Dagur - 14.03.1951, Page 10

Dagur - 14.03.1951, Page 10
10 DAGUR Miðvikudaginn 14. marz 1951 Ungur eg var Saga eftir Ralph Moody 6. DAGUR. (Framhald). við hefðum engan storm-kjallara í húsinu eins og þau. Þau linntu ekki látum fyrr en við fórum öll heim með þeim og við vorum þar í þrjá daga og Fred og Bessie hjálpuðu mömmu að koma hús- inu okkar í lag aftur, en þau tóku ekki í mál að pabbi færi að vinna við það, heldur héldu honum í rúminu alla dagana. Einn af vinnumönnunum hjá Fred hafði fundið hestana okkar og rifrildið af gerðinu. Við urð- um að smíða okkur nýjan vagn. Við fundum aldrei tangur né tet- ur af gamla vagninum. Pahbi byggði nýja hlöðu úr hluta af skemmunni. Hann beitti Nig og Bill fyrir hana og lét þá draga hana þangað, sem gamla hlaðan hafði staðið. Því næst negldi hann fyrir skemmuna á ný, og setti því næst upp skilrúm í miðjunni, svo að þar fengust herbergi fyrir mig og Philip og Grace og Muriel. Þegar allt var um garð gengið, hlökkuðum 'við Grace svo mikið til að sofa í nýju herbergjunum okkar, að við gáf- um okkur naumast tíma til að horða kvöldmatinn. Þegar vorið kom, fór eg ekki í skóla, heldur var heima og hjálp- aði mömmu að sá í garðinn. Við vorum einmitt í miðjum kálgarð- inum, þegar eg leit upp og sá þrjá kúreka koma þeyasndi eftir heimreiðinni .Eg veifaði til þeirra og einn beindi hestinum sínum alveg til okkar. Og þekkti hann áður en eg sá framan í hann. Þetta var kúrekinn, sem hafði reitt mig með mjólkina forðum. Hann stökk úr söðlihum áður en hesturinn hafði alveg stað- næmst, tók djúpt ofan fyrir mömmu. „Eg sé að þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir hér,“ sagði hann og hneigði sig lítið eitt um leið. Eg notaði tækifærið til þess að skoða hestinn hans meðan hann var að spjalla við mömmu. Þetta var dökkur foli, nær því blásvart- ur, og sá fyrsti af þeirri tegund, sem eg hafði séð. ..Já, við erum setzt að hér fyrir fullt og allt,“ sagði mamma. Eg sá hvernig hárin á folanum hreyfðust eins og gárur á vatni þegar hann hreyfði vöðvana Fol- inn -tferkaði á mig eins og segull. Eg varð að snerta hann. En rétt í sama mund og eg teygði út hend-r ina til þess að klappa honum á bóginn, greip kúrekinn utan um handlegginn á mér og lyfti mér upp í söðulinn. „Viltu fara svolítinn reiðtúr, karlinn?" spurði hann um leið. Og jafnskjótt og hann var bú- inn að kenna mér að setja fæt- urna -í ólina, sem hélt ístöðunum, fékk hann mér tauminn og skellti í gpm um leið. Folinn þaut af stað, en hann fór þýtt og létt og eg sat sem fastast. En mamma kallaði, „nei, nei, hann dettur af baki.“ En vinur okkar hló bara og eg heyrði hann segja: „Það er öllu óhætt, ef hann dettur, tekur mjúkt grasið við honum." En mér fannst engin hætta á því að eg væri að detta af baki, eg sleppti meira að segja takinu á hnakknefinu og veifaði til mömmu og kúrekans. Þegar fol- inn brokkaði til þeirra áftur, sagði hann: „Þér gekk vel að stjórna honum, var það ekki litli knapi?“ . „Jú, en hann er dálítið erfiður að láta stýra sér. Eg kippti í tauminn til þess að láta hann fara til vinstri, en þá þaut hann til hægri.“ Hann hló „Hann veit bara bet- ur en þú, hvað taumhaldið þýðir. Sjáðu mig.“ Svo lyfti hann öðrum fætinum og flaug upp í hpakkinn án þess svo mikið sem ltoma við ístöðin með fætinum. Hann blístraði lítið eitt í milli tannanna um leið og hann flaug í hnakkinn, og folinn var þotinn af stað eins óg örskot, svo að leirflyksurnar flugu aftur úr hófunum. Þeir fóru í hringi og mynduðu þá ýmist með því að sveigja til hægri eða vinstri, svo að líkast var að hesturinn væri að dansá. Eg tók eftir því að kúrekinn kippti aldrei í taumana, hann hélt þeim bara í vinstri hendinpi fyr- ir ofán makkann, og folinn fór í þá áttina, sem hann hreyfði hendina. ÓTRÚLEGT EN SATT. Atburðir þeir, sem hér vérður sagt frá,,munu .hafa.gjörst fyrir 110—120 árum ,en þó svo sé langt um liðið, get eg fullyrt, að sagan er sönn og óbrjáluð. — Eg minn- ist ekki, að hafa heyrt líka eða hliðstæða frásögn, og tel þv-í rétt að bjarga henni frá gleymsku og glötun. — Geta svo þeir,- sem lesa.söguna, .velt því fyrir sér, ef þeim sýnist, hvernig atburðir þeir, se,m hér verða skráðir gátu gjörst. Langafi minn, Jón Vigfússon frá Sauðanesi á Ufsaströnd, bjó langa æfi í Litladal í Eyjafirði. — Hann var búmaður mikill og með gildustu bændum sveitarinnar á þeim tímum. Jón'átti hest, gráán að lit. Á honum hafði h'ann hinar mestu mætur, enda reið hann honum jafnan, ef hann ferðaðist eitthvað. Gráni var'hinn tra'ust- asti hestur, énda kappalinn 'alla æfi. Hann var stór vexti og ekki hlaupalegur,. en þó léttur í spori og liðugur, og þægð hans í brúk- un ótakmörkuð. Jón hirti Grána sjálfur á vetrum og færði honum þá marga góða tuggu, margan deigbitann og mai*ga smjörsköf- una. Af þessu varð hin mesta vin- átta þeirra á milli, og jafnvel ást- ríki. — Þó var einn galli á þess- um góða grip, en hann var sá, að hann var ljónstyggur í haga, og Og svo gerði hann nokkuð, sem kom okkur báðum til þess að reka upp óp. Þegar folinn brokkaði fram hjá okkur, lét hann sig falla úr hnakknum aftur yfir sig, en hann fór hring í loftinu og kom niður á fæturna, en folinn stanz- aði jafnsnemma, og svo stóðu þeir þar hlið við hlið, rétt eins og þeir væru að bíða eftir einhverj- um í mestu rólegheitum. „Sástu hvernig eg fór að því, knapi litli?“ sagði kúrekinn. Því næst tók hann djúpt ofan fyrir mömmu — en hatturinn hafði se|ið á kollinum á honum í stökk- inp — og sagði: „Eg heiti Hiram Beekman, er kallaður Hi.“ Jafn- skjótt og hann hafði sagt þetta, var hann kominn í hnakkinn og folinn á harðastökki á eftir hin- um. Hann veifaði til okkar í kveðjuskyni og við veifuðum á móti. Eg gat varla beðið eftir því, að pabbi kæmi heim frá akrinum til þes^ að segja honum frá þessari dásámlegu heimsókn kúrekans og blásvarta folans hans. Pabbi hafði verið við plægingu yfir undir járnbrautarteinunum, og eg hélt að hann hefði ekki tekið eftir því, hvað ggrðist heima við, því að aldrei sá eg hann líta upp. Eg hljóp á móti honum, þegar eg sá að hann var lagður af stað heim. Eg reyndi að segja honum alla söguna, en hann lét mig ekki komast langt. Hann þreif ofan í kollinn á mér og hristi mig góð- látlega. „Eg var stoltur af þér í dag,“ sagði hann. Það var í fyrsta skiptið, sem hann sagði það við mig, og það kom kökkur í hálsinn á mér. —o— Daginn eftir að skóla lauk, kom frú Corcoran í heimsókn til mömmu til þess að biðja um mig í vinnu hjá sér. Hún bjó við sama þjóðveginn og við, fyrir handan Fred Aultland, og hún hafði 30 kýr. En þau höfðu engar girðing- ar og þess vegna þurftu þau á lét ekki taka sig, nema honum sýndist, en gengi Jón sjálfur til, stóð Gráni kyrr og kom jafnvel á móti honum og lét hann beizla sig. — Hús það, er hann var hafð- ur í á vetrum, var ekki nein há- reist höll, heldur lágkúrulegur kofi við bæinn eða nálægt honum. í honum gat aðeins eitt hross verið svo að vel væri. Lágt var undir þak, og dyr litlar, voru þær sæmilega breiðar, en svo lágt undir dyratré að ofan, að Gráni komst naumlega inn og út, án þess að reka herðakambinn upp í. Kofanum var lokað þannig, að kengur var í dyratré, en hespa í hurð, sem sett var upp á kenginn og spýta fyrir framan. Þótt margt væri vel um Jón í Litladal, var þó sá ljóður á ráði hans, að hann var ölkær nokkuð, þótt ekki væri það til verulegs meins fyrir hann og aðra. Eink- um var það í kaupstaðarferðum hans, að hann á heimferðinni drakk fullmikið, og kom þá stundum fyrir, er hann var einn á ferð, að hann dottaði eða svaf á Grána, lyppaðist hann þá fram á makka hans, en svo var sem Gráni vissi og skildi, hvernig komið var fyrir vini hans og hús- einhverjum að halda, sem gat litið eftir kúnum og gætt þess að þær kæmust ekki í kornakrana. Eg átti að fá 25 cent á dag, en vinnutíminn átti aðeins að vera frá sjö á morgnana til sex á kvöldin. Þetta voru miklir pen- ingar, og fyrstu peningarnir, sem nokkurt okkar systkinanna hafði unnið sér inn. En bezt féll mér samt við starfið af því að þar hafði eg tækifæri til þess að æfa mig í sumum af listum þeim, sem Hi hafði kennt að mætti gera á hestbaki. Til þess hafði eg Fanny, nýju hryssuna, sem pabbi hafði fengið hjá nágrannabónda fyrir að vinna hjá honum við hlöðu- smíði. Á einum mánuði komst eg svo langt, að geta velt mér úr hnakknum ofan á sandhaug, án þess að meiða mig. Og stundum kom það fyrir að eg fór hring í loftinu og kom standandi niður, eins og Hi hafði gert. Á hverju kvöldi borgaði frú Corcoran mér 25 cent. En í stað þess að láta peninginn í lófa minn, lét hún hann í skyrtuvasa minn og síðan nældi hún fyrir opið með nælu. Eg lét peninginn liggja þar þangað til eg var kom- inn vel heim á leið. Þá tók eg" hann og lét hann í buxnavasa minn. Þá fannst mér eg vera orðinn maður með mönnum. (Framhald). Sfarfsstúlkur vantar á Sjúkrahús Akur- eyrar. Upplýsingar gefur yfir- hjúkrunarkonan. Kvenarmband fundið. Geymt í Lundargötu 3. bónda, og tók þá til sinna úrbóta. Hægði hann ferðina og fótatak hans varð mýkra og léttara. — Tæki Jón að hallast, var sem hann færði sig undir hann og verði hann falli. — Verður nú hér á eftir sagt frá einni ferð Jóns til Akureyrar og heim aftur, en þá gerðust þeir atburðir, sem áður er að vikið. Það var einn vetur, að Jón brá sér til Akureyrar í einhverjum erindum. Fór hann að heiman snemma morguns, og reið Grána að vanda. Ekki bragðaði hann vín í bænum, en er„ hann kvaddi kaupmann þann ,er hann hafði mest viðskipti við, stakk hann brennivínsflösku í vasa hans, með þeim ummælum að á þessu skyldi hann hressa sig á heimleiðinni. Var þetta siður kaupmanna á þeim tímum, að gefa betri bænd- um, sem við þá skiptu, á vasapel- ann, en oftast höfðu þeir gnægð brennivíns, þótt annað skorti, — Segir ekki óf ferð Jóns heimleið- is, annað en það, að hann fór að ráðum kaupmanns, og hressti sig á víninu, en sú hressing varð fullmikil, og fór þá svo sem oftar, að hann tók að dotta og sofa fram á makkann. Mundi hann það síð- Hákarlinn kominn. KJÖT & FISKUR Simi 1473. Kommóður Eldhúsborð Eldhússtólar fyrirliggjandi. GRÓTTA Sími 1564. Kúlupennar fást í Járn- og glervörudeild KEA. NÝKOMIÐ: Skíðabmdingar og Skíðastafir Enn fremur ný sending af ÍSL. LEIRMUNUM Sportvöru- og hljóðfæra- verzlunin, Ráðhústorgi 5. ÍBÚÐ óskast strax eða 14. maí. — má vera lítil. ast til sín, að komnir voru þeir félagar fram hjá Stóradal, sem er næsti bær fyrir norðan Litladal. Veður var gott og bjart af tungls- ljósi. — En svo vaknaði Jón allt í einu og varð ekki lítið hissa, því að þreifandi dimmt var í kring- um hann. Hann fann þegar, að enn sat hann í hnakknum á Grána' og hugðist að rétta sig við, en fékk þá bylmingshögg á höf- uðið, og skildi hann sízt í hverju það sætti. Varð hann um leið glaðvakandi og ölvíman rann að nokkru af honum. Jafnframt þessu heyrði hann að Gráni tuggði gras eða hey í ákafa. — Fór nú Jón að þreifa fyrir sér, og fann þá, að yfir honum var þak eða rjáfur. — Varð honum nú ljóst hvar komið var, og að þeir Gráni voru komnir heim og inn í litla kofann með lágu dyrunum. Þetta var staðreynd, sem ekki varð vikið til hliðar, en hvernig það mátti verða, var honum óskiljanlegt, og svo var alla hans ævi. — Eitt þótti honum þó ein- sætt, að Gráni hefði þarna sýnt mikið vit og lagni, að komast þannig inn með hann á baki sér, án þess hann yrði þess var og án þess nokkurt slys eða hnjask hlytist af. Og svo segjum við að dýrin séu skynlausar skepnur. Afgr. vísar á. Þættir eftir Hannes frá Hleiðargarði

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.