getur orðið erfitt að ná þeim af. Þarf þá meira átak eða heitara vatn til þess arna, en hvorugt er dúknum hollt. Gott ráð er að brjóta dúkinn ekki alltaf eins saman, held- ur skipta um brot og brjóta hann á ýmsa vegu. Mikill hiti er, eins og áður er sagt, hinn versti óvin- ur, og neisti úr vindlingi setur samstundis gat á dúkinn. Gerð dúkanna. Margar gerðir og mismunandi hafa verið fram- leiddar af plastdúkum, en ekki er mér kunnugt um, hvernig dúkar þeir eru, sem komnir eru í verzlanir í Reykjavík. Dúkarnir eru framleiddir bæði litlausir (gegnsæ- ir), svo að dúkurinn, sem undir er, nýtur sín vel og einnig með ýmsum litum og mynstrum. Margir hverjir eru ljómandi fallegir, sumir eru t. d. einlitir en með fallegum mynstrum og geta litið út eins og blúndudúkar, séu þeir hafðir ofan á hvítum dúk. Gerð plastsins er töluvert mismunandi, sérstaklega hvað þykkt snertir, en venjulega munu þeir vera fremur þunnir og þjálir og ákaflega skemmtilegir í notkun. Sé plastdúkur notaður í eldhúsi, þarf að viðhafa sérstaka varasemi með að láta ekkert heitt frá sér á borð það, sem hann er hafður á. Heit bök- unarplata getur eyðilagt plastdúkinn á svipstundu. Þegar slys kemur fyrir dúkinn er hægt að sníða hann til á nýjan leik, klippa þá hluti burtu, sem göt hafa komið á, og sauma dúkinn síðan saman, og er bezt að gera það á þann hátt, að leggja brúnirnar hvora ofan á aðra og sauma tvisvar, þ. e. utarlega í báðar brúnirnar. Plastdúkar, sem orðnir eru ónýtir með öllu, að okk- ur finnst, er hægt að nota til margs. — A. S. S.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.