Dagur


Dagur - 13.06.1951, Qupperneq 1

Dagur - 13.06.1951, Qupperneq 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. Fimmta síðan: „Elsku Rut“ á senunni á Akureyri. — Heimsókn Leikfélags Akureyrar. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. júní 1951 24. tbl. r Aðalfuiidur Utgerðarfélags Akureyringa: Kaldbakur og Svaibakur fluffu 10 miiijón króna verðmæii að landi á síðasflii Ágæt afkoma togaraútgerðarimiar hér stjórn þeirra allra reynst giftu- samleg og kom glöggt í ljós á fundinum, að þeir njóta allir fyllsta trausts félagsins. Var Sæ- mundur skipstjóri Harðbaks sér- staklega hylltur á aðalfundinum, en hann sat hann nú í fyrsta sinn. Þá réðist félagið í byggingu fiskverkunarstöðvar og er hún mikið mannvirki, grunnflötur 1210 fermetrar. Er kostnaður við byggingu þessa þegar orðinn nær 1 millj. króna, en henni ekki lokið, enda þótt hluti hennar sé tekinn í notkun. Netahnýtingar- verkstæði félagsins starfaði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Kosningar — forustumönnum þakkað. Á fundinum kvaddi sér hljóðs Gísli Kristjánsson útgerðarmað- ur og flutti framkvæmdastjóra félagsins, Guðmundi Guðmunds- syni, stjórn þess, yfirmönnum togaranna, skipshöfnum þeirra og öðru starsfólki félagsins þakk- ir fyrir ágætlega unnin störf. — Stjórn félagsins og endurskoð- endur voru endurkosnir. Fram- kvæmdastjóri félagsins þakkaði öllum, sem stutt höfðu félagið á árinu, og beindi þó einkum máli sínu til Sæmundar Auðunssonar skipstjóra, og tóku fundarmenn undir með lófataki. Örlög hans ákveðin á sunnudaginn Á sunnudaginn fara fram al- mennar þingkosningar í Frakk- landi og býður flokkur de Gaulle hershöfðingja fram í nær öllum kjördæmum. Takist hershöfð- ingjanum ekki að tryggja sér öfl- ugt fylgi á þingi nú, eru pólitísk örlög hans talin ráðin og útséð um að hann nái nokkru sinni völdum í Frakklandi. — Horfur þykja ekki vænlegar fyrir de Gaulle. SÝNING Á MYNDUM FRÍSTUNDAMÁLARA. Síðastliðinn sunnudag var opn- uð í Gagnfræðaskólanum hér sýning á myndum frístundamál- ara, er haldið hafa myndlistar- skóla hér í vetur. Er þarna margt eftirtektarverðra mynda. — Sýn- ingin er opin næstu daga. Hlaupabrautin á nýja íþróttasvæðinu verður vígð til afnota 17. júní Heildarkostnaður við íþróttasvæðið orðinn 230 þúsund kr. Aðalfundur Útgerðarfélags Ak- ureyringa h.f. — eigenda togar- anna Kaldbaks, Svalbaks og Harðbaks — var haldinn sl. laug- ardag. Var þar birt skýrsla fé- lagsstjórnarinnar um rekstur sl. árs og leiddi hún í ljós, að út- koman á rekstrinum var hin glæsilegasta á sl. ári .Voru Kald- bakur og Svalbakur afskrifaðir um 1.450 þús. kr á sl. ári og auk þess samþykkt að greiða 5% arð tii hluthafa. Þessi ársskýrsla fjallaði að engu leyti um rekstui' Harðbaks, sem kemur allur á þetta ár, enda kom skipið ekki til landsins fyrr en í árslok. Rekstur togaranna. Togararnir tveir fóru samtals 9 söluferðir til útlanda á sl. ári, en þegar markaður brást, tók fé- lagsstjórnin Krossanesverksmiðj una á leigu og hófu togararnir karfaveiðar í aipríl með ágætum árangri. Voru þær veiðar rekn- ar þar til í byrjun desember. — Aflamagnið var samtals 14.400 lestir. Auk þess saltfiskur, 481 lest. Samanlagður afli togaranna var að verðmæti tæpar 10 millj. króna. Vinnulaun er félagið greiddi á sjó og á landi námu alls á Akur- eyri og Glerárþorpi (Krossanes) kr. 4,5 millj. króna. Framkvæmdir félagsins. í maí á sl. ári var ákveðið að auka hlutafé félagsins og ráðast í að kaupa þriðja togarann og hlaut málið mikið fylgi í bænum. Kom nýji togarinn hingað um jólin, og fór í fyrstu veiðiför 4. janúar. Þrír bræður stjói'na nú togurunum: Sæmundur Auðuns- son Harðbak, Þorsteinn Svalbak og Gunnar Kaldbak. Hefur skip- Jakob Frímannsson sæmdur riddarakrossi sænsku vasaorðunnar Fyrir hönd konungs Svíþjóðar hefur sænski sendiherrann af- hent sænska ræðismanninum á Akureyri, Jakob Frímannssyni, riddarakross Konunglegu Vasa- orðunnar. (Fréttatilkynning frá sænska sendiráðinu í Reykjavík. Fyrsta áfanganum við gerð hins nýja íþróttaleikvangs á Ak- ureyri, austan við Brekkugötu má nú heita lokið, þar sem hlaupabrautin kringum aðal- völlinn er nú að mestu fullgerð. Verður hún tekin í notkun í sumar og fer fyrsta hlaupa- keppnin fram á brautinni í sam- bandi við hátíðahöldin 17. júní. Brautin er 400 m. löng og tæp- lega 5 m. á breidd. Undir innri brún er lokræsi úr steyptum í'örum og grjótmöl yfir upp að yfirborðslögum brautarinnar. — Allt undirlag brautarinnar er einnig úr grjótmöl 20—30 sm. að þykkt. Yfir því koma þrjú lög, fyrst um 20 sm. lag af hraunmöl, I þar yfir þunnt lag af grófum sjávarsandi og efst um 7 sm. þykkt slitlag blandað úr mold, leir og sigtuðum hraunsalla. 16 niðurföll eru við innri brún brautai'innar til þess að taka móti yfirborðsvatni af brautinni og vellinum. Framkvæmdir við íþrótta- svæðið voru hafnar haustið 1944 og um síðastliðin áramót var heildarkostnaður við svæðið orð- inn um 230 þús. kr. Verið er nú að vinna að jöfnun á leikvellin- um innan hlaupabrautar og búa hann undir sáningu. greiddu 17,6 í vinnulaun á millj. Akur- eyri á síoastliönu ári Aðalfmidur KEA samþykkti tillögur stjórnar- innar um endurgreiðslu til félagsmanna Kaupfélag Eyfirðinga og Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og fyrirtæki þeirra hér á Akur- eyri, greiddu samtals kr. 17.635.319.09 í föst laun og verkalaun hér á Akureyri á ár- inu 1950. Er hlutur KEA af þessari upphæð kr. 9.535.501.28, en Sambandsins kr. 8.099.817.81. Má af þessum tölum ráða, hver hlutur samvinnufyrirtækjanna er í atvinnulífi bæjarins. Til samanburðar má geta þess, að Útgerðarfélag Akureyringa mun hafa greitt í vinnulaun alls 3,6 millj. króna hér á Akureyri á síðastl. ári. Upphæðin sundurgreinist nán- ar þannig: KEA greiddi kr. 6.732.719.43 í föst laun, en til verkamanna fyrir lausavinnu kr. 2.802.781.85, en SÍS greiddi föst laun og verkamannalaun við Gefjun og nýbygginguna, Iðunni, Saumastofuna, silkiiðnaðinn, ull- arþvottastöðina og fataverksmiðj una kr. 8.099.817.81. Þessar markverðu upplýsing- ar, sem komu fram í ræðu, er forstjóri KEA, Jakob Fi'ímanns- son flutti á aðalfundi KEA sl. miðvikudag. Taldi forstjórinn, að ýmsir bæjarmenn gerðu sér eng- an veginn ljóst, hverja megin- þýðingu atvinnurekstur sam- vinnufélaganan hefur fyrir þetta bæjarfélag og minnti á, að furðu- lega hljótt sé um þessa hluti í bæjarblöðunum. En þessar tölur sýndu svo glögglega, svo að ekki verður um villzt, að framkvæmd ir samvinnufélaganan hér á staðnum, eru beinlínis undir- staða atvinnulífsins hér og sá grundvöllur, sem vöxtur og við- gangur bæjarins hvílir ó. Tillögur um endurgreiðslu samþykktar. Aðalfundurinn samþykkti til- lögur stjórnarinnar um að end- urgreiða 3% af viðskiptum til félagsmanna ,5% arð af brauð- um, 6% af lyfjum og 5 aura af hverjum benzíni- og olíulítra. — Fundurinn kaus Ingimar Eydal einróma heiðursfélaga og er nán- ar greint frá því annars staðar. Kosningar. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Björn Jóhannsson á Lauga landi, og var hann endurkjörinn, og Ingimar Eydal, sem baðst undan endurkosningu. — Var Brynjólfur Sveinsson, Akureyri, kjörinn í hans stað. Varamenn voru kosnir: Halldór Guðlaugs- son, Hvammi, og Jón Jónsson, Böggvisstöðum. Endurskoðandi var endurkjörinn Hólmgeir Þor- steinsson og varaendurskoðandi Elías Tómasson. í stjórn Menn- ingarsjóðs KEA var Snorri Sig- fússon endurkjörinn. Fundarstjói'i á þessum 64. að- alfundi KEA var Hólmgeir Þor- steinsson, en fundarritarar Garð- ar Halldórsson og Björn Þórðar- son. Þessi aðalfundur var í alla staði hinn ánægjulegasti og bar vott um samheldni og samhug félags- manna. Anna Borg vakti hrifn- ingu í París, segir Politiken Politiken segir frá því sl. sunnudag, að hjónin Anna Borg og Paul Reumert hafi vakið hrifningu á hátíðakvöldi því, er sendiráð Norðurlanda efndu til í-París í tilefni af 2000 ára afmæli borgarinnar. Viðstaddir voru fulltrúar fró mörgum þáttum fransks menningarlífs. Reumert lék hlutverk úr leikritum Molí- ers og las úr ævintýrum H. C. Andersens, en frú Anna Borg kom fram „í dýrum íslenzkum búningi, sem hún hafði með sér frá Reykjavík, og tókst listilega að vekja hrifningu áheyrenda með lótlausum upplestri úr Gunnlaugsu sögu Ormstungu, og fagnaðarlætin sýndu, að frúnni tókst hlutverk sitt,“ segir blaðið. Snjókoma um Norður- land í gær og fyrradag Á mánudagsnóttina byrjaði að snjóa hér um slóðir og liélzt slydduhríð allan mánudaginn og fram um hádegi í gær. Snjó hefur lítt fest í byggð, en fjöll og heiðar voru hvít í gær. Ekki mun þó koma til samgöngu- truflana vegna snjókomu þess- arar. Hiti hefur verið um frost- mark liér um slóðir, en nætur- frost eru á hvcrri nóttu hér austur undan.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.