Dagur - 14.03.1951, Side 9

Dagur - 14.03.1951, Side 9
Miðvikudagmn 14. marz 1951 DAGUR Títóisminn á Ítalíu (Framh. af 7. síðu). þjóðum. Þessi orð finnast víða í ræðum júgóslafneskra ráða- manna, t. d. í ræðu króataleið- togans Belinic, er hann hélt 4. febrúar sl. Það má leiða sterkar líkur að því, að þessi orð og um- mæli séu sótt beint í áróðurs- bæklinga júgóslafnesku stjórnar- innar. Það er því vafalaust, að þeir ítölsku kommúnistar, sem nú hafa fetað í fótspor Títós, hafa athugað kenningar hans og af- stöðu vandlega áður en þeir tóku ákvörðun sína. En hvers vegna hafa þeir þá ekki viðurkennt, hver sé læri- faðirinn? Ymsar ástæður geta leg ið til þess. í fyrsta lagi hafa ítalir og Júgóslafar lengi deilt um landamerki og Júgóslafar eru ekki í neinu sérstöku uppáhaldi á ítalíu. Cucchi-Magnani-flokk- urinn gæti því hafa talið óráðlegt að rekja upphaf hreyfingarinnar opinberlega til Títós. í öðru lagi er ekki ólíklegt að Tító sjálfur hafi varað þá við því að kenna sig við hann. Það styrkir þessa skoðun, að Magnani þekkir Tító, barðist með honum á stríðsárun- um, í skæruliðaflokkum hans. — Tvær ástæður eru tilþess,aðenda þótt Títóisminn grafi um sig í öllum kommúnistaflokkum, kær- ir Tító sig ekki um að þær hrær- ingar séu kenndar við hann. Hin fyrri, að hann telur óskynsam- legt að ögra Moskvuvaldinu meira en orðið er með því að hæla sér af því að ófriðurinn í kommúnistaflokkum flestra landa eigi rætur í starfsemi hans. Og hin síðari, að það er ekki stefna hans að gera Belgrad að neinni miðstöð fyrir nýja kommúnista- hreyfingu. Tító segist vera ósvik- inn Marxist-Leninisti, en með því að krefjast undirgefni við kenningar sínar, væri hann að stæla Moskvumennina, sem þykj- ast einir vita allt hið rétta og krefjast skilyrðislausrar hlýðni af flokksmönnum allra landa.“ Þannig segist þessum blaða- manni frá uppruna uppreistar- hreyfingarinnar á ítalíu. Þessi afstaða grefur um sig innan allra kommúnistaflokka á Vesturlönd- um og í sumum löndum austan járntjaldsins, svo sem í Tékkó- slóvakíu. Enn sem komið er hafa Kominform-mennirnir töglin og hagldirnar, en margt bendir til þess að þeir séu valtir í sessi í sumum flokkunum. Einna frið- samast virðist í Kominform-úti- búinu hér á íslandi, og merkir það kannske það, að íslenzkir kommúnistar séu yfirleitt ósjálf- stæðari, trúgjarnari og andlega vesalli en skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Húsmæður! Ekkert mjólkurleysi, ef þér eigið pakka af nýmjólkurdufti Fæst i flestum matvöruverzlunum. Samband ísl, samvinnufélaga "S*®*?*?*e>3><?><$*í<?><S><$>3>@*$>3><$XÍ*$XÍ>3><&<í><S><í>S>3"®*$>3*$><í><í><í><S><S>^^ I Páskarnir nálgast! < > i > $ I Gjörið pantanir sem fyrst í hátíða- matinn. Vér bjóðum yður: Hangikjöt S v í n a k j ö t Nautakjöt Dilkakjöt Kjúklinga R j ú p u r S v i ð o. m. fl. Sendum heim. Kjötbúð Sími 1714. Um saltfiskfram- leiðsluna Á milli heimsófriðanna (1920— 1939) nam framleiðsla saltfisks 259.000 lestum að meðaltali á ári miðað við þurrfisk. Fjögur lönd: Frakkland, ísland, Nýfundnaland og Noregur, fram- leiddu metsan hluta saltfisksins. Helztu neytendurnir voru í latnesku löndunum og Suður- Ameríku. Mikil truflun komst á saltfisk- framleiðsluna á síðari styrjaldar- árunum, svo að aðeins um 1/3 hluti af fyrra framleiðslumagni var t. d. framleiddur á árunum 1943 og 1944. Árið 1947 var þó saltfiskfram- leiðslan komin upp í 253.000 lest- ir, sem var heldur meira en árið 1938. (Víðir). Tek klaka og snjó af húsþökum. Sírni 1372 kl. 6—7 e. h. Fermingarkjóll til sölu. Upplýsingar gefur Haraldur Sigurgeirsson, Brauns Verzlun. Kaffibrennsla Akureyrar h.f. Málmhúðun Getum tekið til húðunar ýmis konar gripi. — Höfum: KRÓM-húðun NICKEL-húðun KOPAR-húðun ZINK-húðun TIN-húðun. Málmkúðun KEA, Akureyri. Sími 1659. BÆNDUR! * Súgþurrkunartæki munum vér útvega yður í vor eins og að undanförnu Vér höfum á boðstólum Miðflóttablásara sem blása 10—12000, 18—20000 og 30—23000 teningsfetum lofts á mínútu. \rér eigum nokkra blásara af tveim fyrstgreindu stærðunum óselda, eru á gömlu framleiðsluverði. Fyrirliggjandi eru Dieselvélar - Victor, 7—9 ha., vatnskældar. J?ær eru búnar sjálfvirkri „koplingu“, þannig að þær eru ræstar án álags, og er það mikill kostur. Einnig getum vér útvegað stærri dieselvélar og rafmótora, ef nauðsynleg leyfi fást í tæka tíð. Vér sendum hverjum kaupanda, án sérstaks endurgjalds, teikningu af súg- þurrkunarkerfi í lilöðu hans og glöggar leiðbeiningar um smíði kerfisins, gerðar af sérstökum mönnum. Pöntuninni þarf að fylgja nákvæmt mál hlöðu, lengdxbreiddxbæð. Einn- ig þarf að geta um, hvaða kerfis sé óskað og hvar bezt muni að staðsetja blásarann. / ' .... Samband íslenzkra samvinnufélaga Véladeild

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.