Dagur - 13.06.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 13.06.1951, Blaðsíða 4
4 D AGUR Mið'vikudaginn 13. júní 1951 r D AGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 40.00. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. „Lokasporið eigum vér aldrei að stígaw Á SUNNUDAGINN kemur minnist iglenzka þjó'ðin ekki aðeins fæðingardags minnisverðasta og merkSsta leiðtoga síns frá öndverðu, svo sem vér áður höfum gert um tugi ára, heldur minnist þjóðin einnig, og ekki síður, sjöunda afmælisdags þess merkisviðburðar, er lýðveldi var endurreist á íslandi og full þáttaskil urðu í hinu ævarandi stríði hennar fyrir óskoruðu lýðfrelsi og lands- réttindum. — „Leiðar nornir skópu oss langa þrá,“ og eigi höfðu svefnfarir lýðsins ávallt verið blíðar né hægar í þeim aldalanga frelsisdraumi, sem nú hafði að lokum ráðist og rætzt með fullum og glæsilegum sigri. Víst hafði sá sigur eigi unn- izt í einu skyndiáhlaupi, heldur fyrir langa, sógú- lega þróun og óhvikula baráttu beztu og fórnfus- ustu sona og dætra þessa lands um margra alda skeið. hafa stéttirnar og flokkarnir að vísu unnið ýmsa „sigra“ hver á öðrum, en flestir munu þeir mega kallast Pýrrusarsigrar ein- ir, þegar litið er á hagsmuni þjóðarehildarinnar allrar. ENGIN ÞJÓÐ fær til lengdar haldið stjórnarfarslegu sjálfstæði sínu, ef hún reynist ekki fær um að varðveita fjárhagslegt full- veldi sitt og stendur óstudd á eigin fótum á því sviði. Víst var arfurinn, sem lýðveldið ný- stofnaða hlaut að þessu leyti, bæði illur og ógiftusamlegur, enda verður því ekki neitað, að ekki hefur betur til tekizt í efna- hagsmálunum síðustu árin en svo, að fjárhagslega værum vér nú þegar fyrir alllöngu komnir í full þrot og allsherjar hrun, ef vér hefðum ekki einnig í þessum efnum notið rausnarlegrar hjálp- ar og ágætrar aðstoðar þeirra hinna sömu þjóða, er bezt reynd- ust málstað vorum í sambandi við lýðveldisstofnunina sjálfa. En hvorki er það líklegt né æskilegt, að slík hjálp endist til langframa, heldur verðum vér sem allra fyrst að reynast þess umkomnir EN ALLRA SÍÐASTI áfanginn hafði þó náðst með skjótlega og auðveldara hætti að ýmsu Ieyti en jafnvel hina bjartsýnustu hafði áður órað fyrir. — Rás mikilla viðburða á heimsvísu réði vissu- lega mestu um þá skjótu þróun, en að hinu leyt- inu var hún að þakka þeirri gleðilegu staðreynd, að þessari annars svo sundurlyndu og innbyrðis ósamþykku þjóð auðnaðist að standa einhuga saman á þeirri úrslitastund, þegar sjálfstæði vort og þjóðarsómi var í veði. Og loks nutum vér, þeg- ar mest reið á, vinsSmlegs skilnings, fyrirgreiðslu og öflugs stuðnings annarra lýðfrjálsra þjóða og mikilsmegandi. Brautargengis þess, er þær veittu oss á slíkri örlagastundu, skilnings þeirra á mál- stað vorum og vináttu þeirra í vorn garð skyldi lengi og maklega minnzt, og þá einnig hins, hver þau stórveldi voru, sem kusu á hinn bóginn að halda að sér höndum við þetta tækifæri og hirtu bersýnilega lítt um það, „hverjir þar drápusk.“ AF RÁÐNUM HUG var svo að orði komizt hér að framan, að sjálfstæðisbarátta þjóðar vorrar sé ævarandi stríð, og er þó enn vikið að þeirri hugs- un, sem merkur forsætisráðherra íslenzkur orð- aðin svo þrem misserum áður en lýðvéldi var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944: „Með lýð- veldismyndun stígum vér engan veginn lokaspor- ið sjálfstæðismálinu. Lokasporið eigum vér aldrei að stíga. Sjálfstæðisbaráttan er í fullum gangi. Núverandi styrjöld og síðustu tímar hafa fengið oss ný og mikilvæg viðfangsefni í sjálfstæðismál- inu, viðfangsefni, sem vér verðum að glíma við á komandi árum.“ — Því miður verður það engan veginn fullyrt með nokkrum rétti, að vér höfum að öllu leyti tekið svo á þessum viðfangsefnum þau fáu ár, sem síðan eru liðin, að frelsismálum vorum og sjálfstæði hafi þokað langt fram á leið til fyllra öryggis en áður. Þjóðareiningin, sem lýsti sér svo fagurlega með atkvæðagreiðslunni um niðurfelling dansk-íslenzka sambandslaga- samningsins frá 1918 og lýðveldisstofnunina 1944 var fljót að afklæðast spariflíkum friðarins, þégar síðasta fagnaðarskálin hafði verið tæmd og hinzta húrrahrópið var þagnað, en íklæddist óðar í þeirra stað herklæðum stéttastríðsins og flokka- baráttunnar hversdagslega og landlægu. Síðan að hjálpa oss sjálfir ,einnig á þessu sviði, þó auðvitað í eðli- legu og æskilegu samstarfi og viðskiptasambandi við aðrar lýð- frjálsar þjóðir. NÝ HERSETA í landinu vek- ur ýmsum — og ekki að ástæðu- lausu — þungan geig þessa björtu vordaga. En þess ber að minnast í því sambandi, að ekki er þar um sjálfskaparvíti að ræða, heldur eðlilega og sjálf- sagða viðurkenningu þeirrar ömurlegu staðreyndar, að allur hinn siðmannaði, lýðfrjálsi heim- ur á yfir höfði sér ægilega og miskunnarlausa árás austrænnar einræðisstefnu og framandi kúg- unar heimsvaldasinna, er einkis svífast, ef öll lýðfrjáls lönd snúa ekki bökum saman og leggja á sig sameiginlegar fórnir til þess að undirbúa í tæka tíð öflugt viðnám gegn þeim meginvoða. En vonandi líður sú hætta hjá, svo að vér getum aftur, fyrr en síðar, búið einir í landi, sem ekki þarfnist annarrar herverndar en þeirrar, sem fólgin er í sameigin- legri friðar- og frelsisþrá alls mannkyns. FOKDREIFAR Veitirigasala:í. leikhúsinu. .Blaðið hefur fengið margar upp- hringingar í sambandi við veitinga- söíu í leikhúsiriú, ög er enginn vafi á, að nijög almenn óánægja er yfir því, að í hinu endurbætta leikhúsi bæjarins skuli ekki vera hægt að fá keyptar sómasamlegar veitingar. Áður fyrr, meðan leikhúsið var miklu lakari samastaður en það nú er orðið, var hægt að fá keypt kaffi og gosdrykki, auk sælgætis, tóbaks o. s. frv. Núverandi liúsráðendur hafa skýrt blaðinu svo frá, að ætl- unin sé að selja kaldá drykki á litla salnum á efri liæðinni, strax og sá salur er tilbúinn til þess, en vegna breytinga á honum er það ekki að þessu sinni, því að Jreim er ekki lokið. Hins vegar skýra Jieir svo frá, að með breytingunni Jtar sé loku skotið fyrir að kaffisala geti farið Jtar fram, og sé ekkert rúm fyrir hana í húsinu, fyrr en þá að það fengist á neðri hæðinni. Hins vegar telja þeir ekki fært að selja gos- drykki og öl í fatageymslulierberg- inu — hvorki nú eða á væntanleg- um bíósýningum — og mun ekki vcrða leyft að leikhús- eða bíógestir taki gosdrykki með sér inn í aðal- salinn, og munu víst fáir sakna Jjess. Af þessu má vera ljóst, að með breytingunni og Jjví ráði að leigja leikhúsið fyrir bíórekstur, var loku skotið fyrir kaffisöluna á efri hæð- inni. Þar liggur hundurinn grafinn. En væntanlega liefst sala kaldra drykkja á efri hæðinni áður en næsta leikrit verður tekið til sýn- ingar hér. Ljótur hrekkur. Bæjarbúi skrifar blaðinu: „Sá atburður gerðist eitt sinn seint um kvöld í vetur, að hringt var í síma, þar sem gömul, lasburða kona var ein heima. Komst hún að [)ví, að þetta var stúlka, sem hún þekkti, og sagðist stúlkan vera veik en ein heima. Gömlu konunni varð mjög bilt við, gat samt náð sam- bandi við fólk í næstu íbúð og feng- ið Jrað til að vitja um stúlkuna. Þegar þangað kom, var hún ekki lieima og ekkert hægt um hana að vita. Urðu nú allir, sem Jjetta vissu, ótta slegnir, og var hafin leit að stúlkunni. Lauk Jjví svo, að til hennar náðist, hafði hún gengið út til kunningja sinna fyrr um kvöld- ið og ekkert um Jjctla vitað, enda verið alheil, sem betur fór. Nú alveg nýverið hittist svo á, að gamla konan var enn ein heima. Endurtekur Jrá Jressi saga sig á lík- an hátt, nema að nú er í símanum nefnt nafn fjarverandi nákomins ættingja hennar, er segist vera í bænum og í vandræðum. Gömlu konunni varð í fyrstu mjög bilt við þetta, en fanrist Jjó við nánari at- íiugun grunsamlegt símtalið. Enn er svo hringt. síðar Jjennan sama dag og leikinn einn skrípa- leikurinn enn, Margir munu geta rennt grun í, hver áhrif annað eins og Jjctta kann að hafa á aldrað fólk, sem tæplega getur nokkuð komizt nema innan síns heimilis og eiga einskis völ ncma að bíða og liugsa sig hrætt, því kannske leynist einhver sann leikur í Jjessu, dettur því ef til vill í hug. En hver er svona innrættur að skemmta sér við slíkt? Fer varla lijá [jví, að slíkt fólk, fullorðnir eða unglingar, láti sér annað meira lítt fyrir brjósti brenna en liræða gamla einmana góðviljaða konu, sem einskis á sér ilfs von. Því miður er ekki hægt að hand- sama slíka símaníðinga, enda fremja þeir „skemmtunina" í skjóli þess. Bæjarráð hefur hafnað tillögunni um að veita Glerá í Jötunheima Bæjarráð hefur samþykkt að leggja til að bæjarstjórn hafni til lögu Halldórs Halldórssonar um að veita Glerá úr núverandi farveg sínum norður í Jötunheima. Mun álit bæjarráðsmanna, að höfnin í Krossanesi og Jötunheimum niundi brátt fyllast af framburði Glerár. og sé ]>ví flutningur árinnar óráð- Iegur af Jjeini sökum. Húsmæðraskóli lýkur störfum Húsmæðraskólanum hér í bænum var saj;t upp í gær, og í morgun lögðu námsmeyjar af stað í skemmtiferð til Hóla. í vetur hafa 22 fastir eða reglulegir nemendur stundað nám í skólanum, en 87 óreglulegir, þ. e. á námskeiðum. Auk þssa hafa 56 nemendur úr verknámsdeild Gagnfræðaskólans notið kennslu í matreiðslu í skólanum. Handavinnusýning. Síðastl. sunnudag var opin í skólanum sýning á vinnu námsmeyja. Mikill fjöldi bæjarbúa skoðaði sýninguna, enda var hér um að ræða smekklegar og vel unnar hannyrðir af ýmsu tagi. Alls voru saum- uð 374 skyldustykki, en það er mest megnis barna- fatnaður, sem mikil áherzla er lögð á, að stúlkurn- ar lær.i að sauma .Þá var og mikið af kvenfatnaði ýmiss konar, svo sem kjólum, blússum og pilsum, og var flest mjög snoturt, ekki íburðarmikið, en smekklegt. Stúlkunum er einnig kennt að sníða og taka mál, og er það mjög mikils virði, því að í raun réttri er það mesti vandinn, þegar koma á upp flík. Umfram skyldu voru saumaðar 60 flíkur af ýmsu tagi. Þá voru og til sýnis 110 munir heklaðir og prjónaðir ,og virtist mér flest af því vera mjög fallegt og smekklegt, sérstaklega barnafatnaðurinn. Utsaumur ýmiss konar, líklega mest dúkar, var og til sýnis og voru 40 munir saumaðir af því tagi. Hvítsaumurinn var mjög fallegur, einnig einlitir kaffidúkar með einlitum saum (etamín, held eg). Það verður oft á tíðum mjög falleg útkoma, þegar saumað er með einum og sama lit í dúk t. d. Niður- röðun margra lita er mikið vandaverk, sem oft vill mistakast ,en einlitur saumur verður oftast smekk- legur. Til sýnis voru einnig 35 munir útsaumaðir, sem unnir voru á námsskeiðum. Ekki gat eg komið auga á nokkurn mun saumað- an með forn-íslenzka saumnum. Ættum við ekki að halda honum í hávegum með því að kenna hann við skólana? I sérstakri stofu var vefnaðurinn til sýnis, en námsmeyjar höfðu ofið 320 muni alls. Var þar margt smekklega og fallega unnið, sérstaklega þóttu mér fallegir þunnir dúkar og gluggatjalda- efni ýmiss konar .Þá var skemmtileg nýbreytni að sjá ofið þverbekkjótt kvenpils, að vísu úr tvisti, en mætti ekki líka reyna úr ull? Níu mánaða skóli. Skólinn starfar nú í níu mánuði, og skiptist náms- tíminn jafnt á milli matreiðslu og ýmiss konar heimilisstarfa (s. s. þvottur, ræsting o. fl.) annars vegar, og sauma og vefnaðar hins vegar, en vefn- aðurinn hefur nú aftur verið tekinn inn í skólann, sem föst námsgrein. Auk forstöðukonunnar, sem kenndi matreiðslu að nokltru, heilsufræði og bók- hald, voru þessar kennslukonur starfandi við skól- ann: Valgerður Árnadóttir kenndi fata- og útsaum, Ólafía Þorvaldsdóttir vefnað og Guðrún Sigurðar- dóttir matreiðslu. Þá kenndi Þorbjörg Finnbogadóttir, nemandi úr G. A., matreiðslu og hafði með höndum kennslu á kvöldnámskffiðum fyrir stúlkur úr bænum, og Kristín Sigurðardóttir kenndi á útsaumsnámskeiði fyrir bæjarkonur, sem haldið var á vegum skólans. Stundakennarar voru Þórhalla Þorsteinsdóttir, sem kenndi leikfimi, Áskell Snorrason söng og Egill Þórláksson hélt fyrirlestra um uppeldismál. For- stöðukonan var ánægð með árangur af vetrarstarf- inu og kvað það hafa gengið ágætlega, enda hafi heilsufar verið mjög gott í skólanum í vetur. Forstöðukonuskipti. Frú Helga Kristjánsdóttir, sem veitt hefur skól- anum forstöðu frá þv íað hann tók til starfa, lætur nú af þeim störfum og mun flytjast til Skagafjarð- ar, þar sem hún ætlar að hefja búskap með manni sínum. Ekki er vitað hver muni taka við skólan- um ,enda munu engar umsóknir um starfið hafa borizt enn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.