Dagur - 11.04.1951, Side 6

Dagur - 11.04.1951, Side 6
6 D A G U B t Miðvikudaginn 11. apríl 1951 Útvegom þessar HEIMILISVÉLÁR beint frá Bandaríkjunum og Englandi Afgreiðsla með vorinu — Verð hagkvæmt. Tökum á móti pöntunum í sölubúð vorri og skrifstofu. Simar 1353 og 1986. B E E VAC, bandarísk ryksuga með fjölbreyttum hjálpartækjum. SNO-WHITE bandarísk þvottavél Þrjár mismun.andi stærðir. Hin enska „O P RIM" strauvél Bifreiðaverkstæðið Þórsliamar hi. AKUREYRI Ensk T R U V O X - heimilisbónvél Höfum einnig á boðstólum stærri gerðir, fyrir iðnað, hótel og fleira. S E R VIS - þvottavél frá Englandi Afgreiðanleg með vatnspumpu, hitunarelementi o. fl. tækjum, ef þess er óskað. Verð sérlega lágt. FRA BOKAMARKAÐINUM Bergþcrssaga. — Útgefandi Tilraunafélagið Njáíl. — Reykjavík 1950. • í formála segir Sigurjón á Álafossi meðal annars: „Eg hef starfað að tilraunum um fram- haldslífið sl. 40 ár, meira og minna ár hvert. Er þessi bók ár- angur af starfsemi minni sl. 20 ár með þðru fleira. í bók þessari gef eg almenningi kost á því, að kynnast þeim forfeðrum okkar, sem nöfn og sagnir hafa glatazt um. Starf þeirra hefur lifað með þjóðinni, en verið rangfært á aðra menn. Er hverjum lesanda gefinn kostur á að dæma, hvað rétt muni vera eða rangt í því efni....... Um það má deila, hvort eg hafi verið sá rétti til þess að ljá þess- um framliðnu vinum mínum hjálparhönd, og þeir. kraftar, sem eg hef liaft ráð á, hafi verið næg- ir til að gera verkinu full skil. Gef eg hverjum manni frjálst að deila um það.“ Bókin hefst á því, að Sjáandi segir frá: „Þessi saga er tileinkuð þeim manni, sem dýpstu sporin markaði í lífi samtíðar sinnar, spor, sem finnast enn þann dag í dag. Þau spor voru kærleikur, sáttfýsi og orðheldni.... Eg er aðeins að uppfylla óskir þeirra manna, sem orðið hafa fyrir röngum dómum, vegna rangra frásagna." Ágætar myndir fylgja bókinni af þeim mönnum og konum, 'sem sagt er fró, eru þær teiknaðar eftir „skyggnilýsingu Sjáanda“. Höfuöpersónur Bergþórssögu eru: Bergþór landnemi og fyrsti bóndi að Bergþórshvoli. Istíva, fyrsta húsfreyja að Bergþórs- hvoli, af tyrkneskum ættum. Geirmppdur . bróðir ,B.ergþórs, lancjnem.i að Hlíðarenda, fer utan vorið eftir að hann kemur til íslands, og fellur við Grikkland. Með honum hefur verið Bergþór bróðir hans, og Gunnar sonur hans, er síðar verður fyrsti bóndi að Hlíðarenda. Kona hans er Hallbera, fyrsta húsfreyja að Hlíðarenda. Faðir hennar tyrkn- eskur en móðirin norræn. Istíva húsfreyja á Bergþórshvoli og Hallbera á Hlíðarenda, eru hálf- systur; og það er Hallbera á Hlíðarenda, sem lætur stela ost- inum í Kirkjubæ. Hún verður löðrunguð fyrir það af bónda sín- um, Gunnari Geirmundssyni. Upp á Hallberu ev einnig heim- færð „hornreku“-veizlusagan fró Bergbórshvoli. Henni er einnig borið á brýn, að hún hafi reynzt Gunnari bónda sínum illa, er hann féll fyrir óvinum sínum, en þeir voru menn af írskum ættum, er tekið höfðu sér fótfestu á Is- landi, áður en Bergþór, Geir- mundur og Ingólfur Arnarson komu til landsins. Þess er vert að geta, að úr förinni til Grikklands, er varðsú síðasta er Geirmund- ur fór, kom Bergþór bróðir hans ekki fyrr en eftir 12 ár; hafði hann þá lent í hafvillum, hrakist til Grænlands og flutt þaðan dýr, sem skilja mó að ekki hafi verið hættulaus með öllu, Hinir írsku landnemar virðast einnig hafa haft hreindýrarækt, og hafi þau gengið í akra Gunnars Geir- mundssonar og hann skotið þau með boga, en það tjón, ef hinir írsku menn urðu fyrir, það bætti Bergþór þeim jafnan, því að hann var maður friðsamur og hneigðist mjög að trú íranna, sem allir voru kristnir. Bergþór á tvo sonu, sinn með hvorri konu, er sá eldri Höskuldur Hvítaness- goði, og var Höskuldur fæddur fyrsta veturinn, sem Bergþór var á íslandi. Móðir hans heitir Sig- fríður, talin fyrri kona Bergbórs, en seinni maður hennar er Sigfús, faðir Þráins Sigfússonar. Það er margt, sem þessu fólki ber á milli. Grani Gunnarsson verður bóndi að Hlíðarenda, að föður sínum látnum. Kona hans er Valbjörg frá Valþjófsdal, af grískum uppruna. Á Hlíðarenda er einnig systir Valbjargar, sem heitir Aldís. Þeir frændur Grana, Iiöskuldur, Skarphéðinn og Þrá- inn, eru þar tíðir gestir. Skarp- héðinn og Þráinn leggja hug á Aldísi, en hun gefur sig meira að Þráni, því að hann er kristinn, og einnig góður læknir og átrúnað- armaður hinna sjúku og hrumu. Þeir biðja hennar báðir, en hún vísar þeim til föður síns, sem kveðst engan mun geta gert á þeim, og verði annar hvor þeirra að draga sig í hlé. Þeir biðlunum verður þetta að þrætu; þeir reið- ast og ákveða að láta vopnin skera úr deilunni, og einvígis- vottarnir verða þeir Höskuldur og Grani. Þegar Skarphéðinn fer til hólmgöngunnar, fær Istíva móðir hans honum öxina Rimmu gý, sem verið hafði vopn Geir- mundar, og Bergþór hélt, að hefði verið glatað, en Istíva hafði geymt á kistubotni sínum, ásamt skikkju föður síns, er fallið hafði fyrir öxinni. Lok einvígisins verða þau, að Skarphéðinn klýfur höfuð Þráins með öxinni. Víg þetta veldur orðaskiptum á milli Bergþórs og konu hans. Dauða Höskulds ber að með þeim hætti, að mannýgur uxi ræðst á hann og rekur hornið í gegnum læri hans, en Skarphéðinn, sem var hjá bróður sínum, heggur höfuð- ið af uxanum með öxinni, en sá v kvittur kemur upp, að hann hafi orðið banamaður bróður síns, þótt það sé ósannað. Þau Grani Gunnarsson og Valbjörg eignast tvo sonu, Grana og Kolskegg. Grani verður þr.lðji bóndinn á Hlíðarenda, en Kolskeggur fer af landi burt til móðurfrænda sinna í Suðurlöndum. Njáll Þorgilsson frá Gilsbakka í Borgarfirði verð- ur þriðji bóndinn að Bergþórs- hvoli. Hann er af frönskum ætt- um, og er fræði- og menntamað- ur, kona hans er Bergþóra dóttir Skarphéðins og Aldísar. Gunnar, sonur Hámundar Granasonar, fjórði bóndi að Hlíðarenda, er talinn íþróttakappi og víkingur, sem haldið hafi íþróttaskóla. Kona hans, og fjórða húsfreyjan að Hlíðarenda, er Hallgerður „langbrók“. Af þeim fara engar sögur í bókinni. Skarphéðinn, sonur Njáls og Bergbóru Skarp- héðinsdóttur, fjórði bóndinn að Bergþórshvoli, var öruggur kappi og hafði þar íþróttaskóla. Þau Skarphéðinn og Bergþóra áttu tvo sonu, Fróða og Sæmund. Fróði var fyrsti bóndi að Fróða- holti og var lærður skurðmeist- ari á tré og málma. Um Sæmund er það ságt, að hann hafi mennt- ast á Frakklandi, ítalíu og víðar, og orðið prestur, kennimaður og læknir í Odda á Rangárvöllum. Þá hefur verið stiklað á hinum rismiklu bændum og húsfreyjum Bergþórssögu, en vitanlega verð- ur enginn dómur lagður á sann- fræði sögunnar, en um eitt er rétt að g.eta, þótt einhverjum kunni að þykja það með ólíkindum. Bergþórssaga er annað og meira en venjuleg saga. Hún er svo nærri því að vera leikrit, að ekki Bankabygg, Iieilt Soyjabanuir Hveitiklíð Soyjamjöl, í pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudcildin og útibú. Þvottaduft Þvottasódi Fægilögur Glergljái Klórkaik. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. þyrfti nema dálitla tæknilega kunnáttu til að leysa hana upp í það form. Og sé liún ósk frá löngu liðnum kynslóðum, um réttlæti í frásögn, þá svaraði ekk- ert betur þeim tilgangi en leik- sviðið. F. H. Berg.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.