Dagur - 14.03.1951, Síða 8

Dagur - 14.03.1951, Síða 8
8 D A G U R Miðvikudaginn 14. marz 1951 ¥'j* 'J+'S* ó* v» &*• &♦ 'Avr.Ó* 'J+'S* fj+ v»v*;V*A v> t X Lárvscit boð bygginga Samkværat III. kafla laga uin landnám, nýbyggðir og enclurbyggingar í sveitum frá 1946, hefir stjórn Byggingarsjóðs ákveðið að bjóða út lán handa sjóðnum tii 35 ára með 5l/z% ársvöxtum, að upp- hæð allt að kr. S.OOO.OOO.oo. Þess er alveg sérstaklega vænst, að bændur, sem eiga reiðufé, kaupi jiessi bréf og stuðli þannig að þ ví að sjóðurinn geti haldið áfram að lána fé til bygginga íbúðarhúsa í sveitum. Tekið er á móti áskriftum í Búnaðarbanka íslands, Austurstræti 5, Reykjavík, í Austurbæjarúti- búi bankans, Hverfisgötu 18, og útibúi bankans á Akureyri. Búnaðarbanki íslands. X- Nýtt tímarit: HEIMA ER BEZT Kemur út mánaðarlega, ritstjóri Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, rithöfundur; verð í lausasölu 7 krónur heftið; áskriftar- gjald 20% lægra. Ritstjórinn kemst svo að orði: „Heima er bezt vill leggja megináherzlu á að segja frá lífsbaráttu fólksins í landinu, til sjávar og sveita, fyrrum og nú. Jafnframt vill ritið segja frá hugðarefnum þess, tómstundaiðkunum og andlegum íþrótt- um. Það mun ekki ganga troðna slóð annarra rita.“ Efni 1. heftis er fjölbreytt og skemmtilegt, og það er mvndum skreytt. Ritið fæst í bókabúðum. Þeir, sem vilja gerast fastir áskrif- endur, geta snúið sér til Arnar Snorrasonar, Akureyri, sími 1994, eða beint til útgáfunnar í Reykjavík, pósthólf 101. Heima er bezt verður eftirlætistímarit alþýðu manna. — Eignizt það frá byrjun. BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI Akureyringar! Þar sem vatnið úr fjallinu er mjög mikið farið að •* minnka, er nauðsynlegt, að allir bæjarbúar séu sam- taka um að spara vatnið. Þá eru húsmæour varaðar við að láta slöngur frá opnum vatnskrönum liggja niður í óhreinindi, ]>ar sem þau geta sogazt upp í vatnskerfið, el lyrirvaralaust' yrði vatnslaust, en slíkt getur komið fyrir í sumum hverfum bæjarins. Þeir, sem verða. varir við óhóflegt vatnsrennsli í húsum, eru beðnir að tilkynna það vatnsveitustjóra. Vatnsveita Akurevrar. Frá verSgæzlusfjóra Almenningi er hér með bent á, að ýmsar vörur frá Spáni, sérstaklega vefnaðarvörur, háfa reynzt talsvert gallaðar og er því sérstök ástæða til að athuga gæði vörunnar vel áður en kaup eru gerð. Að sjálfsögðu eru þeir innflytjendur, sem hér hafa fengið staðfest verð á þessum vörum, skiddbundnir til að selja aðeins ógallaða vöru, enda er verðið samþykkt á þeim forsendum, að varan sé óskemmd. Hið sama gildir að sjálfsögðu um smáverzlanir gagnvart almenn- ingi. Ef svo aftur á móti verður samkomulag mflli kaupanda og seljanda um verð á gallaðri vöru, sem er lægra en leyft hámarksverð, er það að sjálfsögðu heimilt. Reykjavík, 8. marz 1951.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.